Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1999 Íliienning Rokkstjarna leikur Hamlet Vofa gengur ljósum logum um evrópsk leiksviö þessi misseri - vofa gamla kóngsins Hamlets í rómaðri uppsetningu litháíska leikstjórans Eimuntas Nekrosius á verki Shakespeares. Sjaldan hefur þessi vofa notið sín eins vel. Gamli kóngurinn líkamnast fyr- ir syni sínum i upphafi verks, hann birtist óvænt þegar menn eru að leikum með far- andleikurum í höllinni og hræðir líftóruna úr Kládíusi kóngi og áhorfendum, og þegar öllu er lokið, sonurinn fallinn og útséð um að ættin lifi áfram tekur hann lík Hamlets unga í fangið og veinar af sorg. Við þann at- burð varð klofningur í sáiarlífi gagnrýnand- ans: meðan skynsemin sagði að þetta væri of mikið, svona gerði maður ekki, þá fór gæsa- húðin um allan kroppinn og högl hrutu af augum. Enda segir leikstjórinn í viðtali að hjartað sé líffærið sem fljótast bregðist við tiifinningalegu áreiti. Hamletsýning Nekrosius er frá þjóðleik- húsinu í Vilníus og í sumar var henni boðið á sviðslistahátíð í Kaupmannahöfn þar sem útsendari DV sá hana. Þetta er ekki pólitísk- ur Hamlet, ekki heldur freudískur; þetta er tilfinningalegur Hamlet sem leggur alla áherslu á þjáningar persónanna vegna þeirra óhæfuverka sem unnin eru. Hamlet er unglingur, skóladrengur, háður móður sinni og fósturfóður, en vofa föður hans krefur hann hefnda á þeim sem honum ber að virða. Ætlast til þess að drengurinn verði fullorðinn áður en hann er tilbúinn til þess. ís og eldur Það fyrsta sem kemur á óvart í sýning- unni er kuldinn. Nístingskuldinn á verðin- um þar sem varðmennirnir vefja sig saman i miklar skinnkápumar til að halda betur á sér hita í ísþokunni. Vofan kemur köld úr gröf sinni og andar köldu á Hamlet, þvær fætur hans úr ís og lætur hann hvíla nakta fætur á ísklumpi, og þegar Hamlet fer með sína frægustu ræðu stendur hann undir bráðnandi ís og logandi kertum sem drjúpa vaxi ofan á hann. Eldur og ís em góð tákn þeirra hamslausu tilfinninga sem verkið tjá- ir. Við erum stödd á mörkum siðmenningar - enda á sagan að gerast í fomeskju - og per- sónumar em beggja vegna markanna; Kládí- us ótvírætt öfugu megin, drottning hans viljalaus líka, Ófelia réttum megin en megn- ar ekki að taka afleiðingum þess, Hamlet rokkar fram og til baka, kalinn á hjarta. Hamlet er leikinn af litháísku rokkstjöm- unni Andrius Mamontovas (það er eins og Stefán Baldursson hefði valið Bubba Vidas Petkevicius í hlutverki vofunnar heldur hér á „Ijósakrónunni" með ísklumpum sem Hamlet stendur undir þegar hann segir: Að vera eða ekki vera - þar er efinn. Úr sýningu Eimuntas Nekrosius á Hamlet Shakespeares. Leiklist Silja Adalsteinsdóttir Morthens í hlutverkið þegar hann stóð á há- tindi ferils síns). Eimuntas Nekrosius er iðu- lega spurður hvers vegna hann hafi valið leikmann í þetta stærsta hlutverk leikbók- menntanna. „Leikmann," svarar Eimuntas þá og fússar, „hann stýrir 30 þúsund villidýrum á rokktónleik- um eins og ekkert sé. Hann er meiri fagmaður en við öll hin!