Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 V | fréttir__________________________________ Bónus færöi skipverjum Odincovu matargjafir í gær: Ég borgaði þeim milljón - og veit ekki hvað þeir gerðu við hana, segir útgerðarmaðurinn „Við erum mjög þakklátir fyrir þessa sendingu frá Bónusi. Fólk hef- ur komið hingað og gefið okkur mat og einhverja aura,“ segir skipstjóri Odincovu um matargjafir frá Bón- usi. Neyðarkall skipverja sem mál- að er á skipshliðarnar virðist hafa borið árangur að því marki að nóg verður að bíta og brenna næstu dag- ana. „Síðast fengum við borgað i októ- ber en sumir fengu síðast borgað í júní í fyrra. Þetta er mjög slæmt ástand því við eigum ijölskyldur sem við getum ekki fætt nema að fá laun,“ segir skipstjóri Odincovu en hann á inni ásamt öðrum skipverj- um um 14 milljónir hjá rekstraraðil- um skipsins. „Auðvitað treystum við á íslensk stjórnvöld því þetta er ekki þróun- arríki. Hér eiga að gilda lög og regl- ur sem gera ekki greinarmun á okk- ur og íslendingum. Við viljum kom- ast heim en við getum ekki farið nema fá kaupið okkar greitt. Við höfum ekki verið að vinna hér í eitt ár í sjálfboðavinnu. Þetta er erfið aðstaða sem við erum í en þetta var okkar eina ráð til þess að vekja fólk til umhugsunar um vanda okkar. Við komum hingað og héldum að það ætti að skipta um vél en þess í stað höfum við hangið hérna svo til Bónus að koma með vörur í Odincovu á fimm brettum til að gefa skipverjum. kauplausir í nokkra mánuði og lítið hægt að gera,“ segir skipstjórinn. „Við höfum verið að vinna í því að fá nýtt fjármagn inn í fyrirtækið en það hefur ekki gengið nægilega vel. Svona kringumstæður hjálpa okkur auðvitað ekki. Meðan ástand- ið er svona er lítið hægt að gera. Ég borgaði þeim milljón á föstudaginn. Ekki veit ég hvað þeir hafa gert við hana,“ segir Sæmundur Árelíusson, eigandi skipsins. Aðspurður hvort skipverjarnir hafi fengið milljón á föstudag segir skipstjórinn: „Við fengum 650 þús- und en við eigum samt inni miklu meira.“ Aðspurður hvort réttlætan- legt væri að láta Sjómannafélag Reykjavíkur borga læknakostnað þegar þeir ættu peninga vildi skip- stjórinn ekkert tjá sig um. -EIS Valdimar Jóhannesson: Er Hrói hött- ur án Skíris- skógar Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska rík- inu frá en Valdimar hafði farið fram á að synjun Fiskistofu á að úthluta honum aflahlutdeild yrði lýst ógild. „Þessi stefna byggðist í grundvallar- atriðum á sömu hlut- um og síð- asta mál en var vísað frá vegna þess Valdimar að málið var Jóhannesson. ekki lagt nógu skýrt fram. Dómurinn er ekki óeðlilegur að mínu mati,“ sagði Valdimar í samtali við DV. „Ég vil ekki líta fram hjá hugtakanotkun í stefnunni sjálfri og ég mun ekki áfrýja þessu máli til Hæstaréttar," seg- ir hann en telur að til greina komi að stefna að nýju. „Ég er örlítið svekktur en ég er líka orðinn þreyttur. Það þurfa fleiri að berjast fyrir þessu réttlætis- máli þjóðfélagsins að afnema kvótakerfið og mér líður oft eins og Hróa hetti án Skírisskógar," sagði Valdimar. -hb Kínversku knattspyrnumennirnir í Weekend Club. Með þeim á myndinni eru Rúnar Már Sverrisson og Hallur Birgis- son, sem einnig eru í félaginu, en þeir hafa báðir starfað í Kína. DV-mynd gk Kínverjar á „Pollamóti" DV, Akureyri: Þeir ferðuðust alla leið frá Kína til íslands, einungis til að taka þátt í Pollamóti Þórs í knattspymu á Akui'- eyri, sem hófst í gær. Kínverska lið- ið, Weekend Club, er skipað Kinveij- um sem starfa hjá vestrænum fyrir- tækjum í Peking og spila knatt- spymu um helgar eins og nefn félags- ins gefur til kynna. Þeir kynntust ís- lendingum sem hafa starfað í Peking og þeir komu þeim í kynni við Polla- mót Þórs sem er knattspymumót fyr- h' polla sem eru 30 ára og eldri en mótið er haldið árlega. Kínverjarnir sögðu þetta mikið ferðalag, þeir hefðu verið 25 klukkustundir í flugi á leiðinni hingað, en þeir skemmtu sér vel. Þó heyrðust þeir kvarta um kulda, en á Akureyri var um 15 stiga hiti í gær, en hitastigið í Peking þeg- ar þeir lögðu upp í íslandsferðina var rétt um 40 stig. -gk Meersburg ásamt