Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 14
14
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 UV
I
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Herforingjar ganga lausir
Flug rússneskra sprengjuflugvéla umhverfls ísland
löngu eftir lok kalda stríðsins vekur grunsemdir um, að
yfirvöld í Rússlandi hafi ekki stjóm á herforingjum sín-
um. Flugið stríðir gegn anda núverandi samstarfs vest-
urveldanna og Rússlands í öryggismálum Evrópu.
Flugið minnir á hraðferð nokkur hundruð rússneska
hermanna frá Bosníu um Serbíu til flugvallarins í Prist-
ina í Kosovo. Ferðalagið kom utanríkisráðherra Rúss-
lands og öðrum samningamönnum Rússa jafnmikið á
óvart og það kom ráðamönnum vesturveldanna.
Síðar hefur komið í ljós, að rússneskir herforingjar
ætluðu að nota flugvöllinn til að taka á móti fjölmennu
herliði rússnesku. Ráðagerðin hrundi, af því að fyrrver-
andi fylgiríki Sovétríkjanna sálugu neituðu flugher
Rússa um leyfi til að nota lofthelgi sína.
Þessi krókur á móti bragði lokaði rússnesku hermenn-
ina frá Bosníu inni í greni þeirra á flugvellinum. Þeir
fengu hvorki liðsauka né birgðir úr lofti og urðu loks að
leita á náðir Breta um vistir. Á meðan hafa hermenn
vesturveldanna komið sér fyrir um alla Kosovo.
Víðar um heim valda athafnasamir herforingjar
stjórnvöldum sínum vandræðum. Alvarlegasta dæmið
um það er innrás nokkur hundruð hermanna frá Pakist-
an inn á yfirráðasvæði Indlands í Kasmír-fjöllum, sem
auðveldlega gæti leitt til kjarnorkustríðs.
Á Vesturlöndum er ekki tekið mark á fullyrðingum
Pakistana um, að þetta séu sjálfstæðir skæruliðar. Raun-
ar er talið, að herforingjar í Pakistan hafi verið að skipu-
leggja aðgerðina á sama tíma og leiðtogar Indlands og
Pakistans hittust í vetur til að efla frið landanna.
Sem betur fer hafa indverskir ráðamenn tekið af æs-
ingslausri festu á málinu, svo að vandinn hefur ekki stig-
magnazt. En Pakistan hefur orðið sér til minnkunar á al-
þjóðlegum vettvangi og mun hér eftir eiga erfitt með að
ljúga út efnahagsstuðning frá vesturveldunum.
Indónesía er þriðja dæmið um, að óeirnir herforingjar
gangi lausir. Stjómvöld landsins ákváðu að leyfa íbúum
Austur-Tímor að greiða atkvæði um aðild að Indónesíu
eða sjálfstæði. Herinn í Indónesíu hefur leynt og ljóst
reynt að grafa undan þessari ákvörðun stjórnvalda.
Herinn hefur vopnað glæpasveitir landnema og horfir
aðgerðalaus á, þegar þær vaða um með brennum og
morðum. Hann hefst ekki einu sinni að, þegar ráðist er
á samþykktar eftirlitsstöðvar Sameinuðu þjóðanna og
einn fulltrúi þeirra meira að segja drepinn.
Herinn í Indónesíu er að reyna að hindra samstarf
stjórnvalda landsins við Sameinuðu þjóðirnar um Tímor.
Herinn í Pakistan er að reyna að hindra landamærasam-
starf við Indland. Herinn í Rússlandi er að reyna að
hindra samstarf við vesturveldin í öryggismálum.
í öllum þremur ríkjunum eru stjórnvöld veikburða,
einkum vegna spillingar og efnahagserfiðleika. Herfor-
ingjar nota sér vesaldóm borgaralegra stjómvalda og
fara sínu fram án samráðs við þau og í trássi við
tilraunir þeirra til að efla frið við umheiminn.
Svo aum geta stjórnvöld orðið, að Jeltsín forseti þykist
eftir á hafa vitað um kappakstursmálið og verðlaunar
herforingjann með auknum titlum. Ef hann hefði beðið í
nokkra daga, hefði hann komizt að raun um, að ævin-
týramennska hersins færi út um þúfur.
Það rýrir öryggi jafnvel hér langt norður í höfum, að
herforingjar gangi í auknum mæli lausir og tefli tapskák-
ir sínar þvert á skákir borgaralegra stjórnvalda.
