Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 15 Sveiattan I aðdraganda síð- ustu kosninga varð allnokkur unn-æða um vímuefnavand- ann og höfðu fram- bjóðendur allflestir góð orð þsir um fyrir- ætlanir sínar, engir þó sem framsóknar- menn sem hamforum fóru í auglýsingum sínum og yfirlýsing- um um áform sin há- leit og göfug, enda skyldu íjármunir heldur betur fylgja. Ekkert er nema gott um það að segja, en orð eru marklaus ef þeim fylgja ekki efnd- ir og á þeim bólar ekki tiltakanlega mik- ið enn. En látum á það frekar reyna þegar frá líður. Áfengið, - orsaka- valdurinn mikli Nú gjöri ég mér ljósa grein fyrir þeirri dauðans alvöru sem ólögleg- um, hörðum fíkniefnum fylgir en alltaf er ég jafnundrandi á því þeg- ar menn forðast að líta yfir sviðið allt með því að taka öll vímuefni inn í myndina, ekki sizt áfengið, orsakavaldinn mikla, upphafið nær alltaf að annarri neyzlu. Ég hefi stundum kennt þessa undarlegu firringu raunveruleik- ans við sjálfselsku. Það fólk, sem oft hefur hæst um hin ólöglegu vimuefni og það ekki að ástæðu- lausu og ber sér á brjóst í heilagri skinhelginni, nefnir einfaldlega ekki áfengið með sem orsakavald enda löglegt, það neitar að hafa hið rétta samhengi i öndvegi og ástæðan nær alltaf sú að þetta fólk neytir sjálft áfengis. Það vill ein- faldlega ekki varpa skugga á þenn- an ímyndaða gleðigjafa sinn í leið- inni. Oftast þykist þetta fólk geta gætt þar alls hófs þó innistæðu- laus sé sú trú alltof oft og alla vega hirðir það lítt um hina, sem í ógæfu og raunir rata af þess völd- um. Hrikalegar fréttir úr fíkni- efnaheiminum snerta mann skelfi- lega og því gegnir það furðu að til skuli þær mannleysur sem leggja til lögleiðingu þessara eiturefna og það í nafni frelsisins, þegar um slíka dauð- ans áþján er að ræða af völdum þessara efna allt yfir í dauð- ann sjálfan. Áróður áfengis- auðvaldsins Hins vegar ber okk- ur, ef hugur fylgir máli, að líta yfir svið- ið allt, kanna orsakir sem allra bezt og allra sízt megum við gleyma stórvirkasta eiturefninu, áfenginu, bæði sem samvirkandi þætti í neyzlu annarra vímuefna og upp- hafínu nær undantekningarlítið. Þar á sviði er heldur ekki bjart yfir að líta svo ógnar al- menn sem áfengis- neyzlan er með hrikalegum afleið- ingum hvarvetna í þjóðlífinu. En öll fer sú umræða anzi hljótt. Hæfa þykir það ekki að skella skuldinni á „gleði- gjafa“ fjöldans og svo glymur áróður áfengisauðvaldsins í eyrum án afláts á einn eða annan veg. í nafni frelsisins er banninu við áfengis- auglýsingum mót- mælt hástöfum, lög- leiðing þeirra studd rökum fáránleikans m.a. til að bæta sam- keppnisstöðu inn- lendra bjórbrugg- ara. Þar ganga und- arlega ósvífnar aug- lýsingar Samtaka iðnaðarins lengst í blekkingarleiknum. Þar er á lævísan hátt dregin upp mynd af þrælá- fengum bjór með hreinleika og ferskleika íslenzka vatnsins sem æðsta aðalsmerki s. s. um hreinan hollustudrykk væri að ræða án allra skaðlegra áhrifa. Þvílík óskammfeilni og á eftir hollustu- dýrðinni er með grátklökkva lýst því himinhrópandi ranglæti sem felst í því að ekki megi auglýsa heilsulindina miklu. Ég tek mér nú í munn orð gamallar vinkonu minnar: Sveiattan. Það grátbros- legasta við þessa auglýsingu um auglýsingabann er svo það að á sama tíma koma fregnir