Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Afmæli Halldór Traustason / \ Halldór Valdimar Traustason vél- stjóri, Hjallavegi 1, Flateyri, er fer- tugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík en ólst upp í foreldrahúsum á Flateyri. Hann var í barna- og unglingaskóla á Flateyri, lauk gagnfræöaprófi á Núpi viö Dýrafjörð, stundaði nám viö Vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan 4. stigs vélstjóraprófi 1982. Halldór fór ungur til sjós og hefur stundað sjómennsku alla tíð, fyrst á bátum frá Flateyri. Hann var vél- stjóri á farskipum um skeið en hef- ur lengst af verið vélstjóri á togar- anum Gylli frá Flateyri sem nú heit- ir Stefnir ÍS. Þá vann hann við beitningu og stundaði eigin útgerð um skeið. Fjölskylda Bræður Halldórs eru Reynir Traustason, f. 18.11.1953, fréttastjóri DV, búsettur í Reykjavík, kvæntur Halldóru Jónsdóttur, starfsmanni við Skálatún í Mosfellsbæ, og eru börn þeirra Róbert, f. 26.7. 1974, starfsmaður ljósmyndastofu Bonna í Reykjavík, Hrefna Sigríður, f. 27.9. 1977, starfsmaður við leikskóla á Flateyri; Jón Trausti, f. 11.4. 1980, menntaskólanemi við MS; Símon Öm, f. 6.4. 1988, og Harpa Mjöll, f. 31.10. 1996; Bjöm Jakob Traustason, f. 22.2. 1961, d. 25.5. 1961; Þorsteinn Traustason, f. 16.6. 1962, verkamaður á ísafirði, sambýliskona hans er Jóna Símonía Bjarna- dóttir sagnfræðingur; Þórir Traustason, f. 2.12. 1977, nemi og sjómaður. Foreldrar Reynis: Jón Trausti Sigurjónsson, f. á Húsavik 14.10. 1932, d. 16.7.1978, verslunarmaður á Flateyri, og Sigríður Sigursteins- dóttir, f. 3.3. 1936, starfsmaður við gmnnskóla Flateyrar. Ætt Jón Trausti var sonur Sigurjóns Jónssonar, organista á Húsavík, og Guðrúnar Valdimarsdóttur, verka- konu þar. Sigríður er dóttir Sigursteins, b. á Búrfelli í Hálsasveit, bróður Frey- móðs, fyrrv. bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Sigur- steinn var sonur Þor- steins, b. á Höfða i Þver- árhlíð, Jónssonar, b. í Síðumúla, Þorvaldssonar, b. á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, bróður Vig- dísar, ömmu Hannesar bankastjóra, Zóphaniasar skipulagsstjóra, Páls Agn- ars dýralæknis og Hjalta, fyrrv. forstjóra innflutn- ingsdeildar SÍS, og Vig- dísar, móður Páls Bald- vins leiklistarfræðings og Ingu Láru, deildarstjóra við Þjóðminja- safnið. Baldvinsbarna. Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður Deildar- tunguættarinnar, Þorvaldssonar. Móðir Jóns í Síðumúla var Guðrún Finnsdóttir. Móðir Þorsteins var Helga Jónsdóttir, b. á Signýjarstöð- um í Hálsasveit, bróður Vigdísar og Þorvalds. Móðir Helgu var Guðrún, systir Helgu, langömmu Guðmund- ar Amlaugssonar, rektors og skák- dómara, og Önnu, móður Flosa Ólafssonar leikara. Guðrún var dóttir Böðvars, b. í Skáney, Sigurðs- sonar. Móðir Guðrúnar var Ástríð- ur, systir Jóns, Þorvalds og Vigdís- ' ar. Móðir Sigursteins var Sigríður Jónsdóttir, b. í Steindyrum á Látra- strönd. Einarssonar. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Benediktsdóttir frá Hringsdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir Sigríðar var Jakobína Guð- rún Jakobsdóttir, b. í Stóra-Dal í og trésmiðs í Vík í Mýrdal, bróður Er- lends, trésmiðs í Vík, afa Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Jákob var sonur Björns, b. í Holti í Mýrdal, Bergsteinssonar, bróður Þuriðar, langömmu Bergsteins brunamálastjóra og Sigurðar hrl. Þuríður var einnig langamma Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. alþingisfor- seta og ráðherra. Móðir Jakobs var Ólöf Þorsteinsdóttir, b. í Eystri-Sól- heimum, Þorsteinssonar, bróður Finns, langafa Péturs Guðfmnsson- ar, fyrrv. framkvæmdastjóra ríkis- sjónvarpsins. Móðir Ólafar var Elín Jónsdóttir. Móðir Jakobínu var Guðríður Pétursdóttur, b. í Vatns- skarðshólum, Erlendssonar. Móðir Guðríðar var Guðríður, systir Ólafar í Holti. Halldór er að heiman á afmælis- daginn. s . Halldór Traustason. Grindavík: Refur olli útafkeyrslu Maður ók á staur í Grindavík aðfaranótt fóstudags. Kvað hann tófu eða mink hafa hlaupið fyrir bílinn og beygði hann til að forða rebba frá meiðslum. Tókst ekki betur til en svo að hann ók á staur og em bæði