“ Ekki er ólík- legt að Eimuntas hafi langað til að lokka til sín unga áhorf- endur; þegar sýningin var leikin í þjóð- leikhúsinu í Vilníus fengu unglingar að sitja uppi á sviðinu, og þeir flykktust á staðinn. Andrius verður ógleymanleg- ur í hlutverk- inu - svo við- kvæmur og villtur, svo þjáður líkam- lega og and- lega af efa. Hann er frjáls undan klisj- um í hreyfmg- um og áhersl- um og alveg laus við hátíð- leika gagnvart hlutverkinu. Hann verður Hamlet. í sam- anburði við hann verður til dæmis leikur Kestutis Jakstas í hlutverki Laertes óttalega venjulegur og væminn en Viktorija Kuodyte samsvarar Hamlet vel í hlutverki Ófelíu. Samband þeirra meðan allt leikur í lyndi minnti á Rómeó og Júlíu í ástleitnum ein- faldleika sínum. Sýningin er ástríðufull og vanstillt (og fjögurra klukkustunda löng) og það verður algerlega sannfærandi að einmitt svona eigi að leika Hamlet. Hann er ekkert stofuleikrit. Morðhótun? Geisladiskur með tónlist eftir Eirík Júlíus Mogensen og nokkur önnur erlend nú- tímatónskáld barst nýverið í hendur mínar. Geisladiskurinn var reyndar gefmn út fyrir tveimur árum en er nú loksins kominn í dreifingu hér á landi í gegnum verslunina Tólf tóna. Diskurinn er forvitnilegur því Ei- ríkur hefur ekki verið áberandi i íslensku tónlistarlífi, og-reyndar man ég ekki eftir að hafa heyrt neitt eftir hann hér á landi. Á diskinum er eitt verk eftir Eirík, Rendez-vous (Stefnumót) og er það flutt af Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Krakow undir stjóm Jerzy Swoboda. Verkið tekur tæpan stundarfjórðung og einkennist af lit- ríkri raddsetningu, enda greinilegt að Eiríkur kann að semja fyrir hljóm- sveit. Að skrifa fyr- ir sinfóníuhljómsveit er hæfileiki sem er ekki öllum gefinn, meira að segja einn helsti snillingur tónlistarsögunnar, Frederic Chop- in, var óttalegur auli í hljómsveitarraddsetn- ingu og einnig virðist Johannes Brahms stvmdum hafa átt í miklum erfiðleikum með að koma hugmyndum sínum í sinfónískt form. Nú er hugmyndin á bak við Stefnumót Eiríks í sjálfu sér ekki flókin en það sem fyr- ir er kemur sinfóníuhljómsveitin prýðilega til skila á áhrifaríkan hátt. Hryllingsmynda- tónlist Stefnumót gæti sómt sér ágætlega í hryllingsmynd. Verkið hefst á veikum bjölluhljómi og síðan koma iUileg hljóð frá restinni af hljómsveitinni sem eru und- irstrikuð af óhugnanlegum tóni bassafagottsins. Ýmsir effektar koma við sögu en undir niðri ríkir skelfing sem hverfur aldrei, ekki einu sinni í lok- in. Um tíma leika blásaramir sama ógnandi, kuldalega stefið aftur og aftur með sívaxandi þunga og virkar það á endanum eins og morðhótun. Það er auðvitað grafalvarlegt mál og óneitanlega kemst maður því að þeirri niðurstöðu að stefnumótið, sem tón- verkið dregur nafn sitt af, sé ekki neinn skemmtilfundur. Stefnumót er ágætlega skrifað tónverk en rambar stundum á barmi næfismans. Það myndi seint flokkast sem skemmtitónlist, en þó er greinilegt að tónskáldið býr yfir tölu- verðum hæfileikum og hefur tamið sér markviss vinnubrögð. Vonandi fáum við að heyra fleira eftir Eirik, kannski ögn meira upplífgandi? Ýmislegt annað er markvert á geisladisk- inum og ber þar helst að nefna Bœn, svítu fyr- ir óbó og strengi, eftir Stephen Richards. Þetta er aðgengileg og fallega impressíónísk tónlist með forneskju- legum keim, eins konar bænaseremónía sem lætur vel í eyru. Einnig er konsert fyrir klar- inettu og strengjasveit eftir Allan Blank litrík- ur og skemmtilegur, enda frábærlega sam- inn. 1 það heila er þetta ágætur geisladiskur með ólíkum tónverkum og fyrir nútímatón- listarfikla sjálfsögð eign. MMC NEW CENTURY VOLUME VIII Verk eftir Stephen Richards, Eirík Júlíus Mogen- sen, James Lentini og Allan Blank. Einleik- arar: Mariusz Pedziatek (óbó) og David Niethamer (klarinett). Fílharmóníuhljóm- sveitin í Krakow og Fílharmóníuhljómsveit- in í Slesíu. Hljómsveitarstjórar: