Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Herforingi Serba handtekinn í Vín Börn á Græn- landi verða fýrir miklu ofbeldi Svo rammt kveður að kynferð- islegri misnotkun og annarri van- rækslu barna á Grænlandi að mörg þeirra búa við skilyrði svip- um þeim sem gerast í þriðja heim- inum. Þessu heldur fram danski sálfræðingurinn John Aasted Hal- se, formaður danskra bama- vemdarsamtaka. Hann segir ástandið vera svo alvarlegt að dönsk yfirvöld þurfi að grípa í taumana. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að rannsóknir hafi leitt I Ijós að fimmta hvert barn á Grænlandi verði fyrir kynferðis- legu ofbeldi af hálfu fulloröinna. „Danmörk hefur of lengi ekki þóst sjá þetta. Óttinn við að koma heimastjómarmönnunum í klemmu er meiri en slæma sam- viskan um aö börn í danska rík- inu skuli vera svona vanrækt," segir John Aalsted Haise. •ldðU falleg og sterk Le'y samkomutjöld Flogið var síðdegis í gær með hershöfðingjann Momir Talic, í her Bosníu-Serba, til Amsterdam þaðan sem hann verður færður fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Talic hafði verið handtekinn fyrr um daginn í Vín þar sem hann tók þátt í málþingi um alþjóðlega stefnu í vamarmál- um. Handtakan fór fram að beiðni stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, að því er saksóknarinn Louise Arbour greindi frá. Talic hafði ekki verið kunnugt um að hann væri á lista yfir stríðsglæpa- menn. Hann er sagður ábyrgur fyrir of- beldi gegn múslímum og Króötum við bæinn Prijedor í stríðinu í Bosn- íu á áranum 1992 til 1995. Rann- Momir Talic. Símamynd Reuter sókninni á máli Talics hefur hingað til verið haldri leyndri. Arbor kvaðst hafa ákært Talic í mars síðastliðnum um leið og fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra Bosníu, Radoslav Brdjanin. Brdjan- in var gripinn i Bosníu í júlí síðast- liðnum og bíður nú réttarhalda. Fréttirnar af handtöku Talics hafa vakið mótmæli í Srpska í Bosn- íu. Mirko Sarovic varaforseti sagði handtökuna niðurlægjandi og sak- aði menn um að hafa misnotað al- þjóðlega ráðstefnu. Varnarmálaráð- herra Bosníu-Serba, Manojilo Milovanovic, sem var vitni að hand- tökunni, flýtti sér heim frá Vín ásamt sendinefnd sinni. Sagði varn- armálaráðherrann í útvarpsviðtali að allir Serbar ættu á hættu að verða handteknir. Flugræninginn gafst upp Flugræningi sem rændi marokkóskri flugvél og neyddi flugmanninn til að lenda á Spáni gafst upp fyrir lögreglu í morgun eftir að hann hafði látið alla far- þegana og áhöfnina, alls 81 mann, lausa. Flugræninginn er 45 ára gamall Marokkómaður sem yfir- völd segja að sé ekki heill á geðs- munum. Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 557 7887 Utsolo UísqIq UísqIq Allt að 40 /o aFsláttur aF kassagíturum Trommusett Frá 45.000 RaFgítarar Frá 9.000 RaFbassar Frá 15.000 Pokar Frá 990 Gítarirm Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSM 895 9376 Bryant Covinton, lögregluþjónn í Washington DC, höfuðborg Bandaríkj- anna, virðir fyrir sér hluta vopnanna sem íbúar skiluðu inn til laganna varða í gær. Lögreglan fékk alls 2800 byssur og borgaði eitt hundrað dollara fyrir stykkið. Um tíma áttu yfirvöld ekki peninga til að borga fyrir hólkana. Róstur á mótmælafundi í Dili: UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlið 6, Reykjavík sem hér segir á eftir- farandi eignum: Deildarás 17, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Bergstað, gerðarbeiðendur Feiða- skrifstofa íslands hf. og íbúðalánasjóður, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Furubyggð 5, íbúðaihúsalóð, Mosfellsbæ, þingl. eig. Halldóra Friðriksdóttir og Am- ór Guðbjartsson, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Garðhús 12, 6-7 herb. íbúð á 3. hæð t.h., merkt 0303, 147,8 fm, og bílskúr, merkt- ur 0106, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Pálsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofa rafiðnaðarmanna, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Hringbraut 58, 57 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð t.v. m.m. ásamt geymslu í kjallara, merkt 0003, Reykjavík, þingl. eig. Anna Sveinbjömsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóður sjómanna, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Kóngsbakki 5, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, merkt A, Reykjavík, þingl. eig. Hermann Sævar Ástvaldsson og Hafdís Ármanns- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Krókabyggð 27, Mosfellsbæ, þingl. eig. Elfa Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00._____________________________ Mjölnisholt 12, Reykjavfk, þingl. eig. Svanhvít Friðriksdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00.