Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 23
i>V LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 fréttir Verðbráfamiðlarinn Martin Frankel - mesti stórsvindlari sögunnar, er horfinn sporlaust: Með 200 milljarða í farteskinu Saga verðbréfamiðlarans Martins Frankels, sem hvarf með um 250 milljarða í farteskinu í síðasta mán- uði, er magnaðri en nokkur reyfari. Svo virðist sem Martih Frankel sé stórtækasti svindlari sögunnar enda hefur engum öðrum tekist að draga að sér jafnmikið fé og honum. Ekki er víst að upp hefði komist um hvarf Frankels í síðasta mánuði ef brunabjöllur í lúxusvillu hans í Greenwich í Connecticut hefðu ekki klingt þann 5. maí sl. Þegar slökkvi- lið kom að húsinu var það mann- laust en inni logaði smáeldur. Ýmis- legt varð til að vekja grunsemdir lögreglu; svo sem álma í húsinu þar sem komið hafði verið fyrir um hundrað tölvum og fullkominni skrifstofuaðstöðu. Þá fundust hálf- brunnir minnismiðar með skrift Frankels. Á þeim minnti Frankel sig á hluti eins og peningaþvott, hvernig best væri að koma pening- um til ísraels og þar fram eftir göt- unum. Alríkislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn málsins en svo virðist sem Frankel hafi einkum svikið fé út úr tryggingafélögum auk þess að féfletta kaþólikka. Snillingur á ferð Það er ekki mikið vitað um Mart- in Frankel. Hann hafði lag á því að láta lítið á sér bera, einkum síðustu árin, og engar myndir eru til af hon- um utan ein frá því hann var í menntaskóla. Frankel er 44 ára, fæddur og upp- alinn i bænum Toledo í Ohio-ríki. Hann þótti snemma vel gefínn en þrátt fyrir það lauk hann ekki við framhaldsskóla. Hann fór síðar fram á það við skólayfirvöld að ein- kunnir og skjöl honum tengd yrðu innsigluð. Frankel efaðist aidrei um eigið ágæti og leit á sjáff- JgtíjP ■ ' an sig sem hrein- —-— ræktaðan snilling. 1 eigin ferilskrá grobbar hann sig til dæmis af því að hafa hfotið 194 stig á gáfnaprófl auk þess sem hann hafi fund- ið upp aðferð til að spá fyrir um hreyf- ingar á verðbréfa- markaði, sem sé 92 til 96% örugg. Hvað svo sem það þýðir. Latur til vinnu Árið 1985 réði Frankel sig til starfa hjá fyrirtækinu Dominick & Dominick í Toledo. John Shculte, sem var forstjóri fyrirtækisins, vandar Frankel ekki kveðjumar. í viðtali við The Washington Post segist Schulte hafa frá upphafi ver- ið efins um hæfni Frankels. Schulte hafði rétt fyrir sér því Frankel var ekki til mikils gagns á skrifstof- unni. Hann gerði ekki handtak held- ur gekk á milli manna og talaði dig- urbarkalega um hvernig hann hefði séð hitt og þetta fyrir á verðbréfa- markaðnum en bara ekki nénnt að fylgja því eftir. „Hann var auk þess illa til fara og afar ósnyrtilegur í allri umgengni," segir Schulte. Eftir sex mánaða iðjuleysi var Schulte nóg boðið og hann sagði Frankel að taka pokann sinn og hypja sig á brott. Schulte renndi víst ekki í grun að þar með væri hann búinn að tapa eigin- konunni. Sonia kona hans flutti skömmu seinna ásamt börnum þeirra tveimur til Frankels. Sam- band þeirra stóð í fáein ár. Illa lidinn af ná- grönnum Eftir brottreksturinn í Toledo reyndi Frankel fyrir sér hjá ýmsum verðbréfafyr- irtækjum en var alltaf rek- inn. Talið er að í kringum 1990 hafi Frankel því ákveðið að stofna eigið fyrirtæki. Ekki mun hafa liðið á löngu áður en bandaríska verðbréfaeftir- litið hóf að finna ýmislegt at- hugavert við starfsemi hans. Hann átti yfir höfði sér kæru vegna misferlis en tókst að semja sig frá henni með þvi að lofa að hætta verð- bréfavið- skiptum. Fallið var frá kænmni en Frankel stóð ekki við sinn hluta lof- orðsins. Frá þeirri stundu hóf Frankel fyrir alvöru að byggja risaveldi sitt upp með svindli og klækjum. Hann kom sér fyrir i lúxusvUlu í auðmanna- hverfi í Greenwich ■, v í Connecticut, það- an sem hann sinnti viðskiptum næstu árin. fuijiii i gijT ■ *** fyrstu tíð trettallOS ;s höfðu nágrannar Frankels illan bifur á honum. Þeim þótti öryggisgæsla við hús hans ganga úr hófi fram auk þess sem straumur glæsivagna um lóð hans fór í taugarnar á þeim. Þá pirraði það marga