Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 3. JULI1999 Mercedes Benz 230SLK Kompressor, árgerð 1998, ekinn aðeins 3000 km, vínrauöur. 4 loftpúðar, ABS, spólvörn, þjófavörn, BOSE hljómkerfi, rafhituð Porsche 911 Carrera 4 3,6 14x4, árgerð 1993, ekinn 101 þ. km, svartur. 5 gíra, fjórhjóladrif, leðuráklæði, geislaspilari, ABS, topplúga, þjófavörn, álfelgur, allt rafdrifið, hraðastillir, læst drif, rafdrifinn spoiler, 250 hestöfl. 5,7 sek frá 0-100 km/klst. Verð 4.900 þ. Tilboðsvorö 4.600 þ. BMW 850ÍA12 cl, árgerð 1991, ekinn 106 þ. km, svartur, sjálfskiptur, ABS, spólvörn, leðurinnrétting. Mjög vel útbúinn bill. Verð 3.290 þ. Tilboðsverð 2.890 þ. Jeep Cherokee Grand Limited, árgerð 1994, ekinn 93 þ. km, grænn, sjálfskiptur. Geislaspilari, rafmagn i rúðum, ABS, þjófavörn. Verð 2.550 þ. Daewoo Musso 2900 TDI, árgerð 1997, ekinn 44 þ. km. 5 gíra, 33" dekk, geislaspilari, rafmagn i rúðum, þjófavörn, höfuöpúðar að aftan. Verð 2.590 þ. Tilboðsverð 2.450 þ. Musso E-230 bensfn 8/98 (‘98) ek. 26 þús. km, grænn, ssk., abs, spólvörn, hraðastillir, 31“ dekk, álfelgur o.fl. Verð 2.900.000 Tilboðsverð 2.750 þ. Renault Clio 1,41, 1/99 ('99) ek. 2 þús. km, grænn, 5 gíra, rafdr. rúður, samlæsingar, geilsaspilari o.fl. Verð 1.350.000 Tilboðsverð 1.190.000 þ. Toyota Carina E 2,0I GLi stw 7/96 ('96) ek. 42 þús. km, silfurgrár, ssk., rafdr. rúður og speglar, álfelgur, krókur, spoiler o.fl. Verð 1.400.000 Tilboðsverð 1.250.000 þ. NOTAÐIR BÍLAR BÍLDSHÖFÐA 8 • SÍMI 577 2800 Hvers vegna breytti Héraðsdómur Reykjavíkur afstöðu sinni til sektar Kio Briggs? Hæstiréttur lagði línur í máli Kios Hvaða endaleysa er þetta eigin- lega með mál þessa Breta?“ spurði roskinn Reykvíkingur á förnum vegi í gær. „Þeir eru búnir að sýkna manninn og snúa málinu við. Nú segja menn að hann eigi jafnvel rétt á miskabótum,“ hélt maðurinn áfram. „Hvernig má þetta vera?“ Er Kio Alex- ander Ayomam- bele sekur eða er hann saklaus? Um þetta spyrja all- ir sem fylgjast með fréttum. Héraðsdómur Reykja- víkur studdist við lögin og svaraði þessari spurningu á miðvikudag; dómurinn telur of mikinn vafa leika á að maðurinn sé sekur. Hann telur því ekki efni til að loka hann inni í fangelsi í mörg ár. En hvers vegna var málinu snú- ið við - hvers vegna dæmdi héraðs- dómur hann í 7 ára fangelsi í mars þegar fyrri undirréttardómurinn gekk - áður en Hæstiréttur fékk málið til meðferðar, ómerkti hér- aðsdóminn og sendi málið aftur heim? ... en síðan efnislegt mat á framburðinn Þegar Hæstiréttur hafði vísað málinu heim í hérað á ný hafði sak- borningurinn verið sviptur frels- inu og setið í gæsluvarðhaldi í 9 mánuði. Nú fóru að renna tvær grímur á menn. Hvað var Hæsti- réttur að segja? Héraðsdómur Norðurlands eystra byrjaði á því að leysa Bretann úr haldi á Akur- eyri þar sem hann hafði Fyrst strikað yfir framburð aðalvitnis... Svarið við framangreindri spurningu er helst að finna í dómi Hæstaréttar i vor þegar hæsta dóm- stigið fór yfir málið og sendi 7 ára dóminn aftur til dómsmeðferðar. Dómurinn gagnrýndi þá vinnu- brögð eina héraðsdómarans sem hafði fjallað um málið - fyrir að hafa ekki tekið mið af framburði aðalvitnisins í málinu, Guðmundar Inga Þóroddssonar, sem hefur við- urkennt að hafa ætlað að koma sér í mjúkinn hjá lögreglunni hér heima með því að „setja Bretann upp“ og segja til hans áður en hann legði af stað frá Spáni til íslands. Héraðsdómurinn hafði strikað yfir framburð aðalvitnisins, Guð- mundar Inga, sem rekur bar á Benidorm, en féllst ekki á fram- burð Bretans - taldi sakborninginn í raun hafa borið ábyrgð á farangri sínum. Héraðsdómurinn tók ekki mið af því að sakborningurinn sagði að einhver annar hefði komið efnunum fyrir í tösku sinni (senni- lega Guðmundur Ingi) án hans vit- undar. Skilaboð Hæstaréttar til héraðs- dóms voru því þessi: Takið mið af því sem Guðmundur Ingi segir og hafið svo dóminn fjölskipaðan (þrír dómarar í stað eins). Héraðsdómar- inn sem hafði fjallað um málið úr- skurðaði sig nú frá málinu vegna vanhæfis, sem vissulega var eðli- legt, og þrír dómarar voru skipaðir í hans stað til að dæma í málinu. Og hvað gerðist svo? verið í gæslu og Hæstiréttur stað- festi síðan þann úrskurð. Hins veg- ar var fallist á farbann á meðan málið yrði til lykta leitt aftur. Fréttaljós Óttar Sveinsson Kio fór síðan að stunda vinnu en mætti aftur i réttarhald í héraðs- dómi þann 21. júní. Þá sá hann Guðmund Inga Þóroddsson aftur í dómsal. Þeir báru hvor um sig nán- ast sömu söguna aftur fyrir réttin- um eins og aðrir og málið var tek- ið til dóms. Við svo búið lögðust þrír héraðsdómarar yfir málið og niðurstaðan lá fyrir á miðvikudag. Nú lagði fjölskipaöur dómur mat á framburð Guðmundar Inga. Nið- urstaðan var sú að þrátt fyrir að Kio hefði verið tekinn með 2.031 e- töflu í Leifsstöð 1. september 1998 þótti vafinn á því að honum hefði verið kunnugt um að efnin hefðu verið í tösku hans svo mikill að hann var sýknaður. Vafinn er m.a. að miklu leyti til kominn vegna framburðar Guðmundar Inga sem viðurkenndi að hafa lagt gildru fyrir Kio. Og Kio grét og hrópaði í dóm- salnum: „Jesú, Jesú, þakka þér fyrir!“ eins og alþjóð sá. Ríkissaksóknari áfrýjaði mál- inu umsvifalaust og krafðist áframhaldandi farbanns yfir Bret- anum. Héraðsdómur féllst á sjón- armið ákæruvaldsins - að þar sem maðurinn væri ákærður fyrir mjög alvarlegt brot þá krefðist al- mannahagsmunir þess að hann væri á landinu á meðan málsmeð- ferðinni væri ekki lokið. Sterk staða Kios Margir hafa lýst yfir furðu sinni á því hve dómurinn er strangur, 7 ára fangelsi - þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hérlend- is. Spurningin er hins vegar ekki hvort 7 ára fangavist sé ströng refs- ing fyrir 2.031 e-tö£lu heldur hvort ákærði í málinu sé sannanlega sek- ur af sakargiftum eða ekki. Reynist einhver sekur um að koma vísvit- andi með svo mikið af stórhættu- legum efnum til landsins er 7 ára fangelsi ekki þungur dómur miðað við þá dómahefð sem hefur verið aö skapast í fikniefnamálum og það síðan haft í huga að aðeins ein tafla getur eyðilagt líf einstaklings og jafnvel valdið dauða. Um þetta verður ekki deilt. Hins vegar liggur nú fyrir að fjöl- skipaður héraðsdómur hefur kveð- ið upp sinn dóm - maðurinn er ein- faldlega sýkn af sakargiftum. Ekki er hægt að hugsa sér að saklaus maður sitji inni í 7 ár. Sé miðað við að Hæstarétti eru settar lagalegar skorður á að endurmeta munnleg- an framburð málsaðila í héraði þá eru í raun harla litlar líkur á að hæsta dómstigið muni hnekkja hér- aðsdóminum. Hæstiréttur mun fjalla um málið síðar I sumar eða í haust. Þá mun endanlega koma í ljós hvort Kio Alexander Briggs verður