Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Atvinnulausir Þingeyringar í sjálfheldu eftir sjö vikna vinnustöðvun: Auralaus og ráðþrota DV, Þingeyri: Hjónin Isleifur Aðalsteinsson og María Vcilsdóttir eru í hópi þeirra Þingeyringa sem misstu vinnuna þegar rekstur Rauðsiðu stöðvaðist. Undanfarnar 7 vikur hafa þau verið launalaus, ef undan er skilin 110 þúsund króna aðstoð frá verkalýðs- félaginu á staðnum. í dag segjast þau standa nær auralaus og ráð- þrota, geta hvorki verið né farið. Þetta er í annað sinn sem þau standa frammi fyrir þessum vanda á rúmum tveim árum og þau segjast reið því skilingsleysi sem stjórnvöld sýni Þingeyringum og öðru lands- byggðarfólki. „Maður er eiginlega búinn að vinna í þessu húsi síðan maður fór að muna eftir sér. Við erum enn að borga þær skuldir sem söfnuðust upp í níu mánaða stoppi þegar Fáfn- ir fór á hausinn. Nú er okkur bara sagt að taka lán,“ segir ísleifur. „Hvar eigum við svo að fá lán?“ spurði María. „Banki allra lands- manna vill allavega ekki lána okk- ur. Kannski að Davíð vilji vera ábyrgðarmaður. Við getum ekki einu sinni farið þótt við vildum. Við erum algjörlega auralaus, við eigum hvorki fyrir flutningi né húsaleigu í Reykjavík," segir María. „Svo er maður að heyra að Slétta- nesið fari líka og á því eru 22 íbúar Unnur líka að stoppa og þar missa 27 menn atvinnu. Það er því allt að leggjast niður og þetta kemur svo auðvitað líka niður á versluninni á staðnum. Hvað verður svo, fer ekki ísafjarðarbær í heild sinni sömu leið? Þetta er bara skelfing,“ segir hún. Þau segja ekkert vera fram undan annað en bið. „Það er bara að bíða og safna skuldum. Við getum ekkert annað.“ ísleifur og María eiga þrjú böm, þriggja, níu og ellefu ára. Vandi full- orðna fólksins er líka farinn aö gera vart við sig hjá þeim. Þau vilja áfram eiga heima á Þingeyri og ótt- ast það að þurfa að flytja. Hrifning á heimahögunum er þó blendin þar sem þau horfa á eftir leikfélögunum einum af öðrum hverfa á bi aut með fjölskyldum sinum til Reykjavikur. Hópferð suður? „Manni hefur dottið það í hug að efna til hópaksturs Þingeyringa og annarra landsbyggðarmanna sem eru i svipaðri aðstöðu til Reykjavík- ur,“ sagði María. „Það myndi kannski fá menn til að opna augun fyrir okkar vanda. Er hægt að taka við öllum þessum fjölda í Reykjavík og útvega fólki húsaskjól, skóla og aðra þjónustu? Er það ódýrara en að halda lands- byggðinni gangandi?" -HKr. - íhuga hópakstur til Reykjavíkur Hjónin María Valsdóttir og ísleifur Aðalsteinsson með börnum sínum þrem, Guðlaugi Rúnari, Viðari Erni og Kolbrúnu Ósk. Ljósmynd Hörður i ísafjarðarbæ, flestir frá Þingeyri Það yrði því en meira áfall fyrir og 11 menn héðan starfa við löndun. Þingeyringa. Loks er fiskverkunin Gunnhildur Elíasdóttir, trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins: Verkalýðsfélagið að komast í þrot - þetta er útrýmingarstefna stjórnvalda Skólastjóradeila: Guðrún ráð- in menning- armálafull- trúi Guðrún Helgadóttir, skóla- stjóri Myndlista- og handíða- skóla íslands, hefur verið ráðin í starf hjá Þróunarsviði Byggða- stofnunar á Sauðárkróki. Stjóm Byggöastofnunar ákvað í vor að ráða starfsmenn við Þróunar- sviöið til að sinna