Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 Fréttir íslenskt smyrsl gegn kynsjúkdómum vekur heimsathygli: Vísindamenn á hei msmæl ikvarða - segir Jóhann Pétur Malmquist prófessor um Halldór Þormar og samstarfsmenn Sá árangur sem Halldór Þormar og samstarfsmenn hans hafa náð og DV og heimsfréttastofan Reuters greindu frá í gærmorgun er ekki einsdæmi um merkilegan árangur íslenskra vísindamanna. Halldór og samstarfsmenn hans hafa búið til smyrsli sem er blanda svonefndrar monocaprinfltu og vantsleysanlegs hlaups. Smyrslinu er ætlað að drepa eyðniveiruna, herpesveirur, klamydíu og bakt- eríur eins og þá sem veldur lek- anda, sé því smurt í leggöng fyrir samfarir. Þannig mun smyrslið koma í veg fyrir smit þeirra sjúk- dóma sem þessar veirur og bakterí- ur valda. Tilraunir sem Halldór og samstarfsfólk hans á Líffræðistofn- un Háskólans hafa gert staðfesta virkni efnisins og aukaverkanir virðast sáralitlar af þeim dýratil- raunum sem eru að hefjast. Tilraun- ir á fólki eiga eftir að fara fram, en heppnist þær eins og vonir standa til og tilraunir hingað til gefa vís- bendingar um, þá má vænta þess að smyrslið verði fáanlegt í lyfjabúð- um innan fárra ára. Fréttaljós Stefán Ásgrímsson Merkur árangur Árangur ís- lenskra vísinda- manna á sviði líf- fræði og lækninga er vissulega ekki einsdæmi. Vísinda- menn telja margir að rannsóknir dr. Björns Sigurðs- sonar heitins á Keldum á riðu og öðrum hæggengum veirusýkingum séu með því merkara á þessu sviði sem gert hefur verið í heiminum. Rannsóknir hans eru í það minnsta Vísindaárangur Halldórs Þormars: Vísbending um góðan aðbúnað segir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra „Þetta er vísbending um að við eig- um gott heilbrigðiskerfi og get- um búið fagmönnum okkar að- stæður sem jafnast á við það sem best gerist meðal milljóna- þjóða,“ sagði Þórir Haraldsson þegar DV greindi honum frá þeim merkilega vísindaár- angri sem Halldór Þormar og samstarfsmenn hans hafa náð. Þórir sagði aö árangur ís- lenskra vísindamanna á sviði lækninga og liffræði sýndi að uppbygging heilbrigðiskerfis- ins hefði tekist vel. Innan þess væn Þórir Har- aldsson að- stoðarmaður hellbrígðis- ráðherra. veitt mjög góð þjónusta, gott skipulag væri á aðgengi og meðferð upplýsinga, þar á meðal að sjúkraskýrslum sem eru grundvallaratriði fyrir rannsóknarstarfsemi. „íslensk- ir vísindamenn á þessum svið- um búa við aðstæður sem milljónaþjóðir gætu verið stolt- ar af. Það er að skila sér í auknum áhuga og árangri þeirra,“ sagði Þórir Haralds- son, aðstoðarmaður Ingibjarg- ar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra. -SÁ heimsþekktar og taldar enn vera í fullu gildi, ekki síst í tengslum við rannsóknir á eyðniveirunni. En hvað segir vísindasamfé- lagið á íslandi um árangur Halldórs Þorm- ars nú? DV leit- aði til Jóhanns Péturs Malmquist, prófessors og deildarforseta raunvísinda- deildar Háskól- ans: „Ég óska Halldóri Þorm- ar og samstarfsmönnum innilega til hamingju með árangurinn. Það eru miklar kröfur gerðar til kennara okkar í raunvísindadeild i rann- sóknum og kennslu og afrek Hall- dórs sýnir að við eigum vísinda- menn á heimsmælikvarða. Vísinda- menn í raunvísindum þurfa að hafa aðgang að nýjustu tækjum til að ná árangri. Því miður hafa fiárveiting- ar til tækjakaupa farið mikið lækk- andi undanfarin ár. Annað atriði sem ég hef áhyggjur af er að áhugi á raunvísindum hefur farið minnk- andi í framhaldsskólum landsins. Með aukinni menntun í raunvísind- um er möguleiki að skapa fleiri há- launastörf á íslandi eins og hefur verið að gerast í erfðavísindum og hugbúnaði." Þetta voru orð deildar- forseta raunvísindadeildar. Vísindaferiil Halldórs Þormar hófst í Kaupmannahöfn en hann útskrifaðist frá