Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999
DV
Myndasögur
| Faröu .á framlínuna og farðu inn
á spítalann og athugaðu
Hvemig á ég
aðkomast inn?
Einfalt!
Dulbúðu þig
Ekki sem verst... naest
getur þú notað tennisfötin
41 X
Veiðivon
Beðið fyrir betri veiði.
Vatnsdalsá:
Sá stærsti 24 pund
- miklu stærri fiskar í ánni
„Við erum komnir með yfir 300
laxa, sá stærsti er 24 pund, en við höf-
um séð miklu stærri fiska en þeir fást
ekki til að taka, enn þá,“ sagði Pétur
Pétursson í veiðihúsinu Flóðvangi við
Vatnsdalsá í gærdag.
Erlendir veiðimenn hafa verið við
veiðar í ánni síðustu daga.
„Sá stærsti var 24 pund og 107 sentí-
metrar og var sleppt aftur í ána. Þeir
eru vænir í Hnausastrengnum, sumir
hverjir, en eru kannski ekki brjálaðir
að taka hjá veiöimönnum," sagði Pét-
ur í lokin.
Góð bleikjuveiði hefur verið i Gufu-
dalsá og Skálmardalsá.
Gengur vel í Hrútafjarðará
Veiðin hefur gengið vel í Hrúta-
fjarðará og Síká, að sögn Sverris Her-
mannssonar leigutaka, og eru komnir
yfir 100 laxar á land. Þessa dagana eru
Spánverjar í ánni og hefur þeim geng-
ið ágætlega. Þegar áin var opnuð í
byijun júlí voru komnir laxar á marga
veiðistaði hennar og veiðimenn sem
voru fyrir fáum dögum í Síká sáu
40-50 laxa þar.
Bleikjuveiðin hefur verið fín líka.
Þetta er bæði eins og tveggja ára lax
sem veiðist.
Er þessum mönnum
alveg sama?
Veiðimenn sem hafa lagt leið sína á
hverju sumri til veiða á Hvitár- og Ölf-
usársvæðinu eru búnir að fá nóg. Fal-
legar veiðiár eru fisklausar vegna
hlaupsins í Hagavatni og laxinn kemst
ekki leiðar sinnar. Þetta gerist á með-
an bændur, sem stunda netaveiði og
leggja ekkert í púkkið, mokveiða lax í
Ölfusánni dag eftir dag.
Þessi netaveiði hefur áhrif á næsta
ári og þar næsta og jafnvel lengra
fram í tímann.
Laxinn sem er að ganga í laxveiði-
árnar er tekinn í net fyrir neðan Sel-
foss vegna þess að hann kemst ekki
lengra enda sér hann lítið sem ekkert
fyrir litnum á ánni. Þessi gegndar-
lausi veiðiskapur gengur auðvitað
ekki lengur og hefði átt að stoppa
hann fyrir löngu.
Þess vegna hafa veiðimenn útbúið
áskorun til Guðna Ágústssonar sem á ^
ættaður er af bökkum Stóru-Laxár í
Hreppum. Á svæði eitt og tvö hefur
ekki veiðst lax í heilan mánuð og það
er aðeins búið að skrifa 3 laxa í bók-
ina. Þetta er eins og auðn, blaðsíðan i
veiðibókinni, sagði veiðimaður sem
þar fyrir nokkrum dögum.
í þessari áskorun er farið fram á að
gert verði eitthvað í málinu strax,
netaveiðar séu að gera út af við svæð-
ið og ekki verði hægt að stunda
stangaveiði á svæðinu næstu árin
verði ekki gert eitthvað núna. Undir
þessa áskorun er hægt að skrifa í
veiðibúðum en tíminn líður og það
hefði þurft að vera búið að gera eitt-
hvað. Laxar lenda í netum netaveiði-
bænda á hverjum degi og það gengur
ekki til lengdar. Þess vegna verður A
ráðherra að gera eitthvað í málinu.
Svo er líka spurning með þessa neta-
veiðibændur. Er þessum mönnum al-
gerlega sama um stangaveiði á svæð-
inu í framtíðinni? Þeir eiga ekkert í
þessum laxi sem lendir í netum
þeirra.
Hvað hafa þeir sleppt mörgum seið-
um?
GURSKASSAR
Á allar gerðir bíla. **
Verð frá aðeins kr.
19.900,-
Gísy
JÓNSSON ehf
14, 112 Reykjavík, sími 587 6644
iuAurnatium. Toyota-salurlnn i Njarðvik, aimi 421 4888
Eyrarbakki
Nýr umboðsmaður
Sigurrós Guðmundsdóttir,
Götuhúsum,
sími 483 - 1543