Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 25 4 Símenntun - líka fyrir eldri borgara Á laugardaginn kemur er dagur símenntunar. Afþví tilefni Jjallar Tilveran í dag um nám þeirra sem komnir eru afléttasta skeiði. Við- mælendur Tilverunnar eru þrjár kjarnakonur sem ákváðu að og geraþað að mennta • ;pj[ JóhannaJóhann- esdóttir lét gamlan draum rætast. Jóhanna Jóhannesdóttir, fv. kennari: skaplega tímabundin á meðan ég var að vinna þannig að ég nýt þess að eiga tíma fyrir sjálfa mig núna. Ég fer eft- ir því sem ég má vera að í fé- lags- mið- stöð eldri borg- ara og vinn að fjöl- b r e y 11 u handverki þar, svo sem glerskurði, sem er mjög skemmtilegt. Svo sinnir maður auðvitað afkomendunum. Ég á tvö langömmubörn og það er mjög ánægjulegt." -HG Gamall draumur sem rættist Jóhanna Jóhannesdóttir er fv. kennari í Árbæjarskóla „Mig hefur langað í handavinnu- nám frá ungaaldri. Á þeim tíma voru aðstæðurnar hins vegar þannig að ég var komin með mann og böm. Það auðvitað leiddi til þess að ég var í húsmóðurhlutverkinu í nokkur ár og kom upp börnunum og þess háttar. Ég byrjaði svo að kenna í Árbæjarskóla og kenndi þar i fjölda ára. Þegar ég var orðin sex- tug fannst mér tími til kominn að gera eitthvað skemmtilegt og ákvað að sækja um launað leyfi til að mennta mig i eitt ár. Það fékkst ekki þó að ég sækti tvisvar um.“ Jó- hanna lét þetta þó ekki aftra sér. „Ég ákvað þá að vera bara í hálfu starfi í tvö ár og taka handavinnu- námið með fram vinnunni. Þannig gat ég gert hvort tveggja.“ Var ekkert erfitt að samræma vinnu og skóla? „Nei, þetta gekk al- veg ótrúlega vel. Fjölskyldan var mjög skilningsrík og fannst þetta stórkostlegt. Þetta hefði þó aldrei gengið ef Árbæjarskóli hefði ekki verið tvísetinn á þessum tíma. Þá gat ég verið í skólanum fyrir hádegi og kennt eftir hádegi. Annars hefði þetta aldrei gengið upp. En þetta gekk mjög vel, þannig að ég öðlaðist réttindi til að kenna handavinnu. Ég notaði þau nú aldrei en þetta hefur verið mér til mikillar ánægju. Hins vegar hef ég notað kunnáttuna fyrir sjálfa mig og nú þegar ég er hætt störfum er ég mjög sátt. Ég var af- r' X Undanfarin misseri hefur Guðrún m.a. lagt stund á nám um Vestur-íslend- inga. Nú dreymir hana um að komast i ferðalag til byggða Vestur-íslendinga næsta sumar. Tölvunám - engin spuming - segir Sjöfn Sigurjónsdóttir, þátttakandi Sjöfn Sigurjónsdóttir fór í tölvunám í fyrra og segist ekki geta án tölvunnar verið í dag. Sjöfn Sigurjónsdóttir er ein þeirra sem þátt tóku í tölvu- námskeiði Viðskipta- og tölvu- skólans fyrir eldri borgara í fyrra. Hún segir námið hafa verið sér mikils virði og segist ekki geta án tölvunnar verið í dag. „Ég fór i þetta nám á síðasta ári. Ég hafði reyndar unnið áður við skjá og rit- vélar sem bankastarfsmaður en ekki við venjulegar tölvur. Þetta var því kannski ekki alveg framandi. Námið var hreint frábært og nauð- synlegt fyrir alla sem vilja lifa lífinu lifandi að tileinka sér tölvurnar. Ef fólk hefur ekki komið nálægt þessu áður, þá er bara að byrja að drífa sig á námskeið, kynna sér