sakfelldur eða sýknaður. Heppinn áskrifandi: Fær 30 þúsund kr. úttekt í Útilrfi DV dregur út í hverri viku í allt sum- ar einn heppinn áskskrifanda. Fær sá 30 þúsund króna úttekt í Útilífi auk þess sem stór vinningur verður dreg- inn út 20. ágúst. Það er heimabíó frá Jap- is að verðmæti 400.000 krónur. Búið er að draga tvo vinn- ingshafa í sumar og er Ingimundur Þór Þorsteinsson annar þeirra. „Ég er nú nýkominn af Grænlandsjökli þannig að ég hélt að ég ætti allt sem ég gæti not- að. Þegar við hjónin fórum að ræða þetta vorum við komin með sitt hvom óskalistann sem kostaði án e.fa Ingimundur Þór Þorsteinsson. meira en 30 þúsund krónur, nóg er úr- vahð þama,“ segir Ingimundur Þór Þorsteinsson. Slagur í SUS | Formannsslagurinn á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna : í Vestmannaeyjum í ágúst er löngu hafinn. Sigurður Kári Kristjáns- son hefur boðið sig fram á móti Jónasi Þór Guð- mundssyni, varafor- manni SUS. í röðmn SUS-ara er tahð að það verði á brattann að sækja fyrir Sig- urð Kára þar sem framboð hans sé ekki nógu vel und- irbúið. Að baki honum standi aðal- | lega menn í núverandi stjóni { Heimdahar og tiltölulega þröngur vinahópur. Jónas Þór hafi hins vegar miklu breiðari stuðning úr ólíkum áttum og mun meira fylgi | meðal ungra sjálfstæðismanna í 1 Reykjavík en menn Sigurðar hafi I áttaðsigá... Maður er launaður Talsverð fýla er innan Ríkisút- varpsins með framkvæmd hinna nýju umræðuþátta, Maóur er nefndur, sem nýlega ■ hófu göngu sína i Sjónvarpinu. Þetta er sagt fara nokkuð í skap Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, opin- bers starfsmanns hjá Háskólanum, en hann er hug- myndasmiður | þáttanna. Hjá ríkis- sjónvarpinu þykjast menn loksins sjá thgang Hannesar með því að i mæia gegn sölu ríkissjónvarpsins i fyrir nokki-u því að hann sé innst : inni andsnúinn frjálshyggjuhug- myndunum og styðji í hjarta sínu : sem mest ríkisafskipti og -forsjá, enda sé hans eigin hag best borgið 1 þannig ... eða þannig... Áuppleið í nyjasta tölublaði Austurlands, blaðs kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi, er th- kynnt að nýr ritstjóri sé tekinn við blað- inu. Sá er Karl Th. Birgisson sem fyrr- um ritstýrði ýms- um smáblöðum og bæklingum í höf- uðborginni, eins og Helgarpóstinum, Pressunni, Mannlífi og Heimsmynd. Undan- farin tvö ár hefur Karl dvalið á Stöðvarfirði og fengist við ýmis- legt, svo sem fiskvinnu og fata- kaupmennsku. Það má því segja að Karl sé á uppleið... Orri kveður Davíð : Það eru ekki aðeins nýju ráð- herramir sem þurfa að velja sér aðstoðarmenn. Eftir að Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður Bjöms Bjamasonar, missti af póli- tísku lestinni missti Bjömafhennithút- landa í nám og er þegar búinn að ráða sér nýjan í hennar stað. En nú heyrist úr for- sætisráðuneytinu að Davíð Odds- son þurfi einnig að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni á næsta ári. Orri Hauksson, sem hefur verið honum th halds og trausts í fjögur ár, er eins og Ásdís Haha á leið utan i nám, nánar tiltekið til Bandaríkjanna. Sjónarsviptir verð- ur að Orra úr hópi aðstoðarmann- anna því frjálslegt yfirbragð hans minnti fremur á léttfríkaðan bó- hem en stífbónaðan kontórista eins og er aðalsmerki flestra hinna... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.