Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 39 Kvikmyndir W Talnagaldur Aöalstööin Vonir, sorgir, mistök og sátt ★★★< Max Cohen (Sean Gul- lette) er stærðfræðisnillingur sem leitar að sannleika lífsins í tölum. íbúðin hans er undirlögð af undar- legum tæknibúnaði sem gerir hana æðisúrrealíska á að líta. Flestum stundum situr hann fyrir framan tölvuna í leit að lögmáli verðbréfa- markaðarins. Þegar hann telur sig kominn að niðurstöðu hrynur tölvu- báknið skyndilega en skilur eftir sig grunsamlega tölu. Fyrst telur hann hana engu skipta en brátt taka grunsamlegir aðilar að sækjast eftir henni. Gyðingasamfélag nokkurt telur hana vísa veginn til Guðs og verðbréfahrappar gimast hana af augljósum ástæðum. Aldraður læri- meistari Max, Sol Róbeson (Mark Margolis), telur hann aftur á móti á miklum villigötum og ráðleggur honum að hvíla sig á tölunum. Enda er þaö svo að Max er við það af fara yfir um, þjakaðar af óhugnanlegum höfuðverk. Hugmyndin að baki myndinni er einkar áhugaverð og það er unnið með hana á afskaplega skapandi máta. Fyrst ber að nefna stórglæsi- legt útlit myndarinnar, sem tekin er upp í svarthvítu, en kvikmyndatöku annast Matthew Libatique. Á köfl- um er nostrað í rólegheitum við af- markaða sýn meðan klippt er hratt og örugglega þegar þungi atburða- rásarinnar eykst. Aðalleikarinn, Sean Gullette, er ekki einungis góð- ur leikari heldur er andlitsfall hans afskaplegt myndrænt og nýtur sín einkar vel í svarthvítu. Lítið fer fyr- ir öðrum persónum en rétt er að geta ágætrar frammistöðu Marks Margolis. Leikstjórinn, Darren Aronofsky, ' ■................................................................ viðurkennir fúslega að vera undir nokkrum áhrifum frá Terry Gilli- am. Það er þó annar „súrrealisti" sem mér þykir áhrifaríkari en það er meistari David Lynch. Ég er varla fyrstur til að tengja myndina við frumsmíð hans, Eraserhead, sem fiallar einmitt í svarthvítu um einkennilegan furðufugl. Það verð- ur óneitanlega forvitnilegt að sjá hvort Aronofsky (og félagar) fylgja sinni frumsmíð eftir af sömú vel- gengni og Lynch gerði. Ég bíð hið minnsta fullur tilhlökkunar eftir næstu mynd. Leikstjóri: Darren Aronofsky. Handrit: Darren Aronofsky, Sean Gullette og Eric Watson. Kvik- myndataka: Matthew Libatique. Aðalhlutverk: Sean Gullette, Mark Margolis, Ben Shenkman, Pamela Hart og Stephen Pearlman. Bandarísk, 1998. Bjöm Æ. Norðfjörð Næturrölt: lm Ein nótt, þrjár sögur ★★Á Það er varla hægt að segja að Nachtgestalten sé frumleg mynd en hún er nokkuð vel gerð og hún er hluti af ákveðinni endur- vakningu þýsks kvikmyndaiðnaðar sem hefur verið fremur staðnaður síðasta áratuginn. Helstu leikstjórar þýsku nýbylgjunnar stungu af til Hollywood (Wim Wenders þar fremstur í flokki) og þeir sem eftir urðu hafa setið fastir í hjólfórum þeirra, en allra síðustu ár þykjast sumir hafa greint batamerki í til- raunastarfsemi ungra og óháðra leikstjóra. Reyndar er tilraunastarfsemi leikstjórans, Andreas Dresen, ekki öllu meiri en sú að endurtaka það sem Robert Altman gerði í Short Cuts, þ.e. að segja nokkrar mismun- andi sögur á þröngu tímaskeiði og tengja þær annars vegar með frétt- næmum atburði í bakgrunninum (ávaxtafluguplágan í Short Cuts, heimsókn páfans í Nachtgestalten) og hins vegar með þvi að samnýta persónurnar, sérstaklega aukaper- sónurnar. Nacthgestalten er þó mun minni í sniðum en Short Cuts, hef- ur minni sýningartíma og sögutíma og segir færri sögur. Dresen bætir síðan svolitlu þjóðfélagsraunsæi í frásögnina, persónurnar í sögum hans eru undirmálspersónur, og hann ýtir undir raunsæisstílinn með hrárri myndatöku, ansi ólíkri þeirri fágun sem finnst í Short Cuts, og einnig með því að gefa leikurun- um lausan tauminn í spunaleik af og til. Næturmyndataka, kuldi og rigning ljá myndinni einnig depurð og vonleysi sem endurspeglast í gráu raunsæinu. Þrjár sögur eru sagðar, afar mis- munandi að gæðum, en allar gerast á einni nóttu að vetrarlagi í Berlín. Ein þeirra segir frá bónda sem kem- ur til borgarinnar og fer beint í rauða hverfið. Þetta er afar stöðluð og óspennandi saga af góðhjörtuð- um sakleysingja sem reynir að sjá eitthvað göfúgt í útjaskaðri hóru og bætir engu við aðrar slíkar. Önnur segir frá öldruðum manni sem tek- ur að sér að reyna að koma