lykla- borðið og svo fær maður aðstoð ef eitthvað er. Þetta kemur allt eins og skot. Enginn þarf að hræðast tölv- urnar. Svo er hópurinn svo skemmtilegur að maður yngist hreinlega upp við að taka þátt í þessu. Mér finnst líka mikill munur að geta skrifað bréf og vistaö og breytt skjölunum í tölvunni á ein- faldan hátt. Þetta er allt annað en gamla ritvélin." Sjöfn finnst Netið ákaflega gef- andi. „Ég var t.d. með börnin mín, bamabörn og tengdabörn, hvert í sínu landinu. Þá fór tölvupóstur á milli okkar fram og til baka. Við þetta snarlækkaði símareikningur- inn. Krakkarnir, alveg niður í 5-6 ára, sendu mér tölvupóst með að- stoð pabba og mömmu. Það urðu því miklu örari og nánari samskipti heldur en með venjulegum bráfa- skriftum. Núna á maður bara eftir að fá sér mynda- vél ofan á tölvuna til að geta horft á þann sem maður er að skrifast á —>■ við. Netið er líka mik- ill upplýsinga- banki. Þangað er hægt að sækja alls konar efni og þjónustu. Maður getur líka eignast kunningja á Net- inu og þarf þá ekkert að hitta þá frekar en maður vill. Fyrir utan andleg málefni, þá tek ég tölvuna fram yfir flest annað. Ég ætla bara rétt að vona að maður geti farið aftur á svona námskeið til að læra meira,“ sagði þessi eld- hressa tölvukona. -HKr. Guðrún Marteinsdóttir O'Leary, fv. hjúkrunarforstjóri: Hef mikla þörf fyrir að gera gagn Ouðrún Marteinsdóttir O’Leary er ein af þeim eldri borgurum sem ekki situr með hendur í skauti þótt hún sé komin fram yfir starfslokaaldur- inn. Hún segir aö sér sé það nauðsyn- legt að afla sér þekkingar. „Ég átti heima í Bandaríkjunum í fimmtán ár en flutti svo heim. Þá var maðurinn minn látinn og ég varð að byrja að vinna hér heima en það hafði ég ekki gert í Bandaríkjunum. Ég er mennt- uð hjúkrunarkona en síðar bætti ég við mig stjómunamámi ofan á það. Ég fór í hjúkrunarnám vegna þess að ég hef mikla þörf fyrir að gera gagn og hef fengið útrás fyrir hana í hjúkr- unarstarfinu." Guðrún vann sem hjúkrunarforstjóri Landakotsspítala áður en hún lét af störfum árið 1990. „Þegar leið að lokum starfsferils- ins ákvað ég að fara í heilsugæslu- nám því mér fannst ég ekki búa yfír nægri þekkingu á þvi hvernig heilsu- gæslan í landinu starfar. Ég bý að þessu námi núna því ég hef tekið að mér ýmis verkefni á heilsugæslu- stöðvum, bæði í Hveragerði og á Vif- ilsstöðum, eftir að ég lét af störfum. Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi." Hvað er svona skemmtilegt við að vera í skóla? „Ég geri þetta mér til ánægju, til að örva sellurnar. Vonandi líka öðrum til gagns,“ segir Guðrún og brosir. „Ég hef líka farið á endurmenntunarnámskeið á hverju ári í nokkur ár. Það er mjög skemmtilegt að fræðast og vera inn- an um fólk á sama tíma, því stór x hluti ánægjunnar er félagsskapurinn. Eitt námskeiðið sem ég hef tekið var t.d. um Vestur-íslendinga og nú dauð- langar mig að fara i ferðalag á Vest- ur-íslendingaslóðir. Ég vona svo sannarlega að ég komist, ég er að skipuleggja ferðina og ætla að plata vinkonu mína með.“ -HG *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.