Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 hætta sé á að raki komist Þrífa verður tjaldvagn og þurrka vel fyrir vetrargeymslu. Reisa má tjaldvagna á hlið til að spara pláss. DV-myndir ÞÖK um eiganda fellihýsis sem hafði viljandi haft rifu á felli- hýsi til að loftaði um það í geymslunni. Hann varð hins vegar fyrir því að raki og mygla kom upp og oÚi skemmdum. Geymd heima Þegar nægilegt pláss er fyrir hendi, inni í bílskúr eða undir skyggni við hús, er ekkert sem mæl- ir á móti því að eigandinn geymi tjaldvagninn sinn heima. Dæmi eru um að menn hafi smíðað grindur eða skýli fyrir tjaldvagna og felli- hýsi. Aðalatriðið er þó sem fyrr að ganga vel frá vögnunum og hýsun- um fyrir veturinn, þau séu hrein, þurr og vel varin fyrir veðri og vindum. „Það hefur orðið mikil fjölgun tjaldvagna og fellihýsa á þessu ári og misjafnt hvernig fólk umgengst þau. Ég hef séð tjaldvagna standa úti á bilastæði yfir vetur og þegar betur hefur verið að gáð hefur frá- gangur þeirra ekki verið til fyrir- myndar. Það er sorglegt til þess að hugsa þegar fólk hugsar ekki betur um þessi verðmæti. Þar er verið að kasta peningum út um gluggann," segir Óli í Njarðvík. -hlh andi verð „Það er mjög mikilvægt að tjald- vagnar og fellihýsi séu vel þrifm og þurr þegar þau koma í geymslu og þannig frá þeim gengið að ekki komist að þeim raki. Fúkkafýla eða mygla á þá síður að mæta eigandan- um í vor. Sumir sjá eftir þeim pen- ingum sem fara í geymslukostnað en það er smáræði miðað við þá fjármuni sem bundnir eru í vögnun- um sjálfum. Þar eru hundruð þús- unda króna í húfi,“ segir Óli Krist- inn Hrafnsson hjá Tjaldvagnaleigu Marínar og Óla í Njarðvík. Gríðarleg sala hefur ver- ið á tjaldvögnum og felli- hýsum á þessu ári og nokkuð víst að eftirspum- in eftir geymsluplássi verð- ur veruleg þegar hausta tek- \ ur. Óli og Marin hafa leigt út \ ' tjaldvagna í nokkur ár en bjóða ' nú í fyrsta skipti upp á geymslu- pláss. Á þessum sérhæfða geymslu- markaöi er framboð á bæði upphit- uðu og óupphituðu húsnæði. Óupp- hitað húsnæði er, eðli máls sam- kvæmt, ódýrara. Eftir því sem DV kemst næst kostar um 15.000 krónur að geyma tjaldvagn í upphituðu húsi yfir veturinn. Fyrir fellihýsi undir 12 fetum er verðið í kring- um 25.000 krónur og 37.000 krón- Á ur ef fellihýsið er lengra en 12 M fet. Verð fyrir geymslu getur ■ verið lægra og einnig hærra en n þetta verð. Rétt er að benda á að ™ aðilar sem leigja út geymslupláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi auglýsa gjaman þjónustu sína í smáauglýs- ingum DV. Geymslusamningar gilda yfirleitt fram í maí á næsta ári en nánari út- Mismun færsla þeirra er með ýmsu móti. í sumum tilfellum bjóða eigendur geymsluplássins upp á þá þjón- ustu að sækja tjaldvagna og fellihýsi og skila þeim aft- ur á umsömdum tíma að vori. Það kost- ar þá auka- lega. í mala aður en gengið er fra þessum hlutum til geymslu. Marga tjaldvagna er hægt að reisa upp á hlið og í sumum tilfellum J eru sérstakar j/r grindur sett- geymslu- plássum getur hagað þannig til að ekki sé hægt að nálgast tjaldvagna eða fellihýsi fyrr en eftir