Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 -fí r Með egg undir fæti - á milli bensíngjafar og fótar Varlega á gjöfinni „Hinn venjulegi hagsýni ökumað- ur ekur náttúrlega ekki eins og hann sé í sparaksturskeppni. Venjulegir ökumenn ættu að reyna taka rólega af stað og ímynda sér að þeir séu með egg á milli fótar og bensíngjafar og þeir mega alls ekki brjóta eggið. Síð- an ná menn bílnum í 2-3000 snún- inga og passa sig að nýta gírana vel. Þannig ná menn minnstri eyðslu og spara þannig mest fé. 1 dag eru marg- ir bílar með svokölluðum spamaðar- mælum þar sem bíllinn sýnir hvenær hann eyðir miklu eða litlu bensini. Ef menn halda sig á græna ljósinu ætti bensíneyðslan að vera í lágmarki og spamaðurinn því mest- ur,“ segir Jón. koma bílnum í háan gír og láta vél- ina malla þar á um 1.000 til 1.200 snúningum á mínútu. Það var keppt í þessu á sínum tima á vegum FÍB en úr þessu hefúr eitthvað dregið. Einu sinni kepptum við Ómar í sparakstri fyrir Brimborg í Finnlandi. Við vom á litlum Daihatsu og vorum meðal efstu manna þegar við urðum að hætta vegna bensínstíflu. Þeir sem vora bestir í þessum sparakstri náðu eyðslunni niður í fjóra lítra á hundraðið en því má ckki gleyma að svona ökulag er ekki hollt fyrir bíl- inn. Svona keyrir enginn venjulegur maður,“ seg- ir Jón. Þótt Jón Ragnars- son sé þekktastur fyrir að þeysa um á rallbílum kann hann svo sannar- lega tökin á að aka vel og sparlega. Jón Ragnarsson er sennilega þekktastur fyrir allt annað en að aka sparlega. Þekktastur er hann nefni- lega fyrir að þeysa um vegi landsins á rallbíl, fyrst með bróður sínum, Ómari, en nú með syni sínum, Rún- ari, og hafa þeir náð mjög góðum ár- angri. í rallakstri er því allt annað en hagsýni efst á blaði. Hins vegar vita færri að Jón og Ómar hafa náð góð- um árangri í spar- og góðakstur- skeppni og því leitaði DV ráða hjá einum spameytnasta og þekktasta ökumanni landsins Sparakstur „í raun er hægt að tala um tvenns konar sparakstur: annars vegar sparaksturskeppni og hins vegar venjulegan sparakst- ur sem miðar að því að lækka bensín- kostnað fólks. í sparaksturskeppni má helst ekkert snerta bensíngjöf- ina. Maður reynir aö koma bílnum af stað án þess að gefa nokkurt bensín inn. Svo reynir maður að Hvernig er hægt að vera umhverfis- vænn og hagsýnn? - með vali á réttum búnaði á íslandi. Við Ómar eram reyridar frægir fyrir allt annað en að keyra hægt en við náðum góðum árangri i þessu og unnum þessa keppni nokk- ur ár í röð. Svona akstur er til fyrir- myndar og gjaman má góðakstur og skynsamur sparakstur fara saman,“ segir Jón. Keyri ekki út á sparnað „Sjálfur hugsa ég ekki um spamað þegar ég keyri þótt ég kunni það vel. Mér finnst best og skemmtilegast að gefa vel inn og ná bílnum fljótt upp á þann hraða sem ég má keyra á.