kafbátunum tveimur. Reykvíkingum býðst að skoða sig um í skipinu og í kafbátunum á sunnudag, milli kl.13 og 16. DV-mynd S Kafbátar í Reykja- víkurhöfn Þýskt herskip, Meersburg, lagðist að í Reykjarvíkurhöfn í gær ásamt tveimur kafbátum. Reykjavík er þeirra síðasta stoppistöð á fimm mán- aða siglingu. Skipin voru á æfingu í Karíbahafinu og fyrir utan austur- strönd Bandaríkjanna með banda- ríska sjóhernum. Þaðan héldu þau tii Halifax í Kanada og síðan hingað til íslands. Héðan halda þau síðan heim til Þýskalands á þriðjudaginn. í milli- tíðinni ætla áhafnirnar að skoða nokkrar af náttúruperlum íslands: Þingvelli, GuUfoss og Geysi. Á sunnu- daginn býðst Reykvikingum að skoða sig um á skipinu og í kafbátunum. Kafbátarnir eru báðir 25 ára gamlir, með þeim elstu í þýska flotanum. Þeir eru vægast sagt mjög þröngir, með öllu er góiflötur fyrir 25 skipverja hvors kafbáts einungis 35 fermetrar. Sex ár eru liðin síðan þýskt herskip kom síðast hingað til íslands en árið 1993 kom herskip ásamt þremur kaf- bátum. Skipið og kafbátarnir liggja við Faxagarð. -hvs stuttar fréttir Viljja svör í næstu viku Stjórn íbúa- samtakanna Átaks á Þingeyri beinir þeim ein- ; dregnu tiimæl- um til ríkis- stjórnarinnar að hún beiti sér nú þegar fyrir var- anlegum aðgerðum til lausnar þeim brýna vanda sem steðjar að Þingeyri í atvinnumálum. Stjórnin mælist til í þess að svör liggi fyrir eigi síðar en í næstu viku varðandi fyrh'ætlanir stjórnarinnai' í þessu máli. Vísir.is greindi frá. ITilnefnir konu Bill Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur tilnefnt Barböru J. GrifFith í emb- ætti sendiherra á íslandi. GrifFith er starfsmaður efnahags- og viðskipta- deildar utanrikisráðuneytis Banda- ríkjanna. ÖldungadeOd bandai’íska þingsins þarf að staðfesta tilnefn- | ingu Bandaríkjaforseta. Vísir.is Igreindi frá. Sýknaðir af kröfum I Félagsdómur hefúr sýknað VSÍ vegna Flugfélags íslands hf. af kröf- um flugmanna sem stefndu því fyrir meint brot á kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfélagsins. Flugmennimir telja að brotið hafl verið á þeim þegar Flugfélag íslands tók á leigu flugvél- ar frá Flugleiðum hf. við upphaf i rekstur flugfelagsins, með fúllri áhöfn flugmanna sem eru starfs- Imenn Flugleiða hf. Bylgjan sagði frá. Misskilningur? „Það gætir misskilnings í orðum Helga Hjörvars, forseta borgarstjómar, um starfsemi og | rekstur Lands- simans," sagði : Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og 1 kynningarmála. „í fyrsta lagi virðist Helgi eiga við Breiðvarpið þegar Ihann talar um breiðbandið og í öðru lagi fer því fjarri að Landssiminn hafi eytt milljörðum króna í breið- bandið hvað þá Breiðvarpið." Vís- ir.is greindi frá. Útvarpshöfuð Þorvaldur Gunnarsson, 27 ára Eyrbekkingur og safnvörður, varð hlutskarpastur í samkeppni um útvarpsþáttagerð sem Bylgjan stóð fyrir ásamt íslenskri erfðagrein- ingu og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Hugmynd hans ber heitið Útvarpshöfuð. Vísir.is greindi frá. 100 milljóna pokatré Pokasjóður verslunarinnar út- hlutaöi í gær 30 milljónum króna til umhverfismála. Alls hefur sjóð- urinn nú veitt 100 milljónir í slíka styrki á Qómm árum. Til að und- irstrika þann árangur hefúr stórt grenitré við Kjarvalsstaði verið skreytt með úttroðnum burðar- pokum frá þeim verslunum sem leggja fjármuni í sjóðinn ásamt öðrum táknrænum merkingum. Lengja gildistíma Landssíminn hefur ákveðið að lengja tímabundið gildistíma inn- eignar GSM-notenda, sem keypt hafa fyrirframgreidda áskrift, svo- kallað Frelsi. Ástæðan er villa í hugbúnaði frá Ericsson. Við- skiptablaðið á Vísi.is sagði frá. Besta markaösáætlunin Þróunar- verkefninu Út- flutningsaukn- j ing og hagvöxt- ur, sem er 10 mánaða verk- efni á vegum Útflutningsráðs íslands, ís- J landsbanka, Nýsköpunarsjóðs og : Samtaka iðnaðarins, lauk á mið- vikudag. Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, af- henti verðlaun fyi'ir bestu við- skipta- og markaðsáætlunina. Verðlaunin féllu í skaut hugbún- aðarfyrirtækinu Fakta ehf. -AA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.