Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 33 Myndasögur Jpplifun aldarinnai. Haldiö'S ki afiur af ykkur. Kostar \ ins fimmtiu krónur fyrir hvem -farbeaa. ’ ©PIB ' Ég verö aö biðja alla um aö halda sór þvi sxundum fer hann af staö meö l miklum rykk. QKS£ Veiðivon Elliðárnar hafa gefið 70 laxa og veiðimenn sáust víða í henni í gær en lax- inn var tregur. DV-mynd G.Bender Elliðaárnar: 70 laxar hafa veiöst Laxveiðin gengur vel þessa dag- ana þrátt fyrir mikið vatn sums staðar. „Við erum rétt að byrja hérna í Svartá en mikið vatn er í ánni,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var við Svartá í Húnavatns- sýslu í gærmorgun, en þá var áin opnuð fyrir veiðimönnum. „Áin er skollituð og vatnið kalt í henni en þetta kemur. Við höfum tekið nokkur köst en ekki orðið var- Umsjón Gunnar Bender ir,“ sagði Jón Steinar og hélt áfram að renna. Veiði í Blöndu hefur gengið vel en þar eru komnir 300 laxar svo lax- inn ætti að láta sjá sig í Svartá á næstu dögum ef hann er þá ekki bara kominn. „Það veiddist aðeins einn lax eft- ir hádegi í gær en það er mikið af fiski víða í ánni, frá félagsheimilinu og niður eftir, en hann er tregur," sagði Guðmundur Stefán Maríasson við Elliðámar í fyrrakvöld þegar hann var að hætta veiðum í ánni. En Elliðaárnar hafa gefið 70 laxa og vatnið hraðminnkar í henni. Veiðiskapurinn gekk rólega í Fossinum þegar við renndum fram hjá í fyrradag. Maðkurinn var reyndur í Fossinum en litið gekk. Einn og einn lax stökk. Veiðin í Elliðánum er svipuð og á sama tima í fyrra en fleiri laxar hafa gengið í ána. Brennan hefur gefið 50 iaxa „Fyrsti dagurinn í Álftá á Mýmm A gaf 10 fiska og Helgi Eyjólfsson veiddi þann stærsta, sem var 14 pund, í Kerfossinum. Allir veiddust fiskarnir á maðk þegar Álftá var opnuð,“ sagði Dagur Garðarsson er við spurðum um Álftá á Mýrum. „Við fengum 6 laxa og 4 sjóbirt- inga þegar við opnuðum. Á sunnu- daginn veiddist 6 punda sjóbirting- ur. Ég hef ekki frétt af veiðimönn- um síðan en þeir hafa örugglega fengið eitthvað. Brennan í Borgar- firði hefur gefið 50 laxa. Sá stærsti sem komið hefur á land er 17 pund,“ ' sagði Dagur enn fremur. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG VINTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík » 510 8020 • www.intersport.is Áskrifendur fá m aukaafslátt af smáauglýsingum DV ^ 4 j i 1 \ i I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.