Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 51
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 #//í Helena Rubinstein: fæddist í Póllandi, byrjaði í Ástralíu, varð fræg í London, lagði París að fótum sár, lék á New York og sigraði heiminn Helena Rubinstein var fyrst allra til þess að opna snyrtistofu í byrjun aldarinnar. Með framtakinu viidi hún sameina húðfræði og snyrtingu og fór sjáif að framleiða húðkrem en snyrti- vöruframleiðendur um allan heim áttu síðar eftir að feta i fótspor hennar. Helena er sögð hafa verið kröfuhörð, ástríðufull, ákveðin, forvitin, stjómsöm og heillandi. Hún var einsæður per- sónuleiki sem náði að virkja skarpa greind sína í snyrtivöruiðnaðinum. Hún var heilluð af öllum formum feg- urðar - málverkum, hönnun og andlit- um kvenna sem hún rannsakaði af mikilli nákvæmni, rétt eins og menn rannsaka málverk og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera þau enn fallegri. Elst átta systra „Góð saga er alltaf betri en sannleik- urinn,“ vora einkunnarorð Helenu og síðan bætti hún við: „Maður á aldrei að hugsa um fortíðina. Það þjónar engum tilgangi. Það vill enginn muna sann- leikann.“ Helena Rubinstein fæddist 25. des- ember 1872 í Kraká í Póllandi, kyrrlátu og trúhneigðu samfélagi, þar sem borg- armúrarnir umkringdu einn elsta há- skóla Evrópu og stúdentar lögðu stimd á stærðfræði, klassísk fræði og guð- fræði. Faðir hennar var safnari; safn- aði antík og listaverkum; móðir henn- ar var fyrirmynd annarra kvenna í innsæi og mildi og mikill kærleikur einkenndi flölskyldulíflð. Auk Helenu voru sjö dætur, Pauline, Rosa, Regina, Stella, Ceska, Manka og Ema. Þrátt fyrir kærleikann heima fyrir jdirgaf Helena fjölskyldu sína þegar hún var tvítug og hélt í hitann og ryk- ið í Ástralíu. Sagt er að ástæðan hafi verið ástarsorg en líklega liggja mun órómantískari ástæður að baki. „Það var ekki auðvelt að vera gyðingur í Austur-Evrópu á þessum tíma,“ sagði Helena eitt sinn i viðtali, „við vorum auðmjúkt fólk sem hafði ekkert alltof mikið á milli handanna. Þar sem ég var elsta dóttirin og enginn sonur á heimilinu vissi ég að ég yrði að fmna leið tO að hjálpa fjölskyldunni. Ástralía var mín eina leið út. Ég varð að kom- ast í burtu og finna mér lifsviðurværi." Þar með tók Helena fyrsta skrefið til að byggja upp veldi sitt, fyrirtæki sem hún rak ásamt systrum sínum, sonum, frænkum og frændum og keppinautur hennar, Elizabeth Arden kallaði „pólsku mafiuna". Hjá fjárbónda í Ástralíu Helena steig á land í Ástralíu snemma árs 1892 og bjó hjá frænda sín- um, Louis Silberfeld, sem var fiárbóndi í afskekktum smábæ, Corelaine, hund- rað kílómetra frá Melbourne. Sam- bandið við frændann súmaði fljótlega og stúlkunni leiddist. „Ég hataði Ástr- álíu. Hún var helvíti. Hiti, örbirgð, Ijót- leiki. Mér samdi ekki við ættingja mína en ég var metnaðargjöm. Ég vildi sýna heiminum og fjölskyldu minni hvers ég væri rnegnug," sagði hún. Hún bauðst því til að vinna fyrir gaml- an lyfsala í þorpinu við að blanda áburði hans og grasalyf. Hún lagðist f lestur á lyfjafræðidoðrantinum Pharmacopæe og varð gagntekin af hinum græðandi formúlum sem áttu eftir að ráða örlögum hennar. Þar sem svo margar konur dáðust að fallegri húð hennar og vildu prófa kraftaverka- kremið hennar ákvað hún að selja þeim það. Formúluna haíði hún fengið hjá Lykusky-bræðrunum sem voru vin- ir fjölskyldunnar í Póllandi og kremið fékk heitið Valaze. Árið 1902 ákvað Helena að opna snyrtistofú í Melboume sem hún nefndi Valaze og þar vann hún sjálf við ráðgjöf, auk þess að meðhöndla kon- umar sem til hennar leituðu. Þar með hafði hún búið til nýja starfsstétt; snyrtifræðinga. Þremur árum seinna flutti Ceska systir hennar til Melbour- ne til að starfa með henni og þær syst- ur fóm fljótt að þéna milljónir á ári. Konur i Sydney og Brisbane grátbáðu um Valaze-snyrtistofur en Helena var með efasemdir. Hún afhenti Cesku stjómartauma fyrirtækisins og hélt til Evrópu þar sem hún ferðaðist um Austurríki og Þýskaland. Hún aðstoð- aði og ráðfærði sig við fremstu húð- fræðinga, líffræðinga og næringarfræð- inga þess tíma vegna þess að hún vfidi vita allt um húðina og þá kúnst að með- höndla skemmdir og galla. Drekkhlaðin skartgripum