Kaupmannahafnarháskóla 1956 sem líffræðingur. Hann stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum og vann jafnframt að rannsóknum þar, i Dan- mörku og á íslandi og var um tíma sér- fræðingur á Tilraunastöð Háskólans Halldór Þormar líffræðingur. að Keldum. Þar starfaði hann með dr. Bimi Sigurðs- syni sem fyrr er nefndur. Haildór starfaði að rann- sóknum í Banda- ríkjunum um tveggja áratuga skeið uns hann fór þar á eftirlaun og flutti á ný heim til íslands. Hann er enn í fullu starfi og að ná mjög merkilegum vís- indaárangri, þótt nýorðinn sé sjö- tugur að aldri. DV spurði Hall- dór um muninn á vísindaumhverf- inu hérlendis nú og áður: „Síðustu 15-20 árin hefúr að- staða til rannsókna hér á íslandi ger- breyst og tekið algjörum stakkaskipt- um. Um þessar múndir ríkir mjög, reyndar ótrúlega mikil gróska í vísind- um og rannsóknum," sagði Halldór í samtali við DV. En hver var aðdragandi þessa ár- angurs? „Við vorum upphaflega, reyndar meðan ég dvaldi í Bandaríkj- unum í 20 ár, að rannsaka virkni mjólkur gegn veirum. Þá kom I ljós að það voru fitur í mjólkinni sem urðu sumar hveijar virkar gegn veirum þegar þær brotnuðu niður í minni fit- ur,“ sagði Halldór. Sú fitutegund sem best virðist virka gegn flestum veirum og bakteríum nefhist monocaprin og er m.a. í venjulegri kókoshnetuolíu. Dr. Haraldur Briem, sérfræðingur í smitsjúkdómum, segir í samtali við DV að þegar þróunarvinnu ljúki sé lík- legt að smyrslið verði mjög gagnlegt við að hefta útbreiðslu hvers konar kynsjúkdóma og draga úr þeim. Til- raunir eigi þó eftir að fara fram, en á þessu stigi lofi efnið mjög góðu. „Ég vona að þetta verði stórt skref fram á við,“ sagði Haraldur Briem. Sáu ekki lygaramerkið z—S Ástandið á Þýigeyri hefur nokkuð verið til umræðu að und- anfomu. Enda ærin ástæða til. Búið er að loka stærsta og kannski eina fyrirtækinu á staðnum, Pólverjarnir á Þing- eyri fá ekki einu sinni atvinnu- leysisbætur og aðrir innfæddir íbúar hafa rekið upp neyðaróp og krafist aðgerða af hálfu hins opinbera ef byggðarlagið á ekki bókstaflega að leggjast í eyði. Félagsmálaráðherra getur ekkert gert fyrir Rauða herinn, Byggðastofhun getur ekkert fyrir Rauðasand og nú hefur komið í ljós að bankarnir geta heldur ekkert gert fyrir einstaka íbúa Þingeyrar. Landsbankinn hefur hafnað fyrirgreiðslu til einstaklings á Þingeyri, á þeirri forsendu að eignir hans séu ekki veðhæfar og vísar þar meðal annars til við- tals sem haft var við Ragnheiði Ólafsdóttur í DV á dögunum, en Ragnheiður er formaður íbúasamtakanna Átaks. Eftir að þetta fréttist hefur Ragnheiður þessi heldur betur látið til sín taka og í sér heyra og lýsir furðu sinni á því að sjálfur Landsbankinn leyfi sér að nota ummæli hennar til að hafna lán- veitingu til aðframkominna Þingeyringa. Hún segir að þetta sé siðleysi og vill að hún og allir íbúar Þingeyrar séu opinberlega beðnir afsökun- ar á þessu frumhlaupi bankans. Það kemur sem sagt í ljós aö Ragnheiður vill ekki að tekið sé mark á því sem hún sagði í DV. Hún hefur sennilega verið með lýgaramerkið fyr- ir aftan bak þegar hún talaði við blaðamann DV og veslings bankastjórinn sem hafn- aði lánsbeiðninni hefði auðvitað átt að spyrjast fyrir um þetta lygara- merki áður en hann fór að vitna í það sem Ragnheiður sagði. Það sem Ragnheiður sagði um ástandið á Þingeyri var ýkt og tíma- bundið og hefur ekkert með Þingeyr- inga að gera eða ástandið á staðnum, sem er mun betra heldur en Ragn- heiður gaf í skyn í viðtalinu, enda sett fram til að kalla fram samúð og skilning landsmanna. Það er siðlaust að notfæra sér orð Ragnheiðar til að níðast svo á Þingeyringum að þeir fái ekki lán í bönkum út á það sem Ragnheiður sagði eða sagði ekki og Ragnheiður mun krefiast þess að Al- þingi