Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 Fréttir Kári Waage markaösstjóri Skjás 1: Kærir Stöð 2 og Sjónvarpið - segir stöðvarnar blanda saman fréttum og auglýsingum Kári Waage, markaðs- og auglýs- ingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Skjás 1, hefur kært Ríkissjónvarpið og Stöð 2 til útvarpsréttamefndar. Hann sakar stöðvamar um að blanda saman aug- lýsingum og fréttum. „Þessi kæra min er í beinu fram- haldi af kæm sem við á Skjá 1 fengum vegna þáttaraðar Davids Lettermans. Við voram skikkuð, á gmndvelli út- varpslaga, tO að þýða þættina á ís- lensku eða henda þeim út úr dag- skránni. Niðurstaðan varð að taka þá af dagskrá," segir Kári. Hann segir að þegar hann hafl kynnt sér út- varpslögin hafi augu hans opnast fyrir þvi að fleiri væru brotlegir. Sérstaklega hafl vakið athygli hans klausa í 4. grein laganna, þar sem segir: „Óheimilt er að skjóta auglýsing- um inn í útsend- ingu á guðsþjón- ustu eða trúarlegri dagskrá, fréttum Kári Waage með kæruna sem hann sendi útvarpsréttarnefnd á föstudag. eða fréttatengdum dagskrárliðum..." „4. grein laganna er þverbrotin af báðum sjónvarps- stöðvum. Greinin fjallar um auglýs- ingar og kostun í fréttatímum og það era sláandi dæmi um gróf brot. Þetta á sérstaklega við um fréttaþáttinn 19-20 á Stöð 2, þar sem allt að 5 auglýsingatímar em inni í þættinum. Auk þess em veðurffétt- imar kostaðar. Hvað Sjónvarpið varð- ar tel ég aðalfréttatíma og veðurfrétta- tíma vera einn og sama þáttinn en á milli þeirra er auglýsingapakki. Máli minu til stuðnings bendi ég á að áður en auglýsingar heQast vitna þulir í framhald ff éttatímans og hvetja fólk til að kynna sér veðurhorfur," segir Kári. „Ég er ekki með þessu að reyna að koma höggi á hinar stöðvamar, heldur leikur mér forvitni á að vita hvort lög- in ná yflr alla,“ segir Kári. Kári skilaði kæra sinni til útvarps- réttamefndar á föstudag. -rt Samstarf hrossagagnabanka: Halda sérstöðu en tengjast beint Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, og Bændasamtök íslands hafa gert með sér samning um markaðs- og rekstrarsam- starf um hrossagagnabankana http://www.hestur.is og http://www.is- landsfengur.is á Netinu. Áskrifendur bankanna geta hér eftir fengið aðgang að báöum bönkum fyrir sama verð, 5.500 kr. með virðisaukaskatti. Svipmót hvors gagnabanka um sig verður áfram eins og verið hefur en beinar tengingar milli bankanna. Áhersla er lögð á sér- stöðu hvors gagnabanka um sig svo samanlögð breidd bankanna verði sem mest fyrir neytendur. Markmið sam- starfsins er að auðvelda áhugamönnum um hrossarækt aðgang að nytsamlegum upplýsingum um islenska hestinn og gera þann aðgang einfaldan og ódýran. Á banka Jónasar http://www.hest- ur.is hafa niðurstöður allra kynbótasýn- inga landsins í sumar verið settar inn jafnóðum og sömuleiðis sýningar í Dan- mörku, Svíþjóð og Hollandi. Þar em upplýsingar um 39.000 hross frá 17 lönd- um sem hafa náð lágmarksárangri í sýningu. í banka Bændasamtakanna http://www.islandsfengur.is em marg- þættar upplýsingar um á annað hundr- að þúsund hross. Þar má finna upplýs- ingar um alla kynbótadóma sumarsins á íslandi. Leitast verður við að hefja samstarfið sem fyrst svo notendur geti byrjað að nota bankana. -EJ Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Islands, harla kátir með samninginn. DV-mynd E.J. Herstöðvaandstæðingar kæra handtöku 17. júní: Ekkert sem réttlætir handtökuna segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður Mennimir þrír sem hand- teknir vora á Austurvelli 17. júní fyrir meinta truflun á há- tíðarhöldunum hafa leitað til lögfræöings og hyggjast leggja fram kæra á hendur yfirvöld- um á grundvelli þess að frels- issviptingin hafi verið brot á stjómarskrárbundnu tiáning- arfrelsi þeirra. Mennimir báru þriggja metra langan borða með áletraninni „ísland úr NATO - herinn burt“ og er þeir neit- uðu tilmælum lögreglu að hafa sig á brott vora þeir teknir höndum. Tveir af mönnunum þrem- ur tóku einnig þátt í mótmæl- unum við útsendingu þáttar- „Niðurstaðan augljós ef farið verður f mál, miðað við ný- genginn dóm,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður. ins Good Morning America fyrir þar er að finna. tveimur árum. Þar sá lögregl- an sömuleiðis ástæðu til að grípa inn í og handtók menn- ina. Var sú handtaka dæmd ólögmæt í héraðsdómi í byrj- un þessa árs, talin brot á tján- ingarfrelsi og lögreglan dæmd til greiðslu miskabóta. „Hafi þessir menn ekki brotið gegn neinum lögum er ekkert sem réttlætir að hand- taka þá og færa í burtu," sagði Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og lögmaður þrímenninganna, um málið. Ragnar sagði einnig að ef farið yrði í mál vegna þessa atburðar væri niðurstaðan augljós, miðað við nýgenginn dóm og þau sjónarmið sem Brot á tjáningarfrelsi Stefán Þorgrímsson, sem hlut átti-að mótmælunum f bæði skiptin, segir ótvírætt að um brot á tjáningarfrelsi þeirra hafl verið að ræða: „Málin tvö era algerlega sam- bærileg og ég er ekki í nokkrum vafa um að lögin era okkar megin.