Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 40
£ lur miðvikudaginn 23.06. ’99 ÍlfÉÍ? Fjöldi vinninga Vinningar Vinningsupphœð Heildarvinning&upphœð 90.661.923 Á f&landl 2.217.070 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1999 Banaslys í Eyjafirði Banaslys varð fyrir neðan Torfu- fell í Eyjafjarðarsveit rétt eftir mið- nætti í gærkvöld. Ungur maður missti stjóm á bíl þannig að hann valt og einn farþegi, sem kastaðist út, lést. Sex farþegar vom i bílnum, fólksbil, ásamt bflstjóra. Sá er lést var tvítug stúlka frá Randers í Dan- mörku sem var hér í vinabæjaheim- sókn. Fólkið hafði farið ásamt fleir- um í þremur bílum en þegar sprakk á einum skiptu farþegamir sér á hina tvo bílana. -EIS Andóf og drykkja í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er birtur itarlegur leiðarvísir fyrir skemmtanaflkla og drykkjumenn. Kin- verski andófsmaðurinn Ji Shen ræðir um pólitík og starf sitt sem listamaður í Kolaportinu. Inga Rún úr Grýlunum hefur opnað tattústofu í sama húsi og Rauða ljónið og Egill Tómasson, Rui Pedro Andersen, Anna María Helgadótt- ir og Berglind Dögg Hasler lýsa róman- tíska Abba-ævintýrinu í Einn núll einn. 4P)kus hefur svo upp á 3 hommum, 3 lessum og Dr. Love sem ræða um lífið í tilefni Hinsegin helgar Samtakanna ‘78. Óvenju mikill fjöldi fóllks tók þátt í Jónsmessuhlaupi í gærkvöldi enda var veður hið ákjósaniegasta til útiveru. Þátttakendur í hlaupinu lögðu upp frá Sund- laugavegi og hlupu þeir ýmist 3 km skemmtiskokk eða 11 km, en að hlaupi ioknu voru allir leystir út með verðlaunapeningum og hressingu áður en hver sneri til síns heima. DV mynd Pjetur Tveggja ára málaferlum vegna töku Siguröar VE á Jan-Mayen-svæðinu lokiö: Sátt um að greiða helming af sekt - hagsýni ræöur málalokum, segir Siguröur Einarsson útgeröarmaöur Búið er að gera sátt í Sigurðarmál- inu svokallaða. Hefur útgerð og skip- stjóri skipsins fallist á að greiða helm- ing af kröfum norska ríkisins eða alls um 2 mifljónir íslenskra króna. Með þessum málalokum er að sögn Sigurð- ar Einarssonar útgerðarmanns ekki verið að viðurkenna sekt, heldur ein- göngu að ljúka málinu. Málaferlin hafi fram að þessu kostað bæði mikinn tíma og peninga. Upphaf málsins var það að hinn 6. júní 1997 tók norska strandgæslan nótaskipið Sigurð VE þar sem skipið var við sfldveiðar í lög- sögu Jan Mayen. Skipstjórinn var sak- aður um að hafa ekki sinnt tilkynning- arskyldu og að hafa ekki fært veiðidag samkvæmt kröfum Norðmanna. Sig- urður VE var færður til hafiiar 1 Bodö vegna þessa. Við málaferlin kom í ijós að reynt hafði verið að sinna tilkynn- ingarskyldu frá skipinu en skeyti ekki borist Norðmönnum vegna tæknilegra mistaka. Þá var einnig staðfest að skip- stjórinn hafði fært veiðidagbók í sam- ræmi við íslenskar reglur. Málið er búið að þvælast á norskum dómstigum í tvö ár. Fyrir héraðsdómi var skip- stjórinn talinn sekur en áfrýjunardóm- stóll sýknaði hann. Hæstiréttur Noregs visaði málinu aftur heim í hérað og ógilti dóm afrýjun- arréttar. Þá lýsti ákæruvaldið því að aftur yrði gefin út ákæra. „Það var mat okkar að þessum málaferlum yrði best lokið. Þetta hef- ur tekið okkur tvö ár og að baki eru margar ferðir til Sigurður Einarsson. Noregs. Það er einfaldlega hagsýni sem ræður því að við gerum þessa sátt. Málið hefur venð að fara sitt á hvað fyrir norskum dómstólum. Við höfum ýmist verið að vinna eða tapa þannig að niðurstaðan í ljósi þess að þeir slógu helming af sektinni var sú að skynsamlegast væri að ljúka málinu,“ segir Sigurður. Sigurður segir það óhaggaða skoðun útgerðar og skipstjóra Sigurðar VE-15 að málaferlin hafi verið forkastanieg sem sýni sig i því að á flmmtán mán- uðum hafi norska ríkinu ekki tekist að fá útgerð og skipstjóra dæmd. Margir hafa túlkað Sigurðarmálið sem svo að Norðmenn hafi hengt sig á tittlingaskít tii að sýna íslendingum í tvo heimana vegna Smugumálsins. Vinnslustöðin hf., útgerð Sigurðar VE, hafi orðið blóraböggull í þeim átökum. Sigurður segir þessi málalok á engan hátt tengj- ast því að samið hafi verið um Smug- una og áralöngum ilideilum Norð- manna og íslendinga sé lokið. Það var Friðrik J. Arngrimsson, lögmaður og verðandi framkvæmdasyóri LÍÚ, sem fór með málið fyrir hönd útgerðar Sig- urðar VE. -rt Mýrarhúsaskóli: Ovist að eg haldi afram „Ég mun hitta kennarana fyrir helgi og ræða við þá,“ sagði Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, við DV í morgun. Niðurstaða bæjarstjórnar Sel- tjamamess á fundi sínum um mál- efni skólans í gær varð sú að farið yrði af stað með 12 mánaða verkefni - segir skólastjóri * um uppbyggingu skólastarfsins. Er skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og öðrum starfsmönnum treyst til að vinna að því uppbyggingarstarfi. „Ég mun á fundi mínum mínum með kennurum kanna hug þeirra til þessa verkefnis. Komist ég að raun um að bakiandið sé ekki nógu tryggt á öflum vígstöðvum er alls óvíst að ég haldi áfram," sagði Fríða Regína. „Forsenda þess, eftir svona hremm- ingar, að nokkur maður leggi það á sig að koma nálægt skólastjóm, er sú að menn geti treyst á baklandið í heild sinni.“ -JSS Veðrið á morgun: Rigning áfram suðvestanlands Á morgun, fóstudag, lítur út fyrir að verði ríkjandi nokkuð ákveðin suðaustanátt, 12-15 metrar á sekúndu vestan til á landinu en hægari austanlands. Rigning verður víðast hvar, einkum suðvestanlands, en að mestu verður þurrt norðaustan- lands. Hiti verður 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðriö í dag er á bls. 37. Dúkkuvagnar og kerrur í miklu úrvali Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.