Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 I>V onn 00 Ummæli Náttúra lands- ins og vitsmunir þjóðarinnar „Tvennt hefur lengi legið okkur á hjarta, líkara þrá- hyggju eða fátækt en þroskuðum til- , finningum og góðri dómgreind. Þetta er staglið ‘ um ósnortna náttúru lands- ins, fegurð hennar og vits- muni þjóðarinnar." Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Dómarar eiga að dæma réttlátt „Það er kominn tími til að dómarar dæmi réttlátt." Páll Guðlaugsson knatt- spyrnuþjálfari, í Morgun- blaðinu. Fyrirtæki allra landsmanna „Þarna er Sjálfstæðisflokk- urinn að herða enn tök sín á þessu fyrirtæki allra lands- manna.“ Guðmundur Árni Stefánsson al- þingismaður, um forstjóraskipti Landssímans, í Degi. Nóg að halda í horfinu „Það er ef til vill lýsandi fyrir metnað R-listans í al- menningssamgöngum þegar núverandi stjórnarformaður SVR telur það glæsilegan ár- angur að kostnaðarsöm leiða- kerfisbreyting skili ekki öðru en því að það takist að halda í horfinu." Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi, í Morgunblaðinu. Eiga að fá að nýta sínar orkulindir ) „Það er öllurn ljóst að ekki er hægt að skera Austfirð- ingafjórðung af og segja að hann geti ekki notað | sínar orkulindir og fái ekki sína orku eins og aðrir.“ Jón Helgason, formaður Land- verndar, í Degi. Skrum „Hin nýja stefna mennta- málaráðherra, Skóli á nýrri öld, er að nokkru leyti skrum." Helga Sigurjónsdóttir kenn- ari, í DV. Hartmann Guðmannsson, harmoníkuleikari og bílstjóri: Tek nikkuna með í sumarbú- staðinn og þá verða lögin til „Eg hef verið að leika á harm- oníku allt frá ellefu ára aldri. Ég er fæddur og uppalinn í Svarfaðardal og í kringum mig voru frændur mínir sem sumir hverjir kunnu að spila á harm- oníku. Ég byrjaði á að horfa á einn frænda minn leika og fór fljótt að fikta sjálfur við nikkuna og ég verð að segja að tónlistin lá vel fyrir mér og var ég fljótur að komast upp á lagið. Harmoníkan hefur síðan fylgt mér í gegnum lífið og er hún ávallt til taks þar sem ég dvel hverju sinni,“ segir Hartmann Guðmannsson, Maður dagsins bifreiðarstjóri og harm- oníkuleikari sem, eins og margir aðrir harm- oníkuleikarar eru að leggja land undir fót á sjöunda landsmót harmoníkuleikara, sem hefst á Siglufirði í dag og stendur fram yfir helgi. Það sem Hartmann hefur fram yfir aðra harmoniku- leikara er að auk harmoníkunnar verður hann með nýja plötu í far- angrinum, Sól við fjörðinn, en á henni leikur hann harm- oníkulög, valsa og polka, sem hann hefur samið. Ætlar hann að í kynna hana fyrir harmoníku- unnendur á Siglufirði. Hartmann var spurður um til- urð plötunnar: Ég hef nú ekki fengist við plötuútgáfu áður en hef lengi gengiðmeð í maganum að gefa út plötu, hef verið að semja eitt og eitt lag og sent þrjú þeirra í danslagakeppnir. Nú fannst mér tími til kominn að koma þessu frá mér, leigði tima í Stúdíó Sýr- landi og var nokkuð fljótur að leika þetta inn á plötuna. Lögin eru i stíl gömlu dansana, polk- ar og valsar, enda er það sú tónlist sem ég fæst mest við að leika, bæði með félögum minum og svo fyrir eldri borgara." Hartmann segist ekki hafa byrjað að spila opinberlega fyrr en hann kom til Reykjavíkur: „Ég kom í bæ- inn 1977 og gekk þá strax í hóp harm- onikuleikara. Ég hef síðan nánast stanslaust verið að leika, hef átt nokkrar nikkur, skipti úr píanói yfir í takka og finnst hljómurinn fallegri eftir það. Aldrei hefur Hartmann haft harm- oníkuleikinn að aðalstarfi heldur hef- ur hann lengi verið bilstjóri: Ég hef verið bílstjóri í ein fjörutíu ár og nú í langan tíma verið bílstjóri hjá Reykjavíkurborg, keyrt fyrir gatna- gerðardeildina. Nú er ég aðeins að hvíla mig á akstrinum og vinn á verkstæðinu." Fyrir utan harmoníkuna er sveitin aðaláhugamál Hartmanns: „Ég hef gaman af að ferðast um landið og á sumarbústað við Þingvelli, sem ég er í ásamt fjölskyldunni, öllmn stund- um og aldrei fer ég í sumarbústaðinn án þess að taka harmoníkuna með og