menningar- málum á landsbyggðinni. Manna á meðal hefur þessi staða verið nefnd menningarmálafull- trúi landsbyggðarinnar. Guðrún, sem hefur mikla menntun, hefur síðustu dagana mikið komið við sögu vegna frétta af skólamálum í Skaga- firði, en hún dró umókn sína til baka þegar ljóst var að hún myndi hreppa starfið hjá Þróun- arsviðinu. Tveir aðrir umsækjendur vora um menningarmálafulltrú- ann. Þeir Jón Ormar Ormsson rithöfundur á Sauðárkróki og Trausti Þór Sverrisson dag- skrárgerðarmaður á Kjalarnesi. Guðrún hefur störf 1. ágúst nk. Aö sögn Guðmundar Malmquist, framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, er menningar- málafulltrúanum ætlað að vinna að eflingu menningarmála á landsbyggðinni í sem víðasta skilningi - í samvinnu við menntamálaráðuneyti og at- vinnuþróunarfélögin á lands- byggðinni. -ÞÁ „Þaö sem er kannski grátlegast við þetta er að komast að því eftir að vera búin að þræla fyrir sjálfan sig og samfélagið að fá það frá ráðamönnum að við séum búin að vera ómagar á þjóðinni alla okkar tíð. Þetta er útrým- ingarstefna stjómvalda gagnvart landsbyggðinni. Við værum betur sett sem flóttamenn einhvers staðar, þá vildu þeir allt fyrir okkur gera,“ segir Gunnhildur Elíasdóttir, trúnaöarmað- ur verkalýðsfélagsins Brynju á Þing- eyri um ástandið á staðnum. „Forsætisráðherra kom í fyrradag í fréttir og sagði ökkur það að við ís- lendingar ættum ekkert svo bágt héma á Þingeyri, atvinnulausir og peningalausir, við færum bara í bank- ann og fengjum lán, því við fengjum kaupið okkar einhvem tíma. En hann nefndi það ekki að það kostar líka að fá lán. Ekki fórum við þá í Landsbank- ann, það er alveg ljóst. Landsbankinn hirðir lítt um fólk sem býr í póstnúm- eri 470.“ „Félags- málaráðherra seg- ir að íslendingam- ir á staðnum eigi gott. Þeir segi bara upp hjá Rauðsíðu og skrái sig at- vinnulausa. Hann gleymir því að ef við segjum upp þurfum við að bíða i 40 daga eftir því að komast inn á bætur. Svo er fólk líka að slá af sér uppsagnarfrest- inn. Þetta veit ekki sjálfur félagsmála- ráðherrann! Hann segir lika að verkalýðsfélagið sé mjög gott og hjálpi útlendingunum. Við höfum hins vegar borgað öllum laun, einnig íslendingum. Menn gleyma því líka að þetta er lítið verka- lýðsfélag og peningalaust. Það verður að slá lán í banka og við getum það bara ekki lengur og það er að komast í þrot. Félagið er sennilega að borga ríf- lega milljón á viku í laun og það sér það hver maður að eitt litið verkalýðs- félag getur ekki staðið i þessu.“ Hver á að borga? „Sparisjóðurinn veitir okkur fús- lega þau lán sem við þurfum, en það kemur líka að því að það þarf að borga vaxtakostnaðinn af þessu og hver á þá að borga hann? Við getum ekki borgað oftar út nema sveitarfélagið ábyrgist að borga þennan vaxtakostnað með okkur að verulegu leyti. Það er bara óþolandi að verið sé að þrasa um hver beri ábyrgð á þessu fólki. Ríkið vísar á sveitarfélagið og sveitarfélagið á verkalýðsfélagið. Ég held að eina stað- an okkar sé sú að við flytjum öll lög- heimili okkar í góðærið í Reykjavík," segir Gunnhildur. -HKr. Breskur sirkus sem er kominn til landsins varð fyrir því óhappi að vagn sem bíll dró á eftir sér valt. Hafði eitt hjólið