Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24. JUNI1999 Utlönd 9 r> 9000 :ax 9040 • www.hilanaust.is Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafði sosum ærna ástæðu til að berja bumbur í gær við stofnun tónlistarsjóðs fyrir ungt fólk. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun nýtur Verkamannaflokkur hans 23 prósentustigum meira fylgis en íhaldsflokkurinn. Giuliani hræddur við Hillary: Kemur í veg fyrir partí í borgarhúsi MOKTBtANC Farangursbox í mörgum stærðum Rudolph Giuliani, borgarstjóri i New York, gerði að engu áform for- ráðamanna nýs tímarits að halda vígslupartí í húsnæði í eigu borgar- innar þegar hann komst að því að Hillary Clinton forsetafrú yrði sennilega á forsíðu fyrsta tölublaðs hins nýja rits. Borgarstjórinn mun hafa óttast eins konar pólitískan sirkus. Allar líkur eru á því að Giuliani og Hillary muni keppa um sæti fyr- ir New York í öldungadeild Banda- ríkjaþings á næsta ári. Aðstoðarborgarstjórinn sagði að húsnæðið sem falast hefði verið eft- ir, slippur sjóhersins i Brooklyn, væri ekki heppilegur fyrir veislu- höld af þessu tagi. Hann viður- kenndi þó að pólitískar ástæður lægju að baki ákvörðun borgarstjór- ans. Tímaritsmenn hafa ekki stað- fest að Hillary verði á forsíðunni. Repúblikaninn Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, er Iftt hrifinn af tímaritum með myndum af Hillary Clinton á forsíðunni. HEILSUDRYKKUR MEÐ AVAXTABRAGÐI naus Svíþjóö: Konurnar taka völdin 1 sumar Þegar Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, fer i sumarfrí á mánúdaginn taka konurnar við völdum. Mona Sahlin, Laila Freiwalds, Lena Hjelm-Wallén og Marita Ulvskog munu allar leysa Persson af. Er þetta í fyrsta sinn í Svíþjóð sem eingöngu konur gegna embætti forsætisráðherra þegar hann fer í frí, að því er sænska blað- ið Aftonbladet greinir frá. „Það eru þeir ráðherrar, sem setið hafa lengst í stjórninni, sem taka við. Við konurnar höfum augljóslega mesta reynslu. Það er skemmtilegt," segir Mona Sahlin aðstoðaratvinnu- lífsráðherra. Sjálf byrjar hún í fríi núna um helgina. Þegar hún kemur úr fríinu, þann 26. júlí, verður hún forsætisráðherra í tvær vikur. Hún hefur áður hlaupið í skarðið þegar hún var aðstoðarforsætisráðherra í stjóm Ingvars Carlssonar. Mona Sahlin er ein þeirra kvenna sem leysa Göran Persson forsætisráðherra af í sumar. Sahlin bendir á að þetta verði nokkurs konar sumarstjórn með sólbrúnum og afslöppuðum ráðherr- um. Hins vegar geti hvað sem er gerst. „Maður verður að vera viðbú- inn öllu. Ég er það að minnsta kosti.“ Hún hefur reynslu af óvæntum atburðum. Þegar Sahlin var nýorð- in vinnumálaráðherra árið 1990 gegndi hún embætti dómsmálaráð- herra í nokkrar vikur að sumarlagi. Hún tók það ekkert sérstaklega al- varlega í fyrstu. „Nú minnist ég þess með hrolli. Skyndilega lentu tveir rússneskir flugræningjar á tveimur dögum. Það getur allt gerst. Þess vegna má maður ekki bara hugsa á þann veg að þetta verði bara sumarstjórn," leggur Sahlin áherslu á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.