týndum blökkudreng til skila og hún á mörg ágæt augnablik. Langbesta sagan, og sú eina sem virkilega greip mig, segir frá heimilislausu pari sem áskotnast svolítið fé og ákveður að nota það til að fá sér hótelherbergi eina nótt. Þessi saga býr yfir hvað dýpstu persónusköpuninni, ásamt því að vera tilfinninganæm, hjart- næm, jafnvel án þess að draga úr grimmd og miskunnarleysi strætis- lífsins sem persónumar lifa. Myri- am Abbas og Dominique Horwitz gæða þessar persónur lífi en al- mennt standa leikaramir í mynd- inni sig vel, sem er einmitt oft ein- kenni raunsærra mynda. Sögufram- vindan hefur sina kosti og galla en myndin er a.m.k. vel leikin og for- vitnileg. Sýnd í Háskólabíói. Leikstjórn og handrit: Andreas Dresen. Kvik- myndataka: Andreas Höfer. Tón- list: Cathrin Pfeiffer og Rainer Rohloff. Leikarar: Myriam Abbas, Dominique Horwitz, Oliver Bassler, Susanne Bormann, Mich- ael Gwisdek og Ricardo Valentim. Þýsk, 1998. Pétur Jónasson ★★★ Öldrað kona og ungur drengur em samferðalangar í þess- ari brasilísku vegamynd sem til- nefnd var til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og vakti víst mikla hrifningu á kvikmyndahátíð- inni í Berlín (vann gullbjörninn) og á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Dora er 67 ára gömul kona sem lifir á því að skrifa bréf fyrir fólk í aðaljámbrautarstöðinni í Rio de Janeiro. Einn af viðskiptavinum hennar, kona með son sinn að skrifa brotthlaupnum foðumum, deyr af slysfórum fyrir utan stöð- ina. Mál æxlast svo að Dora tekur að sér að fylgja syninum til föður hans sem býr í afskekktu þorpi langt í burtu. Tilgangur ferðarinnar er sem sagt að finna drengnum samastað hjá föður hans en á leið- inni fer fram í huga Doru uppgjör við líf hennar, og það er í raun um- fiöllunarefni myndarinnar. Segja má að myndin skiptist í þrennt. Fyrsti hlutinn gerist í Rio de Janeiro og nær afar vel kaldrana- legu andrúmslofti stórborgar þar sem unglingar eru skotnir fyrir smáþjófnað og böm seld. Þessi hluti gefur tóninn og finnur persónunum þeirra nöturlega bakgrunn. Síðasti hlutinn er einnig mjög góður þar sem áhorfandinn hefur fengið að kynnast persónunum og er farið að þykja að einhverju leyti vænt um þær, og ákveðin sátt næst í frekar huggulegum endi þar sem sorg og angurværð blandast nýrri von og sátt. Miðkaflinn, ferðalagið sjálft, er hins vegar allt of langur og ómark- viss og það eina í honum sem virki- lega veith’ sýn inn í persónurnar er stuttur kafli þar sem vörubílstjóri tekur þau upp í og grafnar tilfinn- ingar gera vart við sig hjá Doru. Annað sem dregur úr áhrifamætti myndarinnar eru eilífar trúartilvís- anir, sem gera ekkert fyrir söguna, og tónlist Antonios Pinto sem oft á tíðum yfirkeyrir stemninguna frem- ur en að ýta undir hana. Þrátt fyrir gallana nær myndin að snerta einhverja hjartans strengi, ekki síst fyrir stór- leik Femanda Montenegro í hlut- verki Doru sem í upphafi er ekkert sérstaklega viðkunn- anleg persóna. Hún er kuldaleg og bitur fyllibytta sem vílar ekki fyrir sér að græða á óhamingju drengsins. í raun- inni er hún þó óhamingjusöm og einmana sál sem hef- ur átt erfiða ævi og smám saman dregur hún sig úr skelinni og horfist í augu við brostnar vonir sínar, sorgir og mistök i líf- inu. Það er langt síðan ég hef séð til- finningar túlkaðar jafn átakanlega og hér er gert, án þess að missa sig út í væmni eða melódramatík, og frammistaða hennar lyftir mynd- inni á hærra plan. Leikstjóri: Walter Salles. Handrit: Joao Emanuel Carneiro og Marcus Bernstein. Kvikmyndataka: Walter ' Carvalho. Klipping: Isabelle Rathery og Felipe Lacerda. Tónlist: Antonio Pinto. Leikarar: Fernanda Montenegro og Vinicius de Oli- veira. Brasilísk, 1998. Pétur Jónasson skóli ólafs gauks Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunarfíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP Nýtt, spennandi námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk“ o.m.fl. 5. FORÞREP II! Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9.FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN Sertdum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið auðlærða en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. V/SA © 588-3730 INNRITIIN DAGLEGA KL. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.