staurinn og bíllinn ónýtir. Var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykjavík- ur. Reyndist hann skorinn á hálsi. -EIS H www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Áhugamenn um lagningu nýs vegar yfir Vatnaheiði afhentu í síðustu viku áskorun um að vegurinn verði lagður. Þeir telja ekki neina hættu vera á umhverfisspjöllum svo sem haldið hefur verið fram af hópi náttúruverndarsinna. Hér tekur Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, við áskorun heimanna í Stykkishólmí og Grundarfirði. Ingveldur Yr Söngstúdíó Sími 898 0108 Longor þig að læro oð syngjo? EinkQtímor, hóptímor með undirleik. Söngnómskeið fyrir byrjendur, unglingonómskeið. ■fiWMvawaMViW——1—.. 1 Flugleiðir hafa haldið fyrsta uppboðið á ferðum sem vitað er um á íslandi og 20 heppnir þátttakendur fara til Barcelona sfðar í mánuðinum. Flugleiðir með nýjung á Netinu: Barcelona á uppboði „Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsta skipti sem haldið er upp- boð á ferðum á íslandi," segir Guðni Hreinsson, í sölustjóm Flugleiða, en Netklúbbur Flugleiða hélt á fimmtu- dag uppboð á 20 sgetum í þriggja daga pakkaferð til Barcelona. Að sögn Guðna var þátttakan vonum framar en hátt í 300 manns sendu inn tilboð í sætin 20. Lágmarksboð var 19.000 krónur en lægsta tilboð sem var tekið var 31.100 krónur en hæsta boöið 35.000 krónur. Guðni segir ljóst að viðkomandi væru að fá mikið fyrir peningana en ferðirnar kostuðu upphaflega frá 45.000 til 50.000 krónur, eftir því hvaða gisti- staði var um að ræða. Þeim sem buðu hæst voru síðan boðin dýrustu hótelin. „Við höfum áður boðið ferðir á niðursettu verði í Netklúbbnum en datt i hug að breyta til og halda upp- boð. Fólki virtist líka þetta mjög vel enda er þetta skemmtileg tilbreyting og við erum alveg ákveðnir í að end- urtaka leikinn þótt við vitum ekki hvenær eða hvernig," segir Guðni. DV Ti\ hamingju með afmælið 6. september 90 ára Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Þórimn Lárusdóttir, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. 80 ára Kristbjörg Ingvarsdóttir, Norðurbyggð 18, Akureyri. Ragnar H. Sæmundsson, Hátúni 10 B, Reykjavík. Valgerður Ólafsdóttir, Hlíðargötu 23, Fjarðarbyggð. 75 ara Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ránargötu 3, Reykjavík. Kormákur Sigurðsson, Rauðalæk 16, Reykjavík. Svandís Guðmundsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 70 ára Ásdís Helgadóttir, Þóroddakoti 4, Bessastaðahr. Sverrir Magnús Gíslason, Miövangi 99, Hafnarfirði. Þorsteinn Jónsson, Árkvöm 2 B, Reykjavik. 60 ára Anna Þorkelsdóttir, Álfhólsvegi 54, Kópavogi. Dóra Hervarsdóttir, Laugateigi I, Borgarfirði. Guðni Þórðarson, Nesvegi 105, Seltjarnarnesi. Helga M. Kristjánsdóttir, Urðarvegi 15, Ísafírði. Jóhannes Sigurjónsson, Grundargerði 2 H, Akureyri. Magnús Pálsson, Engjaseli 35, Reykjavík. 50 ára Ágúst Tómasson, Fífuseli 37, Reykjavik. Guðrún Svavarsdóttir, Heiðargerði 5, Húsavík. Herdís María Júlíusdóttir, Stórageröi 17, Akureyri. Kristinn Þórarinsson, Túngötu 56, Eyrarbakka. Laufey Dagmar Jónsdóttir, Efstahrauni 10, Grindavík. Ludy Ólafsdóttir, Digranesvegi 22, Kópavogi. Olaf Arild Engsbraten, Fannafold 46, Reykjavík. Sólrún Aradóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. Stefanía Óskarsdóttir, Skólavegi 37, Fáskrúðsfirði.\ 40 ára Aðalheiður Auður Ploder, Brekkugötu 10, Hafnarfirði. Ágústa G. Sigurðardóttir, Móasíðu 8 B, Akureyri. Ámi Anton Júlíusson, Hólavegi 17, Dalvík. Brynjar Ragnar Ingvason, Þórustíg 28, Njarðvík. Guðfinna Guðnadóttir, Steindórsstöðum, Borgarfirði. Guðmundur K. Þórðarson, Blikahólum 2, Reykjavík. Guðrún G. Guðbjartsdóttir, Keflavíkurg. 15, Hellissandi. Gunnar Ármannsson, Leirubakka 24, Reykjavík. Hafsteinn Sveinsson, Vallholti 1, Vopnafjarðarhr.. Hallfríður Traustadóttir, Amarhrauni 1, Grindavik. Kristín Vilborg Helgadóttir, Lindarbergi 78, Hafnarfirði. Óttar Þór Jóhannsson, Eyvík, Grímsey. Rut Bergsdóttir, Miðtúni 28, Reykjavík. Sigríður Ingólfsdóttir, Hátröð 2, Kópavogi. Vigdís Helga Jónsdóttir, Botnahlíð 4, Seyðisfirði. Þónmn Daðadóttir, Safamýri 38, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.