Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 26
26 Þjónusta við ferfætlinga og önnur gæludýr: Hestar og hundar FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 Viðmælendur Tilverunnar eiga það sameiginlegt, fyrir utan að vera miklir dýravin- ir, að þjónusta ferfætlinga með einum eða öðrum hætti. Hundasnyrting á sér vissu- lega nokkra hefð hér á landi á meðan hestanuddið er að ryðja sér til rúms og minn- ingarsteinagerðin á sér ekki sinn líka. Hundar í bað, klippingu og blástur: Ósnyrtur feldur þykir ekki smart að eru alltaf ríkjandi ákveðnir tískustramnar í klippingu hunda. Áhrifin koma aðallega frá megin- landi Evrópu og þá er oftast horft ' til frægra sýningarhunda. Banda- ríkjamenn hafa þróað sinn eigin stíl sem er miklu ýktari en tíðkast hér. Þar þykir til dæmis ekkert til- tökumál að panta litun fyrir hund- inn og eru mörg dæmi þess að fin- ir hundar í Hollywood séu jafnvel með bleikan feld. Sem betur fer hef ég ekki verið beðin um slíkt og veit satt að segja ekki hvort ég tæki það í mál,“ sagði Margrét Kjartansdótt- ir hundasnyrtir þegar Tilveran leit inn á snyrtistofu hennar á dögun- um. Hundasnyrting er ekki gömul at- vinnugrein hér á landi. Fyrir tutt- ugu árum fór fyrst að kræla á henni að einhverju marki en þá voru púðluhundar fjölmargir. „Áhugi á hundum hefur hins veg- ar vaxið mjög og á siðustu árum hefur tegundum fjölgað mjög. Margir vilja eiga hunda sem skera sig úr og eru óvenjulegir. Það hef- ur kallað á fleiri í fagið og við erum orðnar þónokkuð margar sem störfum við þetta í dag.“ Allir hundar verða fallegri ef þeir eru snyrtir og Margrét segir að í sumum tilfellum geti eigendumir annast þetta sjálfir. „Krafan um snyrtingu hefúr aukist og hundar sem voru almennt ekki snyrtir fyrir áratug koma núna í klippingu. Þetta á til dæmis við um golden retriever og íslenska hunda. Það þykir ein- faldlega ekki smart að hafa feldinn ósnyrtan. Svo eru aðrir sem koma á tveggja mánaða fresti og fara þá í allan pakkann, bað, klippingu og blástur. f langflestum tilfellum finnst hundunum gott að láta dúlla við sig, rétt eins og okkur sjálfum," sagði Margrét Kjartansdóttir hunda- snyrtir. -aþ Margrét með hund af cocker spaniel-kyni á „borðinu" en verið var að snoð- klippa hann. „Þetta er frekar óvenjulegt fyrir hund af þessari tegund enda eru þeir gjarna með skósíðan feld. Það verður því létt verk að hugsa um feldinn á honum í sumar, sagði Margrét. DV-mynd Teitur Jóhann Þorsteinsson býr til minningarsteina fyrir dýr: Hugsjón í bland við áhuga á steinum Verða gælnir og sofna vel Hestanudd hljómar sjálfsagt undarlega í eyrum margra, þó ekki í eyrum Catrinar Engström, sem er búsett í Mos- fellsbænum, því undanfarin þrjú ár hefúr hún unnið við að nudda hesta. Hestamennska er Catrinu í blóð bor- in og hún segist allt frá sjö ára aldri hafa verið mikið innan um hesta. Hún hefur verið keppniskona í hesta- mennsku og í mörg ár aðstoðaði hún eiginmann sinn, Magnús Guðmunds- son, við tamningar. „Hestanuddið kom til fyrir hálf- gerða tilviljun. Ég lenti í tveimur slæmum hestaslysum sem urðu til - * þess að ég missti kjarkinn við tamn- ingamar. Fyrir þremur árum rakst ég svo á auglýsingu um námskeið í