um fjórð- ungsaukningu bjórneyzlu nú á fyrra helmingi þessa árs. Og nú eru engar bumbur barðar og nú þegja þeir sem fastast sem lög- leiddu bjórinn á sínum tíma und- ir yfírskini skyn- samlegri og um- fram allt minni heildarneyzlu. Rokkar hinna röskustu fram- bjóðenda löngu þagnaðir. Hvað varðar þá sem fegurst gáfu fyrir- heitin um staðreyndir þegar ljúfara þykir að vaða í villu og svíma og neita þessum óþægilegu þegar svo hentar. Ætli orðin hennar vinkonu megi ekki einnig gilda þar. Helgi Seljan Áfengisauglýsingar eru bannaðar en auðvald áfengisins heldur fram rökum fáránleikans um lögleiðingu þeirra, segir Helgi Seljan f grein sinni. Kjallarinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður „í nafni frelsisins er banninu við áfengisauglýsingum mótmælt há- stöfum, lögleiöing þeirra studd rökum fáránleikans m.a. til að bæta samkeppnisstöðu innlendra bjórbruggara.“ Innfædd kona að störfum Nú er í hámarki sá árstími er flestir erlendir ferðamenn hejm- sækja ísland. Þeir þekkjast úr á götum bæja í fjallaskóm og jöklaúlpum með prjónaðar húfur og rauða vett- linga. Þeir virðast reiðubúnir að takast á við hættur og háska hér á hjara veraldar og horfa dálítið undrandi og forvitnir á íbúa landsins sem eru bara venjulegt fólk en ekki eskimóar búandi í snjóhúsum. Ég var að hengja upp gardínur fyrir stofugluggann heima hjá mér þegar nokkrir ferðalangar gengu hjá. Þeir störðu upp í glugg- ann og ég átti von á að sjá þá lyfta myndavélunum til að smella af mér mynd. Ég sá fyrir mér þegar þeir fengju filmuna úr framköll- un, gengju frá myndinni og skrif- uðu undir „Innfædd kona að störf- um“. íslenskar og ísland í aug- um útlendra í fyrravor fór ég' með systur minni á Kaffí Reykjavík eftir leik- sýningu, þegar nýlega höfðu verið birtar spennandi greinar í erlend- um blöðum um lauslæti íslenskra kvenna. Það var sem við yngd- umst um mörg ár er við gengum í salinn og mætt- um eftirvænting- arfullum augum útlendra karl- manna. Við lét- um ævintýrið fram hjá okkur fara og eftir tvo kaffibolla héld- um við út í húmið og i skini götu- ljósanna breyttumst við aftur í miðaldra systur á heimleið. En ef við freistum þess að líta á landið með augum aðkomumanns er margt nýstárlegt að sjá. Gerum ráð fyrir að hann hafi búið sig vel til fararinnar og fjárfest í landa- korti og vasaorðabók. Hann byrjar á því að fara með rútu að Gullfossi, Geysi. Taki hann sér bílaleigubíl fer hann kannski hring- inn. Hendi hann það ólán að aka á hross kemst hann að því að enn gerast undur og stórmerki því á auga- bragði breytist stóðhestur í góðhest um leið og hann hefur orðið fyrir bíl. Bannað að tjalda Á ferð minni um þjóð- garðinn á Þingvöllum í fyrrasumar kom ég að skilti sem ég velti talsvert vöngum yfir. Á skiltinu stóð:„Tjöldun óheimil". Ef ég hefði verið erlendur ferðamaður og gripið til vasaorðabókar hefði ég aldrei komist fram úr því sem þar stóð. Af hverju í ósköpunum var ekki skrifað á skiltið: „Bannað að tjalda"? Það hefði verið veik von að viðkomandi hefði getað fundið sögnina „að tjalda" í orðabók, en leitandi að hinu myndi hann sennilega daga uppi. flettandi í orðabókinni. Kannski eru hinir dulúðugu drangar í fögru lands- lagi Þingvalla erlendir ferðamenn að lesa á skilti. Margir útlendingar heillast