Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Fréttir Ný útgáfa af Heimskringlu Snorra Sturlusonar kemur út í Noregi: Þjóðargersemi norskra bókmennta - skil ekki aö íslendingar geti mótmælt því, segir útgáfustjórinn DV, Ósló: „Ég skil ekki að íslendingar geti mót- mælt þessu. Heimskringla Snorra Sturlusonar er þjóðarfjársjóður norskra þókmennta, alveg óháð því að Snorri var fæddur og bjó á íslandi,” segir Halfdan W. Feirhow, útgáfustjóri hjá J.M. Stenersen forlag í Ósló, við DV um nýja viðhafnarútgáfu á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. í kynningu á bókinni er sagt að hún sé „þjóðargersemi norskra bókmennta” og útskýrði útgáfustjórinn það orðalag svo að bólkin sjálf hljóti að teljast það vegna vinsælda hennar í Noregi siðustu tvær aldimar og gildis fyrir norska sögu. Snorri hafi þar að auki dvalið langdvölum í Noregi og verið nátengdur norsku konungsættinni. „Við gerum grein fyrir stöðu Snorra í inngangi að bókinni. Allir sem eitthvað I kynningu J.M. Sten- ersen forlag í Ósló á nýrri útgáfu Heimskringlu Snorra Sturiusonar er sagt að bókin sé „þjóðarger- semi norskra bók- mennta". DV-mynd Gísli vita um sögu vita að Snorri var íslenskur maður og að hann skrifaði mikilvæg- ustu sögu- bók Norðmanna. Um þetta er samkomu- lag meðal allra sem á annað borð vilja líta á málið af sanngimi,” sagði Freihow. Nýja útgáfan á Heimskringlu er byggð á aldargamali myndskreyttri út- gáfu sem i augum margra Norðmanna er hin eina sanna Heimskringluútgáfa, og talin nauðsynleg eign á hveiju heim- ili. Sú útgáfa átti stóran þátt í að stað- festa þá almennu skoðun í Noregi að Heimskringla væri norsk. „Ég hef veitt því athygli að íslending- ar verða ailtaf pirraðir ef eitthvað af fomum norrænum bókmenntum bara er orðað við Noreg og Norðmenn. Þetta er alveg ástæðulaust. Þessar bækur voru skrifaðar á íslandi af íslendingum en þær em norrænar á sama hátt og ís- lendingar vom og em norrænir menn,” sagði Freihow. Hann sagði að á vegum forlagsins væri nú unnið að útgáfu nýrrar bókar um Leif Eiríksson og landafundi nor- rænna manna en óvíst væri hvenær bókin kæmi út, þó vonandi i ár. „Ég geri ráð fyrir að sami pirringur- inn kom þá aftur upp á íslandi. Það er engin leið að ákveða hverrar þjóðar Leifur var. Var hann norskm, íslenskur eða grænlenskm? Fyrir okkm skiptir þessi spuming engu máli. Allir máls- metandi menn em sammála um að hann hafi verið norrænn maðm,” sagði Freihow. -GK Áskrifendur DV: Tveir fyrir einn á kvikmyndahátíð Miði með tilboði til áskrifenda DV um „tvo fyrir einn“ á kvik- myndahátíð fylgir DV á morgun, föstudag. Þá býður Flugfélag ís- lands áskrifendum DV sérkjör á flugi til Reykjavíkur á meðan kvikmyndahátíð stendur gegn framvisun miðans. Sex bíla árekstur varð á Hringbraut á móts við Umferðarmiðstöðina. Hafði fremsti billinn á myndinni stoppað og fjór- ir bílar á eftir honum. Kom þá rútubifreið og keyrði á aftasta bílinn með þeim afleiðingum að allir bflarnir rákust á bfl- inn fyrir framan. Röðin sem myndaðist eftir áreksturinn var löng og náði alveg að Lönguhlíð. DV-mynd S ístak firrir sig allri ábyrgð á sprungunum í Saurbæjarkirkju: Kirkjan haggaðist ekki í sprengingum - segir umsjónarverkfræðingur „Við settum skjálftamæli á sjálfa kirkjuna til að athuga hvort einhver titringur yrði vegna sprenginganna í göngunum og mælingar okkar sýna að kirkjan haggaðist ekki,“ sagði Hermann Sigurðsson, verk- fræðingur hjá ístaki og umsjónar- maður sprenginganna við gerð Hvalfjarðaganganna. Eins og fram kom i DV í gær staðhæfir Anna Sig- urðardóttir, kirkjuhaldari í Saurbæ á Kjalarnesi, að kirkjan hafi öll sprungið meðan á. framkvæmdum við Hvalfjarðargöngin stóð. Undir orð hennar tekur sóknarpresturinn á staðnum, séra Gunnar Kristjáns- Hermann Sig- urðsson verk- fræðingur: - Titr- ingur aðeins brot af því sem leyfilegt er. eins brot af þvi sem leyfilegt er. Ef vatnsglasi hefði verið kom- ið fyrir á steini við gangaopið hefði vatnið í því aðeins gárast þegar sprenging- arnar voru sem mestar," sagði Hermann. ístak sprengdi 1500 sinnum á þremur árum á meðan á gerð jarðganganna stóð og sagði Hermann Sigurðsson að lít- ið