Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarrítstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrír viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Rödd skynseminnar Liðin vika gefur vonir um að þrátt fyrir allt ráði rödd skynseminnar þegar til lengri tima er litið. Indónesíu- stjóm, sem hefur haldið íbúum Austur-Timor í helgreip- um ofbeldis undanfarna áratugi, varð að lokum að hlusta á raddir skynseminnar. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag. Mikil spenna hefur verið i land- inu og hafa andstæðingar sjálfstæðis farið með ofbeldi um landið. Það er alltaf reynt að þagga niður í skynsem- inni. Mikilvægt er að sá órói sem nú er á Austur-Tímor verði ekki tylliástæða fyrir stjórn Indónesíu til þess að fresta sjálfstæði landsins. Alþjóðasamfélag þjóðanna verður að grípa inn i með skýrum hætti. Indónesía er þess ekki umkomin að halda friði á Austur-Tímor, að- eins alþjóðlegt gæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna getur tekið slíkt verk að sér. Blóðsúthellingar munu halda áfram uns þjóðir heims skerast í leikinn. Samkomulag ísraela og Palestínumanna um fram- kvæmd friðarsamninga er annað dæmi um hvernig rödd skynseminnar hefur fengið að ráða. Leiðin að friði fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið þyrnum stráð og það eru margir sem munu beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að þessar tvær þjóðir geti búið í sátt og samlyndi. Hryðjuverkin eru þegar byrjuð. Þar, eins og á Austur-Tímor, er reynt að þagga niður í rödd skyn- seminnar. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, hafa af æðruleysi sýnt hvernig hægt er að'stiga mikilvæg skref í átt til friðar. Báðir eru sakaðir um að gefa hinum of mikið eftir. Samkomulagið bíður nú samþykkis Knesset, ísra- elska þjóðþingsins, og þrátt fyrir góðan meirihluta má ljóst vera að andstæðingar forsætisráðherrans munu gera að honum harða hríð sem hann mun standa af sér. Úrelt fyrirkomulag Hækkun á bensíni sýnir hve snælduvitlaust fyrir- komulag er hér á landi í sölu og dreifingu á olíu og bensíni. Langstærstur hluti útsöluverðsins rennur til hins opinbera og eftir því sem innkaupsverðið er hærra því meiri tekjur fær ríkissjóður. Hærra verð, meiri tekjur. Hagur ríkissjóðs er ekki fólginn í því að oliufélögin nái hagstæðum innkaupum á eldsneyti heldur þvert á móti. Verðsamkeppni er í raun ekki til hér á landi. Sam- keppni olíufélaganna þriggja felst ekki i því að bjóða lægra verð heldur glæsilegar hallir þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar fyrir utan ódýrt bens- ín. Allir eru farnir að sætta sig við að verðsamkeppni sé engin og því kippir sér enginn upp við það þegar ol- íufélögin tilkynna sömu verðhækkun, þrátt fyrir að samráð milli fyrirtækja um verðlagningu sé ólöglegt. Engum þarf i raun að koma á óvart að olíufélögin stundi ekki verðsamkeppni, ekki nú frekar en áður þegar verð var ákveðið af opinberum aðilum. Það er enda fremur þægilegt líf að þurfa ekki að standa í eilífu stríði um verð. Á meðan ríkið sópar til sín stærstum hluta bensínverðsins mun ekkert breytast í þeim efn- um og neytendur geta keypt bensín á sama háa verð- inu, óháð seljanda. Óli Björn Kárason Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna, og Finnur Ingólfsson ráðherra teygja á eftir göngutúr um Eyjabakka fyrr í mánuðinum. DV-mynd GVA Undirskrifta- söfnun - til varnar hálendisperlum ingu fyrir lýðræðinu og fólkinu í landinu. Umhverfis- og náttúru- verndarsamtök og aðr- ir aðilar, sem vilja forða því, að óbætan- legt tjón verði unnið á náttúru landsins, verða nú þegar að hefja undirbúning að slíkri viljayfirlýsingu frá þjóðinni. Varðar alla þjóð- ina í nútíð og framtíð íbúar á Austflörðum eiga vafalítið rétt á því, að rennt sé stoð- um undir styrkara at- vinnulíf og betra mannlíf í landshlutan- ----------------- „Taki ríkisstjórn og Alþingi ekki tillit til óska meiríhluta lands- manna og haldi virkjunaráform- um til streitu er eina úrræði þjóðarinnar að efna til undir- skriftasöfnunar til varnar há- lendisperlunni á Eyjabókkum.