Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 15 Brauðgerðarvélar: Vorl daglegt brauð AUs kyns brauðmeti er stór hluti af daglegri fæðu flestra íslendinga og á það ekki síst við yngri kynslóðimar. Matarvenjur okkar hafa breyst mikið á undanfórmun árum og hefiir neysla ails kyns léttari réttir.s.s. pasta og hrísgijónaréttir aukist á kostnað hins hefðbundna „heimilismatar". Þessmn breyttu matarvenjum fylgir aukin neysla brauðs. Útgjöld vegna brauðkaupa kjama- fjölskyldunnar em þvi talsverð ár hvert og líklega vildu margir reyna að lækka brauðkostnaðinn. Sjáifsagt þurfa einnig margar fjölskyldur með böm á skólaaldri að fara að huga að leiðum til að lækka nestiskostnaðinn og þar er brauðið stór hluti. Hagsýni fór á stúfana og kannaði verð á brauðgerðarvélum sem ætlaðar em til heimilisnota, kostnað samfara bakstrinum og verðmismun á brauð- um bökuðum í brauðgerðarvélum og brauðum keyptum út úr búð. Ilmandi brauð að morgni Brauðgerðar- vélar era eins og einkabakarí. Þær ljúka öllu því sem fylgir bakstrinum á 3-4 klukkstund- um, allt frá því að hnoða deigið tU fullbakaðs brauðs. Allt sem gera þarf er að taka tU hráefnið og setja það i pott vélarinnar og síðan sér vél- in um afgang- inn. Síðan er hægt að stUla flestar vélamar fram í tímann, t.d. þannig að brauðið verði nýbakað og heitt með morg- unkaffinu. Að sjálfsögðu er hægt að baka marg- ar gerðir af brauðum í flestum brauð- gerðarvélunum en ef miðað er við að bakað sé 700-750 gramma heilhveiti- brauð í vélinni má reikna með að hrá- efniskostnaður við hvert brauð sé um 30 krónur að meðaltali. Við það bætist rafmagnskostnaður sem er lauslega áæUaður um 8 krónur á hvert brauð. Kostnaður við hvert 700-750 gramma heilhveitibrauð er því um 38 krónur að meðaltali. Algengt verð á 700-750 gramma heil- hveitibrauðum sem seld em í stór- mörkuðum er hins vegar um 198 krón- ur. Umstangið borgar sig Sumum finnst það ef til vill óþarfa umstang i amstri hversdagsins að baka sín eigin brauð, sérstaklega þeg- ar úrval góðra brauða er orðið mjög mikið í stórmörkuðum og bakaríum. Þeim sem vex umstangið í augum ætti hins vegar einnig að vaxa verð- munurinn á heimabökuðum brauðun- um og búðarbrauðunum í augum. Ef miðað er við 4-5 manna fjöl- skyldu, með tvö böm á skólaaldri sem taka með sér nesti dag hvem, er ekki óeðlilegt að ætla að fjölskyldan borði um 20 brauð á mánuði. Það gera um 240 brauð á ári eða 47.520 krónur í brauðkostnað á árinu. Sama magn af heilhveitibrauðum, sem bökuð era í brauðvélum, kostar hins vegar um 9129 krónur. Verðmis- munurinn á þvi að kaupa brauð í búð og að baka það sjálfur í brauðgerðar- vél er því 38.391 króna. En þá á eftir að taka verð vélarinn- ar sjálfrar með í reikninginn. Þrátt fyrr eilítið umstang borgar það sig fljótt að baka brauð í brauðgerðarvél i stað þess að kaupa það í búð. Hún hefur mörg mismun- andi bökunar- prógrömm, get- ur bakað mis- munandi skorp- ur og getur hnoðað og hef- að deig sem síð- an er bakað á gamla mátann. N æ s t ó - dýrasta vélin í könnuninni er vél sem heitir Melissa og fæst í Elko. Sú vél kostar 9995 krónur og hef- ur svipaða eig- inleika og Severin-vélin. Stór og Iftil brauð Þar á eftir kemur Einar Farestveit með stærri gerð af Severin-brauð- vélunum á 12.900 krónur. Sú vél er gædd svipuðum eiginleikum og hin Severin-vélin en bakar 1100 gramma brauð. Elko býður einnig brauðvél á 12.900 krónur. Sú vél heitir Evalett og getur hnoðað og hefað, bakað mismunandi brauð og hefur f y r i r - framtíma- stillingu. Heimilis- tæki bjóða einnig brauðvél á 12.900 krónur. Vélin hjá Heimil- istækjum heitir Aroma. Sú vél er mörgum kost- um búin, getur ar um 900 gramma brauð. Raftækjaverslun íslands býður brauðvélar sem heita LG og kosta 13.900 krónur. Þær vélar baka um 800 gramma brauð og geta hnoðað mjög margar gerðir af deigum, s.s. kökudeig og pítsudeig. Hægt er að stilla vélina 15 tíma fram í tímann sem er óvenju mikið. Flestar vélamar í könnunni er einungis hægt að stilla 13-14 tíma fram í tímann. Smith og Norland bjóða vél sem heitir Boman á 13.900 krónur. Vélin bakar eins kílós brauð og