“ Eins og fram kemur hér á síðunni era dísilbílar bæði mjög hagkvæmir og umhverflsvænir. „Því miður era reglumar á íslandi þannig að það borgar sig ekki að eiga litla dísilbila. Þannig henta dísilbílar sjaldnast venjulegu fólki. Þetta er i raun skammsýni og skilningsleysi hjá stjómvöldum að hafa þungaskattinn eins og hann er. Bílar þurfa að ná ákveðinni stærð til að það borgi sig. Það væri mjög æskilegt að við notuð- um miklu meira af dísilbílum en raun ber vitni. Víðast hvar erlendis er mun hagstæðara að nota dísilbíla en hér og þar nota fyrirtæki og ein- staklingar slíka bíla mikið með góð- um árangri, bæði frá sjónarhóli hag- sýni og umhverfisvemdar. En eins og staðan er hér í dag er heppilegast að eiga bensínbíl með spameytinni vél og aka eins og ég sagði hér að ofan,“ sagði Jón Ragnarsson að lok- mn. -bmg Hagkvæmasta aksturslagið - ýmis hollráð sem spara peninga • Hagkvæmasti og vistvænsti ökuhraðinn er 48-88 km/klst. Rekstrarkostnaöur veröur minni og bíllinn mengar minna. @Skiptu skynsamlega á milli gira ogvertu í hæsta glr sem aöstæöur leyfa. ^Tilkeyröu nýjan bíl varlega og botnaöu aldrei fyrstu 1500 kílómetrana. ^Aktu rólega af stað og auktu hraöann jafnt og þétt en ekki í rykkjum. ^Mundu aö eldsneytíseyösla á 90 km/klst. er um 20% meiri en á 70 km/klst. ,-y Dreptu á bllvélinni þegar þú staldrar viö. Hægagangur 130 -60 sekúndur eyöir vi- meira eldsneyti og veldur óþarfa sliti. ■ « , ^Notaöu kúplinguna aöeins þegar þörf krefur og þá eins stutt og mögulegt er. “stþttu aidrei á kúþiihgunhl mpðan þú þíöur: /í /' • Foröastu aö nota bremsurnar of mikiö eöa harkalega þvl þaö veldur ótímabærusfitl. -Jm // il; j-J— •Á leiö upp brekkur skaltu halda þig á stööugum hraöa I hæsta mögulega glr. Ef þú þarft aö skipta niður skaltu hægja ferðina frekar en aö auka snúning vélarinnar. Notaðu skriöþunga bllsins og láttu hann renna I hlutlausum glr niöur brekkur “sem ekki eru mjög brattar. ~~m // 0Láttu bílinn ekki spóla. Þaö hefur bæöi I för með sér slit og eldsneytiseyöslu. ^Opnir gluggar auká loftmótstööu og bensíneyöslu. . ■ Foröastu stuttar feröir á bilnum. Þá er eldsneytiseyöslan mest, wsérstakléga I köldu veðri. :> *Ef bíllinn er með handvirkt innsog skaltu aöeins nota þaö á meðan þaö er nauösynlegt. Of mikiö innsog eyöir bensíni og slitur vélinni aö óþörfu. Góðakstur „Á sínum tíma kepptum við Ómar bróðir saman í góðakstri sem FÍB hélt á hverju ári. Þá var keyrð fyrir fram ákveðin leið og metið hversu vel og rétt menn keyrðu. Þá var skoð- aður hraði og tímasetning stefnuljósa og hver eftirtekt manna er í umferð- inni. Einu sinni var sett jámbrautar- skilti við ökuleiðina og þeir vora fáir sem tóku eftir því, enda engar lestir Umhverfisvernd og hagsýni getur farið saman á marga vegu. Ein leið- in er aö velja bíl og aksturslag í samræmi við þarfir hins hagsýna- og umhverfisvæna neytanda. Það er nefnilega hægt að spara sér fé með umhverfisvænum akstri og draga þannig úr mengun. Vegna ytri að- stæðna hér á landi geta íslenskir ökumenn lagt hlutfallslega meira af mörkum til umhverfismála en víð- ast erlendis með skynsamlegum akstri og viðhaldi bíls. í svölu lofts- lagi, eins og á íslandi, er nefnilega mun meiri hætta á að menga að óþörfu en í hlýju. Einnig eru um 87 prósent af bílum hér á landi með bensínvél en þær menga mun meira en dísilvélar. Þetta kom fram i Neyt- endablaðinu 2. tbl. 1998. Skoðum því hvemig við getum nýtt okkur þess- ar staðreyndir. Bensín eða dísill Aðeins 13 prósent af bílvélum landsmanna eru með dísilvél- ar og undanfarið hefur hlut- fallslega meira verið flutt inn af bensínbílum. Það er einkum hár þungaskattur