Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Fréttir Bylting 1 orkumálum Húsvikinga: 800 milljóna króna fram- kvæmd I fullum gangi DV, Akureyri: Geysilegar framkvæmdir, sem tengjast orkumálum, eiga sér nú stað á vegum Húsavíkurbæjar. Um er að ræða undirbúning flutnings á heitu vatni úr Reykjahverfi, bygg- ingu raforkustöðvar, borun eftir köldu vatni og þá eru einnig fram undan framkvæmdir við að koma auknu heitu vatni til bæjarins. Alls munu þessar framkvæmdir kosta um 800 milljónir króna, sem er svimandi há upphæð fyrir ekki stærra sveitarfélag. í Reykjahverfi kemur nú upp 125 gráða heitt vatn úr þremur virkum Faxafeni 8 Jpið: 4ánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-17 borholum og stendur yfir lagning um 16 km langrar flutningsæðar sem mun flytja vatnið að raforku- stöð sem reist verður skammt sunn- an Húsavíkur. Flutningsgeta æðar- innar verður rúmlega 100 sek- úndulítrar. Búið er að taka grunn að rafstöðvarbyggingunni og bygg- ingarframkvæmdir hafnar. Að sögn Hreins Hjartarsonar, veitustjóra á Húsavík, ganga allar framkvæmdir samkvæmt áætlun og rúmlega það ef eitthvað er. „Þetta lítur allt saman mjög vel út og áætl- un okkar um að taka raforkustöðina í notkun 1. júní á næsta ári stend- ur,“ segir Hreinn. Raforkufram- leiðslan sem þá verður hafin í stöð- inni mun nema 2 megavöttum en það svarar til 70% af aflþörf bæjar- ins. Þar sem heita vatnið frá Reykja- hverfi er 125 gráða heitt er það of heitt til að taka það inn á veitu- kerfi bæjarins. Vatnið verður því að hluta kælt í rafstöðinni en samt sem áður mun Húsavíkurbær geta boðið upp á 125 gráða heitt vatn til iðnaðamota en slíkt stendur ekki til boða annars staðar á land- inu. Það framboð hefur þegar sagt til sín, Fiskiðju- samlag Húsavíkur hyggst skipta úr olíukyndingu yfír í 125 gráða heitt vatn í rækjuvinnslu sinni. Fyrir- tækið íslenskur harðvið- ur, sem er arftaki Aldins, er að auka framleiðslu sína og þá hefur a.m.k. eitt erlent fyrirtæki sýnt áhuga á orkufrekri fram- leiðslu á Húsavík. Húsvíkingar sitja ekki auðum höndum því hátt í milljarðs framkvæmd stendur yfir í orkumálum. -gk Kyrrstaða í malum Odincovu og Erlu „Ég hef ósköp lítið annað að segja um þetta mál en það að áður en við fór- um í síðustu veiðiferðina á Erlu hafði út- gerðin gert al- gjörlega upp í topp við mína Rússa um borð,“ segir Skúli Elíasson, skipstjóri á togaranum Erlu, en það skip er gert út af Sæmundi Árelíussyni, þeim sama og gerir út hinn fræga togara Odincovu sem legið hefur mánuð- um saman í Reykjavíkur- höfn. Skipverjamir á Odincovu, sem vakið hafa mikla athygli af og til í Reykjavik vegna mótmælaað- gerða sinna og neyðarbeiðna um aðstoð, hafa ekki fengið greidd laun misserum saman og varð það til þess að togar- inn Erla var kyrrsettur á Nýfundna- landi þegar skipið kom þangað. Tveir íslendingar voru á skipinu í síðustu veiöiferðinni og komu þeir Skúli Elísasson. 1 F ■ liisli ■ rsSteí- í i- L t. / i \ 1 ot ' •'1UHM J A i Skipverjar á Odincovu í mótmælastöðu. fljótlega heim til íslands. n Hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, ii sem hefur talsvert beitt sér í þessu e máli, sagði Jónas Garðarsson for- a maður að togarinn Erla væri bund- inn við bryggju og í rauninni væri ekkert annað að gerast í málinu en að beðið væri staðfestingar á kyrr- setningunni þangað til útgerðin hefði greitt laun og ætti sú staðfest- ing að berast fyrir 6. september. -gk Gunnar Jóhannsson frá Hóimavík er hér að athuga hrefnuveiðigræjurnar á bátnum sínum. Hann, eins og margir hrefnuveiðimenn, bíður spenntur eftir því að veiðar verði leyfðar á ný. Mikið af hrefnu er í sjónum um allt land og því Iftið því til fyrirstöðu að hefja veiðar um leið og þær verða leyfðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.