Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
13
íslensk mannkyn-
bótastefna
„Formaður landafundanefndar og samgönguráð-
herra hafa viðurkennt að bröltið með Leif Eiríksson
sé frumhlaup...,“ segir m.a. í grein Sigurðar.
Yfirborðskennd dýrk-
un á Eiríki rauða minn-
ir um margt á hrein-
ræktun og mannkyn-
bótastefnu á fyrri hluta
þessarar aldar sem
þýskir, íslenskir og
norrænir menntamenn
stóðu fyrir. Afleiðingar
þessarar hættulegu
stefnu kom svo fram í
upphafningu nasista á
ljósleitum, bláeygðum
mönnum sem úrval
allra kynþátta. Þessi
stefna hefur oft verið
höfð i hávegum af ein-
staka mönnum, t.d. fyr-
ir austan fjall og í afdöl-
um á íslandi. Nýleg
dæmi sanna og að ís-
lenskt stærilæti er við-
haft í samskiptum við Grænlend-
inga.
íslenskur hroki
Okkur finnst sjálfsagt að Græn-
lendingar meðtaki allar vestrænar
úrlausnir nær undanbragðalaust.
Sauöfjárræktun þeirra er t.d. end-
urtekning af ríkisstyrktum land-
búnaði eins og hann gerist mestur
á íslandi eða í Evrópu. Eiríksbær
hinn nýi er og eftiröpun af þjóð-
veldisbænum á Stöng, ætlaður til
að sýna hvemig hægt er að draga
að forvitna ferðamenn með skýr-
skotun til íslenskrar sögu. Honum
er dembt niður á
hlaðið í Brattahlíð
mitt á meðal
merkra fornminja
frá víkingaöld.
Göngustígar gerðir
og gámahlöss af
torfi, timbri og
grjóti er flutt á stað-
inn til að kóróna
dýrðina.
Þá er oft gert grín
að veiðináttúru
Grænlendinga og
að þeir kunni illa
að aðlaga sig verk-
smiðjuvæddu þjóð-
félagi nútimans. Þó
er vitað að inúítar
stóðu norrænum
mönnum langtum
framar í allri veiði-
tækni á sjó og hæfileikum til að
lifa af þegar sauöfjárræktin brást
vegna ofbeitar.
Endimörk sauðfjárræktunar
Á síðustu mannvistarárum i
norrænni byggð á Grænlandi lifðu
afkomendur ís-
lenskra manna
úr Breiðafirði og
Borgarfirði nær
eingöngu á sjáv-
arfangi: sel, fiski
og hval, en á
landnámsárun-
um hefur þessu
verið öfugt farið
samkvæmt nýj-
ustu rannsókn-
um á mannvist-
arleifum. Sauð-
kindin hefur
forðað landanum hér áður fyrr frá
útrýmingu en þessu hefur að öll-
um líkindum verið öfugt farið í
Grænlandi. Þar hefur liflmáti að
hætti inúita eflaust bjargað nor-
rænu mönnum þegar heyfengur
brást og gróðurlöndin voru eydd.
Trúlega hafa þeir sem ekki sam-
löguðust inúítum farið með sein-
ustu fórunum til Noregs og Eng-
lands.
„EricssorT-frumhlaup
Eiríksbær og Þjóðhildarkirkja
kunna því í framtíðinni að vera
meira tákn um
endalok landflótta
norrænna manna
af íslandi. Þessir
nýju torfbæir eru
i litlum takti við
það fábrotna líf
sem þar hefur
lengstum verið
háð og þjónar því
aðeins þeim til-
gangi að slá
helgiljóma á land-
könnuðina ljós-
leitu. Ameríku-
menn vilja sem
minnst vita af
hinum „sænska
Ericsson" og telja
nú sína frum-
byggja miklu
merkilegri en
Kólumbus og Leif.
Það er því fokið i
flest skjól þegar
íslendingar ætla
að fara að nýta
sér þá „ónýttu
auðlind" sem þeir
feðgar Leifur og
Eiríkur eru sagð-
ir vera. Formaður
landafundanefnd-
ar og samgöngu-
ráðherra hafa við-
urkennt að brölt-
ið með Leif Ei-
ríksson sé frum-
hlaup en hins
vegar verði ekki
aftur snúið með
stóru landkynn-
inguna í Ameríku
í tilefni aldamót-
anna. Svo er bara
eftir að sjá hvort
hundrað milljóna
króna ferðalag á víkingaskipi til
Grænlands og Hóps standi undir
væntingum. Styrki þá vitund sem
afkomendur víkinganna vilja við-
halda?
