Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Spurningin Ætlar þú að fara í verslunar- ferð til útlanda í haust? Kristín Husted, verslunarmaður í Valmiki: Nei, það ætla ég ekki. Rannveig Kristjánsdóttir nemi: Nei, ég bý erlendis. Sigriður Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég ætla ekki utan. Ólafur Guðlaugsson teiknari: Ég fer með KR-klúbbnum til Kilmamock í næstu viku. Agnes Ingadóttir þroskaþjálfi: Nei, en ég ætla í skemmtiferð. Kolbrún Edda Sigurhansdóttir verslunarmaður: Nei, ég er hætt við. Lesendur Ríkisútvarpið ræður ekki við hlutverkið Ríkisútvarpið er ekki eðliiegt fjölmiðlafyrirtæki. Það er ríkisrekið. Það er kominn verulegur óþefur af þessari stofnun, segir m.a. í bréfinu. - Starfs- mannafundur hjá Ríkisútvarpinu. Gunnar Guðjónsson skrifar: Forráðamenn Ríkisútvarpsins ættu að leggja allt kapp á að verða á undan ráðamönnum innan stjórn- sýslunnar (e.t.v. ráðherrum eða rík- isstjórninni allri) að leggja til viða- miklar breytingar í frelsisátt á þess- um ríkisrekna fjölmiðli, sem sýni- lega ræður ekki við hlutverk sitt og er ekki lengur aufúsugestur á heim- ilum landsmanna. - Ríkisíjölmiðill af hvaða toga sem er verður að telj- ast óviðeigandi og ógnvekjandi og að hann skuli enn studdur af ríkis- stjórn í lýðræðisríki þegar nálgast árið 2000 er hrein óhæfa. Þegar fyrirtæki eins og Ríkisút- varpið á í hlut liggur í augum uppi að stjórnendur þess fyrirtækis kæra sig í raun kollótta hvort vel eða illa gengur og hcifa engan metnað til að auka framleiðni í rekstri. Það er heldur ekki í eðli ríkisstofnunar að huga að því. Reksturinn er á ábyrgð fjöldans, þ.e. skattgreiðenda, og hann verður að borga hvemig sem á stendur. Skylduáskrift að Ríkisútvarpinu er jafnfáránleg og hún var þegar ríkið hafði einkasölu á útvarpstækj- um á sínum tíma. Þetta gilti líka um Póst og síma til skamms tíma, símtæki mátti ekki selja á frjálsum markaði. Síminn hefur breytt um takt og tón í þessum efnum og ríkið hefur ekki einokun á útvarpstækj- um. En Ríkisútvarpið hefur hins vegar eftirlit með hverjir kaupa út- varpstæki og sjónvarpstæki og eng- inn má kaupa sjónvarpstæki á ís- landi nema það sé skráð til þess að RÚV nái inn afnotagjöldum í skylduáskrif. - Svo gerræðisleg sem þau eru. Samkvæmt upplýsingum er Rík- isútvarpið rekið með 345 milljón króna halla á síðasta ári þegar allt er talið og lífeyrisskuldbindingar RÚV hafa hækkað um tæpar 700 milljónir króna frá því á sl. ári! Þessar tölur eru slík býsn að hvar- vetna í siðuðu fjármálaumhverfi myndi viðkomandi fyrirtæki verða tekið til gjaldþrotameðferðar sam- stundis. En Ríkisútvarpið er ekki eðlilegt fjölmiðlafyrirtæki. Það er ríkisrekið. Það er kominn veruleg- ur óþefur af þessari stofnun og rík- isforstjórinn (les útvarpsstjóri) krefst þess að Alþingi herði þumal- skrúfuna á skattborgarana. Áfram verði haldið að ræna almenning fjárframlögum og nú með enn hækkaðri nauðungaráskrift til að halda úti ríkisfjölmiðlinum RÚV. - Þetta er ísland við aldamót. Húsakostur á Litla-Hrauni - vangaveltur fanga viöraöar Þessi pistill barst frá fanga