Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Síða 52
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 JJj"V
« Qþikmyndir
mxi
Evrópufrumsýning
íARÆ
ALVÖRU 8ÍÖ! IíPolby
STflFRÆNT
HLJÓÐKERF! í | l_l y
ÖLLUM SÖLUM! 1 1 ■
Sýnd kl. 4.45,6.50,9, og 11.15. B.i. 12 ára.
TAKJU
LAGE)
IDA
★★★
^ :
. ..
í i j
5V Mbl.
Sýnd kL 5,7,9, og 11.
Sýndkl. 5,7,9og 11.
LIFIÐ ER DASAMLEGT
Sýnd kl. 4.30.6.45,9 og 11.15.
Romance:
Rómantík í loftinu
Vorið kom, í tvo daga - og fór.
Svo kom rigning.
Samt er ailtaf á vísan að róa þeg-
ar ilmmarkaöurinn er annars
vegar. Vorið er sá tími sem vel
er fallinn til þess að prófa nýjan
ilm og af mörgu er að taka, því
snyrtivöruframleiðendur eru nú í
óðaönn að kynna ilmi sína um
allan heim.
Ekki lætur Ralph Lauren sitt eft-
ir liggja, því nýlega hannaði fyr-
irtæki hans nýjan og leiftrandi
ferskan kvenilm sem ber heitið
_ i „Romance". Sjálfur hefur Ralph
sagt að hönnunarmarkmið sín
séu að „ná hinum eilífa draumi“.
„Ég trúi á hönnun sem býr yfír
heilindum, hönnun sem hefur
varanleika," segir Ralph og bætir
við: „Hönnun verður að vera
hluti af lífsstíl sem verður per-
sónulegur með tímanum."
Þetta segir Ralph vera hugsunina
á bak við Romance, þvi sá ilmur
byggist á tandurhreinum línum
þar sem aukaatriðum sé haldið í
lágmarki til að ná fram fágun og
rómantík.
En hvemig sem Ralph orðar
markmið sín, þá er víst að Rom-
ance er gott val á sumarilmi.
Hann er mildur, léttur og seið-
'Jandi og lítil hætta á að hann
verði að stybbu þegar sólin verm-
ir húðina.
Þegar nýjasta línan í fatahönnun
Ralphs Lauren er skoðuð sjást
merki um afturhvarf til hefð-
bundinna gilda og rómantíkur.
Svala kvenhetjan, sem kallar
- kvenilmur frá Ralph Lauren
ekki allt ömmu sína, hefur vikiö
fyrir hamingjusömu stúlkunni.
Það er rómantík í loftinu sem
endurspeglar í senn sakleysi og
fágun í þessum nýja ilmi.
Og auðvitað er öll línan í boði:
Ilmvatn, húðrakakrem og bað- og
sturtugel.
Sumarljómi
- sjálfbrúnkukrem fyrir sólarlausa daga
^Það hefur farið lítið fyrir sól og
sumri - að minnsta kosti sunn-
anlands. Hin fólu andlit Suður-
íslendinga stara upp í himininn
í leit að sólarglætu en án árang-
urs. Því er ekki um annað að
ræða en grípa til hjálpartækja til
þess að öðlast frísklegan húðlit.
Frá Helenu Rubinstein kemur
Vsinmitt rétta svarið í „Golden
Beauty“ sólarlínunni. Um er að
ræða sjálfbrúnkukrem fyrir and-
lit og farða í formi kökumeiks,
með sólarvöm.
Sjálfbrúnkukremið, „Golden
Beauty Summer Face“ færir
húðinni gylltan lit um leið og
kremið er notað. Innan klukku-
stundar frá því að kremiö er bor-
ið á fær húðin eðlilegan jafnan
sólbrúnan lit sem heldur áfram
að dýpka næstu tvo til þrjá tím-
ana. I frétt frá framleiðanda seg-
ir að kremið sé bætt með raka-
gefandi efni og E-vítamíni, ásamt
SPF8 sólarvörn.
Farðinn er með SPF15 vöm og
kemur í tveimur litum. Hann
nær fram jöfnum, möttum lit um
leið og komið er í sólina, auk
þess að veita góða vöm gegn
skaðlegum geislum hennar.
Farðinn er bættur með rakagef-
andi efnum og hefur krem/púð-
ur áferð sem veitir húðinni silki-
mjúka tilfmningu.
Getur prumpað
Flokkurinn sem sér um frama Jims Carreys
hefur þessa dagana áhyggjur af því hvað
hann tekur að sér mikið af alvarlegum hlut-
verkum. Það er sagt að i Hollívúdd sé um-
boðsmaður hans í örvæntingarkasti að leita
að einhveiju bemsku, eða að minnsta kosti
fáránlegu, til þess að hleypa púðri í frama
hans í gamanmyndum, sérstaklega eftir að
hann sló í gegn í dramatískum hlutverkum
í The Truman Show og nú nýverið í Man
on the Moon. Örvæntingin kemur i kjölfar-
ið á því að frammistaða Jims í Man on the
Moon þykir langt frá því að vera viðunandi.
Sagt er að nú sé leitað í koppum og kimum
um gervalla Ameríku að einhverju fyndnu
til þess að koma jafnvægi á leikferil hans.
Einn af hans nánustu samstarfsmönnum
hefur látið hafa eftir sér að nú sé kominn
tími til að Jim snúi sér aftur að gaman-
myndunum og bætir við: „Það er í góðu lagi
fyrir hann að leika, en núna er hann að
segja: „Ég get líka prumpað.““
Robbi með nýja
kærustu?
Poppstjaman
Robbie
Willams, sem
nýlega gaf út
fýrstu skífuna
sína í Amer-
íku, er sagður
á föstu þessa
dagana. Og
unnustan?
Engin önnur
en drottning
dægurtónlist-
arinnar
Madonna. Það
ku hafa sést til þeirra Sciman á búðarápi og
síðan fóru þau út að borða og allir vita að
slíkt athæfi getur ekki þýtt nema eitt: Eld-
heitar ástríður.