Jerzy Swoboda og Joel Eric Suben. Geislaplötur Jónas Sen Eiríkur Júlíus Mogensen. Norska þjóðleikhúsið júbílerar Þjóðleikhús þeirra Norðmanna, National- teatret, heldur upp á aldar- afmæli sitt um þessar mundir og hefur í tilefni af þeim timamótum gefið út glæsilegt ,jubileums- magasin" sem nefnist ein- faldlega Jubel. Ritið er upp- fullt af efhi sem snertir sögu leikbókmenntanna í Noregi, frásagnir af fræg- um uppfærslum Þjóðleik- hússins, greinum um þekktustu leikskáld, leik- stjóra og leikara Norð- manna, viðtölmn við fræga Norðmenn um leikhúsupp- lifanir þeirra og myndskreyttum umfjöllunum af leikhúsinu „bak við tjöldin" o.s.frv. Ritið er ríku- lega myndskreytt og þar með mikið augnayndi í ofanálag. Land sem iðar í sjónum Eduardo Santiere heitir argentínskur listamaður sem dvalið hefur í Listamiðstöðinni í Straumi um nokkurra mánaða skeið. Fyrir viku var opnuð sýning á íslands- myndum hans í Listasafhi Ámesinga og stendur til 22. ágúst. Þessar myndir eru myndir af landinu i bókstaflegum skiln- ingi, þar sem listamaðurinn teiknar með finlegum blýants- eða pennadráttum ofan í kort af íslandi. í grunninn ríður hann net af fingerðum blýantsdrátt- um sem hann segir vera „kraftlínur jaröarinnar", en útlínur sjálfs landsins og einstakra héraða segir hann búa yfir kynngi sem hann túlkar af mikiili til- finningu í verkum sínum. „Landið sjálft er eins og skapnaður sem iðar og hreyfist í sjónum," segir Eduardo Santiere. Danska akadem- ían kemur Ef Norræna húsið spryngi i loft upp á laugar- daginn milli 16 og 18 yrði heldur betur skarð fýrir skildi í dönsku menningar- lífi og kannski íslensku líka, því í húsinu verða þá sam- ankomnir nokkrir helstu meðlimir dönsku aka- demíunnar til að lesa upp úr verkum sínum. Hingað til lands koma nefnilega ekki minni menn- ingarverur danskar en Benny Andersen, Jörgen Gustava Brandt, Torben Broström, Mogens Bröndsted, Inger Christensen, Jörn Lund, Klaus Rifbjerg, Jens Smærup Sörensen, Pia Tafdrup (á mynd) og Sören Ulrik Thomsen. Suzanne Brögger, sem boðað hafði komu sina, varð því miður að hætta við íslandsferðina á síðustu stundu. Danska akademían var stofhuð 28. nóvember 1960, en rætur hennar má rekja aftur á miðja 17. öld tfi félagsins „Selskabet til de Skiönne og Nyttige Videnskabers Forfremmelse". Markmið akademíunnar er „að standa vörð um danska tungu og hugsun, einkum i bókmenntum". Félag- ar eru frá tólf og upp í tuttugu og eru tilnefndir til lífstíðar. Frá 1963 hefur akademían haft aðsetur sitt að Rundstedslundi á Norður-Sjálandi, fæðing- arstað og heimili Karenar Blixen. í þessari stuttu heimsókn til íslands mun aka- demían m.a. heimsækja Þingvelli undir leiðsögn Sigurðar Líndals prófessors. Aðgangurinn að bókmenntadagskránni í Nor- ræna húsinu er ókeypis og er hún framlag Nor- ræna hússins til Menningamætur í Reykjavík. íslensk myndlist í Sívalatumi Nú á fóstudaginn, 20. ágúst, verð- ur opnuð sýning á verkum fiögurra íslenskra listamanna á dálítið óvenjulegum stað úti í Kaupmanna- höfn, nefnilega í sjálfum Si- valatumi. Listamennimir em þeir Bjami Sigurbjömsson, Helga Egils- dóttir (á mynd), Guðjón Bjamason og Guðrún Kristjánsdóttir. Það er Dansk-islandsk samfund sem stend- ur fyrir sýningunni sem nefnist „elementer-is- landsk billedkunst". Jón Proppé gagnrýnandi fylg- ir sýningunni úr hlaði með erindi um íslenska myndlist. Þessi sýning stendur til 19. september. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.