Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 T>V nn Ummæli Einkavinavæð- ing í Hafnarfirði „Nú er ekki talað um grænu ; svæðin. Nú er ekki rætt um ; flokkslegu tengslin eða ýjað að siðleysi og spillingu. Nú j ; eru ekki gerðar { kröfur um útboð | lengur. Nei, \ einkavinavæð- $ ingiti hefur tekið j völdin í Firðinum.“ Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi, í Morgunblaðinu. Hinn sanni gróði „Hlutabréfavæðing almenn- ings getur náttúrlega gefið Jóni og Gunnu nokkur þúsund i arð. \ En hún breytir fáu um þeirra hag. Hinn sanni gróði og hin sönnu völd eru i fárra höndum." { Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. ísland ekki nýlenda „ísland var aldrei nýlenda Dana heldur skattland Dana- konunga, með eigin t lög, tungu og fjár- hag. íslendingar eiga því að hætta að tala um réttar- samband íslands og Danmerkur f sem nýlendusam- band.“ Haraldur Blöndal hæstaréttar- lögmaður, í DV. Munur á þekktum og óþekktum „Mér fmnst söngvarar sem eru að koma sér á framfæri eiga að velja lög sem fólk vill heyra. Síðar, þegar þeir eru orðnir þekktir, þá er sama hvað þeir { syngja, það hrífast allir." Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari, í Degi. Léttgeggjaður fyrir ári? „Fyrir um ári héldu allir að ég væri léttgeggjaður þegar ég taldi að við þyrft- um ekki að tapa 1 i fyrir Frökkum sem voru þá ’ nýorðnir heims- ' meistarar." Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari, í Morgunblaðinu. Móðgun við Ómar „Þetta væri náttúrlega fyndið, ef þetta væri ekki svona heimskulegt. Og í rauninni móðgandi líka, bæði við Ómar Ragnarsson sjálfan og heilbrigða skynsemi, þvi vitaskuld hafa fáir ef nokkrir menn á íslandi verið ástríðufyllri talsmenn hinna dreiföu byggða hér á landi en einmitt Ómar Ragnarsson." Illugi Jökulsson, um þá kröfu Austfirðinga að Ómar verði rek- inn frá RÚV, á Rás 2. \ Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari: Er með ólæknandi biladellu DV, Suðurnesjum: „Við höfum núna síðustu mánuði verið að undirbúa staðinn fyrir vetur- inn og skipuleggja dagskrána," segir Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari en hann er nýlega tekinn við rekstri veitingahússins Glóðarinnar í Kefla- vík ásamt Hannesi Þór Jónssyni. „Við munum brydda upp á ýmsum nýjung- um í vetur. Um helgar verðum við með lifandi tónlist og munum á næst- unni opna nýja viðbyggingu, gler- skála, þar sem verða ______________________________ mun kaffihús og MaAhi* * flao'ciiic listamannaskáli. Við IVIdOill Udgblllb stefnum að því að fá Karíbahafið og Suður-Ameríku og við sigldum t.d. upp Amasonfljótið en sú ferð tók um tvær vikur. Um borð í þessu skipi hitti maður ýmsa fræga menn, eins og kvikmyndaleikarana Charlton Heston og Gregory Hines, svo einhverjir séu nefndir. Þetta skip hafði þá sérstöðu að geta siglt á stöð- um þar sem stóru skipin gátu ekki farið. Eftir allt þetta ævintýri gerðist ég síðan yfirmatreiðslu- meistari á Lækjarbrekku og starfaði þar þangað listamenn héðan af Suðurnesjum til að koma þar fram.“ Glóðin var stofnuð árið 1983 og rek- in síðustu ár af Stefáni Viðarssyni. Á Glóðinni er einnig Poppminjasafnið sem hefur að geyma myndir popp- stjarna af Suðumesjum ásamt mynj- um og munum frá gullaldarárum popptónlistarinnar. Ásbjörn lærði til kokks á veitingahúsinu Lækjar- brekku undir stjórn Arnar Garðars- sonar og útskrifaðist árið 1989. „Að því loknu lá leiö mín til Nimes í Frakklandi þar sem ég vann á veit- ingastað í litlu þorpi rétt utan við Nimes. Ég dvaldi þarna um eins árs skeið og það var skemmtileg upplifun en þetta er einn virtasti veitingastaður í þessu héraði.