hesta- nuddi heima í Svíþjóð. Þama fann ég loks leið fyrir mig til að vinna áfram innan um hesta og gera gagn í leið- inni,“ segir Catrin. Aðferðimar sem Catrin nam í Sví- þjóð em kenndar við Bandaríkjamann- ^ inn Jack Meagher sem endurvakti hestanudd á sjötta áratugnum. Hann hefur nuddað á þriðja hundrað þúsund hesta og byggt er á reynslu hans víða um heim. Aö sögn Catrinar vom það þó Grikkir sem fyrstir áttuðu sig á kostum hestanudds fyrir 3000 árum. „Hestar em mjög móttækilegir fyrir nuddi enda hafa þeir afar næma húð. Snerting er þeim eðlileg og þannig tala þeir saman. Þeir bregðast misvel við í fyrsta sinn en um leið og maður flnn- ur rétta punktinn þá láta þeir sér vel líka, verða jafnvel gælnir og sofha næstum þvl,“ segir Catrin. Stygg hross í nudd Bakveiki er algengasti kvillinn sem hijáir íslenska hesta og segir Catrin hnökkunum oft um að kenna. „Hnakk- ar em dýrir og fólk á engan annan kost en að nota saman hnakkinn kannski á nokkra hesta. Það getur valdið bakveiki og ég líki því stundum við þaö að tíu manna fjölskylda ætti bara eitt skópar. Fólk getur gert ýmis- legt fyrirbyggj- andi og það er mikilvægt að láta halda hnakknum vel við. Vöðvaspenna get- ur líka komið fram hjá hrossum, ekki síst þeim sem era í stifri þjálfun. Svo getur hestanudd hjálpað styggum hrossum að venjast fólki. Oft dugar að nudda hestinn einu sinni en stundum þarf hann lengri meðferð. íslenskir hesta- menn era sem betur fer i flestum tilfellum vakandi yfir velferð hesta sinna og taka fljótt eftir því ef hest urinn fer að hegða sér öðravísi en venjulega." -aþ Catrin Engström segir hestanudd geta hjálpað hrossum með margvíslega kviila. DV-mynd JAK Catrin Engström vinnur við hestanudd: aði ég að dunda við steinagerðina fyrir cill- mörgum árum og þeir era orðnir fleiri en ég hef tölu á. Það má segja að þetta sé hug- sjón hjá mér í bland við áhuga minn á steinum almennt. Ég hef alltaf verið ötull steinasafnari og þessi tvö áhugamál eiga því vel saman. Legsteinar Jóhanns era alltaf úr íslensku finna mest af því í fjörunum í kringum Garðinn. Síðan tekur við mikil vinna við að slípa og koma steinunum í rétt form. „Það getur tekið marga daga að slípa einn stein en það er hins vegar afskaplega gam- an að vinna í stein. Svo spillir ekki fyr- ir ef maður getur í leiðinni hjálpað fólki að kveðja dýrin sín með viðeigandi hætti,“ segir Jóhann Þor- steinsson steinsmiður. -aþ Þegar steinarnir hafa verið slípaðir setur Jóhann gjarna áletr- un með nafni dýrsins og öðru því sem eigendurnir kjósa fram- an á steininn. DV-mynd Arnh. Ahugi Jóhanns Þorsteinssonar í Garð- inum á gæludýram verður að teljast allsérstakur en hann hefur síðustu átta árin hannað og smíðað minningar- steina fyrir dáin gæludýr. „Þetta hefur blundað í mér frá því ég var smástrákur heima á Siglufirði. Þá smíðaði ég marga krossa sem við krakkamir notuð- um þegar við jörðuðum fugla. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur þótt ég hafi ekki haldið dýr sjálfur," segir Jóhann. „Mér finnst alltaf sárt að hugsa til þeirra sem missa hundana sína eða önnur dýr og geta ekki kvatt þá með sómasamlegum hætti. Þess vegna byrj-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.