á Litla-Hrauni: Vistarverur fanga í húsi 4 á Litla- Hrauni þykja til mikillar fyrir- myndar, enda húsið byggt árið 1995. Aðstaða í þvi húsi fyrir fanga er mjög góð. Innan girðingar Litla- Hrauns er legó smíði af nýja húsinu sem verið er að gera töluverðar framkvæmdir á. Fangar hér velta því fyrir sér hvort þessar fram- kvæmdir teljist viðhald á húsi 3 sem nánast er fokhelt. Hús 3, þar sem klefar verða minnkaðir (og voru of litlir fyrir), verður ekki til sóma þeim sem þessu ráða. Rétt er að taka fram, að þessi framkvæmd kostar skattgreið- endur tæpar 50 milljónir króna. Fangar hér hafa velt því fyrir sér hvort starfsmaður skrifstofu Litla- Hrauns sé hæfur til að stjóma slíkri framkvæmd. En hvar er nú húsa- arkitekt ríkisins? Hvers vegna var þetta verk ekki boðið út. Þama er verið að saga í burðarveggi, það er sagað fyrir skólprörum á báðum hæðum en gólfið á efri hæðinni er frekar þunnt fyrir. Rafmagnsvírar hafa verið klipptir í sundur og heyrst hefur að halli á skólplögnum sé of lítill. Skyldu eftirlitsmenn hafa tek- ið verkið út? Þessar 50 milljóna kr. fram- kvæmdir eru ekki boðnar út en kannski er hagkvæmasti kosturinn sá að hafa bara ráðið verktaka án útboðs. Þetta eru ekki gagnrýnisorð á verktaka sem slíka en hér hafa eft- irlitsmenn ríkisins ekki sést síðan framkvæmdir hófust fyrir um tveimur mánuðum. Þetta fer ekki fram hjá föngum hér á Litla-Hrauni þar sem þeir hafa nægan tíma til að fylgjast með, enda gestakoma sjald- gæf sjón innan girðingar á Litla- Hrauni. Upphlaup og öfundsýki Óskar Sigurðsson skrifar: Sum mál valda miklu fjaðrafoki í ákveðinn tíma. Sum eru lífseigari en önnur og geta enst lengur en góðu hófl gegnir. Ég nefni sjávarútvegs- mál en þó kvótann sérstaklega. Um hann er búið að þjarka í tíma og ótíma, án þess að nokkur önnur nið- urstaða hafi orðið en sú sem nú gild- ir um kvótann og þær reglur sem settar voru af stjómvöldum. Ég nefni einnig til sögunnar gagnagrunnsmálið sem búið er að endast nokkuð á annað ár (og þó lík- lega lengur). Og ég nefni enn fremur stóriðjumálin sem enn eru á dagskrá en sem hafa mnnið í annan og við- kvæmari farveg en nokkurn óraði fyrir, nefnUega það hvort landi þurfi að sökkva undir vatn tU þess að geta virkjað fyrir stóriðju - nú á Austur- landi. Nýjasta málið er svo um einka- væðingu ríkisbankanna og hlutdeild almennings í henni. [Ld^tKRQ®^ þjónusta allan sólarliringinn | H H H r\-g) H Lesendur géta sent mynd af aér með bréfum sínum sem „í öllum þessum málum verður sú ein niðurstaða sem réttkjörin stjórnvöld stefna að, í umboðimeirihluta kjósenda, segir m.a. í bréfinu. Á kjörstað. í öUum þessum málum mun verða sú niðurstaða ein sem stefnt hefur verið að, þ.e. sú sem stjómvöld hafa markað. Þau upphlaup og sá enda- lausi áróður sem minnihlutahópar hafa staðið fyrir hafa ekki gert annað en að skipta liði meðal þjóðarinnar og skapa mnræðu sem hefur þó engu skilað þegar grannt er skoðað. - Ég fuUyrði að þessi umræða öU er lítið annað en upphlaupið sem stafar mestmegnis af öfund í opinberri valdabaráttu og þvermóðsku manna til að sætta sig við þá ákvörðun sem rétt kjörin stjómvöld hafa tekið í um- boði kjósendanna. DV Engin „skötu- hjú“, takk Magnea skrifar: Mig furðar hvað fólk getur gert lítið úr sér og auðvitað öðrum, þegar það talar um „skötuhjúin". Algengt er að menn segi t.d. um sjálfa sig: „Við skötuhjúin fórum í þessa ferð...