að sjá Frankel aldrei svo mikið sem bregða fyrir. Lögreglu bárust margar kvartanir en Frankel bar því jafiian við að vera óforbetranlegur glaumgosi. Lögreglan hafði á engu að byggja og Frankel hélt uppteknum hætti. Erlent |irl[ Gjafir fyrir 7 milljónir Við leit í húsi Frankels í síðasta mánuði fundust ýmis kynlífsleikfong og fjöldi klámmynda. Svo virðist sem Frankel hafi átt vingott við margar konur og kunnugir segja hann oftast hafa kynnst þeim á Netinu eða í gegn- um smáauglýsingar í dagblöðum. Fyrir tveimur árum fannst ung kona, Frances Burge, látin á heimili Frankels. Lögregla úrskurðaði að hún hefði framið sjálfsmorð og ekkert fannst sem benti til að glæpur hefði verið framinn. íyfirheyrslu vegna málsins greindi Frankel frá því að nokkrar konur byggju á heimili hans. Þetta væru konur sem honum þætti vænt úm. Auk þess virðist sem nokk- ur fjöldi fólks hafi unnið fyrir Frankel Ekkert hefur spurst til Martins Frankels síðan þann 6. maí síðastliðinn. Á myndinni til hliðar má sjá hinn góðkunna sjónvarpsmann Walter Cronkite í félagsskap Clintons forseta. Cronkite flæktist í net Frankels. á heimili hans. Tveimur mánuðum fyrir hvarfið eyddi Frankel umtals- verðum fjárhæðum í gjafir handa þessum vinkon- um sinum. Reikningar benda til þess að hann hafi snarað fram rúm- lega sjö milljónum í skartgripi og fót handa þeim. Svíndlsögunnar Bandaríska alríkis- lögreglan telur að á sið- ustu átta árum hafi Frankel einkum féflett tryggingafyrirtæki og notað fjölda dulnefna til að viUa um fyrir við- skiptavinum. Talið er víst að hann hafi náð að minnsta kosti 300 miUj- ónum dala frá ellefu tryggingafélögum. Auk þess að mergsjúga tryggingafélög virðist Frankel hafa gert sér far um að svindla á kaþ- ólikkum. Fyrir tveimur árum átti hann til dæm- is fund með kaþólska prestinum Jacobs í New York. Hann kynnti sem David Rosse og sagðist vera ríkur gyðingúr sem vUdi láta gott af sér leiða. Saman stofnuðu þeir síðan sjóð kenndan við Frans frá Assisi, sem var ætlað að að- stoða fátæk börn. Frankel lét smáupphæð af hendi rakna áður en hann tæmdi sjóðinn síðan endanlega og er talið að heUdarflárhæðin nemi um tveimur miUjörðum dala. Áhuga Frankels á kaþólsku kirkjunni rekja menn til þess að með stuðningi henn- ar gat hann opnað reikning í banka Vatikansins. Þar er mönnum heitið fulh-i bankaleynd og það var einmitt það sem Frankel þurfti. Þeir eru margir sem hafa lent í svikaneti Frankels og þar á meðai er hinn góðkunni sjónvarpsmaður, Walt- er Cronkite, sem Frankel reyndi að véla í stjórn mannúðarsjóðs. Frankel vissi sem var að nafn Cronkites myndi opna honum ýmsar dyr. Cronkite hafnaði hins vegar tilboði Frankels sem notaði nafn hans engu að síður á pappírum. Cronkite, sem er orðinn aldraður maður, segir málið aUt hið furðulegasta og harmar það helst að vera ekki fréttamaður lengur svo hann geti fjallað um það. Hringdi til lögreglu Ekkert hefur spurst til Martins Frankels síðan þann 6. maí síðastlið- inn eða daginn eftir að eldur kom upp í húsi hans. Þá hringdi hann í lög- reglu og vildi fá að vita hvað hefði komið fyrir í húsi sínu. Hann neitaði að gefa upp dvalarstað sinn og þaðan af síður sagðist hann hafa tök á að koma til viðtals á lögreglustöðinni. Síðan hefur ekkert spurst til Frankels en eitt er víst að peninga- skortur hrjáir hann ekki á flóttanum. Reyndar hefur því verið haldið fram að það sé nánast ógerningur að dyljast með slíkar stjarnfræðilegar fiárhæðir í farteskinu. Það á timinn eftir að leiða í ljós. Byggt á Jyllands-Posten, The Washington Post, The Sunday Times og Reuters. @Leðii® t suwarverð L >• a McD Naid sf McFLURRY sælaæt sís Hreint lostætil McDonald’s ísréttur eins og þeir gerast bestir; ís með sælgætisívafi. Þú getur valið þér tvær af eftirtöldum bragðtegundum: Mulið Smarties, mulið Crunch, lakkrísbita, jarðarberja-, súkkulaði- eða karamellusósu. r % 5. % ft /V\ McDonalds I ■ ■ Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 aðeins 0 X Veldu besta stuðningsmannaliðið www.simi.is ^LANDSSÍMA DEILDIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.