“ Hann segir enn fremur að þeir hafi ekki verið einir um að vera með áróður þennan dag: „Davíð Odds- son og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir héldu bæði pólítískar ræður. Þau vora ekki handtekin. Það er ekki lögregl- unnar að dæma hvort þeirra skoðanir eða okkar séu meira viðeigandi eða hvenær og hvemig þær era viðraðar." Utan ramma ITR Stefán Þorgrímsson. Geir Jón Þórisson aðstoð- aryfírlögregluþjónn, sem var einn af þeim sem að handtök- unni stóðu, segist húinn að gefa skýrslu um málið og sé það nú til meðferðar í lög- fræðideild embættisins: „Það er hefð fýrir þvi að Austurvöllur sé afmarkaður sem hátíðarsvæði 17. júní og mönnum er ekki heimilt að raska dag- skrá hátíðarhaldanna. Hér er ekki um brot á tjáningarfrelsi að ræða heldur spuming um það hvað hefð er fýrir að gert sé og sagt á þjóðhátíð sem þessari. Uppsetningin á borðanum féll ekki inn í rammann sem íþrótta- og tómstunda- ráð hafði markað hátíðahöldunum og því vora mennimir fjarlægðir." -fin Stuttar fréttir i>v I lausu lofti Páll Péturs- son félagsmála- ráðherra segir að ráðuneytið geti ekki aðstoð- að starfsmenn frystihúsa Rauða hersins á Vestfjörðum nema fyrirtækin fari í gjaldþrota- skipti. Þá mætti sækja í ábyrgðar- sjóð til greiöslu launa. RÚV sagði frá. VSÍ stefnir VSÍ hefur stefht sex einstakling- um og tveimur vestfirskum verka- lýðsfélögum vegna verkfallsað- gerða fyrir 2 árum. Vestfirskii' verkfallsverðir fóru þá landshluta á milli í verkfalli þeirra fyrir rúm- um tveimur áram til að koma í veg fyrir löndun vestfirskra skipa. Krafist er milljóna í skaðabætur. Átök um hagsmuni Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir í árs- skýrslu hennar að samkeppnisyf- irvöld fagni málefnalegri gagnrýni en siður þeirri sem mótist af vemdun sérhagsmuna þeirra sem ákvarðanir samkeppnisyfirvalda hitta fyrir. Aftur í hvalveiðiráðið? Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráð- herra segir vel koma til greina að ganga í Al- þjóða hvalveiði- ráðið aftur. For- sætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, segist munu styðja íslendinga til þess. Aðskilnaður Samkvæmt tilskipun Evrópu- sambandsins frá í gær ber Lands- símanum að skilja í milli almenns rekstrar og reksturs á breið- bandinu. Tilskipunin tekur að lik- indum gildi irrnan árs. Bylgjan sagði frá. Margir vilja læra Eftirspum eftir námi í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands er langt umfram framboð og þarf skólinn því að vísa fjölda nemenda frá á hveiju ári. Meginá- stæðan er takmarkað kennslurými að sögn Morgunblaðsins. Nálgast 300 þúsund Samkvæmt staðfestum tölum Hagstofunnar era íslendingar 275.264 talsins. Karlar era 137.874 og konur 137.390. Olía hreinsuð Olíu varð vart í Hafnarfjarðar- höfn í gær og fylgdi henni sterk lykt. Hafnarstarfsmenn hreinsuðu olíuna í gærkvöldi. Ekki var vitað í gærkvöldi hvaðan olían kom. Vísir.is sagði frá. Vilja fá Maríusetrið Á áttunda tug kvenna ætlar til Viðeyjar annað kvöld þar sem þær ætla að mirma á sig og sögu kvenna á íslandi í tengslum við kristnitökuafmælið. Konumar ætla að leggja til við stjómvöld að þau gefi þeim Maríusetur á Kirkjubæjarklaustri sem bætur vegna aldalangrar útilokunar kvenna frá menntun og embætt- um. Morgunblaðið segir frá. Aðstoðar Siv Einar Svein- bjömsson veð- urfræðingur hefur verið ráð- inn aðstoðar- maður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra. Hann byijar störf í ráðuneytinu 24. júní. Lægsta tilboði hafnað Stjóm Landsvirkjunar ákvað í gær að semja viö íslenska aðal- verktaka hf. um að byggja stíflu, inntak og stöðvarhús Vatnsfells- virkjunar og Amarfell ehf. um að grafa frárennslisskurð virkjunar- innar. Landsvirkjun hafhaði tO- boði Kínverja í verkið sem var lægst. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.