Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 17
MANUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Islendingar hafa alltaf skrifað sögur wnmng 17 „Þetta byrjaói meó því að ég ákvaö aó gefa út Siguróar sögu þögla, styttri geróina, “ segir Matthew Driscoll, sér- frceöingur á Árnastofnun í Kaupmannahöfn. „Hún var bara til í einu hand- riti, en ég varð aö skoða öll sextíu handritin sem til voru af lengri gerö- inni til aö leita af mér allan grun. Ég kveið fyr- ir að skoða þessi 19. ald- ar handrit en svo reynd- ist þaó hin besta skemmt- un, því ég uppgötvaói fjölda sagna sem hvergi er getið um - kannski tíu fimmtán sögur í einu handriti og meiri hlutinn ókunnur. Þá ákvaö ég aö fara skipulega í gegnum handritaskrá Lands- bókasafns og búa mér til Lygisagnatal. “ Lygisögur skulu heita þær Matthew Driscoll: Hugmyndin um að Island hafi verið einangrað er bara bull. A myndinni er Matthew staddur á Breiðabólstað á Snæfeilsnesi. Uie wnvvas/ierf Children ofEve e f',°d(JCClOíi, Dissen |e«pcionofP ‘^SSVn,n^oo Matthew Driscoll er af írsk-bandarískum uppruna en talar lýtalausa íslensku, enda menntaður í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands. Lygisagnatalið hans komst upp í nokkur hundruð sögur, og fyrir tveimur árum gaf hann út doktorsritgerð sína, bráð- skemmtilega bók um íslenskar skemmtisögur eða rómönsur með áherslu á sögur séra Jóns Oddssonar Hjaltalíns. Bókin heitir Óhreinu börnin hennar Evu og hann er fyrst spurður út í nafnið. „Álfar eru samkvæmt þjóðtrúnni út um allt en við sjáum þá ekki,“ svarar Matthew, „og ástæðan er sú, segir sagan, að Eva vildi ekki sýna guði börnin sem ekki voru nógu hrein. Einmitt svona láta islendingar bæði innbyrðis og gagnvart erlendum fræðimönnum þegar þeir vilja vita hvað kom á miili fomsagnanna og Halldórs Laxness. Það gerðist ekki neitt í sex hundruð ár, nei nei, segja þeir. Menn ortu bara rímur en þær skipta engu máli. Þetta gat ekki passað og það passaði ekki, eins og ég komst að raun um. Menn höfðu haldið áfram að skrifa lygisögur - þeim fjölgaði mjög eins og kyn- þætti álfa og þær lifðu góðu lífi meðal fólksins." - Af hverju viltu kalla þær lygisögur? , „Það orð var notað rnn þær í íslenskum handrit- um í fleiri hundruð ár en það er alveg dæmigert að þeir fáu íslensku fræði- menn sem tala um þær - og tala um þær nánast sem rusl - vilja ekki nota orðið vegna þess að þeim finnst það niðrandi! Þetta er bara íslenska heitið yfir það sem á ensku heit- ir „fiction", sögur sem ekki eru sannar. Skáldaðar sögur. Ég nota það um þýddar riddarasögur, fornaldarsögur Norðurlanda, frumsamdar ís- lenskar riddarasögur og lengri ævintýri. Þess- ar sögur eru iðulega saman i handritum en þeim er sjaldan blandað saman við íslendinga- sögur sem fólk leit á sem sagnfræði; það er helst Grettis saga sem fær að vera með lygisög- unum.“ - Varð þá aldrei lát á „sagnaritun" íslend- inga? „Nei, það er lóðið. „Um 1400 kulnar sagna- ritunin alveg út,“ segir Sigurður Nordal í for- mála að íslenskri lestrarbók, og þetta er ein meginstaðreyndin í þeirri bókmenntasögu sem allir íslendingar hafa í höfðinu. Hún er bara bullshit, eins og sagt er á góðri íslensku! Menn voru alltaf að semja sögur. Og íslendingar héldu lengi áfram að skrifa upp handrit. Yngsta handritið sem ég hef notað er frá 3. áratug 20. aldar! Þetta er einstakt á Vesturlöndum og staf- aði auðvitað af því að sögur af þessu tagi feng- ust ekki prentaðar. Kirkjan var á móti öllu sem gat verið gaman, en kvöidvökurnar á heimilun- 'Woti /ce/aad um kölluðu á lestrarefni og flestir vildu eitt- hvað annað en bara guðsorð. Það er merkilegt að hugsa til þess að meðan James Joyce situr í París og skrifar Ulysses þá situr til dæmis sá gáfaði bóndi Magnús Jónsson í Tjaldanesi og skrifar upp lygisögur.