Jónas Kristjánsson
NÁÍO og Makedónía
Þótt Atlantshafsbandalagið hafi réttlætt hernaðarí-
hlutun sína í Kosovo með mannúðarrökum lágu
einnig pólitískir hagsmunir að baki. Talið var að
átökin í Kosovo gætu breiðst út á Balkanskaga ef
ekki yrði gripið inn í. NATO hefur lagt mikla áherslu
á að albanskir flóttamenn frá Kosovo hraði heimför
sinni frá Makedóníu af ótta við að
dvöl þeirra grafi undan pólitískum
stöðugleika þar. Áður en NATO
hóf loftárásir á Júgóslavíu voru
margir þeirrar skoðunar að næsta
Balkanstríð yrði háð i Makedóníu
vegna þjóðernisdeilna. Slavar eru
þar í meirihluta en albanski
minnihlutinn, um 30% íbúanna,
hefur látið æ meira að sér kveða
með kröfum um aukin stjórnmála-
, efnahags- og menningarréttindi.
Slavar óttast að þeir verði eftir
nokkra áratugi komnir i minni-
hluta vegna hærri fæðingartíðni
meðal Albana. Albanski minni-
hlutinn hefur fengið að reka eigið
menntakerfi og fjölmiðla en þeir
hafa lítil pólitísk áhrif i Makedón-
íu. Albanar hundsuðu þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem leiddi til sjálf-
stæðis Makedóníu árið 1991 vegna ______________
þess að þeir töldu sig ekki eiga
samleið með slavneska meirihlutanum. í upphafi
lögðu þeir áherslu á fullan aðskilnað, lýstu meira að
segja yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Makdedóníu-Al-
bana. Þeir féllu reyndar frá þeirri kröfu en vilja fá
aukinn aðgang að valdastöðum í þjóðfélaginu og ein-
hvers konar sjálfsstjórn.
Áhrif Kosovo-stríðsins
Kosovo-stríðið og endalok þess hafa magnað þessa
þjóðemisólgu. Hér kemur tvennt til: í fyrsta lagi urðu
þjóðemishreinsanir Serba í Kosovo til þess að næst-
um 300.000 Kosovo-Albanar flúðu til Makedóníu.
Þannig fjölgaði Albönum í Makedóníu um þriðjung.
Þótt meirihluti þeirra snúi aftur til Kosovo má búast
við að einhverjir dveljist þar áfram, í óþökk slav-
neska meirihlutans. í annan stað er NATO nú að
binda enda á forræði Serba yfir Kosovo og leggja
grandvöll að framtíðarskipulagi undir stjóm Albana.
Með öðram orðum má gera ráð fyrir þvi að Kosovo
verði í raun sjálfstætt ríki. Þetta hefur gert það að
verkum að Slavar í Makedóníu óttast að Stór-Alban-
íu draumar Albana séu að rætast. Vitað er að Frels-
isher Kosovo hefur beitt áhrifum sínum meðal AI-
bana í flóttamannabúðum í Makedóníu, auk þess að
hann hefur falið vopn
í landinu. Reyndar er
það svo, að bæði
makedónísk og
serbnesk stjórnvöld
hafa ávallt ofmetið
vilja Kosovo-Albana
og Makedóníu-Albana
til að sameinast
frændum sínum i Al-
baníu. Þessi hönd era
mun veikari en ráða
má af áróðri þeirra.
Það breytir því ekki
að sú skoðun er við-
tekin í Grikklandi,
Búlgariu og Makedón-
íu að Albönum á
Balkanskaga sé full
alvara með því að
stofna stór-albanskt
ríki múslima, sem
mundi raska valda-
hlutföllum og veita
jafnvel Tyrkjum bein-
an aðgang að þessu
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
fyrra áhrifasvæði sínu. Þetta er ein ástæða þess hve
Grikkir og Búlgarar vora gagnrýnir á hemaðaríhlut-
un NATO í Kosovo. Eftir að tyrkneskur dómstóU
dæmdi Kúrdaleiðtogann Abdullah Öcalan af lífi í vik-
unni era fæst Evrópuríki reiðubúin að gera Tyrkjum
greiða, hvað þá að opna þeim leið til áhrifa á
Balkanskaga. Á hinn bóginn er held-
ur enginn áhugi á því meðal vest-
rænna þjóða að beina athyglinni að
þjóðernisbaráttu Kúrda í Tyrklandi,
þótt þeir eigi margt sameiginlegt með
minnihlutahópum á Balkanskaga.
NATO mun ekki skipta sér af þeirri
deUu vegna þess að Tyrkir eru aðUar
að bandalaginu.