__________________ Tungusel 1, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, merkt 0102, Reykjavík, þingl. eig. Sigursteinn Guðmundsson og Þorbjörg Ósk Björg- vinsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. Vallarás 4, 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt geymslu á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. lúlía Björk Ámadóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00.________________________ Þingás 35, Reykjavík, þingl. eig. Heba Hallsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður, Ríkisútvarpið og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 30. ágúst 1999 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Hus brennd og maður stunginn Róstur brutust út á fjöldafundi stuðningsmanna áframhaldandi stjórnar Indónesa í Dili, höfuðborg austur-Tímor, í morgun. Þrjú hús voru eyðilögð og maður var stunginn með eggvopni, að sögn sjónarvotta. Átökin bratust út þegar stuðn- ingsmenn Jakartastjórnarinnar grýttu mynd af Xanana Gusmao, leiðtoga sjálfstæðissinna á Austur- Tímor, sem situr í fangelsi Indónesa. Sjónarvottar sögðu að stuðnings- menn sjálfstæðis landsins hefðu grýtt flutningabíl. Nýlendusinnar svöraðu með því að brenna sölu- skála og eyðileggja þrjú hús. Maður- inn sem varð fyrir stungunni var fluttrn- í skyndi á brott. Ekki er vit- að um ástand hans. íbúar á Austur-Tímor ganga til þjóðaratkvæðis á mánudag um hvort landið á aö lýsa yfir sjálfstæði eða vera áfram undir stjóm Indónesa. Sjálfstæðissinnar á Austur-Tímor með mynd af Xanana Gusmao. Þrettán þúsund látnir Tala látinna eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi i síðustu viku er komin i rétt rúm þrettán þús- und. Áður var sagt að um átján þúsund hefðu látist en að sögn ráðamanna voru villur í fyrri talningu. Allir til í að ræða saman Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs, lauk ferðalagi sínu um löndin fyrir botni Miðjarð- arhafs í gær og sagði að bæði Sýrlendingar og ísraelar væru fúsari en áður til að koma frið- arviðræðum sín í milli aftur af stað og hrinda gerðum friðarsamningum i fram- kvæmd. Talebanar rannsaka Talebanar, sem ráða ríkjum í Afganistan, sögðust í gær ætla að rannsaka mikla sprengingu sem varð fyrir utan heimili æðsta leið- toga samtakanna í borginni Kandahar. Rússar stjórna Rússneski herinn sagðist í gær hafa náð . fiallaþorpum í Kákasuslýðveldinu Dagestan á vald sitt eftir að skæraliðar múslíma lögðu á flótta. Barist hafði verið um þorpin í 2 vikur. Halli á viðskiptum Viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna vaxandi halla á við- skiptunum við Evrópu og sagðist eiga von á að hann myndi aukast. Blair aldrei slappari Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hans hafa aldrei not- ið jafnlítilla vin- sælda meðal kjósenda frá því Verkamanna- flokkurinn vann yfirburða- sigur í þing- kosningunum 1997. Samkvæmt nýrri könnun fyrir Lundúnablaðið Times er að- eins tæpur helmingur Breta ánægður með frammistöðuna. Kosningar í Serbíu Stjórnarflokkarnir í Serbíu hafa komið sér saman um að halda kosningar 7. nóvember taki stjómarandstaðan þátt. Tilgang- urinn er að draga úr áhrifum mótmæla undanfarinna vikna. PCB í danskri skinku Belgíska stjómin hefúr hafið gagnsókn vegna gagnrýni á fóður- framleiðslu í Belgíu. Rannsóknir í Belgíu leiddu í Ijós að eitrið PCB fannst í danskri skinku. PKK yfirgefur Tyrkland Kúrdísku samtökin PKK til- kynntu í gær að þau hefðu hafið brottflutning sinn frá Tyrklandi. Samtökin lýstu fyrr í mánuðinum yfir einhliða vopnahléi. Niöurskurður Þýsk yfirvöld náðu í gær sam- komulagi um ýmsar óvinsælar spamaðarað- gerðir þrátt fyr- ir andstöðu í jafnaðarmanna- flokknum, flokki Gerhards Schröders kansl- ara, og innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Draga á úr útgjöldum ríkisins á næsta fiárlagaári um 30 milljarða marka. Rússar gera árás Rússneskar herflugvélar gerðu í gær loftárásir á fimm stöðvar múslímskra skæruliða í Tsjetsjeníu. Stjórnin vill semja Sfiórn S-Afríku vill hefia samn- ingaviðræður við stéttarfélög um framtíðarstefnu í launamálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.