Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Fréttir DV Kvikmyndahátíð DV í Reykjavík: Kusturica slapp frá Serbíu - er á leiðinni til landsins „Þaö varö ruglingur í fyrir- framákveðinni flugáætlun en við leystum málið með því að leigja rútu fyrir Kusturica og hljómsveit frá Belgrad til Búdapest þaðan sem hann flýgur til íslands," sagði Anna María Karlsdóttir hjá ís- lensku kvikmyndasamsteypunni um júgóslavneska leikstjórann Emir Kusturica sem væntanlegm- er á Kvikmyndahátíð DV sem hefst í Reykjavík föstudaginn 27. ágúst. Um tíma óttuðust forráðamenn hátíðarinnar að Kusturica kæmist ekki frá Serbíu vegna samgöngu- örðugleika. Kusturica, sem margir þekkja sem höfirnd kvikmyndanna Und- erground og Arizona Dream með Johnny Depp, kemur hingað til lands með serbnesku hljómsveit- ina No-smoking Band sem einmitt átti tónlistina í kvikmyndinni Underground. Nýjasta kvikmynd Kusturica, Black Cat - White Cat, verður sýnd á kvikmyndahátíð DV en að auki mun hljómsveit leikstjórans koma fram á tónleikum í Laugar- dalshöll laugardagskvöldið 28. ágúst ásamt hljómsveitinni Sigur- rós. Fyrr um daginn leika meðlim- ir sveitarinnar knattspymuleik við lið íslenskra kvikmyndagerð- armanna en í hljómsveitinni eru fyrrum atvinnumenn i knatt- spymu, meðal annars einn fyrrum leikmaður Inter Milan. -EIR Hljómsveitin Non-smoking Band í fjötrum í serbneskum skógi. Fæðubótarefni: Mótmæla reglugerð Kaupmannasamtök íslands hafa sent heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu umsögn um ný drög að reglugerð um fæðubótarefni og náttúruvörur þar sem steiht er að nýrri gjaldtöku vegna innflutnings efnanna. Samtökin gjalda varhug við slíkum reglum sem ekki eigi hliðsteðu í samkeppnislöndum og mót- mæla því að leyfisveitingar falli undir Lyfjaeftirlitið. í samtali við Visi.is sagði Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, að reglugerðin gæti að þeirra mati ýtt undir ólöglegan innflutning ef hún leiði til óhagstæðs verðmunar samanborið við önnur lönd. Heimillsfólkið á Hrafnistu í Reykjavík gerði sér glaðan dag í gær. í hádeginu var grillað og síðar um daginn, þegar þessi mynd var tekin, var haldið kaffisamsæti á túninu við bygginguna. DV-mynd S Gimsteinar og Menn, einkum framsóknar- menn, fara nú í hópferðir inn á hálendiö. Þæ' er vinsælast að skoða Eyjabakka, gróðurvin á öræfunum norðan jökla. Mjög er um það deilt, einkum innan flokksins, hvort sökkva skuli eyðimerkurvininni vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Framsóknar- flokkurinn rekur uppruna sinn til dreifbýlisins og enn er þar að finna menn sem unna umhverf- inu að hætti frumkvöðlanna sem þekktu ekkert verðmætara í til- verunni en land. Þetta umhverfisvæna og græna flokksbrot lætur talsvert i sér heyra og sóttist, svo dæmi sé tekið, ekkert sérstaklega eftir ál- bræðslu í vistvænt umhverfi Hvalijarðar. Iðnaðarráðherra flokksins keyrði bræðsluna þó ofan í kok heimamanna og flokksbróðir hans, umhverfisráðherrann þáver- andi, lét það gott heita. Meirihluti flokksmanna var svo kátur með þá afgreiðslu að hann verð- launaöi ráðherrann með varaformannsembætti og endumýjaði ráðherraumboðið í nýrri ríkis- stjóm. Græna flokksbrotið gafst samt ekki upp og beindi baráttu sinni frá Hvalfirði norður fyrir Vatnajökul. Horfur vora betri enda nýr umhverf- isráðherra talinn umhverfisvænn og hliðhollur áðurnefndum bökkum. Því var talið líklegt að ráðherrann ungi beitti sér að minnsta kosti fyrir umhverfismati svæðis- ins. Annað kom þó á daginn eftir að ráðherrann fór í hálendistúr og varð fráleitt bergnuminn. Fannst bakkamir eiginlegá ekkert fallegir og því í lagi að sökkva þeim. Flokksgræningjamir þráuðust enn við. Þar fór fremstur þingmaður flokksins og formaður vunhverfisnefhdar Al- þingis, pólfarinn Ólafur Öm. Hann sagði fegurðarmatið af- stætt og Eyjabakkana ekkert minna en gimstein. Því væri ráð að staldra við. Þingmaðurinn sagði að á svæðinu væra óbæt- anleg náttúrafarsleg verðmæti, bæði dýralíf og gróðurfar. Þetta varð til þess að fleiri framsóknarráðherrar fóru í há- lendisferð, iðnaðarráðherrann