Helena giftist blaðamanninum Ed- ward Titus árið 1907 en hann hafði skrifað grein um Valaze-áburðinn hennar sem varð til þess að hún fékk 15.000 pantanir, ásamt ávísunum í pósti. Dr. Lykusky kom hið snarasta frá Póllandi og gekk til liðs við Hel- enu. Helena og Titus fluttust til London ásamt nýfæddum syni og fljótlega bættist annar við. Þau opn- uðu Valaze-snyrtistofu í Mayfair- hverfinu og heldri konur borgarinn- ar flykktust til hennar. Innan tíu ára var Heléna Rubinstein orðin víðfræg og vellauðug. Hún klæddi sig rík- mannlega og var alltaf drekkhlaðin skartgripum, greiddi glansandi svart hárið aftur í þykkan hnút, málaði varimar rauðar og dró línur í kring- um tindrandi, dökk augun. Um þrí- tugt var hún ægifögur, blíð en ákveð- in, leiftrandi greind og hafði mikla stjómunarhæfileika. Hún talaði alltaf lágri, hikandi röddu sem gerði hana svo ómótstæðilega í augum karlmanna að þeir gátu ekki neitað henni um neitt. Helena varð fyrst allra til að flokka húðtegundir í feita, normal og þurra húð. Valaze-kremið þróaði hún yfir í heila húðhirðulínu, með bæði dag- og næturkremum. Hún hafði sigrað London en það nægði henni ekki. Hún var ákveðin í að vinna fleiri lönd. „London er fal- leg borg,“ sagði hún, „en allt byrjar í París.“ Þangað flutti Helena árið 1912. Manca systir hennar tók við fyrirtækinu í London. Hún varð rík i Melboume, fræg í London en í París kynntist hún listinni og umgekkst menn eins og Proust, Renoir, Picasso og Dalí. Hún stofnaði ýmsa sjóði til að styrkja listamenn. í fyrri heimsstyijöldinni flutti Hel- Klæddi sig ríkmannlega og var drekkhlaðin skartgripum. ena ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkj- anna. Þar kynntist hún kven- réttinda- konum, fór í sam- keppni við Elizabeth Arden og Revlon og lærði regl- ur hins kapítal- íska hag- kerfis um leið og hún kynnti sín- ar eigin reglur. Hún opn- aði snyrti- stofur í New York, Chicago, Boston og San Francisco. Salvador Dalí málaði yfir tuttugu myndir af Helenu Rubinstein. Einstakt viðskiptavit eða slembilukka? Auk skapandi innsæis virtist Helena Rubinstein hafa einstakt nef fyrir við- skiptum. Öllum til furðu seldi hún fyr- irtæki sitt í Bandaríkjunum fyrir átta milljónir dollara árið 1928, nokkrum mánuðum fyrir Wall Street-hmnið sem var upphaf kreppuáranna. Viðskipta- jöfrar borgarinnar álitu hana vera ofur glöggskyggna á framtíðina en hún sagðist hafa selt fyrirtækið til að bjarga hjónabandi sínu. Þau Edward vom skilin að borði og sæng. Ári seinna keypti hún fyrirtæki sitt aftur á tvær milljónir dollara. Ekki tókst henni að bjarga hjóna- bandinu og skildi árið 1936. Tveimur áram seinna giftist hún vellauðugum prins, Atchill Gourielli, sem var forfall- inn bridgespilari og hafði hún því næg- an tíma tíl að sinna viðskiptaveldi sínu. Eftir seinni heimsstyrjöldina mátti sjá litla, fjörlega konu taka neðanjarö- arlestina í París á hveijum morgni á leið til vinnu í verslun í Faubourg- Saint-Honoré. Þetta var hin fyrrver- andi Helena Rubinstein, nú Gourielli prinsessa. Flestir f fjölskyldu hennar hafði látið lífið í útrýmingarbúðum nasista, Þjóðverjar höföu tekið eða eyðilagt allar eignir hennar í Evrópu. En þótt hún væri komin yfir sjötugt og margmilljónari I Bandarikjunum var e*t hún ákveðin í að byija aftur frá granni í Evrópu. Hún hófst handa af sömu at- orkunni og þegar hún var í Melboume. Konumar í París, sem þurftu að kom- ast af án fegranarlyfja í styrjöldinni, vora fljótar að bregðast við. Fimm árum síðar var Helena Rubinstein aft- ur orðin stærsta nafnið í snyrtivörum í Evrópu. Einkaritari Helenu, Patrick O’Higg- ins, sem hitti hana fyrst áttræða og vann fyrir hana þar til hún lést, segir hana þá hafa litið út fyrir að vera fer- tug. „Hún vann alltaf af fúllum krafti,” segir hann og þau ferðuðust saman um f allan heim þar sem hún heimsótti fyr- irtæki sem seldu vörur hennar og hélt fyrirlestra. Árið 1965, sem var dánarár Helenu Rubinstein, var hún enn við stjómvöl- inn á veldi sínu og starfaði af mikilli at- orku. En hún gerði sér grein fyrh' því að hún yrði ekki eilíf og sagði alltaf: ^ „Ég vil að fyrirtæki mitt haldi áfram að starfa næstu þijú hundruð árin.“ -sús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.