“ Eða: „Þama sátu þau skötuhjúin..." Mér er spum: Hvaða helv... skötuhjú eru þetta sem tröllríða rituðum texta blaða og timarita? Er ekki einfaldlega hægt að segja: „Ég og konan min“, eða: „Þarna sátu þau X og Y...“ Mér er til efs að þeir sem nota skötuhjúaheitið svona ótæpilega myndu vilja láta aðra flokka sig svona þegar við þau er rætt, t.d. af blaðamanni: „Hvað hafið þið skötuhjúin búið lengi í Klofa?" Eða: „Hvað hafið þið skötuhjúin verið lengi í sendi- herrabústaðnum? Blaðalestur í morgunútvarpi G.P. skrifar: Ég hlusta oftast á morgunút- varp, ýmist á Bylgjunni eða á Rás 2, *þar sem mest er blaðrað af þáttastjórnendum sjálfum og stundum gestum þeirra. Rás eitt er auðvitað besta útvarpsstöðin en ég er ekki móttækilegur fyrir þungri tónlist á morgnana, því miður. En blaðalestur í morgun- útvarpi Rásar 2 er oft vel þeginn, þ.e. ef drepið er á það helsta í þeim. Mánudagsmorguninn síð- asta fannst mér ekki vera drepið á það helsta. Þar var aðallega les- ið úr Degi (mig minnir ein- göngu). Og hvaö skyldi hafa verið það helsta þar í blaði? Jú, pistill blaðamanns Dags: Allir stefna á Eyjabakka! Og í hvem var vitnaö eingöngu? Jú, í Gunnar Gutt- ormsson, vélfræðing í Reykjavík. Og hann ætlaði sko að berjast gegn áformum um virkjunar- framkvæmdir á hálendinu. Já, hvað annað? Þessu þurfti nú endilega að koma á framfæri eins snemma morguns og hægt var. Var það ekki? Afsláttarflug- fargjöld eldri borgara Ósáttur flugfarþegi skrifar: Sunnud. 8. ágúst sl. flaug ég til ísafjarðar og við hlið mér í vél- inni sat maður, eldri borgari eins og ég, sem haföi orð á hvaða af- slátt ég heföi fengið af fargjald- inu. Bæði ætluðum við suður um kvöldið. Ég hafði pantað mitt far á undan honum en á fanniðunum var 3.000 kr. munur sem minn miði var dýrari. Flugfélag íslands hefur auglýst sérstakan afslátt vegna „árs eldri borgara“ en það gildir ekki' fyrir ísafjarðarflug. Félagið hefur aftur náð sinni al- kunnu einokun þar. „Það eru of margir eldri borgarar komnir í vélina", er svarað, bæði mér og þessum sessunaut mínum. Hann hafði hins vegar ekki geflst upp þótt mörg símtöl þyrfti til. Fallandi gengi hlutabréfa? Akúreyringur sendi þessar linur: Við hér norðanlands erum hundfúlir út í þennan veröbréfa- markað sem hefur hrósað hluta- bréfum og hvers konar bréfum í hástert á liðnum misserum vegna móttökunnar sem hlutabréf Ak- ureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyrar fá. Aðeins eitt tilboð barst. Það virðist sem þessi bréf séu lítils sem einskis virði eftir allt. Eða er markaðurinn mettur og fólk ekki með meiri peninga handbæra? Er þessi markaður með hlutabréf í fyrirtækjum bara ekki að syngja sitt síðasta? Mér og þeim sem ég hef rætt við hér sýnist að svo sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.