Sigurður Antonsson
Kjallarinn
Sigurður
Antonsson
framkvæmdastjóri
„Eiríksbær hinn nýi er og eftiröpun
af þjóðveldisbænum á Stöng, ætl■
aður til að sýna hvernig hægt er
að draga að forvitna ferðamenn
með skýrskotun til íslenskrar
sögu. Honum er dembt niður á
hlaðið í Brattahlíð mitt á meðal
merUra fornminja frá víkingaöld.“
Mumia Abu-Jamal: sak-
laus í dauöaklefanum
Mál Mumia Abu-Jamal, sem
bíður dauða síns í fangaklefa í
Bandaríkjunum, hefur ekki farið
hátt hér á landi, þrátt fyrir miklar
aðgerðir honum til stuðnings í
Bandaríkjunum og fjölmörgum
öðrum löndum víða um heim.
Dæmdur án sannana
Mumia Abu-Jamal var dæmdur
til dauða í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum árið 1982. Honum var
geflð að sök að hafa orð-
ið lögreglumanni að
bana. í desember 1981
kom Abu-Jamal að átök-
um á götu í Fíladelfíu
þar sem lögreglumenn
voru að misþyrma bróð-
ur hans. Skotum var
hleypt af, Abu-Jamal
særðist og lögreglumað-
ur lét lífið. Abu-Jamal
var ákærður fyrir dráp-
ið og dæmdur á tilbún-
um sönnunum. Vitni
sáu tvo menn hlaupa af staðnum
en þeirra var aldrei leitað. Byssu-
kúlan úr líkinu hvarf og aldrei
hefur sannast að hún hafi komið
úr byssu Abu-Jamal. PolltlSkur fangi
Tveim mánuðum eftir atburð- Mumia Abu-Jamal er 45 ára
stuðnings honum
komið í veg fyrir
að dauðadómnum
hefur verið full-
nægt, en enn bíð-
ur hann þó í
dauðaklefanum og
notar tímann til
að skrifa bækur
og greinar, ekki
aðeins um eigið
mál heldur einnig
ýmislegt sem
varðar stjórnmál
og mannréttindi.
Auk almennings
víða um heim
hafa Amnesty
Intemational, Al-
þjóðadómstóllinn,
þingmenn og
fiöldi lögfræðinga og samtaka
þeirra víðs vegar um heim gert
athugasemdir við dóminn yfir
Mumia Abu-Jamal. Miklar mót-
mælaaðgerðir verða í Bandaríkj-
unum og víðar 11. september auk
ýmissa aðgerða dagana 19. til 25.
september. Nánari upplýsingar
um þetta mál er að finna á netsíð-
unni.
Líklega hefur öflug hreyfing til Einar Ólafsson
inn bar lögreglan að hann hefði
viðurkennt sekt sína þegar hann
kom á spítalann. Engin skýrsla
var þó gerð um það og læknir, sem
var á staðnum, heyrði enga játn-
ingu. Notast var við vitnisburð
vændiskonu sem átti óuppgerð
mál gagnvart lögreglunni. Önnur
vitni sáu hana aldrei á staðnum
þar sem átökin urðu. Önnur
vændiskona hefur borið að henni
hafi verið boðin vernd lögreglunn-
„Tveim mánuðum eftir atburðinn
bar lögreglan að hann hefði við-
urkennt sekt sína þegar hann
kom á spítalann. Engin skýrsla
var þó gerð um það og læknir,
sem var á staðnum, heyrði enga
játningu.u
ar við starf sitt ef hún vitnaði gegn
Abu-Jamal. Fleira mætti telja und-
arlegt við þetta mál.
gamall blökkumaður.
Ungur að aldri gekk
hann til liðs við hina
róttæku hreyfingu
blökkumanna, Svörtu
hlébarðana. Þegar hann
var handtekinn starfaði
hann við útvarpsstöð og
var þekktur fyrir að
hleypa gagnrýnum
röddmn blökkumanna
að í útvarpsþætti sin-
um. í skjalasafni
Alríkislögreglunn-
ar hefur komið í
ljós að hún hefur
haft auga með hon-
um síðan hann var
16 ára gamall.