og sjálfúr flokksformaðurinn, utan- ríkisráðherrann. En hafi flokks- græningjamir bundið vonir við Eyjabakkaferð þeirra fóstbræðra þá bragðust þær. Ráðherrarnir og flokksformennimir lentu í kalsaveðri þar efra og þrömm- uðu úlpuklæddir, vindblásnir og gegnblautir yfir urð og grjót uns þeir stóðu á gljúfúrbörmum. Dómur þeirra gat því aðeins orðið á einn veg: Virkjum þetta vindrassgat hið bráðasta. Á kaf meö þetta allt saman. Iðnaðarráðherrann mun því koma upp ál- bræðslu í Reyðarfirði ekki síður en Hvalfirði og krefjast viðeigandi launa á flokksþingi Framókn- arflokksins. Þar á varaformaðurinn aðeins eftir að næla sér í formannsstólinn. Græna flokksbrot- ið kemur varla í veg fyrir það. Dagfari Þingmaðurinn okkar Ingólfur Friðriksson úr Fljótsdals- hreppi er ungur maður sem tók snemma stefrmna hátt í lifinu og hef- ur náð bara ansi langt þótt vart sé af bamsaldri. Fljótsdælingar minnast þess þegar hann var aöeins 10 ára og þá strax orðinn mikill og rökfastur ræðuskörungur svo eftir var tekið. Strax þá fóru nágrannar hans aö tala sin í mifli um „þingmann- inn okkar" þegar þeir töluðu um drenginn. Og víst er að pilturinn hefur komist á þing þótt ekki sé hann enn orðinn tvitugur því að hann sat sem kjörinn fúil- trúi á Alþingi æskunnar sL vor og var reyndar kosinn forseti þingsins, auk þess aö vera í 10. sæti á Usta Fram- sóknarflokksins í Austurlandskjör- dæmi. Með vinstri-grænum Mikil umferö hefur verið inn að Eyjabökkum sem alþjóð er oröið kunnugt Nýlega hélt þingflokkur vinstri-grænna fúnd á Egilsstöðum en að honum loknum fór þingflokkurinn ásamt stuöningsmönnum sínum til að líta náttúruperlumar augum, kannski í hinsta sinn. Það vakti athygli marj;ra að með vinstri- grænum 1 þessari ferð var fyrrverandi borg- arfulltrúi Framsókn- arflokksins, Gerður Steinþórsdóttir, bamabarn sjálfs Hriflu-Jónasar. Þetta mátti raunar lesa í Degi nýlega en síðan Gerður kom úr ferðinni á Eyjabakka hefur hún verið upp- tekin við það að tilkynna framsóknar- fólki það að hún sé samt ekki gengin til liðs við vinstri-græna. Hún hafi nú bara fengið að sitja í hjá þeim Stein- grími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni... Niðurgreidd laxveiði Sú saga gengur í laxveiðiheiminum að Landsbankinn hafi keypt allar stangir í Langá í þijá daga á dýrasta tímanum fyrr í sumar og boðið nokkrum vildarvinum bankans í lax. Einhver ftölmiðlanna fékk veður af þessu þremur dögum áður en fyrsti veiðidagurinn rann upp og fór aö spyijast fyrir, svona í ljósi laxveiðifor- tíðar bankans. Sagt er að Halldóri J. Kristjánssyni banka- stjóra hafi brugðið illa í brún og sett ein- hvem undirmann sinn í að rifta leigu- málinu en til þess hafi eigandi árinnar verið ófáanlegur. Eitt af ungum ijön- um íslensks við- skiptalífs frétti af þessum vandræð- um og hringdi í undirmann- inn og bauð honum aö firra bankann vandræðum og ftölmiðlafári og kaupa af honum veiðidagana á fimmtung verðsins og varð það síðan niðurstað- an. Það vom síðan aðallega menn úr Búnaðarbankanum og ýmsum verð- bréfafyrirtækjum sem veiddu í ánni þessa þijá daga og er sagt aö þeir hafi skálaö mikið og oft fyrir Landsbank- anum fyrir að hafa niðurgreitt rausn- arlega fyrir þá veiðidaga í dýrustu á landsins... Torfæra til út- flutnings Sjónvarpsstöðin Channel 4 í Bret- landi er þessa dag- ana að undirbúa það að sýna beint frá heimsmeistara- mótinu í íslensk- um torfæruakstri. __ Sýnt verður frá frá tveimur undankeppnum sem fram fara hér á landi og síðan frá úrslitakeppninni sem fram fer í Bretlandi. En til að undirbúa jarðveginn er stöðin nú að gera sérstaka kynningarþætti um ís- land, atvinnuvegi, landslag og hvað- eina, og verður m.a. fyrirbærið Menn- ingamótt Reykjavikur mynduð i bak og fyrir. Menn í ferðaþjónustu telja þetta hið besta mál og á við tugamillj- óna króna markaðsátak á Bret- landseyjum. Markaðssetning þeirra Ólafs Guðmundssonar, formanns aksturíþróttafélaga, og Birgis Braga- sonar sjónvarpsmanns á islensku tor- ferunni hafi sannarlega borið árang- Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.