Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 1. JULI 1999 Síminn er eitt mikil- vægasta heimilistækid Þaö heimilistæki sem flest heim- ili hafa er sími. Fólk sem er að hefja búskap byrjar alla jafna á því að láta tengja síma og skrá hann. Síminn er það við höfum til þess að ná í annað fólk og fátt fer jafn mikið í taugamar á okkur og þeg- ar fólk svarar ekki í símann. Flest- ir hafa samt ekki hugmynd hvað það kostar að skipta um númer. Nýtt símanúmer Þegar fólk flytur úr foreldrahús- um þarf það að stofna síma eins og það er kallað. Það kostar 10.645 krónur að stofna nýtt númer. Ef fólk er að flytja í íbúð sem ekki er búið að leggja línu í kostar það sama að stofna línuna. Aukakostn- aðurinn er 4419 krónur sem kostar að fá mann til þess aö tengja sím- ann. Einnig borgar sá sem er að stofna línuna allan efniskostnað þannig að kostnaður við að fá sér síma getur verið hátt í 20.000 þús- und krónur. Fólk sem er með sitt eigið númer og flytur milli húsa þarf að borga 5322 krónur fyrir það að fá númerið flutt milli tveggja húsa. ISDN-tenging Margir sem hafa Internet og heimasíma finnst það ómögulegt að línan sé alltaf upptekin þegar verið er á netinu. Landssíminn býður upp á svokallaða ISDN-teng- ingu. Sú tenging virkar eins og um sé að ræða tvær línur á sama núm- eri. Það þýðir að sá sem er á net- inu getur talað í símann á sama tíma. Stofnkostnaður viö að fá sér Mjög margir hringja í sfmaskrána á öllum tíma sólarhrings en mest er þó hringt milli nfu og fimm á daginn. ISDN-tengingu er 17.900 krónur. Einnig er nauðsynlegt að fá sér sérstakan síma en þeir kosta um 12.000 krónur. Til þess að tenging- in virki þarf að fá sér kort í tölv- ima sem kostar 9310 krónur. Þetta er frekar dýr pakki, eða hátt í 40.000 krónur með öllu. Mánaðar- Utanlandssímtöl Flestir þekkja hugtakið að heim- urinn sé alltaf að minnka og milli- landasamskipti að verða meiri og tíðari. Margir íslendingar eru í námi erlendis auk þess að marg- ir eru búsettir erlendis og hafa verið búsettir þar í mörg ár. Síminn er auð- veldasta samskiptatæki fyr- ir fólk sem vill vera í góðu sambandi við vini og vanda- menn. Utanlandssímtölum er skipt í átta mismunandi verðflokka. Fyrsti flokkur- inn er ódýrastur en símtöl í honum kosta 33,00 krón- ur mínútan á dagtaxta en næturtaxtinn í sama flokki er 28,50.1 fyrsta verðflokk- inum eru Bretland, Dan- mörk, Finnland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð og Þýska- land. í öðrum flokki kostar mínút- an á daginn 38,00 krónur en 33,00 krónur á kvöldin. í öðrum verð- flokki eru Andorra, Belgía, Frakk- land, Holland, Irland, Lúxemborg, Mónakó og Spánn. I þriðja verð- flokknum kosta símtöl á Verðflokkar í utanlandssímtölum Dagtaxti Frá kl. 8 til 19 (Evrópa) Frá kl. 8 til 23 (önnur lönd) Flokkur 1 2 3 4 5 6 7 8 SJálvlkt Minútugjald 33 38 40 55 73 120 155 180 verðflokki fjögur kosta símtöl á dagtaxta 55 krónur mínútan en 48 krónur á kvöldin. í þeim flokki eru Austurríki, Azoreyjar, Eistland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Madeira, Portúgal, Pólland, Sam