dínamít hefði verið notað í hvert sinn: „Það er alltaf verið að sprengja fyrir grunnum víða í Reykjavík nærri gömlum húsum án þess að tjón hljótist af. Ég veit ekki um kirkjuna en ég veit að íbúðar- húsið í Saurbæ var sigið um marga sentímetra þegar við komum þama á staðinn og kemur mér ekki á óvart þó það sé sprungið. Við leigð- um það hús um tíma og vitum í hvernig ásigkomulagi það var,“ sagði Hermann og ítrekaði að fram- kvæmdaaðilar í Hvalfjarðargöngun- um firrtu sig allri ábyrgð á meint- um skemmdum á Saurbæjarkirkju enda sýndu nákvæmar skjálftamæl- ingar Veðurstofunnar á svæðinu engan þann titring sem skýrt gæti sprungurnar í kirkjunni. Anna Sigurðardóttir, bústýra og kirkjuhaldari í Saurbæ, hefur ráðið lögfræðing til að annast málarekst- ur sinn gegn framkvæmdaaðilum í Hvalfjarðargöngunum. -EIR Unnið við sprengingar í Hvalfjarðargöngunum: -1500 sprengingar á þrenv ur árum. Fréulr________________________________ PiTMtur telur Bpnmgingar I ttvaiíjaröórgmtgunum hafa valdlö miklu tjöni: Sprengdu kirkjuna i Saurbæ lika - aeglr kirkjuiialdari» aidrci heyrt hetta, aegir framkvðjmdaatjóri Spaiar Frétt DV frá í gær. son á Reynivöll- um. „Ég kann enga skýringu á því hvers vegna kirkjan í Saur- bæ er að hruni komin en stað- reyndin er sú að titringurinn af sprengingum okkar var að- Stuttar fréttir i>v Engin listamannalaun Þing Sambands ungra sjálfstæðis- manna vill að hið opinbera hætti að úthlúta fé til listamanna. Það séekki þess hlutverk að borga fyrir tóm- stundir og dægradvöl fámenns hóps. FBA sala í salt Guðmundur Ámi Stefánsson segir við Dag að það væri óðs manns æði að ætla sér að selja bréf ríkisins í FBÁ og öðrum ríkisbönkum. Málin þurfi að skýrast fyrst. Styrkir skipverjana Stjóm Hjálparstarfs kirkjunnar ákvað á fúndi sínum í gær að veita lettneskri áhöfh skipsins Odenkova 300.000 króna aðstoð í formi mat- væla og fjármuna. Vantar aðstoð Vinnuhópur ríkisstjómarinnar um málefni skipverja togarans Odenkova hyggst leita aðstoöar sendiráðs Lettlands í Kaupmanna- höfn við að leysa úr vanda skipverj- anna sem verið hafa í Reykjavík í reiðileysi mánuðum saman. Dagur sagði frá. Vilja í mál Yfir 20 rnaims sem hafa sýkst af Kamfýlðbakteríum og vilja fara í málaferli gegn framleiðanda kjúklinganna hafa gefið sig fram hjá Neytendasamtökunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, segir við Dag að málaferli komi til greina. Ótti við brennivínið Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Áfengis- og vímuvamarráðs, segir við Dag að aukin áfengis- sala, sú mesta hingað til, sé áhyggjuefiii. Hún sé háð efnahag og sé í takti við efnahagsuppsveifluna. El Grillo-lekinn Stýrihópur sem umhverfisráð- herra skipaði til að gera tillögur um hvað unnt sé að gera vegna olíuleka úr E1 Grillo á Seyðisfirði mun skila tillögum til ráðherra í dag, að sögn Vísis.is Ráðherrar á Egilsstöðum Haustfundur utanríkisráðherra Norðurlandanna verður haldinn á Egilsstöðum 29.-30. ágúst undir for- mennsku Halldórs Ásgrimssonar ut- anríkisráðherra. Utanríkisráðherr- um Eystrasaltslandanna er boðið að sitja fúndinn auk sérstaks gests, sem er Lloyd Axworthy, utanríkisráð- herra Kanada. Stakar ferðir jafn dýrar Veggjald áskrifenda í Hvaiíjarðar- göngum lækkar um allt að þriöjung þann 1. september nk. Gjald fyrir stakar ferðir lækkar hins vegar ekki samkvæmt nýrri gjaldskrá Spalar hf. Hlaup hugsanlegt Morgunblaðið hefur eftir sérfræð- ingi Orkustofnunar að vatnssöfnun undir Mýrdalsjökli sé víshending um hlaup í aðsigi. Rennsli og leiðni í ám frá Mýrdalsjökli hafi verið stöðug síðustu vikuna. Góð útkoma Geir H. Haar- de fjármálaráð- herra segist við RÚV vera ánægður með af- komu ríkissjóðs á síðasta ári. 9 milijarða halli er á rekstri hans að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum en samkvæmt eldri uppgjörsaðferð, þar sem þær eru ekki taldar með, væri hagnaður hins vegar á þriðja tug milljaröa. Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 17 milljarða Meirafé Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hækka framlag borgar- innar til einkaskóla um þriðjuug. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.