Verndarsvæði NATO
Alþjóðastofnanir, eins og Sameinuðu
þjóðirnar, NATO og Evrópusamband-
ið, gera sér fuUkomlega grein fyrir
því að sjóði upp úr í Makedóníu get-
ur það haft mjög víðtæk áhrif á
Balkanskaga. Mun fleiri ríki eiga þar
hagsmuni að gæta en í Kosovo. Af
þeim sökum má ganga að því vísu, að
Makedónia verði ekki aðeins á hags-
_____________ munasvæði NATO til langframa,
heldur getur bandalagið og Evrópu-
sambandið þurft að stiUa tU friðar ef tU þjóðernisá-
taka kemur. Efnahagslífið í Makedónlu er nú þegar
orðið háð NATO. Það varð fyrir miklum áfÖUum þeg-
ar viðskipti við Júgóslavíu rofnuðu eftir að hernaðar-
aðgerðir bandalagsins hófust. Taka mun langan tima
að koma þessum viðskiptum í eðlUegt horf, vegna
þess að margar verksmiðjur í Júgóslaviu voru eyði-
lagðar í loftárásunum. Nú er talið að atvinnuleysi í
Makedóníu sé um 50%. Helstu ráðamenn i Makedón-
iu hafa lýst yfir fuUum stuðningi við NATO i Kosovo,
þótt flestir Makedóníu-Slavar hafi haft samúð með
Serbum. Þeir leggja nú mesta áherslu á að flóttamenn
hverfi aftur tU Kosovo tU að koma í veg fyrir hugsan-
leg þjóðernisátök. Þótt Makedóníu-Albanar vUji ekki
lengur fullan aðskilnað, kann svo að fara að
Makedóníu verði skipt upp í einhvers konar kantón-
ur þegar fram líða stundir, tU að mæta kröfum um
aukna sjálfsstjórn. Makedónía er nú orðin háð vest-
rænum ríkjum og svarið við þeirri spurningu hvort
takast muni að halda við pólitískum stöðugleika fer
mjög eftir því hvort og hvemig Evrópusambandið
stendur við loforð sín um efnahags- og félagsaðstoð.
Að öðram kosti gæti Makedónía orðið næsti vígvöU-
urinn á Balkanskaga.
Hermenn NATO í Makedóníu. Ástandið er nú ótryggt vegna spennu milli slavneska
meirihlutans og albanska minnihlutans. Ríkið er nú efnahagslega háð NATO og er í raun
orðið verndarsvæði þess.
Qkoðanir annarra
Táralaus kveðjustund
„Nú er því lokið. Frá og með deginum í dag er sölu á
tollfrjálsum vamingi lokið. Og það er ekkert nema skyn-
samlegt við það því það er ekkert hagkvæmt að fiytja
fiölda vara um borð í skip eða flugvélar bara tU þess að
neytendur geti tekið vörumar með sér heim aftur. Auð-
vitað kemur það niður á störfúm manna þegar mUljarða-
viðskiptum er hætt. Niðurstaða rannsókna var hins veg-
ar sú að faUi sala niður í tollfrjálsum stórmörkuðum
hljóti hún að aukast annars staðar. Ríkissjóðir Evrópu-
sambandslanda fyUast af aukamfiljörðum. Hægt verður
að nota þá tU að skapa atvinnutækifæri."
Úr forystugrein Aktuelt 1. júlí
Brot gegn lýðræðinu
„Nýnasistar hafa lengi hótað blaðamönnum, stjóm-
málamönnum og embættismönnum sem rannsakað hafa
starfsemi þeirra. Einnig hafa viss trúfélög, vélhjólagengi
og hryðjuverkamenn hrætt gagnrýnendur og vitni tU
þagnar. Sjaldan ieiða þó ólöglegar hótanir tU dóms, jafn-
vel ekki tU rannsóknar. FuUyrðing yfirmanns öryggislög-
reglunnar um að starfsemi nasista ógni ekki öryggi rUds-
ins er fljótfæmisleg og gengur út irá aUt of þröngri skU-
greiningu á hótun. Kerfisbundnar hótanir gegn blaða-
mönnum og öðrum sem rannsaka starfsemi öfgahópa er
alvarleg árás á samfélagið sem öryggislögreglan á að
vemda.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 30. júní
Takmörkuð aðstoð
„Þó að fáir Serbar hafi sýnt áhuga á hryðjuverkunum
sem landar þeima frömdu í Kosovo eiga þeir ekki skUið
að frjósa í vetur vegna þess. Það styður lýðræðið í Serbíu
komist fólk yfir reiði sína gegn Vesturlöndmn og geri sér
grein fyrir að viðskiptaþvingununum er beint gegn leið-
toga þeirra en ekki óbreyttum borgurmn í Serbíu. Það er
rétt að takmarka aðstoð við Serbíu á meðan MUosevic er
við völd. Viss mannúðaraðstoð er þó réttlætanleg.
Úr forystugrein New York Times 30. júnl