Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1999 PV__________________________________________________________________________________Sviðsljós Liza Minelli full á samkomu gegn ölvun- arakstri Fyrir um þaö bil tveimur vik- um tók söngkonan Liza Minelli þátt í samkomu gegn ölvun- arakstri. Sama kvöld datt hún í það og braut allt og braml- aöi á hótelsvítu sinni í Beverly Hills. Nú eru áfengisvanda- mál söngkon- unnar svo mik- il að hún hefur verið flutt á sjúkrahús. Frá þessu var greint í mörgum banarískum blöðum í þessari viku, meðal annars í New York Post. París í uppáhaldi hjá Gwyneth Paltrow Það eru einnig sumarfrístímar hjá stórstjömunum. Og þær eiga auðvitað sína uppáhaldsfrí- staði eins og við hin. Gwy- neth Paltrow, Anjelica Hou- ston og Gillian Anderson eru sagðar hrifnar af París. Tom Cruise og Nicole Kidman þykir gott vera í St. Tropez í Frakk- landi. Clint Eastwood er einnig hrifinn af frönsku rívíerunni. Naomi Campbell, Pierce Brosnan og Kryddpíurnar elska Róm. Clapton neyddi konuna til kynlífs Söngvarinn og gítarleikarinn Er- ic Clapton hefur nú létt á hjarta sínu og greint í fyrsta sinn frá fikni- efna- og áfengisvanda sínum og of- beldi gagnvart eiginkonunni. í opinskáu viðtali við Sunday Times segir Clapton að hann hafi fyrst farið að neita fíkniefna þegar hann var í listnámi. Síðan hafi leið- in bara verið niður á við. Fyrir árið 1969 var hann farinn að drekka tvær vodkaflöskur á dag. Fimm ár- um seinna kostaði heróínneyslan hann yfir 170 þúsund íslenskra króna á viku. Clapton segir í viðtalinu að fíkni- efnaneyslan hafi eyðilagt hjónaband hans og Patti Boyd sem hann var kvæntur í 9 ár. Hann viðurkennir meira að segja að hafa stundum neytt hana til kynlífs. „Ég hugsaði ekkert um aðra,“ segir gítarleikar- inn. Það var ekki fyrr en árið 1982 sem Clapton leitaði sér hjálpar vegna misnotkunarinnar. Nú hefur hann sjálfur opnað meðferðarstöð, sem hann kallar Crossroads, fyrir áfeng- is- og fíkniefhaneytendur í Karíba- hafi. í síðustu viku fékk hannum 400 milljónir króna til rekstrarins þegar hann hélt uppboð á 100 af uppáhaldsgítörunum sínum hjá Christie’s í New York. Fyrir Fender Stratocaster frá árinu 1956 fengust yfir 40 milljónir. Clapton var að vonum yfir sig ánægður með að fá svo mikið fé til meðferðarstofnunar- Eric Clapton var langt leiddur af fíkniefnanotkun. Nú hefur hann sjálfur innar. stofnað meðferðarheimili fyrir fíkla. Símamynd Reuter. Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara að heiman í sumarfríinu cg verða í burtu í lengri eða skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan við heimkomu. Það eina sem áskrifendur þurfa að gera er að hringja í 550 5000 og tilkynna hvenær þeir verða að heiman. Starfsfólk DV safnar blöðunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur. Til þess að fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en að hringja í 550 5000 og tilkynna um dvalarstað og þú færð DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað. Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfirði Bjarnarbúð, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum Hreðavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíð, Mývatnssveit Shell, Egilsstöðum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútarfirði Varmahlíð, Skagafirði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur þérífrfið Fáið DV sent í sumarbústaðinn: Fær kvíða- og kjálkaköst Brooke Shields hefur viður- kennt að vera undir miklu álagi eftir skilnað sinn við tenniskapp- ann Andre Agassi í apríl sl. í ný- legu viðtali sagðist ieikkonan þjást af tíðum kvíðaköstum eink- um vegna þess að henni fyndist hún ekki lengur hafa fullkomna stjórn yfir lífi sínu. Þá hefur álag- ið haft slæm áhrif á kjálkasjúk- dóm sem hefur stundum hrjáð Brooke. Þá hættir henni tO að bíta tönnunum svo fast saman að hún getur illa opnað munninn aftur. í einu slíku kasti braut hún meira að segja í sér kjálkann. Leikkonan mun komin í læknismeðferð við fyrrgreindum kvillum. Biður Michael að snúa aftur Lisa Marie Presley sér víst mikið eftir fyrrum bónda sínum, stórpoppstjömunni Michael Jackson. í símtali við móður Michaels mun Lisa Marie hafa sagt skilnaðinn hafa verið mistök. Hún elski Michael og þrái ekkert heitar en að taka aftur upp sam- band við hann. „Ég vil bara vera með Michael og ég mun ala börn- in hann upp sem mín eigin,“á Lisa Marie að hafa sagt. Það er aldrei að vita hvað Jackson gerir enda getur hjónaband hans og Debbie vart talist burðugt. Fær hörmulega dóma fyrir leik Leikkonan Calista Flockhart er víst nokkuð hissa á viðbrögðum leikhúsgagnrýnenda í New York en þeir eru ekki par hrifnir yfir frammistöðu hennar í leikritinu Bash. Calistu hefur gengið allt í haginn hingað til og hún hvað eftir annað slegið í gegn í þáttunum Ally McBeal. Hún segist standa og falla með verkum sínum og persónulega er hún afar ánægð með eigin frammistöðu í stykkinu. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.