þar hef ég samið mörg lögin." Eigin- kona Hallmans heitir Kristín Eyþórs- dóttir og þau eiga þrjú böm. -HK Orgeltónlist hljómar í Hall- grímskirkju í hádeginu á morg- un. Þrjú orgelverk í hádeginu á morgun kl. 12 leikur Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju, á Klais-orgelið í Hallgrims- kirkju, í hálftima. Á efnis- skránni eru þrjú orgelverk: r Passacaglia í d- moll eftir Buxtehude, Fantasie í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach og Partita yfir Veni Creator Spiritus eftir Flor Peeters. Kjartan lærði hjá Páli ís- ólfssyni og síðar var hann við nám hjá próf. Gerhard Dickel í Hamborg. Hann hef- ur starfað sem organisti í yfir 40 ár, m.a. í Kristskirkju, Reykholti, ísafjarðarkirkju, Seljakirkju og nú í Digranes- kirkju. Hann hefur komið víða fram á tónleikum hér heima og einnig í Þýska- landi, Danmörku og á Græn- landi. Hann er formaður Fé- lags íslenskra organista. Hádegistónleikarnir eru haldnir á vegum Kirkjulista- hátíðar og Sumarkvölds við orgelið og verða kl. 12 alla fimmtudaga og laugardaga til ágústloka. Að- gangmr að hádegis- tónleikunum er ókeypis. Laugar- daginn 3. júlí leikur Mark Anderson frá Bandaríkjun- um á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju kl. 12. Tónleikar Eins og í öllum góðum försum er mik- ið um misskilning í Sex í sveit. Sex í sveit á ferð um landið Leikfélag Reykjavíkur er á ferð um landið með hinn vinsæla farsa Sex í sveit. í kvöld er sýning í Þing- borg í Ölfusi og annað kvöld verður verkið sýnt á Höfn í Homafirði. Sex i sveit hefur verið sýnt fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu. Sex i sveit er dæmigerður flækjufarsi. Hjóna- kornin Benedikt og Þórunn eiga sín leyndarmál og þegar frúin hyggur á heimsókn til móður sinnar sér eigin- maðurinn sér leik á borði að bregða undir sig betri fætinum í fjarveru konunnar. Hann býður hjákonu sinni og vini til helgardvalar í sum- arhúsi þeirra hjóna. Svo óheppilega vill til að eiginkonunni snýst hugur og hættir við að fara. Margfaldur misskilningur verður tO, allt vindur upp á sig og ástandið verður vægt til orða tekið ískyggilegt. Leikhús Sex í sveit er eftir Marc Camoletti sem er af flestum talinn einn helsti núlifandi gamanleikjahöfundur. í hlutverkunum eru Björn Ingi Hilm- arsson, Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Bridge Að fá aðeins tvo liti á hendurnar er atburður sem margir bridgespil- arar upplifa aldrei á ævinni. Pól- verjinn Ewa Harasimowicz upplifði það þó á Evrópumóti kvenna í tví- menningi á Möltu sem lauk um síð- ustu helgi. Á flestum borðanna varð lokasamningurinn fiórir spaðar do- blaðir og austur átti bágt með að trúa því að sá samningur ynnist með yfirslag. Sagnir náðu hins veg- ar á hærra stig í viðureign pólsku paranna Harasimowicz-Hocheker og frönsku paranna Poulain-Lacroix. Suður gjafari og allir á hættu: ♦ ÁD62 G7 ♦ ÁK5 4 ÁG92 Suður Vestur Norður Austur Hochek. Poulain Haras. Lacroix pass pass 2 4 pass 2 ^ 3 * pass 34 44 pass 4* 5 4 pass pass 6 4 dobl pass p/h pass 6» dobl Sagnir þarfnast útskýringa. Það kom austri á óvart þegar norður opn- aði á alkröfu. Austur ákvað að bíða róleg og tveir tíglar suðurs var bið- sögn. Þá kom vestur óvænt inn á 3 laufúm og pass norð- urs sýndi skiptingar- hendi. Austur sagði þá frá fiórlit sínum í spaða og norður sá þá að þann lit var ekki lengur hægt að spila. Suður sýndi sexlit sinn í tígli og norður reyndi að stöðva sagnir í 4 hjörtum. Austur barðist áfram í 5 lauf og suð- ur passaði. Norður misskildi passið, taldi það sýna góðan hjartastuðning og ákvað að reyna við slemmu. Aust- ur hélt að jólin væru komin og bjóst við að skrifa fiögurra stafa tölu í sinn dálk. Það kom henni hins vegar á óvart, að samningurinn var aðeins einn niður. Hún var ekki ánægð með þá niðurstöðu, en tók gleði sína á ný, þegar hún sá að 200 stig í a-v nægðu til að fá toppinn þar. ísak Örn Sigurðsson 4 K5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.