Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Atvinnulaus Norður-Víkingur Að mati Atlantshafsbandalagsins, varnarliðsins á Keflavíkurvelli og ríkisstjómar íslands eru hryðjuverk róttækra umhverfissinna einn alvarlegasti ófriður, sem getur steðjað að íslendingum á næstunni. Þeir hafa sam- einazt um heræfingu gegn þessum vágesti. Róttækur utanríkisráðherra okkar kann að telja, að siga þurfi varnarliðinu á þá tvo þriðju hluta þjóðarinn- ar, sem eru andvígir uppistöðulóni á Eyjabökkum. Aðrir telja líklegra, að vondu kallar heræfingarinnar séu ein- hverjir á borð við Paul Watson í Sea Shepherd. Við megum samt ekki gleyma, að þeir, sem sökktu hvalbátum í Reykjavíkurhöfn, komu til landsins í far- þegaflugi um Keflavíkurvöll. Við megum heldur ekki gleyma, að Watson kom hingað sjálfur til að svara til saka, en stjórnvöld höfðu þá ekki lengur áhuga. Paul Watson er vandræðamaður, en hann getur seint orðið óvinur þjóðarinnar númer eitt. Stjórnvöld hafa ját- að það sjálf með því að vilja ekki halda honum í fangelsi. Óvinir þjóðarinnar eru á allt öðrum stöðum í litrófinu og allra sízt á róttæka umhverfiskantinum. Ef ígildi Watsons á vegum ígildis Sea Shepherd vildi vinna hryðjuverk hér á landi, er einfaldast fyrir stjórnvöld að senda yfirlögregluþjóninn í Reykjavík til að taka hann fastan. Sá er þrautþjálfaður í að taka úr umferð ýmsa þá, sem veifa spjöldum á tyllidögum. Ef yfirlögregluþjónninn í Reykjavík nægir ekki, má senda sýslumanninn í Rangárþingi á vettvang, enda er hann sérfræðingur í að ná upp vafasömum fánum, sem róttækir umhverfissinnar hafa komið fyrir í uppistöðu- lónum. Þar með ættum við að geta slakað okkur. Heræfingin Norður-Víkingur á vegum Atlantshafs- bandalagsins, varnarliðsins á Keflavíkurvelli og rikis- stjórnar íslands lyktar hins vegar að krumpuðum rang- hugmyndum um lífið og tilveruna. Hún sýnir, hvað at- vinnulitlir herforingjar geta látið sér detta í hug. íslandi stafar hætta af kjarnorkuslysum austur í Rúss- landi, af eyðingu ozon-lagsins og hitabreytingum í and- rúmsloftinu. íslandi stafar hætta af flutningi úrgangs- efna með hafstraumum frá Sellafield og úr ruslahaugum í hafinu frá úreltum kjarnorkuverum. Öll sú hætta, sem fræðilega getur steðjað að íslandi á næstu árum, stafar af aðgerðum róttækra stóriðjumanna og herforingja víða um heim, en engin af aðgerðum rót- tækra umhverfissinna. Þáttakendur Norður-Víkings kunna engin ráð við raunverulegum hryðjuverkum. Mikilvægt gæti verið að æfa viðbrögð við dauðum fiski, sem flýtur upp um allan sjó vegna eiturefna í straumum. Mikilvægt gæti verið að æfa viðbrögð við stórflóðum á landi vegna skemmda á stíflugörðum af völdum eldgosa, hraunrennslis og jarðskjálfta. Janiver Solana, David Architzel og Halldór Ásgríms- son eru ekki að æfa aðgerðir til að milda áhrif róttækra umhverfishryðjuverka. Þvert á móti eru þeir að æfa aðgerðir gegn ímyndaðri hættu af völdum þeirra, sem vara okkur við hryðjuverkum gegn umhverfinu. í bezta lagi er heræfingin Norður-Víkingur vandræða- gangur atvinnulítilla og illa gefinna herforingja og í versta lagi er hún yfirlýsing um illa krumpuð viðhorf til lífsins og tilverunnar. Hvort tveggja er málsaðilum til álitshnekkis, sem rétt er að hafa í flimtingum. Miklu ódýrara og einfaldara er fyrir Janiver, David og Halldór að fara til Kaliforníu og skiptast þar á vöktum um að fylgjast með ferðum og hátterni Pauls. