Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 22
*26 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Sport Magnus Sigurðsson ur Por. Þoriakshöfn. var vaiinn besti leikmaóur körtuDoitabuðanna i tyrra. Á innfeiiöu myndinni fyigjast nokkrir þatttak- endur með af athygli þegar amerisku snill- ingamir útskýra æfing- Körfubolta- veisla v - þegar amerískir snillingar veröa meö körfuboltabúðir Dagana 24.-27. ágúst verða haldn- ar körfuboltabúðir fyrir krakka á aldrinum 10-18 ára í Laugardalshöll og íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Hér eru á ferðinni „Atlantic Cape Camps“-búðimar frá Banda- ríkjunum sem sóttu ísland heim í ágúst á síðasta ári. Þá sóttu um 100 krakkar búðimar og almenn ánægja var meðal krakkanna hvemig til tókst. Fyrsta flokks bandarískir menntaskólaþjálfarar, Chris Chan- ey, þjálfari Newport-skólans í Mary- landfylki, og Rich Marcucci, helsti skotþjálfari Bandaríkjanna, munu stýra búðunum. Þeim til aðstoðar verða þekktir íslenskir þjálfarar ásamt leikmönnum úrvalsliðs menntaskólanna frá Bandaríkjun- um. Þeir munu kenna undirstöðuat- riöi í körfubolta, svo sem fótavinnu, fráköst, skot og boltameöferð. Elhilegum leikmönnum, sem taka þátt í búðunum, verður veittur styrkur til að sækja körfuboltabúðir í New Jersey og bestu leikmenn búðanna fá einnig verðlaun. Þá fá allir þátttakendur viðurkenningar- skjöl og frían bol. Boðið er upp á gistingu fyrir þátttakendur utan af landi. Kennt verður kl. 9-12 á Keflavík- urflugvelli og kl. 14-17 í Laugardals- höfl. Körfuboltabúðimar em sam- starfsverkefni Körfuknattleikssam- bands Islands, íþróttabandalags Reykjavíkur, Iþrótta- og Tóm- stundaráðs og ÍT-ferða. Skráning er hjá ÍT-ferðum í síma 588 9900. -ÍBE/BL Línurnar farnar að skýrast - á íslandsmóti yngri flokka í knattspyrnu Línumar em farnar að skýrast um það hverjir hljóta hinn eftir- sótta íslandsmeistarabikar i yngri flokkum í knattspymu. íslands- mótið hófst að vori og nú þegar hafa nokkrir íslandsmeistarar verið krýndir. 13. flokki karla, 7 manna liðum, fór úrslitakeppnin fram 14.-15. ágúst og urðu FH-ingar íslands- meistarar með nokkrum yfirburð- um. Þeir höfðu þriggja stiga for- skot á Hugin sem hafnaði í öðra sæti. 13. flokki kvenna, 7 manna liðum, sigraði KS með glæsibrag og Breiðablik hafnaði í öðm sæti. 14. flokki karla, 7 manna liðum, var einnig hörkukeppni en þar fór Bolungarvík með sigur af hólmi en Grandarfjörður hafnaði í öðra sæti, flmm stigmn á eftir meistur- unum. I 4. flokki kvenna, B-liða, vann Breiðablik eftir úrslitaleik á móti FH en Valur hafnaði í þriðja sæti. I A-liðunum sigraði ÍBV eftir harðan úrslitaleik við Breiðablik. I 5. flokki karla var úrslita- keppnin haldin um síðustu helgi. Helmingur hennar fór fram á Ak- ureyri en hinn helmingurinn á velli HK í Hafnarfirði. Eftir hörkuspennandi keppni stóðu Fram og KR ein eftir í A- og B- liðum og fer úrslitaleikur þeirra fram á laugardag kl. 12 í Hafnar- firði. DV mun fylgjast með úrslitum íslandsmóts yngri flokka og birta jafnframt myndir af sem flestum íslandsmeisturam. I