“ íslendingar ekki erótískir „Lygisögur voru formúlubókmenntir, mitt á milli hetjusagna og ævintýrasagna," segir Matthew. „Menn sömdu nýjar sögur öldum saman en þær héldu áfram að vera eins: Kóngs- sonur fer út í heim, tilneyddur eða að eigin frumkvæði. Hann hittir einhverja menn, lendir í bardaga, stundum sættist hann við óvin sinn og þeir verða fóstbræður, stundum bjargar hann manni eða dýri sem síðan verður félagi hans. Þetta gerist svo með ýmsum tilbrigðum ár eftir ár og við fáum dásamlegar athugasemd- ir eins og „Næsta vor þegar ísa leysti" þó að sögusviðið sé við Miðjarðarhafið, og menn sigla milli Ungverjalands og Parísar bein- ustu leið! Að lokum finnur | hann svo prinsessu og festir ráð sitt, en það er aldrei að- almálið. Prinsessuna finnur hann af tilviljun, hann leitar hana ekki uppi; þetta eru ekki ástarsögur." - Gæti maður ekki haldið að einmitt slíkar alþýðubók- menntir legðu áherslu á ástir og hamingju? 1 „Jú, en íslendingar eru bara svo lítið erótískir! Er þetta ekki svona enn? Ungir menn fara á dansleik, ekki til að ná sér í stelpu fyrr en í síðasta dansi heldur til að drekka og snapa slagsmál. Reyndar er þessi skort- ur á ástum aðalmunurinn á ís- lenskum og erlendum rómönsum." - Er þá nokkur ástæða til að taka þær alvarlega? Er ekki nóg að horfa á Arnold Schwarzenegger betja mann og annan þó við séum ekki að lesa lýsingar á mannvígum Marrons sterka? „Persónulega finnast mér þessar sögur mjög skemmtilegar," segir Matthew. „Ég hef lesið sögur Jóns Hjaltalíns þúsund sinnum og mér finnst þær alltaf skemmtilegar! Stíllinn á þeim er auðugur og öðruvísi. Málið er eins og ís- lenskan var áður en hún var hreinsuð og ég sé mikið eftir ýmsu sem búið er að henda. íslend- ingar hafa gengið alltof langt í sótthreinsun á málinu. Hugarheimur þessara sagna er líka merkilegur. Ef við viljum skilja hvernig menn hugsuðu áður fyrr er engin leið betri til að komast að því en þessar sögur. Svo ég tali nú ekki um rímurnar." 'ac,on and rature /V Að breyta bókmenntasögu Matthew Driscoll hefur sérstaklega rannsak- að sögur eftir séra Jón Oddsson Hjaltalín sem var fæddur í Mosfellssveit 1749 og lengst af prestur á tveimur stöðum, i Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og Breiðabólstað á Snæfellsnesi. Hann var þekkt og mikilvirkt sálmaskáld á sinni tið og afar vel lesinn, þýddi til dæmis Tom Jones eftir Fielding, smásögur eftir Cervantes og Zadig eftir Voltaire. Svo samdi hann tíu lygisögur. Hver þeirra er best? „Sagan af Marroni sterka," segir Matthew, „og hún hefur líka verið vinsælust. Tilfellið er að besta sagan hefur oft verið vinsælust, við sjáum það á Njálu sem er tfi í fleiri handritum en nokkur önnur íslendingasaga. íslendingar eru smekkmenn! Marrons saga er dæmigerð riddarasaga og Jón semur hana laust fyrir aldamótin 1800, en upp úr því fer hann að flétta boðskap upplýsingar inn í sögur sínar. Þetta á einkum við Fimm bræðra sögu sem fjallar um trúmál og Hinriks sögu heilráða sem er ridd- arasaga án ofbeldis og boðar að betra sé að semja og sættast en drepa fólk.“ - Hefði fólk nú til dags ánægju af að lesa sög- una af Marroni sterka? „Já,“ svarar Matthew hiklaust, „til dæmis fólk sem hefur gaman af Star Wars og Term- inator-myndunum eða Indiana Jones." - Hvaða áhrif hefur rannsóknin þín á ís- lenska bókmenntasögu? „í fyrsta lagi bendi ég á að til sé mikið af óútgefnu efni sem þyrfti að kanna betur. Svo held ég því fram að þessar bókmenntir hafi haft mikil menningarleg áhrif, til dæmis á viðhald tungumálsins, því frá 16. öld og fram á þá 19. var miklu fremur verið að semja og skrifa upp lygisögur og yrkja rímur út af þeim en skrifa upp íslendingasögur. Loks komst ég að því að Jón Hjaltalín, fátækur prestur úti í einhverj- um hundsrassi, hafði verið að lesa sig í gegnum heimsbókmenntimar og þýða