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda þær breytingar sem átt hafa sér stað í þjóðfélag- inu á síðustu árum. Hvaða skoð- un sem við kunnum að hafa á þeim breytingum er ljóst að ekki verður aftur snúið til fyrri tíma og mannskepnan á ekki annan kost en aðlagast breyttum aðstæð- um. Enn höfum við einungis séð toppinn á ísjakanum ef svo má segja, því breytingar á umgjörð þjóðfélagsins eiga eftir að verða hraðari og hraðari. í breytingum felast bæði ógnir og tækifæri og ekki er sjálfgefið að það séu þeir stóru eða sterku sem verða ofan á í þeirri uppstokkun sem nú á sér stað. Þeir sem koma best út úr Stjórnmálamenn hafa ekki sömu ítök og fyrrum, segir fyrrverandi þing- maðurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson í þessari grein. Þeir geta aðeins fátt eitt aðhafst f atvinnuvanda Vestfjarða. Atvinna, stjórnmál og umrót tímans umróti þjóðfélags- breytinga eru þeir sem hafa innsæi til að sjá fyrir hvert þjóðfelagið er að þróast og skynja að breytingum fylgja ekki bara ógnir heldur einnig tæki- færi. Stjórnmál í breyttum heimi Stjórnmálamenn fera ekki varhluta af brey tingum frek- ar en aðrir. Fáum blandast hugur um að áhrif stjórn- málamanna hafa stórlega minnkað frá því sem var fyr- ir örfáum árum. Minnkandi völd og áhrif stjómmálamanna eiga lít- ið skylt við þá einstaklinga sem þessum störfum gegna eins og sumir vilja halda fram. Sami ein- staklingur á stóli forsætisráð- herra hefur t.d. langt í frá sömu ítök í þjóðfélaginu í dag og hann hafði sem nýliði í emb- ætti fyrir átta árum. Það sem gerst hefur er að fjölmiðlar og fólkið í landinu hafa ákveðið nýjar leik- reglur og stjórn- málamönnum líðst ekki lengur að gera margt af því sem talið var full- komlega eðlilegt fyrir örfáum árum. Sá stjórnmála- maður er vandfundinn sem ekki skynjar breytinguna þótt hún sé feimnismál hjá mörgum. Stjórnmálamenn og atvinna á Þingeyri Á Vestfjörðum er nú mikill vandi í atvinnumálum vegna rekstrarörðugleika Rauðsíðu hf. og skyldra fyrirtækja. í janúar 1997 voru þingmenn og sveitar- stjórnarmenn boðaðir á fjölmenn- an fund á Þingeyri þar sem rædd- ur var sá vandi sem þá steðjaði að í atvinnu- málum Þingeyringa. Af hálfu allra þing- manna kjördæmisins var lögð á það áhersla að þingmenn, sama hvað þeir eru duglegir, hafa mjög takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á atvinnumál í einstökum byggðarlög- um. Þjóðfélagið er ein- faldlega þannig í dag, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að stjórnmálamenn hatá ekki aðstæður til að beita sértækum að- gerðum. Það sem þing- menn geta gert fyrir umbjóðendur sína er að standa vörð um að lagarammi þjóðfélagsins mismuni ekki þegn- unum. Hlutverk þingmanna er einnig að leiðbeina einstaklingum og fyrirtækjum að fóta sig í myrk- um frumskógi laga, reglugerða og skriffinnsku. Þingmenn hafa ekki lengur aðstöðu til að koma með störf og flestir vita og skilja að at- vinna verður fyrst og fremst til fyrir atorku og útsjónarsemi ein- staklinga og fyrirtækja. Kjósend- ur bæði á Vestfjöröum og annars staðar verða að skilja að krafan um að þingmenn kjördæmis tryggi atvinnu í tilteknum byggð- arlögum á sér ekki stoð í gildandi leikreglum. Þingmenn eiga hins vegar þátt í að skapa atvinnulíf- inu starfsaðstæður og því miður eru núverandi aðstæður ekki hag- stæðar vestfirsku atvinnulífi, þar er því verk að vinna. Það sama gildir um Clinton Það er ekki einungis á íslandi sem völd og áhrif stjórnmála- manna hafa minnkað. Heimurinn verður sífellt minni og svipaðar þjóðfélagshræringar eiga sér stað í flestum vestrænum ríkjum. Þeg- ar Clinton var settur í embætti sem forseti Bandaríkjanna í ann- að sinn sagði hann í setningar- ræðu sinni að hann gæti ekki leyst vandamál bandarísku þjóð- arinnar en hins vegar gæti