á vagninum farið út fyrir veginn með þessum afleiðingum. Bíllinn valt þó ekki heldur lyfti vagninn honum upp, eins og sést á myndinni. DV-mynd S Gunnhildur Elías- dóttir, trúnaðar- maður verkalýðs- félagsins Brynju Santið um vólar Friðrik Soph- usson forstjóri Landsvirkjunár hefur undirritað samninga við General Electric Hydro í Kanada og Clemessy i Frakklandi um vél- og raftæknibúnað í Vatnsfells- virkjun. Búnaðurinn mun kosta tæplega 1,8 milljarða króna. Lægra veggjald Stjóm Spalar hf. sem á og rekur Hvalfjarðargöngin hefur samþykkt að leggja til að veggjald um göngin lækki ef keypt er afsláttarkort. Gjald fyrir einstakar ferðir á ekki að lækka. Morgunblaðið greindi frá. Meira krabbamein Nýgengi krabbameins á eftir að aukast um 30% fram til ársins 2010. Meginástæðan er breytt aldurssam- setning þjóðarinnar sem er að eld- ast. Þetta er mat Helga Sigurðssonar krabbameinslæknis í viðtali í Lyfja- tíðindum. Takmarkanir á flugi Búið er að setja nýjar reglur um takmarkanir á flugi um Reykjavík- urflugvöll til að draga úr óþægind- um íbúa í kringum völlinn. Morgun- blaðið sagði frá. Flokksstofnun 12 manna nefnd hefúr verið skipuð innan Samfylkingarinnar. Henni er ætlað að undirbúa stofhun stjóm- málaflokks. Framkvæmdastjómir flokkanna sem mynda Samfylkinguna koma saman í mánuðinum til að móta starf líðandi stundar. Dagur sagði frá. Geröu rétt Einar Sigurðs- son, aðstoðarfor- stjóri Flugleiða, segir að flug- menn islenskrar flugvélar sem nærri var lent í árekstri við franska flugvél á Kennedy-flugvelli hafi farið í einu og öllu eftir fyrirmælum flugumferðar- stjóra. Um 60 metrar voru milli vél- anna þegar bilið var styst. Svik á Netinu Helmingur allra bakfærslna hjá Visa era vegna kortasvika á Netinu þegar óvandað fólk notar kortanúm- er annarra í eigin þágu. Dæmi era um að kortanúmer íslendinga hafi verið notuð vegna vörukaupa á Net- inu í Póllandi. Visa á íslandi hefur brugðist sérstaklega við þessum vanda. Viðskiptablaðið sagði frá. Fasteignaverö íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er talið munu lækka í kjölfar þess að íbúðum fjölgar nú ört. Viðskipta- blaðið segir að ibúðaverð á svæðinu hafi hækkað um 8,3% á undan- gengnum fjóram mánuðum. ÍS að selja Viðskiptablaðið greinir frá því að hin nýju Samtök atvinnulífsins hafi leitað eftir því að kaupa húnæði höf- uðstöðva íslenskra sjávarafurða við Sigtún í Reykjavík. Blaðið segir að viðræður hafi strandað á því að ÍS vildi fá 400 milljónir króna í eignina en Samtök atvinnulífsins verið til- búin að greiða 350 milljónir. Ekkert umhverfismat Samkvæmt heimildum Dags mun ekkert lögformlegt umhverfismat verða gert á áhrifum Fljótsdalsvirkj- unar. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir við blaðið að stjómvöld séu með þessu að gera alvarleg mistök. Breytt ökukennsla Óli H. Þórðar- son, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, segir við Dag að ný námsskrá lengra ökunám og stórhertar kröfur til öku- prófs sem senn taka gildi, sé til þess gert að bæta umferðarmenningu og draga úr slysum, ekki síst á ungu fólki í umferðinni. Hlutur þess í um- ferðarslysum sé dapurlega mikill. SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.