ákveðinn tíma á vorin. Er hyggilegt að kynna sér slíka skil- ar undir þá. Þannig má nýta geymslupláss betur en ella. Fellihýsi er yfirleitt ekki hægt að reisa á hlið og kostnaður við geymslu þeirra því meiri. Þeir sem DV hefur rætt við mæla frekar með upphitaðri geymslu fyr- ir tjaldvagna og fellihýsi. Meiri vagnana í kaldri geymslu sem geri um leið mun meiri kröfur til góðs frágangs. Þannig veit DV Mikilvægt að ganga vel frá tjaldvögnum og fellihýsum fyrir veturinn: Þurr, hrein og vel varin - hundruð þús- unda í húfi Gera má góð kaup á nýjum og notuðum tjaldvögnum: Tími tilbodanna Á haustin má gera ágætiskaup á tjaldvögnum og fellihýsum. Mikilli sölu fylgir eðlilega stærri markaður fyrir notaða tjaldvagna og fellihýsi auk þess sem söluaðilar eru gjarnan með tilboð í sumarlok þegar aðal- feröatíminn er afstaðinn. Lesendur sem hafa hug á að kaupa sér tjald- vagn eða fellihýsi eru því hvattir til að kynna sér tilboð innflytjenda og notaða markaðinn. Hjólhýsi og fellihýsi Þaö að hafa tjaldvagn eða felli- hýsi er í raun eins og að vera með eigin bústað og geta farið hvert á land sem er með hann. Hjólhýsi voru vinsæl hér áður fyrr en eru orðin heldur sjaldgæf, eru helst keypt fyrir fast land, sum- arbústaðaland eða eitthvað slíkt. Fellihýsi hafa hins vegar náð nokkrum vinsældum. Fellihýsi eru mitt á milli hjólhýsa og tjaldvagna. Þau eru byggð upp þannig að grunn- urinn er eins og á hjólhýsunum en efri hlutinn er samanbrotinn og samanstendur af tjöldum. Fellihýsin hafa ekki sama fermetrapláss og tjaldvagnar en þau eru betur búin tækjum. Þau eru líkari hjólhýsum heldur en tjaldvögnum. Tjaldvagnar Tjaldvagnar eru mjög vinsælir hér á landi og eru sífellt að verða vinsælli. Grunnurinn er nokkurs konar rúm en stórt tjald, sem er dregið út og hælað nið- ur, myndar fortjald. Mik- ið geymslupláss er í vagninum, bæði þegar hann er samanbrotinn og einnig er farangurs- geymsla undir honum. Fortjaldið myndar svæð- ið sem hægt er að hafast við i. Eldunaraðstaða er áfóst tjaldvögnunum ásamt vaski og hægt er að draga hana út sér, t.d. þegar menn vilja elda án þess að tjalda. Fer allt með tjald- vagninn „Frá því að ég eignaðist tjald- vagninn sem var 1992 höfum við farið svona sex til sjö helgar á sumri út á land með vagninn. Þetta er oft sama rútínan, ég byrja yfirleitt á að fara í Þórsmörk en síðan er allur gangur á því hvert maður fer. Ég hef farið út um allt, þar á meðal hringinn," sagði Bjami Jó- hannesson, eigandi tjaldhýsis, í sam- tali við DV í sumar. „Vagn sem þessi kostar um 450 þúsund nýr en það er ekki mikill kostnaður í kringum hann. Það kost- ar ekkert að tryggja hann því það nægir að hafa hann skráðan. Trygg- ingamar fylgja bílnum. Viðhald er lít- ið sem ekkert og það er auðvelt að geyma svona vagna. Ég geymdi hann alltaf með því að velta honum upp á hlið inni í bílskúr hjá mér. í dag er ég með iðnaðarhúsnæði þannig að ég hendi honum bara inn þar,“ sagði j Bjami tjaldvagns- eigandi. -hlh/EIS Bjarni Jóhann- esson, eigandi tjaldhýsis, hefur farið út um allt land með tjaldvagninn sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.