hann reynt að skapa þær aðstæður að fólk gæti sjálft leyst þau vanda- mál sem að steðja. Þessi orð hins bandaríska forseta lýsa vel stöðu og hlutverki stjórnmálamanna á Vesturlöndum í dag. Okkur sem starfað höfum í stjórnmálum hef- ur mörgum hverjum þótt erfitt að sætta okkur við breyttar aðstæð- ur og minnkandi völd en það er nú einu sinni þjóðin sjálf sem hef- ur ákveðið að hafa þetta svona og við þann dómara verður ekki deilt. Með sama hætti verður al- menningur að skilja að kröfunni um minnkandi afskipti stjórn- málamanna af daglegu lífi lands- manna fylgir að sértækar að- gerðir stjórnmálamanna leggjast af. Þótt þingmenn Vestfjarða geti ekki einir frekar en aðrir stjórn- málamenn leyst atvinnuvanda einstakra byggðarlaga hljóta þeir að einbeita sér að þvi að vinna því máli skilning meðal þjóðarinnar að það er sanngirn- ismál að íbúar og atvinnulíf í dreifbýli fái búið við sömu skil- yrði til sjálfsbjargar og aðrir landsmenn. Sú vinna verður löng og ströng því víðsýni og umburð- arlyndi hefur ekki vaxið í þjóðfé- laginu í takt við aðrar breytingar. Fyrirtæki á Vestfjörðum sem og á öðrum stöðum landsins verða hins vegar að vera rekin á ábyrgð þeirra sem til þeirra verka éru ráðnir. Ábyrgð á því sem miður fer í einstökum fyrirtækjum verð- ur ekki með sanngirni velt yfir á þingmenn. Gunnlaugur M. Sigmundsson Kjallarinn Gunnlaugur M. Sigmundsson fyrrverandi alþingismaður „Sami einstaklingur á stóli for- sætisráðherra hefur t.d. langt í frá sömu ítök í þjóðfélaginu í dag og hann hafði sem nýliði í embætti fyrir átta árum. Það sem gerst hefur er að fjölmiðlar og fólkið í landinu hafa ákveðið nýjar leikreglur.“ Skoðanir annarra Fiskiskip og tannlæknastóll „Fiskiskip eru aðeins verkfæri, sem eiga ekki að fylgja nein sérréttindi fremur en öðrum tækjum og tólum. Ekki eru réttindi til tannlækninga bundin við tannlæknastól þótt slíkt tæki sé hverjum tannlækni nauðsynlegt svo eitthvað sé nefnt. Sá maður, sem fengið hefur menntun og réttindi til tannlækninga kaupir einfaldlega þau tæki og áhöld sem henta hon- um best. Með því að binda eign á fiskveiðikvóta við tiltekið fiskiskip er fjöldi þeirra íslendinga sem slíka eign getur eignast takmarkaður mjög mikið.“ Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaöur og lýðveldis- sinni, í grein um algjörlega frjálst framsal veiðiheim- ilda í Mbl. Illindin í starfi Mýrarhúsaskóla „Skólastarf á að miðast við þarfir nemenda, ekki réttindi einhverra kennara eða skólastjómenda. Skólastarf getur hins vegar ekki orðið farsælt ef kennurum og skólastjómendum eru ekki tryggð ákveðin réttindi og ákveðið starfsöryggi. Hér þarf því að koma til mikil jafnvægislist, þar sem góðir og duglegir kennarar og skólastjórnendur ná að blómstra, en hinir finna sér í friði annað skip og fóruneyti sem hentar þeim betur. Svo virðist sem þetta jafnvægi hafi því miður ekki fundist í deilunni um uppsagnir skólastjórnenda í Mýrarhúsaskóla. Enda illindi komin í málið sem hæglega geta eitrað út frá sér.“ Birgir Guðmundsson í forystugrein Dags i gær. Halldór skoði sig um á Balkanskaga „Að lokum skora ég á Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra að skreppa til Balkanskaga og njóta nýlegra jarðávaxta, drekka jarðvegsvatn og hafa heim með sér örlítinn moldarköggul frá nýupp- sprengdu svæöi til að setja í matjurtagarðinn sinn, hann gæti jafnvel haft með sér aukapoka og gefið forsætisráðherranum og fleiri eðalmarkskálkum landsins sem hrópað hafa: sprengið, sprengið, drep- ið helvitin!" Birna Þórðardóttir í Morgunblaðinu í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.