Marínó, Slóvakia, Sviss. Mikill Næturtaxtl munur er á fyrstu Frá ki. 19 tii 8 (Evrópa) fjórum flokkunum Frá kl. 23 til 8 (önnur lönd) 0g þgjm næstu fjór- um. í fyrstu fjórum sjáivikt eru flest þau lönd sem ís- Minutugjaid ien(jingar hringja mest í. 28.5 33 34 48 63 105 135 157.5 Gildir frá 1. janúar 1999. Innifalinn í veröi er 24,5% viröisaukaskattur dagtaxta 40 krónur en 34 krónur á næturtaxta. Alaska, Bandaríkin, Hawaii, Jómfrúreyjar, Kanada og Púertó Rikó eru í verðflokki þrjú. í í hinum flokkunum eru samt mun fleiri lönd. Ef einhver á vin i Víetnam þarf sá sami að greiða 180 kr. á minútuna ef hann hringir á dagtaxta en Ví- etnam er í dýrasta verð- flokknum, þeim áttunda. Jap- an, eitt stærsta viðskiptaland okkar íslendinga, er í fimmta verð- flokknum og kostar mínútan á dagtaxta 73 krónur. -EIS gjald fyrir ISDN-tengingu er 960 krónur á meðan mánaðargjald fyr- ir venjulegan síma er 530 krónur. Boðtæki Til eru tvenns konar tilboðs- pakkar á boðtækjaþjónustu sem al- m e n n í n g í stendur til boða. Fyrri pakkinn er ódýrari og er hugsaður fyrir einstaklinga. Þá kostar grunngjaldið 1992 krónur en hver hringing kostar 40 krón- ur og borgar sá sem hringir það gjald. Al- menn boðtæki eru hugsuð fyrir hópa, t.d. hjálparveitir. í þeim flokki kostar stofn- gjald 4980 krónur og mánaðargjald 461 kr. Hver hringing í slíkt tæki kostar 10 krónur. Símaskrá Æ fleiri hringja orðið í símaskrána í stað þess að fletta síma- skránni. Það kostar 39,90 krónur að hringja í síma- skrána en hver mínúta eftir það kostar 10 krónur. Mest er hringt á virkum dögum milli klukkan níu og fimm. Það er sá tími sem fólk er í vinnu. Flestir sem hringja eru á aldrinum tutt- ugu til fimmtugs. -EIS Sinalco komið aftur áiií Loksins er hann kominn aftur, gamli góöi Sinalco- drykkurinn og nú bæði í dósum og gleri. Þessi drykkur fæst í Svarta svaninum og þar er einnig hægt að fá srtrónu- og cola-drykkinn. Drykkurinn kostar 100 kr. og til gamans má geta að Sinalco þýðir á spænsku „án áfengis". DV-mynd Pjetur Davíð Gunnarsson við glerskurð hjá íspan. Get ég skipt sjálfur um gler? Þegar ákveðið hefur verið hvaða gler á að nota þarf að skipta um það. í mörgum tilfellum getur verið erfitt fyrir leikmenn að gera slíkt sjálfir þar sem vönduð vinnubrögð skipta mestu máli. Einnig geta aðstæður verið þannig að nauðsynlegt sé að fá fagmann til að vinna verkið, til dæmis ef gluggarnir eru illa famir. Hins vegar ef menn telja sig vera handlagna og hagsýna er þetta í mörgum tilfellum einfalt. Það sem helst stendur í mönnum er að þeir eru einfaldlega hræddir við gler og finnst óþægilegt að meöhöndla það. Það eru ekki miklir tæknilegir örð- ugleikar sem við er að etja. Þegar gler er keypt getur allt glerísetning- arefni fylgt, auk þess sem allflest glerframleiðslufyrirtæki leiðbeina leikmönnum um hvernig standa skuli að verkinu. Séu menn sannarlega hagsýnir, þokkalega handlagnir, óhræddir við gler og eigi einhver verkfæri er ekk- ert því til fyrirstöðu að skipta sjálf- ur um gler. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.