“ Kjallarinn Ólafur F. Magnússon læknir og borgarfuiltrúi í Reykjavík í grein í DV mánudaginn 30. ágúst sl. lýsti ég þeirri skoðun minni, að meirihluti þjóðarinnar hafi rétt fram sáttahönd til stjórnvalda með því að fallast á, að fyrir- huguð Fljótsdals- virkjun verði sett í umhverfismat skv. lögum, sem tóku gildi 1. maí 1994. Ríkisstjórn og Al- þingi eigi að taka þessu sáttatilboði feginshendi. Annað sé hvorki nútímaleg né lýðræðisleg vinnubrögð. í sam- ræmi við þetta átti heiti greinarinnar að vera „Engin þjóð- arsátt án umhverfís- mats.“ Taki ríkisstjórn og Alþingi ekki tillit til óska meirihluta landsmanna og haldi virkjunará- formum til streitu er eina úrræði þjóð- arinnar að efna til undirskriftasöfnun- ar til varnar há- lendisperlunni á Eyjabökkum. Verði þátttaka mjög mikil í slíkri undirskriftarsöfnun getur ríkis- stjómin ekki annað en tekið tillit til þjóðarviljans, ef hún ber virð- um. En hvorki Austfirðingar né kjömir fulltrúar þeirra eiga rétt á þvi að ráðstafa náttúruperlum á hálendi íslands í eigin þágu án samráðs við aðra landsmenn. Það er bjargfóst skoðun mín, að með því að fórna hálendisperlum Aust- urlands fyrir uppsveiflu í atvinnu- lífi og aukið ijármagnsstreymi á næstu árum sé verið að fóma meiru fyrir minna. Þá er einfald- lega verið að efna til veislu hjá núlifandi kynslóð á kostnað af- komenda hennar. Flestir muni sjá eftir þessu fyrir miðja næstu öld. Reynsla annarra þjóða er víti til varnaðar í þessu sambandi. Skuldbinding við fjárfesta Það er ekki að ástæðulausu, að ég tala um náttúruperlur Austur- lands í fleirtölu, þegar rætt er um fórnarkostnað vegna virkjanaáætl- ana stjórnvalda. Það liggur fyrir að 120 þúsund tonna álver er ekki hagkvæmt til lengdar að mati fjár- festa, sem munu krefjast þess, að stækkunarmöguleikar verði tryggðir. Menn hafa nefnt úór- fóldun í því sambandi. Til þess að viðbótarorka verði tryggð þarf því að líkindum að ráðast í Kárahnúkavirkjun í kjölfar Fljótsdalsvirkjunar. Margt bendir þannig til, að al- menningur hafi ekki enn fengið að sjá nema toppinn af ísjakan- um. Myndun Eyjabakkalóns verði fylgt eftir með Kárahnúka- vmkjun og eyðileggingu Dimmugljúfra. Þetta má ekki gerast. íslenska þjóðin verður að koma ríkisstjórn og ‘Alþingi í skilning um það á næstu vikum og mánuðum. Ólafur F. Magnússon Skoðanir annarra Skattar á bensín „Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Neytendasam- tökin, verkalýðsfélög og fleiri hafa lagt til að ríkið lækki skatta á eldsneyti í kjölfar mikillar hækkunar á bensíni. En ljóst er að ríkið hagnast verulega á þessari hækkun þar sem krónutala skattsins hækk- ar með verðinu. Skattar ríkisins magna ekki aðeins upp þessa verðhækkun á eldsneyti heldur tekur vísi- tala neysluverðs stökk í hvert sinn og verðtryggðar skuldbindingar hækka um leið. Gera má ráð fyrir að hækkun á eldsneyti hafi hækkað vísitölu neyslu- verðs um 0,85% á þessu ári. Þessi skattlagning er því margfalt böl fyrir hin almenna borgara. Þegar það er haft í huga að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissköttum munu fara langt fram úr þvi sem gert er ráð fyrir í fjárlögum er það sjálfsögð krafa að ríkið lækki skatta á eldsneyti. Ekki er óvarlegt að áætla að lækkunin geti verið um 10 krónur á bensínlítrann án þess að forsendur fjárlaga raskist." Úr Vef-Þjóðviljanum 3. september Lög um fasteignaviðskipti „Dómsmálaráðhera, Sólveig Pétursdóttir, hefur gef- ið yfirlýsingu þess efnis, að hún sé að láta smíða lög um fasteignaviðskipti, sem taka til ábyrgðar bæði kaupanda og seljanda í slíkum viðskiptum og hvaða reglur þurfi að gilda er þau fara fram. Engin lög hafa verið í gildi um fasteignaviðskipti og því ber að fagna þessari ákvörðun ráðherrans. í fasteignaviðskiptum eru einstaklingar og fyrirtæki oft og einatt með þorra eigna sinna undir og þvi mikið í húfi fyrir alla að þau fari fram samkvæmt fastmótuðum reglum." Úr forystugreinum Morgunblaðsins 3. september Þátttaka fréttamanna í stjórnmálum „Þá verður það að teljast mikið áfall fyrir frétta- stofuna að vera ekki með skráðar reglur í þessum efnum, sérstaklega í ljósi þess að Hannes Hólm- steinn Gissurarson er búinn að raða hverjum stutt- buxna drengnum á fætur öðrum inn á fréttastofuna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur sagt að RÚV eigi í tilvistarkreppu. Það lýsir best hvílíkum frábærum árangri hann hefur náð á níu ára stjórn- unarferli sínum, með þeim vinnubrögðum sínum aö ráða engan til starfa hjá stofnuninni nema að sá hinn sami hafi réttan flokksstimpil." Groska.is 3. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.