hefur hefð- bundna fyrirframtímastiilmgu, getur bakað mörg mismunandi brauð og hnoðað og hefað margs konar deig. Bræðumir Ormsson bjóða sams konar Aroma-brauðvél og Heimilis- tæki á 14.405 krónur. Húsasmiðjan býður síðan vél sem heitir Russel Hobbs classic. Vélin kost- ar 16.900 krónur og bakar 750 gramma brauð. Vélin hefur fyrir- framtímastill- ingu o.fl. og þol- ir lyftiduft sem ekki er sjálfgef- ið með brauð- vélamar. Að lokum býð- ur Japis vél frá Panasonic á 24.900 krónur. Vélin er ekki væntanleg fyrr en í næstu viku og ekki lágu fyrir upplýsing- ar um mögu- leika og gæði vélarinnar. Af þessu má sjá að jafnvel þótt dýrasta vélin í könnunni sé keypt, Panasonic-vélin á 24.900 krónur, borg- ar það sig samt upp á stuttum tíma að baka brauðið sjálfur i brauðvél því mismunurinn á brauðum keyptum í búð annars vegar og brauðum bökuð- um í brauðvélinni og kostnaðurinn við kaup á dýmstu vélinni hins vegar er samt sem áður 13.491 króna. Ef keypt er meðaldýr vél á 14.255 krónur, samkvæmt könnuninni, vex verðmun- urinn á milli búðarbrauðsins og heimabakaða brauðsins en frekar. Þá kostar brauðvélin og brauðin sem bök- uð er í henni samtals 23.384 krónur en búðarbrauðin kosta eftir sem áður 47.520 krónur, sé miðað við 240 brauð á ári. Mismunurinn er því 24.136 krón- ur. -GLM (HeimUd: m.a. Neytendablaðið) Verð á brauðgerðarvélum 24.900 Misjafnt verð Hagsýni kannaði verð á brauðgerð- arvélum hjá tíu raftækjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kannaðar vora vélar hjá Einari Farestveit, Elko, Heimilistækjum, Raftækjaverslun ís- lands, Smith og Norland, Bræðrunum Ormsson, Húsasmiðjunni og Japis. Skýrt skal tekið fram að gæði og valmöguleikar vélanna em talsvert mismunandi. Ekki er tekið tUlit tU mismundi þjónustu verslananna sem selja vélamar, t.d. hvort þær bjóða við- gerðarþjónustu á vélunum og annað slíkt. Ódýrasta vélin í könnuninni er vél frá Einari Farestveit sem heitir Severin. Sú vél kostar 9850 krónur og bakar 750 gramma brauð. Hægt er að stUla vélin 13 tíma fram í tímann. hnoðað og hefað, bakað á mismunandi jg máta, hefur fyrirframtímastUl- jfil , ingu, geto steikt roast jjgö’ 12.900 12.90 beef, soðið hrisgrjon og —* búið tU jógúrt. Vélin bak- 9.850 9.995 Brauðvélar: Að ýmsu þarf huga Úrval brauðgerðarvéla á markaðnum er fjölbreytt og verð þeirra nökkúð misjaftit Þvi er rétt að skoða vel alla möguleika sem vélamar bjóða upp á, s.s. mismunandi bökunar- möguleika, hvort vélin þoh lyftiduft, hvort hún hafi hraðbakstursmögu- leika o.s.frv. Leiðarvísar og uppskriftir Leiðarvísar sem fylgja vélunum em misgóðir og ekki aUtaf á íslensku. Rétt er að ganga úr skugga um að maður kunni að nota vélina rétt áður en hafist er handa. Lesið því aUa bæklinga vel áður en vélin er keypt og spyrjist fyrir hvort uppskriftir fylgi vél- inni. Slíkt léttir ykkur enn meira baksturinn í vélinni. Hraðbakstur Kannið hvort vélin hefur stillingu sem kaUast hraðbakstur. Viö hrað- bakstur feUur eitt hnoðstigið út og styttir bökunartímann um klukku- hefur áður en hún er keypt. Flestar vélar hafa þann eiginleika að geta hnoðað deigið og látið það lyfta sér en stoppað síðan. Þá má taka deigið úr vélinni og móta það að vUd, tU dæmis i boUur eða pitsubotna sem síðan em bakaðar á gamla mátann í ofiii. Þessi eiginleiki vélanna léttir mjög undir þeim sem baka vUja í ofni. stund. Brauðið verður þó ef tU viU minna en ella ef hraðbaksturinn er notaður. Valmöguleikar Kannið hvaða valmöguleika vélin Hljóðmerki fyrír rúsínur Sumar vélar gefa hljóðmerki frá sér ef þú vUt baka rúsínu- eða ávaxta- brauð þegar tími er kominn tU að bæta ávöxtunum út í. Kælimöguleiki FuUbakað brauð verður rakt og skorpa þess seig ef það er ekki tekið strax úr vélinni. Sumar vélar gefa möguleika á kælingu þegar brauðið er nýbakað sem kemur í veg fyrir þetta vandamál. Ef rafmagnið slær ut Kannið hjá seljanda hvað gerist ef rafmagn fer af eða slær út í stutta stund. Sumar vélar „geyma“ stUling- una og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist þegar rafmagnið kemst aftur á. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.