Stuðningsmenn 1
Mumia Abu-Jamal
í Bandaríkjunum líta á
hann sem pólitískan fanga.
í ágúst 1995 tókst naumlega
__ að fá aftöku Mumia Abu-
Jamal frestað með kröfu um
endurupptöku málsins. í október
1998 staðfesti hæstiréttur Penn-
sylvaníu ákvörðum undirréttar
um að hafna endurupptöku máls-
Kjallarinn
Einar Ólafsson
rithöfundur
Meö og
á móti
Er tímabært að Reykjavík-
urborg selji hlut sinn í
Landsvirkjun?
Það er skoðun margra að ekki sé eðli-
legt að Reykjavíkurborg eigi hlut (
Landsvirkjun og hefur borgarstjóri
lýst því yfir á opinberum vettvangi að
sterk rök liggi fyrir því að borgin eigi
að selja hlut sinn f fyrirtækinu.
Nýjar
aðstæður
„Þegar við tölum um að tíma-
bært sé að Reykjavíkurborg selji
hlut sinn í Landsvirkjun erum
við auðvitað ekki að tala um að
það gerist í dag eða á morgun
heldur . verður
það að hafa
ákveðinn að-
draganda og ég
tel að við eig-
um að fara að
huga að þess-
um málum. Ég
tel að það séu
komnar upp
nýjar aðstæður
í orkumálum
sem mæla með
því. í fyrsta lagi er Reykjavík ir-
borg farin að stunda framleiðslu
á raforku og er þar með að hluta
til komin í samkeppni við Lands-
virkjun og tel ég að sú samkeppni
muni aukast fremur en hitt. í
öðru lagi er Reykjavíkurborg
einn af mikilvægustu viðskipta-
vinum Landsvirkjunar og því tel
ég að upp geti komið ákveðnir
hagsmimaárekstrar í því sam-
bandi. í þriðja lagi eru uppi ný
viðhorf í raforkumálum sem gera
að verkum að hægt er að búast
við því að ýmsir aðrir aðilar en
Reykjavíkurborg, t.d. sveitarfé-
lögin, séu tilbúnir að fjárfesta í
þessum raforkugeira og því ekki
ástæða fyrir sveitarfélög eins og
Reykjavíkurborg að liggja með
svona mikla fjármuni i þessu fyr-
irtæki."
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgar-
stjóri í Reykjavík.
Vilhjálmur Þ. VII-
hjálmsson borgar-
fulltrúi.
Óábyrgt
„Ég tel það þjóna hagsmunum
borgarbúa að Reykjavík,
langstærsta sveitarfélag landsins,
hafi áhrif á þær breytingar á
skipan raforkumála sem nú
standa fyrir
dyrum og því
er ég ósam-
mála borgar-
stjóra í þessum
efnum. Hins
vegar finnst
mér full
ástæða til að
þessi mál verði
skoðuð nánar
þegar liggur
fyrir skýrari
stefnumörkun á sviði orkumála
og þá um leið hvert verður hlut-
verk Landsvirkjunar í raforku-
málum landsmanna. Enn er ekki
ljóst hvað verður um Landsvirkj-
un en fyrirtækið framleiðir nú
um 95% af raforku landsmanna.
Ef hugmyndin er sú að efha til al-
vöru samkeppni á þessum mark-
aði þá er ljóst að það verður að
búa til 3 eða 4 fyrirtæki úr Lands-
virkjun. Þá gæti allt eins komið
til greina að Reykjavíkurborg
tæki til sín tilteknar rekstrarein-
ingar, eins og t.d. Sogsvirkjanirn-
ar, sem borgin lét af hendi inn í
Landsvirkjun á sínum tíma. Því
er allt tal núna um að selja hlut
Reykjavíkurborgar til ríkisins að
mínu mati óábyrgt. Auk þess tel
ég ekki heppilegt að ríkið sé eitt
eignaraðili að Landsvirkjun. Ég
tel að Reykjavíkurborg geti með
eignaraðild að Landsvirkjun og
þátttöku á þeim vettvangi haft
meiri áhrif á það breytingarferli
sem fram undan er í skipan orku-
mála og þar með varið hagsmuni
Reykvíkinga á þessu sviði miklu
betur en ella.“ -KJA