þær á sitt mál á tímum þegar ekkert átti að hafa gerst. Zadig kom út á fmmmálinu 1748 og þýðing Jóns er frá 1790! Hugmyndin um að Island hafi verið einangrað er bara bull. Og Jón notar hugmyndir og aðferðir sem hann lærir af Voltaire og Fielding - ekki til að semja eins sögur og þeir heldur til að þróa lygisagnaformið áfram í átt að skáldsög- unni, hálfri öld áður en Jón Thoroddsen gaf út Pilt og stúlku. Þetta er andskoti merki- legt. Kenning mín er sú að skáldsagan hafi verið að fæðast á alíslenskum forsendum þegar aðdáendur Walters Scott hentu lygi- sögimni á haugana - og hentu barninu út með baðvatninu. Menn héldu samt áfram að skrifa upp lygisögur og lesa þær meðan kvöldvökurnar lifðu. Sagnaritunin „kulnaði" ekki „alveg út“ fyrr en fólk hætti að lesa upp- hátt sér til skemmtunar og fór að hlusta á út- varpið í staðinn." -SA Matthew Driscoll: The Unwashed Children of Eve. The Production, Dissemination and Recept- ion of Popuiar Literature in Post-Reformation lceland. Hisarlik Press 1997. Minningin eftir Magritte (frá 1948). Magritte í Louisiana Ferðamenn í Danmörku ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að fara norður í Humlebæk og skoða sýninguna á verkum súrrealistans René Magritte á Louisiana safninu. Þetta er stór og myndarleg sýning á merkilegum málara og undraverðum fag- manni. Meðal annars má sjá þar í fyrsta sinn saman á sýningu myndaröðina af rósinni, eplinu og steininum sem allar tjá innilokun- arkennd með því að setja myndefnið inn í of lítiö rými. Rósin (sem raunar heitir Gröf glímumannanna eða Le Tombeau des lutte- urs) er í einkaeign og fæst sárasjaldan að láni en forstöðumaður hússins á víða vini og hefur oftar tekist hið ómögulega. Magritte var fæddur í Belgíu 1898 og vann fyrir sér lengi með auglýsingateiknun. Þótt hann væri fylgismaður súrrealismans og André Breton hafði hann meiri áhuga á eðli veruleikans en eðli draumanna. Raunar vek- ur það athygli leikmanns á þessari viða- miklu sýningu hve gífurleg áhrif hann hefur haft á myndskyn okkar á öldinni, ekki síst með áhrifum sínum á auglýsingar. Steingrim Laursen var kallaður til for- stöðumannsstarfs í Louisiana á nýjan leik eftir að aðsókn að safninu hafði minnkað mikið undir nýjum manni. Hann tók upp sína fyrri siði að búa til sýningar sem líkleg- ar væru til vinsælda og ekki skjöplaðist hon- um með Magritte. Aðsóknin að sýningunni hefur verið geysilega mikil síðan hún var opnuð í ágúst. Hún stendur til 28. nóvember og er opin daglega frá kl. 10-17. Ævisaga Jónasar væntanleg Frá Máli og menningu berast þau tíðindi að væntanleg sé í haust ævisaga lista- skáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845). Páll Valsson bókmenntafræð- ingur ritar bókina en hann hefur nánast samfellt verið að rannsaka feril Jónasar síðan hann vann að útgáfunni á ritsafni Jónasar sem kom út 1989. Ævi Jónasar var snemma hulin móðu goðsagnarinnar og átti minningargrein Konráðs Gíslasonar um hann í Fjölni sinn þátt í því. Fræg er til dæmis lýsing Kon- ráðs á seinustu nótt Jónasar þar sem hann lá fótbrotinn á sjúkrahúsi og las Jakob ær- legan eftir Marryat. Þá lýsingu hafa lækn- ar síðar dregið mjög í efa vegna þess hve illa haldinn Jónas greinilega var - og illa farinn á líkamanum. Spurning sem ný ævi- saga hlýtur að svara er: Úr hverju dó Jónas. Maöur deyr ekki úr fótbroti, eða hvað? Óg hvað með ástamálin. Hverja (hverj- ar) elskaði Jónas í raun og veru? Hvernig lífi lifði hann í Kaupmanna- höfn? Var hann alltaf bara með strákunum á Hvít? Var hann þunglyndur, léttlyndur eða mislynd- ur? Hvað er hann að segja í sinum gátu- fyllstu ljóðum? Jónas hefur í eina og hálfa öld verið eft- irlætisskáld þjóðar sinnar. Það verður gaman að komast nær honum sem manni í ævisögunni. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.