Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 13 Eiríksgleði Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Eiríkur rauði hef- ur ekki aðeins verið einlægur í nafngift- um þegar hann gaf Grænlandi og Brattahlíð nafn held- ur og hefur hann valið sér bústað þar sem landkostir voru bestir til sauðfjár- ræktar og svo nær 1000 árum síðar til flugvallargerðar. Af- rek hans eru ótrúleg þegar tekið er tilit til að hann kannaði allt Suð-vestur Grænland á innan við þremur árum, oftar en ekki á sigl- ingu um rekís, í þoku og þungum straumum, fjarri allri þekkti mannabyggð. Það er því engin furða þótt íslendingar vilji halda nafni hans á lofti og til- einka sér afrek hans, þótt hann hafi verið norskur í húð og hár . Afdrifaríkasti brottrekstur á íslandi Hann var gerður burtrækur úr Dölum en Drangar á Hornströnd- um höfðu áður ekki freistað hans til búsetu. Haukdælingar hafa nú vent sínu kvæði í kross og hyggj- ast nota frægð hans til trekkja að ferðamenn. Hefðu Dalamenn ekki flæmt Ei- rík Þorvaldsson út í Brokey hefði verið borin von um að Eiríksstað- ir kæmust á kortið. Enginn upp- gröftur, engin Þjóðhildarkirkja hin nýja. Ekkert Vínland eða Leif- stöð og því miður; engin „landa- fundanefnd“. Ekki heldur kristni- tökuhátíð í Grænlandi og Þjóðhild- ur kerling hefði þurft að sænga hjá karli sínum i gegnum þunnt og þykkt. Þá hefði og ekki þurft að leita að afdrifum heilla græn- lenskra þjóðarbrota. íslendingar hafa gert nánast allt til að gera lítið úr Eiríki þar til nú að menn taka að lofa hann I há- stert. Menn hafa vænt hann um að vera auglýsingaskrumara og Kjallarinn norskan þótt í Flóa- mannasögu sé hann talinn íslenskur, kurt- eis og hinn mesti vin- ur. Enginn fyllirís- bragur á þeim bæ Árni Johnsen er sá stjórnmálamaður sem þekkir Grænland .manna best og hefur ræktað samskipti við þessa næstu nágranna okkar. Hann reisir nú „Þjóðhildarkirkju“ í Brattahlið og eftirlík- ingu íslensks land- námsbæjar í sam- vinnu og með fulltingi Vest-norrænu nefndar- innar. Ámi er heils hugar í sínum aðgerðum á Grænlandi og sækir torfið langt að. Húsin eru gerð eft- ir bestu forskrift og í samræmi við rannsóknir á rústum Þjóðhildar- kirkju. Ýmsir Danir hafa fagnað uppá- tektinni og sagt að tími hafi verið kominn til að íslendingar og Grænlendingar gerðu eitthvað saman. Jonathan Motzfeldt, for- sætisráðherra Grænlands, hefur og lagt blessun sína yfir samstarf- „Heföu Dalamenn ekki flæmt Ei- rík Þorvaldsson út í Brokey hefði verið borin von um að Eiríksstað- ir kæmust á kortið. Enginn upp- gröftur, engin Þjóðhildarkirkja hin nýja. Ekkert Vínland, eða Leifs- stöð, og því miður; engin „landa- fundanefnd“.“ ið og hátíðarhöldin þann 17. júlí árið 2000. Arni-Ericsson Airport Eitt er víst að að torfbæirnir i Brattahlíð draga að ferðamenn og halda uppi hróðri íslendinga í gerð hátíðarhalda. Jafnframt sem þeir vekja athygli á fornleifafræð- inni og því mikla starfi sem unnið hefur verið í þeirri grein í Græn- landi. Ferðamálaiðnaðurinn er í örum ------------, vexti i Grænlandi og fjölgun ferða- manna i Eiríkis- firði er búbót sem kemur sér vel. Þennan útveg þekkja íslending- air. Ef svo heldur fram sem horfir þarf engan að undra þótt flug- stöðin sem er á móti Brattahlíð verði nefnd Arni- Ericsson