yngri flokkum er mikilvægast að vera með og því eru aflir sigur- vegarar sem taka þátt. Ef æft er stíft munu framfarimar ekki láta á sér standa. -ÍBE Framarar urðu i vor Reykjavíkurmeistarar í 5. flokki A-liða. þeir eru einnig komnir í úrslit í íslandsmótinu og keppa á móti KR á laugardaginn kl. 12 á HK-velli. GÓ5 reynsla - hjá blaklandslið- unum Stúlknalandslið íslands í blaki, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, keppti á Norðurlanda- móti í Falköping í Sviþjóð dag- ana 13.-16. ágúst. Stúlkumar höftiuðu í 5. sæti á mótinu og verður þaö að teljast viðunandi árangur. Þær töpuðu fyrir Nor- egi og Svíþjóð en unnu Færey- inga nokkuð sannfærandi í tveimur leikjum um 5. sætið. „Ég vissi alltaf að við mynd- um vinna á móti Færeyjum. Þær spiluðu allar þá leiki og stóðu sig mjög vel. Ég hefði viljað ná meira út úr þessu á móti Noregi og Svíþjóð en þetta var góð reynsla fyrir okkur,“ sagði Magnús Helgi Aðalsteinsson landsliðsþjálfari. Piltalandsliðið skipað leik- mönnum 19 ára og yngri keppti á sama tíma í Egersund í Noregi og hafnaði í 6. sæti. Liðið tapaði á móti Noregi, 0-2, og með sama mun gegn Svíþjóð. Liðið lék tvo leiki um 5. sætið við Færeyjar og vann annan en tapaði hinum og tapaði þar með á óhagstæðara stigaskori. -ÍBE Methafarnir á héraðsmóti Hrafnaflól vinstri: Hjalti Þór Hreiðarson, Fríða Þrjú ný héraðsmet DV.Tálknafirði: Á árlegu héraðsmóti Héraðssam- bandsins Hrafnaflóka, sem haldið var nýverið á Bíldudal, vora sett þijú ný héraðsmet. Jónas Þrastar- son, Herði, setti nýtt met í kringlu- kasti 13-14 ára er hann kastaði kringlunni 31,71 metra. Hjalti Þór Heiðarsson, Ungmennafélagi Tálknafjarðar, setti héraðsmet í kringlukasti 15-16 ára er hann kastaði 35,55 metra. Að auki setti Fríða Hrand Kristinsdóttir, Ung- mennafélagi Tálknafjarðar, nýtt met í 800 metra hlaupi kvenna er hún hljóp á tímanum 2:48,52 mínút- ur. Stigakeppnina vann íþróttafélag- ið Hörður frá Patreksfírði og í öðra sæti hafnaði Ungmennafélag Tálknafjarðar. -KA/ÍBE Úrslit - á íslandsmótinu í knattspyrnu 5. flokkur karla A-lið: lA-KR ......................8-9 HK - Fram...................4-5 Bí - fA . ..................0-4 KR - Völsungur..............3-0 Fram - ÍR .........'........0-2 Fylkir-HK...................2-1 5. flokkur karla B-lið: ÍA-KR.......................2-2 HK - Fram...................1-1 BÍ - ÍA.....................1-3 KR - Völsungur..............6-1 Fram-ÍR ....................3-1 Fylkir - HK.................1-3 4. flokkur kvenna A-lið: 1.-2. ÍBV - Breiðablik 4-1 3.-4. Haukar - Þór, A.......3-0 5.-6. Leiknir, R. - Stjaman .... 0-10 4. flokkur kvenna B-lið: 1.-2. FH - Breiöablik ......1-4 3.-4. ÍBV - Valur...........0-2 5.-6. Stjaman - Þór, A......2-2 4. flokkur karla, 7 manna lið, röð liða: 1. Bolungarvík 2. Grundartjörður 3. Sindri 4. Ægir 5. Leiftur 3. flokkim karla, 7 manna lið: 1. FH 2. Huginn 3. Reynir, Sandg. 4. Fram 5. Leiftur 3. flokkur kvenna 7 mannalið: KS Breiðablik Valur, Reyðarf. Grindavík Grundarfjörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.