taki þetta mál fyrir og það sem hún sagði, til að sýna fram á það sið- leysi bankans að taka mark á henni. Hún ætlar að sanna að hún hafi verið með lygaramerkið fyrir aftan bak og á Alþingi mun hún leggja fram gögn til að sýna fram á að Þing- eyringar hafl það mjög gott og allar eignir þeirra standi vel undir sér og það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu á Þingeyri. Sem kall- ar auðvitað á það að ekkert verði gert fyrir Þing- eyringa. Sem kallar aftur á að Ragnheiður barmi sér aftur yfir ástandinu á Þingeyri. Dagfari Mundi Flugleiðakonurnar The New Icelandair, nýju Flugleiðir, eru í undirbúningi og munu kosta rúm- lega hálfan milljarð. Gefa á félaginu nýja ímynd, mála á flugvélar félagsins nýjum litum og búa til nýja búninga á hundruð manna. Stjórn- endur félagsins eru mjög uppteknir við þennan undirbúning allan, svo mjög að þeir klúðruðu talsvert merkum viðburði í eigin ranni sem hafði verulegt gildi fyrir nýja ímynd Flugleiða. Þegar milli- landavél frá Flugleiðum kom til lands- ins á dögunum, þar sem áhöfnin var í fyrsta sinn eingöngu skipuð konum, fengu konurnar afhenta blómvendi. Vendimir voru þó ekki frá forstjóra eða stjórn Flugleiða, eins og hefði mátt vænta, heldur frá flugfélaginu Atlanta. Hafþór Hafsteinsson, sem frétti af komu kvennavélarinnar þar sem hann var staddur úti á landi í fríi, brá við skjótt, hringdi í blómabúð og lét senda blómvendi suður í Leifsstöð í hvelli... Vinnuveitendaforingi Menn spá og spekúlera í nýjum fram- kvæmdastjóra vinnuveitenda án afláts, enda stendur leit yfir að þeim manni sem stýra mim hinum nýju Samtök- um atvinnulífsins sem taka til starfa í septem- ber. Nafn Óskars Magn- ússonar heyrist oft nefnt í þessu sambandi en upp hefur skotið kollinum í þessu tali nafn Einars Mathiesen. Einar er maður á besta aldri og á lausu eftir að hafa verið bæj- arstjóri í Hveragerði og sveitarstjóri á Bíldudal... Hvað hindrar konur? Ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref, sem Hansína nokkur B. Einarsdóttir af- brotafræðingur stýrir, hefur verið á styrk frá Evrópusambandinu viö að rannsaka hvað það er sem hindrar kon- ur í því að taka til jafns við karla þátt í sfiórnunar- stöðum og ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Fyrirtækið kynnfr niður- stöður sínar í dag og Sandkorn vill trúa því að Skref fyrir skref hafi fundið rót vandans. En skyldi niðurstaðan vera því fyrirtæki þóknanleg sem lagði til i skýrslu um sfiórnunarvanda í Mýrarhúsaskóla að reka skólastjórann sem er kona? Og skyldi fyrirtæki sem tók að sér að sefia konu í stjórnunarstöðu, verkfræðingi í jarðstöð Landssímans að Skyggni, þá úr- slitakosti að taka annaðhvort þátt í út- tekt Skrefs fyrir skref á starfsandanum og innanhússástandinu að Skyggni eða hypja sig ella, vera mjög áfram um að konur taki yfirleitt þátt í sfiómunarstöð- um og stjómmálum til jafns við karla? Griðlandið Skorradalur Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar var Skorradalur talsvert í fréttum vegna þess að íbúatalan var æði óstöðug, enda beintengd við hagsmuni tveggja hatrammra fylkinga í hreppn- um sem annars vegar vildu sameinast nágranna- sveitarfélögum og hins vegar fylkingu oddvitans, Davíös Péturssonar á Grund, sem vildi halda hreppnum sjálfstæðum og tókst það, m.a. með atfylgi ættmenna sinna sem fluttu í hreppinn fyrir kosning- ar. Borgfirðingur sem fylgdist með komu albanskra flóttamanna sér Skorradalshrepp sem vænlegt griðland flóttamannanna: Albönum frá eymd og hörmum íslensk góövild bjarga skal. Við þeim tekur opnum örmum oddvitinn i Skorradal. Óöum þeirra hœkkar hagur, hér mun vistin reynast góð. Svo er þarna sveitarbragur, svipaöur þeirra heimaslóö. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.