Airport von bráðar samkvæmt islenskri hefð. Aðalvandamálið verður þó líklega árið 3000 þegar menn geta ekki orðið sammála um hvort Árni hafi verið amerískur eða grænlenskur. Sigurður Antonsson Frá Brattahlíð á Grænlandi. - Við rústir norrænna manna. Nafnlaus félög og skúffufyrirtæki Eins og kimnugt er ríkir lög- vernduð nafnleynd og þagnar- skylda banka um inneignir fjár- muna einstaklinga og eignarhalds- félaga- m.a.i Lúxemborg, Sviss, ýmsum ríkjum í Karíbahafinu, Panama og eyjunum Jersey og Guemsey á Ermarsundi. Einnig í smáríkjum á Miðjarðarhafi og víð- ar. Fjöldi íslenskra fyrirtækja og einstaklinga hafa stofnað svonefnd „offshore“-félög (skúffufyrirtæki) í þessum löndum vegna skattalegs hagræðis og fela hvers konar við- skipti og umfang þeirra í skjóli nafnleyndar. Þessi þróun viðskipta og flutn- ingur fjármagns er afar hættuleg fyrir efnahagsþróun smáríkja eins og íslands sem glata milljörðum króna í sköttum og gífurlegum fjár- munum til uppbyggingar íslensks efnahags. Virkt bankaeftirlit Nú hafa þau tíðindi gerst að eignarhaldsfélag sem nefnir sig Orca S.A., skráð I Lúxemborg, hef- ur fjárfest í rúm- um fjórðungshlut i Fjárfestingar- banka atvinnu- lifsins á íslandi. Hjá bankaeftirlit- inu þar ríkir al- gjör nafnleynd og þagnarskylda og þvi augljós til- gangur með skráningu þar; að fela upplýsingar um hina raunverulegu eigendur eignarhaldsfélagsins. Það er uggvænleg tilhugsun fyr- ir hluthafa og viðskiptaaðila F)ár- festingarbankans svo og aðra banka og fjármálastofnanir ef „nafnlaus" eignarhaldsfélög eða einhver „skúffufyrirtæki“ erlendis geta orðið stærstu hluthafar íslenskra lánastofnana. Á bak við slíka leynd gætu hæglega er- lendir sem íslensk- ir fikniefhabarónar og leppar þeirra náð sterkum tökum á íslensku efna- hagslífi. Fordæmi fyrir slíkri þróun er vel þekkt í Suður - og Mið-Ameríku og í Asíuríkjum og reyndar um allan heim í einhverjum mæli. Það ætti að vera forgangsverk- efni allra banka og annarra fésýslu- stofnana að kanna vel bakgrunn þeirra einstaklinga og félaga sem þeir eiga viðskipti við. Það er ekki nóg að líta fyrst til þeirra sem hafa mikil fjármálaumsvif heldur hvemig þeim er háttað. Bankaeftirlitið þarf að vera virkt og gera viðkomandi fésýslustofnun- um aðvart um grunsamleg fiár- málaumsvif. Það er mikið í húfi fyr- ir banka og verðbréfafyrirtæki.sem byggja á viðskiptum tugþúsunda manna að þeir njóti trausts sinna viðskipta- vina sem að stórum hluta byggja velferð sína á þessum viðskiptum. Samkeppni um fjármagn Dreifð eignaraðild hlut- hafa innan fiármála- stofnana er sterkasta vopnið gegn þessum vanda. Enginn ætti t.d. að eiga hærri upphæð en 5% og svonefnd söfn- un hlutabréfa undir for- merkjum kennitalna eins og átti sér stað fyr- ir nokkru ætti að banna á lögformlegan hátt. Samkeppni um fiár- magn með ríkulegan arð að leiðarljósi er ekki einhlít leið til velfarnaðar heldur hvernig sá hagnaður nýtist landi og þjóð. Það fiárstreymi úr landi sem nú á sér stað, m.a. gegnum „offshore“-fyrir- tæki (skúffufyrirtæki) og banka- leynd erlendis fer ört vaxandi. Þessi þróun frjálshyggjunnar og hömlulaus samkeppni auðhyggj- unnar mun stórskaða íslenskt efna- hagslíf innan fárra ára. Kristján Pétursson „Það ætti að vera forgangsverk- efni allra banka og annarra fé- sýslustofnana að kanna vel bak- grunn þeirra einstaklinga og fé- laga sem þeir eiga viðskipti við. Það er ekki nóg að líta fyrst til þeirra sem hafa mikil fjár- málaumsvif, heldur hvernig þeim erháttað.“ Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Með og á móti Endurbygging Reykjavíkur- flugvallar í fyrradag var undirritaður verksamn- ingur um fyrsta áfanga endurbygg- ingar Reykjavíkurflugvallar. Málið er umdeilt: Fjöldi fólks telur að endur- bygging vallarins festi hann í sessi og muni seinka byggðaþróun í borg- inni um áratugi. Landið í Vatnsmýr- inni þar sem Reykjavíkurflugvöllur er sé auk þess alltof verðmætt sem byggingarland fyrir ný íbúðahverfi og flugvöllur í miðri borginni skapi borg- urum bæði hættu og óþægindi að óþörfu. Völlurinn er hins vegar mið- stöð innanlandsflugsins og sterk hagkvæmnisrök eru fyrir þvf að hann sé einmitt þar sem hann er. Mjög lik- legt er að umsvif innanlandsflugsins mundu minnka stórlega yrði það flutt á Keflavíkurflugvöll. Einar Björnsson flugrekstrarstjóri. Endurbæturnar fagnaðarefni Við sem erum í flugrekstri inn- anlands á ís- landi fógnum því að nú sé verið að fara út í framkvæmdir við endurbætur á flugvellinum. Á því er ekki vanþörf. Ástandið á flug- brautum og akstursbrautum vallarins er orðið slæmt. Persónu- lega sé ég ekki að innanlandsflug á íslandi verði rekið frá Keílavík. Það getur vart gengið upp því að það er ekki líklegt að fólk leggi það á sig að aka í um klukkutíma til að fljúga síðan í 45 mínútur. Ég held það segi sig nokkuö sjálft hvorn kostinn fólk muni þá velja; flugið eða bílinn. Satt að segja á ég erfitt með að sjá aðra staðsetningu fyrir miðstöð innanlandsflugsins á íslandi í nánustu framtíð. Ætti að vera annars staðar „Eigi að byggja nýjan Reykja- víkmfiugvöll á að leggja hann annars staðar heldur en í mið- borginni og það ekki bara af ör- yggisástæðum og vegna há- vaða og meng- unar. Reykvík- ingar hafa önn- ur og miklu verðmætari not fyrir þetta land- svæði en að setja það um alla framtíð undir umferðarmiðstöð fyrir erlenda og innlenda ferða- menn. Reykjavík er að missa af stórkostlegu tækifæri tU þess að reisa nýjan miðborgarkjarna þar sem viðskipti og hugvitsiðnaður myndu blómstra í tengslum við Háskólann og kjöraðstæður væru til búsetu og útivistar. Hagsýnn samgöngúráðherra um aUsherjar umferðarmiðstöð við Öskjuhlíð vekur upp gamla skipulags- drauga, Hlíðarfótinn og Fossvogs- braut, sem Reykvíkingar og Kópa- vogsbúar eru fyrir löngu búnir að hafna. Það er svo dæmigert að ráðherra cif landsbyggðinni skuli byrja á tUlögum um að allri ferða- mannaþjónustu verði miðstýrt frá Reykjavík. í stað þess ætti að gefa ferðaþjónustu alls staðar á land- inu tækifæri tU þess að keppa um ferðafólkið strax við komuna tU Keflavíkur með því að flytja inn- anlandsflugið þangað. MUljörðum í nýjan Reykjavíkurflugvöll væri betur varið í hagkvæmar fram- kvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurstranda- veg, Sundabraut og jarðgöng í stað þess að grafa þá í Vatnsmýr- inni og þeirri botnlausu taphít sem flugvallarreksturinn er. Flug- vaUarmálin verða kosningamál í Reykjavík - ef ekki fyrr - þá í síð- asta lagi 2002. -SÁ/GRA Einar Karl Haralds- son ritstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.