Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 27
39 naust MOGUL .... J Sími 535 9000 • Borgartúni 26 • Skeifunni 2 • Bíldshöfða 14 • Bæjarhrauni 6 SIDEH i MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Fréttir Miklir heyflutningar i Skagafirði: Langur vetur bændum dyr DV, Skagafirði: Sérlega gjafafrekum vetri fer senn að ljúka í Skagafirði þó svo gróður hafi verið skammt á veg kominn um hvitasunnu. Ljóst er að þessi langi vetur verður skagfirsk- um bændum dýr því verulega hefur verið keypt af fóðri á sumum bæj- um. Er þar bæði um að ræða hey, grasköggla og fóðurbæti. Er nú svo komið að graskögglar eru nær upp- seldir hjá fóðursmiðjunni Vall- hólma í Skagafirði og hefur það mikilvægi sem graskögglaverk- smiðjan er fyrir skagfirska bændur komið berlega í ljós á liðnum vetri. Bjarni Maronsson hefur umsjón með forðagæslu í Skagafirði. Hann sagði í samtali við fréttamenn að fóður ætti að vera nægjanlegt í hér- aðinu en víða muni enginn afgang- ur verða. Hins vegar hefði talsverð- ur fjöldi bænda verið aflögufær og getað látið hey. Þá hefðu bændur keypt talsvert af heyi úr Eyjafirði tímanlega í vetur og það hjálpað verulega til. Bjami sagði aö þetta væri einn gjafafrekasti vetur hvað hross varð- Jónmundur Pálsson á Mið-Mói í Fljótum hefur flutt mikið af heyi í vor. DV-mynd Örn ar sem menn muna eftir í Skaga- firði, þau því þung á fóðram enda víða mörg. Hann sagði áríðandi að menn gæfu hrossunum hey meðan þau ætu og hlífðu þannig nýgræð- ingnum eins lengi og kostur væri. Hann sagði að hross væra of mörg í Skagafirði og þeim þyrfti að fækka, jafnvel verulega fyrir næsta vetur því þá verða ekki fyrningar í veru- legum mæli til að setja á. -ÖÞ Stjórn Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands ehf. Frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, Akranesi, Óli Jón Óla- son, Reykholti og Guðrún Bergmann, Hellnum. DV-mynd Daníel Upplýsinga- og kynningarmiöstöö Vesturlands: Fyrsta stofnun slíkrar miðstöðvar hér á landi DV, Vesturlandi: Stofnfundur Upplýsinga- og kynn- ingarmiðstöðvar Vesturlands ehf. var haldinn á Hótel Borgamesi 2. júní og er fyrsta stofnun slíkrar miðstöðvar hér á landi. Með henni verður til samstarfsvettvangur í markaðsmálum sem, ef vel tekst til, á eftir að gefa ferðaþjónustu á Vest- urlandi byr undir báða vængi. Aðdragandi að stofnuninni var sá að vorið 1998 var lokið við stefnu- mótun fyrir ferðaþjónustu á Vestur- landi. Eitt af því sem lagt er til í skýrslunni var stofnun Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vestur- lands (UKV) sem verður móðurstöð upplýsingaöflunar- og miðlunar fyr- ir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Ennfremur verður miðstöðin sam- starfsvettvangur sameiginlegra markaðsmála ferðaþjónustuaðila í kjördæminu. Hlutverk UKV verður fólgið í því að veita innlendum og erlendum ferðamönnum upplýsingar um feröaþjónustu á Vesturlandi, sem og á landsvísu, með það að markmiði að beina ferðamannastraumi til Vesturlands. Einnig er það mark- mið með stofnun UKV að vera leið- beinandi aðili við ffæðslu- og kynn- ingarstarf innan greinarinnar auk þess að skipuleggja, þegar fram líða stundir, sameiginlega markaðssetn- ingu landshlutans út á við. UKV er einkahlutafélag í eigu að- ildarfélaga sem greiddu stofngjaid sem hlutafé og munu eftir það greiða árlegt framlag til rekstrarins. Á stofnfundi var kosin þriggja manna stjórn. Hana skipa: Guðrún Berg- mann, Hellnum, Gunnar Sigurðsson, Akranesi og Óli Jón Ólason, Reyk- holti, í aðalstjóm. Varamenn voru kjörnir Guðrún Eggertsdóttir, Bjargi, Borgamesi, Tryggvi Konráðs- son, Arnarstapa, og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Akranesi. -DVÓ Sumar- tilboð Salemi með setu og handlaug á fæti á aðeins 14.800 kr HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 Metsala á sementi - sú mesta síðan 1976 DV, Akranesi: Fyrstu fimm mánuði ársins seld- ust um 41.400 tonn af sementi frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi en um 41.100 tonn á sama tíma í fyrra. Salan í mars var sú næst- mesta í þeim mánuði frá upphafi. Aðeins árið 1974 sýnir hærri tölu. Salan nú í apríl var sú þriðja mesta í þeim mánuði, aðeins árin 1975 og 1998 sýna hærri sölutölur. Salan i mai er sú mesta síðan 1976 en salan var einnig meiri árin 1973 og 1974. í upphafi árs var sements- sala ársins áætluð 110.000 tonn en í byrjun júní var söluáætlunin endur- skoðuð og er nú gert ráð fyrir 117.000 tonna sölu á þessu ári. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.