Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 52
ÍnAB = 53J-075 ALVfiRU BÍQ! mpolby ===== = ===. STAFRÆMT ===T== = HLJOÐKERHI I LJ V =..== =_= ÖLLUM SÖLUM! IQA DprjMo r\rLiMki Sími 551 9000 60 kvikmyndir LAUGARDAGUR 3. JULI 1999 Sýnd kl.4.45,6.50,9 og 11.15. Drew Barrymore Davi Hún hef tol ^ f tsskuani... fyrr en Hásléttan: A. A Nutimavestri Hásléttan (The Hi-Lo Country), sem Háskólabíó frumsýndi í gær, er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Max Evans sem er reyndur kúrekaskáld- sagnahöfundur. Skrifaði hann meðal annars bókina Rounders en eftir henni var gerð kvikmynd áriðl965 með þeim Glenn Ford og Henry Fonda í aðalhlutverkum. The Hi-Lo Country hefur lengi verið á borðum kvik- myndagerðarmanna og hún var eitt sinn nærri orðin til með Charlton Heston og Lee Marvin í aðalhlutverkum og í leikstjórn Sam Peckinpah. Nú er sagan loksins orðin að kvikmynd og er leikstjóri hennar breski gæðaleikstjórinn Stephen Frears Handritshöfundur er Walton Green, sem skrifaði handritið að meistarverki Pechinpahs, The Wild Bunch. Meðal framleiðenda myndarinnar má nefna Martin Scorsese og er hann er sagð- ur vera sá sem loks kom sögunni í gegnum nálarauga kvikmyndafyrir- tækjanna og fékk hana gerða. The Hi-Lo Country hefur unnið til verðlauna og meðal annars vann hún Silfurbjöminn á Berlínarhátíðinni og var til- nefnd til Gullbjamarins. í myndinni segir frá því þegar hermaðurinn Pete Calder (Billy Crudup) kemur heim í Hi-Lo eftir að hafa gegnt herþjónustu i seinni heimsstyrj- öldina. Hann er ráðvilltur ungur maður sem þarf á hjálp að halda til að aðlagast lifi hins venjulega manns og hana fær hann frá Big Boy Matson (Woody Harrelson) sem einnig er nýkominn heim úr stríðinu en er mun reyndari í ólgusjó lífsins heldur Pete. Þeir ákveða að fara í bissness með gömlum kúreka, Hoover Young (James Gammon). Við það lenda þeir í útistöðum við Jim Ed Love (Sam Elliott) sem var heima í stríðinu og á orðið hálfan bæinn. Þar á bæ er kona sem heillar alla karlmenn, Mona Birk (Patricia Arquette), og er gift helsta aðstoðarmanni Eds. Það er ekki sökum að spyrja að þeir félagar Pete og Big Boy verða báðir ástfangnir af Monu, sem fell- ur fyrir Big Boy. -HK Patricia Arquette leikur hina kyn- þokka- fullu Monu Birk. Samstarfsmenn og keppinautar um ástir Monu. Woody Harrelson og Billy Crudup Stephen Frears Stephen Frears hefur frá byrjun níunda áratugarins veriö einn helsti leikstjóri Breta og unnið jöfnum höndum í Hollywood og á heimaslóðum. The Hi-Lo Country er þriðja kvikmyndin sem hann gerir vestanhafs. Stephen Frears komst í heimspressuna þegar hann gerði hina margverðlaunuðu My Beautiful Laun- drette árið 1985 og hann gulltryggði sig með Dangerous Liasons þremur árum sið- ar, en sú kvikmynd varð ein mest sótta mynd ársins og tilnefnd til sex ósk- arsverðlauna, meðal annars sem besta kvikmynd og fékk hún þrjá óskara. Þó engin kvikmynda hans síðan hafi náð frægð Dangerous Liasons hefur hann gert athyglisverðar kvikmyndir. Má þar nefna The Grifters, The Snapper, Mary Reilly og The Van. Stephen Frears ætlaði sér að verða lögfræðingur og hóf nám í lögfræði viö Cambridge háskólann. Ekki lauk hann námi heldur sneri sér að leikhúsinu og réðst til Royal Court Theatre þar sem hann var aðstoðarleikstjóri Lindsay And- erson og leikstýrði Albert Finney áöur en hann sneri sér að sjónvarpi, en hann starfaði i nokkur ár hjá BBC áður en hann hóf gerð kvikmynda. -HK Nolte og Ivory endurnýja kynnin James Ivory hefur gert nokkrar frábærar kvikmyndir, þar á meðal Room with a View, Howard’s End og Remains of the Day. Jefferson in Paris, sem hann gerði fyrir fjórum árum og ijallaði um kafla í lífi Thomas Jeffersons, forseta Bandaríkjanna, verður aldrei talin meðal hans bestu mynda þótt ágæt sé. I henni lék Nick Nol- te aðalhlutverkið og þó lítið hafi farið fyr- ir Jefferson in Paris þá hafa Nolte og Ivory tekið höndum saman um að gera The Golden Bowl, eftir skáldsögu Henrys James. Fjallar hún um ríkan ekkjumann og dóttur hans sem gift er manni sem held- ur viðstúlku sem faðirinn ætlar að giftast. Auk Nick" Nolte leika í The Golden Bowl Uma Thurman og Angelica Huston. Tökur hefjast í Róm i ágúst. Robert Duvall og áhugamái Leikarinn og leikstjorinn RÓbert Duvall hefur í mörg ár verið ákafur tangóaðdá- andi og farið reglulega til Argentínu til að bæta við kunnáttu sína. Duvall, sem hefur verið að færa sig um set og sest fyrir aftan kvikmyndavélina með góðum árangri (The Apostle), hefur nú tilkynnt að næsta kvik- mynd sem hann leikstýrir verði Assasstnation Tango og þar ætti að hann að geta sameinað áhugamálið og vinnuna. Tökur munu fara fram í New York' og Buenois Aires snemma á næsta ári. Áður en hann sendir Tangóinn frá sér verður frumsýnt fótboltadramað (evr- ópskur fótbolti) The Cup sem hann framleiðir og leikur aðalhlutverkið í. í Tangónum leikur Duvall leigumorðingja sem fer til Argentínu að verki loknu og fær mikinn áhuga á tangó. Brad og Jennifer saman í bíó Heitasta kærustuparið í Hollywood, Brad Pitt og Jennifer Aniston, eru nú að íhuga það í alvöru að leika saman í kvik- mynd. Um er að ræða gamanmynd, Wak- ing up in Reno. Ef af þessu verður mun leik stýra myndinni James Gray sem gerði saka- málamálamyndina Little Odessa og The Yard sem væntanleg er. Það er Miramax sem er að reyna að koma þessu í fram- kvæmd en bæði Pitt og Aniston eru bók- uö fram í tímann svo erfitt getur verið að finna stað og stund fyrir tökur. Waking up in Reno gerist á þjóðvegiun í Bandaríkjunum og íjallar um tvö ung- menni sem fara langa leið á trukki til að geta tekið þátt í rallkeppni í Arkansas. mmm —— ■ * HÍO SIMI h 11 p: / w w vy „yo /^_t j o r n u b i o / 551 6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.