sem veldur þessum viðbrögðum neytenda. Neytend- ur fá meira fyrir eldsneytispeningana ef þeir eiga dísilbíl og þeir era sérlega hag- kvæmir fyrir þá sem keyra mjög mikið. Hins vegar er viðhaldskostn- aður meiri. Frá sjónarmiði um- hverfisvemdar era dísilvélar heppi- legri þar sem þær menga minna. Hins vegar hefur dregið , mjög úr mengun frá bens- ínvélum þannig að þær standa skammt að baki dísilvélum. Þó er almennt talið að út- blástur frá dísilvélum sé hættulegri fólki en útblástur bensínvéla þó svo að náttúran kjósi dísil. Eftir 1991 er hægt að nota blýlaust bensin á alla bila og það mengun. í raun má segja að aksturs- þörf manna ráði því hvað sé hag- kvæmast fyrir hvem og einn. Stór- ar vélar nýtast lítið umfram smærri vélar ef oftast er ekið í rólegri bæj- aramferð. Við flestar aðstæður era smærri vélar nægjanlegar í venju- legum akstri en reynast hins vegar ekki alltaf þær vistvænustu og hag- kvæmustu þegar upp er staðið. Til dæmis era litlar vélar óhagstæðar þeim sem era mikið í langkeyslum. Bílvélar með beina innspýtingu nota oft um 10% minna eldsneyti en aðrar sambærilegar vélar og blása frá sér minna af köfnunarefnisoxíð- um og koltvísýringi. Slíkar vélar nýta marga eiginleika dísilvéla, endumýta um 30% af útblæstrinum og geta haft um 10% meira afl en venjulegar jafnstórar vélar. Frá sjónarhóli umhverfisverndar og hagsýni ætti því að velja bíla með beina innspýtingu og stjórnvöld gætu liðkað fyrir útbreiðslu slíkra bíla með lægri gjöldum. hefur minnkað mjög mengun frá bensínvélum þrátt fyrir að bensóli, sem er mjög eitrað, sé bætt út í til að auka afkastagetu. Vélarstærð og gerð Yfirleitt er hægt að velja um nokkrar vélarstærðir i öllum bílum. Minna lætur í stórri vél i hraðakstri á þjóðveg- um og aflmikill bíll get- ur verið skemmtilegt og þægilegt þarfa- þing en leggur á ökumanninn ábyrgðina á eldsneyt- iseyðslu og Margt smátt gerir... Það er hagkvæmast að kaupa eins léttan bíl og hentar þinni notkun. Veldu þá bO- gerð sem nýtir orkuna best miðað við notkun og skoðaðu upplýsingar um eldsneytiseyðslu. Ekki þyngja bílinn að óþörfu og geymdu aðeins það nauðsynlegasta í skottinu og í sætunum. Ef þú vilt fjórhjóladiifsbíl skaltu athuga að þeir eyða venjulega meira eldsneyti en geta verið stöðugri, ör- uggari og duglegri við íslenskar að- stæður. Sjálfskiptir bílar eyða meira en beinskiptir en sjálfskipt- ing dregur úr þreytu ökumanna og eykur þannig öryggi í akstri. Þá get- ur verið hagkvæmt að kaupa sér vönduð dekk, t.d. sérstaka hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu veg- arins og þar með úr eldsneyt- iseyðslu. Einnig ættu menn ávallt að fjarlægja aukahluti, t.d topp- grind, af bílnum þegar þeir era ekki í notkun. Toppgrind getur aukið eldsneytiseyðslu um 12% á 100 kíló- metra hraða. Almennt má segja að auðvelt sé að spara sér peninga og stuðla að umhverfisvernd ef farið er eftir þessum þáttum sem hér eru nefnd- ir. Munið bara að margt smátt gerir eitt stórt. -bmg Með auknum umferðarþunga í Reykjavík er vert að huga að því að vera umhverfisvænn. Ekki skaðar að hægt er að vera hagsýnn og spara sér verulegar fjárhæðir í leið- inni. DV-mynd E.ÓI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.