af landi og þjóð. Þeir vilja því taka með sér eitthvað til minja og úr mörgu er að velja. Vilji þeir bækur finna þeir úrval þýddra bóka eftir íslenska höfunda sem skrifa fyrir fullorðna, en í flokknum fyrir börn og unglinga er fátt um fina drætti. Er ekki skrifað fyrir ís- lensk börn? Auð- vitað er skrifað fyrir böm og ung- linga, sögur sem gerast í íslensku umhverfi „sem er uppspretta ævintýra og æsispenn- andi atburða" svo vitnað sé í um- fjöllun um unglingabók. Hvar er metnaður bókaþjóðarinnar? Er hann takmarkaður við þá sem skrifa fyrir fullorðna? Það er ótrúlegt dugleysi að ekki skuli vera á boðstólum fleiri þýdd verk fyrir böm og unglinga en raun ber vitni. Gunnhildur Hrólfsdóttir „Hendi hann það ólán að aka á hross kemst hann að því að enn gerast undur og stórmerki því á augabragði breytist stóðhestur í góðhest.“ Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur 1 Með Oj á móti i Er MR orðinn of gamaldags Síðastliðin tvö ár hafa færrl umsóknir borist um skólavist i MR en undanfar- in ár. í ár náðist ekki að manna ný- nemaárganginn fyrr en teknir voru inn þeir sem sóttu um MR sem varaskóla. Mikið hefur verið rætt um vandræða- gang við stjórnun skólans og hvort hann sé einfaldlega orðinn of gamaldags. MR orðinn gamaldags „Fréttir um vinsældir Verzlun- arskólans og um leið óvinsældir MR koma mér ekki á óvart. Við Verzlingar vöruðum MR-inga oft við að þetta ætti eftir að gerast. Þeir hafa lengi reynt að lifa á fomri frægð og staðreyndin er sú að MR-ingar hafa ekki fylgst nógu vel með þvf sem er að gerast í samfé- laginu. Ný tækni og betri aðstaða hafa gert það að verkum að áherslur hafa breyst. Námsgrein- ar, sem áður þóttu mikilvægar, eru ekki lengur gagnlegar og víkja fyrir öðrum mikilvægari, MR er orðinn gamaldags og fólk tímir ekki að eyða dýrraætustu árunum í úrelt námsefíii, fíðluböll og kennslustundir á kvöldin vegna plássleysis. Fólk kýs heldur topp- aðstöðu, afburða félagslíf og gagn- legt nútímalegt námsefni. Þess vegna kýs fólk VÍ. MR-ingar eru ágætir. En þangað til þeir átta sig á mikilvægi þess að fylgjast með þróun samfélagsins hverju sinni munu vinsældir skólans hrapa.“ MRfær rjómann „Það eina sem þetta þýðir er að MR er að fá rjómann af nemend- um landsins. Þetta sést einna skýrast á árangri MR-inga í Há- skólanum og almennt í lífinu. Einn besti mælikvarðinn á gæði skóla hlýt- ur að liggja 1 því hvemig nemendurnir standa sig þegar þeir yfirgefa hann. Til marks um kröfur og gæði skólans hafa tveir nóbelsverð- launahafar, Halldór Laxness og læknirinn Niels R. Finsen, fallið í honum og geta eflaust ekki marg- ir skólar státað af slíku. í MR er gífurlega öflugt félagslíf og til aö mynda eru tvö nemendafélög í skólanum. Milli þessara nemenda- félaga myndast oft skemmtileg samkeppni sem síðan endurspegl- ast í öflugra og betra félagslífí. Samkeppni er ætíð holl og það ættu hinir markaðssinnuðu Verzl- ingar að vita manna best. Einnig fléttast félagslíf MR-inga við margs konar heföir sem aðrir skólar án sögu sáröfunda MR af. MR mun því halda áfram að vera fremstur framhaldsskóla á ís- landi.“ -hdm Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Hafsteinn Þór Hauksson, núver- andi laganemi og ætíö Verzlingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.