Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Qupperneq 12
12 ég á mér draum LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 T>V Helgi Björnsson, leikari og poppstjarna: Prívat-þota og strandbar „Ég á mér þann draum að veðrið verði alltaf eins og það er í dag. Það er trúlega hæpið að sá draumur rætist hér á íslandi þannig að ég held að það myndi henta mér ágæt- lega að eiga prívat-þotu. Ef ég myndi vakna upp í rigningu og leiðinlegu veðri gæti ég þá alltaf stokkið upp í prívat- jettið mitt og flogið til Bahamas, í spilavíti í Las Vegas, eyðimörk- ina í Kalahari eða eitt- hvert annað, eftir því hvemig lægi á mér.“ Eitthvert annað segirðu. Er enginn ákveðinn staður sem þú myndir vilja heimsækja? „Það er til fullt af ákveðnum stöðum. Það væri gaman að geta skroppið til Sikil- eyjar til dæmis eða New York.“ Hefurðu gert eitt- hvað til að láta drauma þina rætast? „Já, já, eitthvað hef- ur maður nú gert. Þegar ég var 10-11 ára átti ég mér þann draum að verða annað hvort atvinnumaður í knattspyrnu eða popp- stjarna og sumir segja mér að annar af þeim draumum hafi ræst. Svo áttum við lengi þann draum aö flytja til Ítalíu, konan mín og ég, og við létum hann rætast. Við flutt- um til Flórens og bjuggum þar í ár.“ Ítalía draumalandið Af hverju langaði ykkur til þess að flytja til ítaliu? „Ítalía er bara svo heillandi land. ítalir hafa bæði skemmtilega menn- ingu til að byggja á og svo virðist vera í þessum þjóðarkarakter ein- hver ástúð og vinalegheit sem eru ekki eins áberandi annars staðar. Þeir eru alltaf svo voðalega kátir og bamslega glaðir í hjartanu. Síðan eru náttúrulega óskaplega fallegar borgir þama og margt annað sem heillar." Gætuð þið hugsað ykkur að fara aftur? Já, já. Við gerum það alveg öragg- lega. Það er bara ekki búið að setja dagsetninguna á það. Finnst þér draumar þínir hafa breyst eitthvað í gegnum tíðina. Þú talaðir um að þú hefðir viljað verða fótboltamaður eða söngv- ari...? „Sko, ég geri greinarmun á því að vera söngvari og fótboltamaður eða atvinnumaður í knattspyrnu og poppstjama. Það er smá stigsmunur á því. Annars... jújú; auðvitað hafa draumarnir breyst. Nú er ég farinn að ímynda mér hvemig ég vil hafa þetta þegar ég fer að slaka á í vinn- unni og hafa það náðugt. Þá myndi ég vilja eiga strandbar einhvers staðar sunnarlega á Ítalíu eða á lít- illi eyju þar fyrir utan þar sem ég gæti slakað á og horft á sólarupprás- ina og sólarlagið." Sólelskur málari Þú ert sem sagt sóldýrkandi? „Já, það er ekki spurning. Sólin hefur svo skemmtileg áhrif á mann. Maður slakar betur á, verður sensi- tívari og opnari gagnvart bæði sjálf- um sér og öðrum í kringum sig... svo er líka skemmtilegra að elska í sólinni." Ef þú værir ekki leikari eða poppstjarna, myndirðu þá vilja gera eitthvað annað? „Ég hugsa að ég myndi vilja vera málari, annað hvort húsamálari eða listmálari. Ég hef aldrei getað teikn- að eða dregið neitt upp sjálfur og hef alltaf öfundað þá sem hafa þenn- an hæfileika. Ég held að það sé bæði mjög róandi fyrir sálina að mála fyrir utan það að þá fengi ég tæki- færi til að skapa eitthvað. Það er al- gert frumskilyrði fyrir mig til að ég geti haldið lífi.“ Ef Helgi væri ekki leikari eða poppstjarna myndi hann helst vilja vera málari. 0nm breytíngar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Tasco 7x50 sjónauki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.900. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með iausninni: Finnur þú fimm breytingar? 522 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 522 Ég hafði annað í huga þegar þú talaðir um „lítið einbýlishús"! Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 520 eru: 1. verðlaun: Anna Friðriksdóttir, Torfufelli 35. 109 Reykjavík. 2. Verðlaun: Erlendur Franklínsson, Grýtubakka 16. 109 Reykjavík. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Stephen King: Bag Of Bones. 2. Patricia Cornwell: Point Of Origin. 3. Maeve Binchy: Tara Road. 4. Minette Walters: The Breaker. 5. Jeffrey Archer: The Eleventh Commandment. 6. Dean Koontz: Seize The Night. 7. Nick Hornby: About a Boy. 8. Patricia Scanlan: City Woman. 9. Tom Clancy & Steve Pieczenik; Net Force: Hidden Agendas. 10. John Irvlng: A Widow for One Year. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Antony Beevor: Stalingrad. 2. Chris Stewart: Driving Over Lemons. 3. Amanda Foreman: Georgiana: Duchess o Devonshire. 4. Richard Branson: Losing My Virginity. 5. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John O'Farrell: Things Can Only Get Better. 8. Sean O'Callaghan: The Informer. 9. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 10. Shawn Levy: Rat Pack Confidential. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harris: Hannibal. 2. Wilbur Smith: Monsoon. 3. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 4. Jilly Cooper: 1 Score! 5. Kathy Reichs: Death du Jour. 6. James Herbert: Others. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David McNab & James Younger: The Planets. 2. David West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 3. Lenny McLean: The Guv'nor. 4. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. 5. Roy Shaw: Pretty Boy. 6. Peter Mayle: Encore Provence. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Clive Cussler & Paul Kemprecos: Serpent: The NUMA Files. 4. Bernhard Schllnk: The Reader. 5. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 6. Helen Fielding: Bridget Jones’ Diary. 7. John Irving: A Widow for One Year. 8. Judy Blume: Summer Sisters. 9. Rebecca Wells: Divine Secret of the Ya-Yí Sisterhood. 10. Alice McDermott: Charming Billy. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Frank McCourt: Angelas Ashes. 2. James P. Comer & Alvin E. Poussalnt: Dr Atkins New Diet Revolution. 3. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 4. William Pollack: Real Boys. 5. Adellne Yen Mah: Falling Leaves. 6. Ron Whlte: How Computers Work. 7. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened up. 8. Richard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff... 9. Jack Canfleld ofl.: Chicken Soup for the Golfer's Soul. 10. The Onion: Our Dumb Century. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Janet Fltch: White Oleander. 2. Terry Brooks: Episode One: The Phantom Menace. 3. John Sandford: Certain Prey. 4. David Guterson: East of The Mountains. 5. John Grlsham: The Testament. INNBUNDIN RITALM.EÐUS: 1. Monty Roberts: Shy Boy: The Horse That Came in From the Wild. 2. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 3. Mitch Albom: Tuesdays With Morrie. 4. Thomas L. Friedman: The Lexus and the Olive Tree. 5. Bill Gertz: Betrayal: How the Clinton Administration Undermined American Security. (Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.