Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Síða 21
JjV LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 % heilsa 21 Helluborð QHC 615 Keramik hraðhitahellur Með snertitökkum Helga Mogensen og Halla Magnúsdóttir Lífrænt og Ijúffengt: Hollur matur sendur heim - þjónusta við fyrirtæki og heimili Þær Helga Mogensen og Halla Magnúsdóttir, sem báðar hafa staðið yfir pottunum á veitinga- staðnum Á næstu grösum um ára- bil, hafa stofnað fyrirtækið „Holl- ur matur“ sem sérhæfir sig í heimsendingu og fyrirtækjaþjón- ustu. „Við erum báðar þrælvanar og góðir kokkar frá Næstu grös- um,“ segir Halla þegar hún er spurð hvers vegna þær stöllur hafi farið út í þennan rekstur. „Við erum búnar að horfa á markaðinn árum saman og sjáum mjög aukna neyslu á grænmetisfæði. Hér hefur orðið mikil hugarfarsbreyting og grænmetisfæði er orðið vinsælt. Fólk er farið að gera kröfur um grænmetisfæði sem aðeins ein- staka mötuneyti getur sinnt. Mörg af þessum gömlu mötuneytum eru að verða úrelt. Við erum með mat frá öllum heimsálfum og leggjum áherslu á mikla fjölbreytni. Einkunnarorðin eru „lífrænt og ljúffengt." Hvenær fóruð þið af stað með þessa þjónustu? „í síðustu viku. Eins og er bjóðum við upp á þessa þjónustu í hádeginu. Hver sem er getur pantað hjá okkur; mötuneyti og einstaklingar á vinnu- stöðum. Það þarf ekki að panta neinn vissan fjölda rétta til þess að við sinnum pöntuninni. Við reynum að nota lífrænt ræktað hráefni eftir því sem kost- ur er og kaupum heint frá íslensk- um garðyrkjubændum. Allt sem heitir kom, baunir og hrísgrjón er lífrænt ræktað, þannig að við erum að bjóða upp á gæðafæði á góðu verði." Veisluþjónusta „Helga er annar stofnandi mat- stofunnar Á næstu grösum og ég hef unnið þar í nokkur ár, auk þess að halda námskeið og elda víða um land. Við verðum líka með veisluþjónustu, þó ekki þannig að við leigjum út borðbún- að og dúka, heldur eldum við fyrir stóra hópa. Fólk getur pantað mat fyrir brúðkaupsveisluna sína eða hvað sem er.“ Er ekki þjónusta af þessu tagi fyrir hendi? „Jú, það hefur eitt fyrirtæki boðið upp á þjónustu af þessu tagi en markaðurinn er nógu stór til þess að fleiri fyrirtæki þrífist í þessari grein." Hver er sérstaða ykkar? „Við ætlum að vera með bragð- mikinn og góðan mat og vandað hráefni. Við verðum til dæmis ekki með hvítt pasta eða hvít hrís- grjón. Það verður mikil fjölbreytni hjá okkur vegna þess að viö leitum fanga í matreiðsluaðferðum þeirra þjóða sem byggja á hefð fyrir neyslu grænmetis. Matseðill er ákveðinn fyrir hverja viku í senn. Hann foxum við til fyrirtækja ef þess er óskað, þannig að fólk hefur góðan tíma til þess að velja. Ef það eru stórir hópar viljum við að fólk panti daginn áður. Ef það er ekki hægt, þá fyrir klukkan tíu á morgnana." Súpur og kökur í framtíðinni Hvað er á matseðlinum í dag? „Kosheree. Þetta er arabískur réttur, samsettur úr hrísgrjónum, linsum og heilhveitimakkarónum, steiktum lauk og tveimur guðdóm- legum sósum, ásamt salati. Önnur sósan er heit og er mild, sæt tómatsósa. Hin er fersk og krydd- uð, chili, hvítlaukur, cummin." Hvað kostar svona réttur? „Sex hundruð krónur." Er það fast verð í hádeginu hjá ykkur? „Já. Síðar meir munum við líka bjóða upp á súpur og kökur, vegna þess að við ætlum auðvitað að þró- ast og stækka." HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 assoaiie í sumar Saman 489.900 ■ Veggofn 531-WIK Blástursofn • Undir og yfirhiti Grill o.fl. kr. stgr. -laður 113.000 kr. stgr. V 2 paraði 3.10 21 0. 1 V www.ormsson.is Askrifendur fá a»t milW hirr,/n' Q- aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV Opnir tímar 2x -3x í viku. Byrjendur o g framhald Innritun hafin - leitið upplýsinga í símum 5813730 - 5813760 Golfsett og fylgiUutir U}i£oon W (h) Husqvarna TILBOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.