Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 27 i DV______________________________________________Sviðsljós George Clooney veðjaði á réttan hest: Sigurstranglegur á óskarshátíðinni / \ Atvinna Fyrirtæki sem sérhæfir sig í húsaviðgerðum óskar að ráða verkamenn og nema í múriðn. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir rétta menn.Umsóknir sendist augld. DV fyrir 1. sept., merkt. „Atvinna - 34199“. V___________________________________________J Hjartaknúsarinn George Clooney er sennilega ekki svo galinn þegar allt kemur til alls. í fyrsta lagi hætti hann í lækna- sápuþvælunni um bráöavaktina og í öðru lagi hafnaði hann öðru aðal- hlutverkinu í bíóbömmemum Wild, Wild West. Já, George taldi affarasælla að vera með i Persaflóastríðsdramanu Þremur kóngum. Meira en það, leik- arinn linnti ekki látunum fyrr en hann fékk hlutverkið. „Ég bókstaflega elti leikstjórann á röndum í langan tíma,“ segir Cloon- ey í viðtali við breska blaðið Sunday Express. „Ég elti hann til Los Angeles, ég elti hann til New York. Ég fór inn á hótelherbergið hans og sagði: sjáðu til, ég er mað- urinn í starfið. Hann lét mig fá hlut- verkið áður en yfir lauk.“ George Clooney þykir til alls Ifkleg- ur á óskarsnóttinni árið 2000. Poppsöngkonan Janet Jackson, systir hins upplitaða Michaels, brosti sínu breiðasta þegar hún mætti til hátíðar hipphopp-tónlistarmanna í Hollywood á afmæli Reykjavíkurborgar. Janet var ekki í hópi verðlaunaþega en hún skemmti sér án efa vel, eins og aðrir sem viðstaddir voru. 10 milljónir fyrir mánuð í sumarhúsi Svo virðist sem Robert De Niro hafi ákveðið í skyndi að binda enda á tveggja ára langt hjónaband sitt og Grace Hightower. Þvi til sönnunar benda slúðurblöðin á að kvik- myndaleikarinn frægi hafi leigt íburðarmikið sumarhús í Edgar- town á eyjunni Martha’s Vineyard, þangað sem fina fólkið í Bandaríkj- unum fer í frí. Mánaðarleiga á glæsivillunni átti að kosta litlar 10 milljónir íslenskra króna og virðist leikarinn ekki hafa sett það fyrir sig þegar hann bókaði húsið. De Niro hætti hins vegar við dvölina í húsinu og nú eru það að- eins Grace og 16 mánaða gamall sonur hennar og De Niros sem eiga ánægjustundir i sumarhúsinu. De Niro er sem sagt ekki á staðnum en verður líklega að borga leiguna. Þessi staðfesta Clooneys gæti orð- ið til þess að hann krækti sér í ósk- arsverðlaun á næsta ári. Myndin þykir til alls líkleg og sömu sögu er að segja um Clooney sjálfan. Hann ku víst standa sig með afbrigðum vel. Þrír kóngar Qallar um þrjá bandaríska hermenn sem laumast til að leita að fjársjóðum Saddams Husseins íraksforseta á meðan þeir gegna herþjónustu i Kúveit. Cloon- ey leikur foringja herdeildarinnar en á móti honum eru rapparamir fyrrverandi og leikararnir núver- andi Mark Wahlberg og Ice Cube. Clooney hefrn’ verið að reyna að svissa yfir í kvikmyndaleik frá ár- inu 1996 en hefur ekki gengið allt of vel, enda myndirnar ekki verið upp á marga fiska. Vonandi hefst það þó í þessari tilraun. Whitney Hou- ston er reið út í Michael Jackson Söngkonan Whitney Houston mun líklega ekki bjóða söngvar- anum Michael Jackson í veislu í náinni framtíð. Nú í vikunni var ráðgert að hún afhenti Jackson verð- laun á góðgerð- artónleikum sem haldnir voru á vegum barnasjóðs hennar. En söngvarinn frægi mætti ekki til verðlaunaafhendingarinnar þrátt fyrir að hann væri í grenndinni. „Hver heldur hann eiginlega að hann sé,“ sagði Bobby, eiginmað- ur Whitney, öskureiður. Tvífari Britney Spears reyndist vera karlmaður Keppnin um hver líktist mest nýju poppdrottningunni Britney Spears, sem er 17 ára, fór ekki al- veg eins og skipuleggjendur höfðu ráðgert. Sigurvegarinn var nefni- lega 24 ára gamall dansari, Robert Stephens. Alls höfðu um 30 tán- ingsstúlkur tekið þátt í keppn- inni. Stephens var að vonum sviptur titlinum en hann fékk þó að hitta poppdrottninguna vin- sælu að keppninni lokinni. Sendlar óskast á afgreiðslu blaðsins á aldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000. Niður- suðuglös í mörgum stærðum og gerðum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.