“ Heimkominn gerðist Ásbjörn yfirmatreiðslumaður á Fjöru- kránni í Hafnarfirði þar sem hann starfaði næstu árin. „Þá kom aftur upp í mér ævintýraþrá- in og ég réð mig til starfa á skemmtiferðaskipi sem sigldi um DV-mynd Arnheiður tO ég ákvað að slá til og taka við rekstri Glóðarinn- ar i sumar." Ásbjörn hefur tekið þátt í mörgum matreiðslukeppnum með landsliði mat- reiðslu- meist- ara, bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur tvisvar keppt með lands- liðinu í heimsmeistaramótinu í mat- reiðslu sem haldið er á fjögurra ára fresti í Lúxemborg þar sem þeir fengu gull og brons árið 1994 og silfur og brons í fyrra. „Á síðasta ári fór ég síð- an ásamt nokkrum öðrum meistara- kokkum tO New York og sá um ís- landskynningu hjá Sameinuðu þjóð- unum í byggingu þeirra þar.“ Ásbjörn er nýfluttur tO Kefla- víkur frá Hafnarfirði en er Njarðvíkingur í aðra ætt- ina og þekkir sig vel á Suð- urnesjuin. Sambýliskona hans, Hulda Rut Elíasdótt- ir, er úr Keflavík og eiga þau tvö böm, Atla Frey og Guðrúnu Elísu. Hann segir áhugamálin aðaOega snú- ast um matargerð. „Síðan er ég haldinn ólæknandi bOadeUu og hef síðustu sex árin verið að gera upp Pontiac Firehird árgerð 1973. -A.G. 1 n Fjölskyldumyndir Hildur Margrétardóttir er með sýningu, sem hún nefnir Fjölskyldumyndir, í GaUerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg. Þetta er önnur einkasýning Hildar. Á sýningunni verða nokkur málverk af nánustu fjöl- skyldumeðlimum. Sýningin stendur tU 12. september og er opin á virkum dögum, frá kl. 8-18. Vefnaður og myndir í september mun Hadda sýna það sem hún hefur verið að vinna í sumar í Samlaginu listhúsi í Lista- gOinu á Akureyri. í hverj- um mánuði eru sérstaklega sýndir listmunir frá einum af 9 meðlimum listhússins og er röðin nú komin að Höddu sem sýnir vefnað og j-myndir. Hadda lærði að vefa í Svíþjóð og við Mynd- listaskólann á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar. Sýningar Myndlist í Lónkoti í síðustu viku opnaði Sól- veig Birna Stefánsdóttir sýningu á nokkrum mynd- verkum í Lónkoti í Skaga- firði. Sólveig Bima er frá Kagaðarhóli, fædd 1967, en hefur verið búsett í Noregi síðan 1993. Hún fæst við málverk, teikningar og stuttmyndagerð. Sólveig Birna hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 15. september. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2494: M<?5 EVÞoR—a—~ Heldur SÍg á mottunni Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Framtíð hönnunar ítölvu í dag mun Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra opna tvegga daga hugbúnaðarsýningu á Grand Hót- el í Reykjavík sem ætluð er hönn- uðum og tæknimönnum sem nota tölvur við vinnu sína. Boðið verð- ur upp á fjölda fyrirlestra. Meðal fyrirlesara eru helstu kunnáttu- menn Evrópu í hönnunarforritum. Sýningar Meginuppistaða sýningarinnar er hugbúnaður frá Autodesk sem er fjórði stærsti framleiðandi hug- búnaðar í heiminum og framleiðir eingöngu forrit fyrir hönnuði og tæknimenn. Á sýningunni er hægt að gægjast inn í framtíð hönnunar í tölvu en ljóst er að þróunin er gríðarlega hröð og ótrúlegt hvað hægt er að skoða hönnunina vel áður en hún er smíðuð. Allir sem áhuga hafa á og fylgjast með þróun hönnunar og tæknivinnu í tölvum eru vel- komnir. Sýningin stendur frá kl. 10-18 í dag og kl. 9-16 á morgun. Bridge Sveit Strengs græddi vel á þessu spfii í leik sveitarinnar gegn Ólafi Steinasyni í fjórðungsúrslitum Bik- arkeppni BSÍ. Sagnir gengu þannig í opnum sal, suður gjafari og AV á hættu: 4 973 K1043 -f Á7 * G743 4 ÁDG5 V D8 4 K83 * ÁD85 4 K10842 4» G75 ♦ G102 4 K10 Suður Vestur Norður Austur pass pass pass 1 * 14 dobl pass 3 grönd p/h Júlíus Sigurjónsson og Sveinn Rúnar Eiriksson sátu í sætum AV. Júlíus op'naði á eðlilegu laufi i aust- ur með það fyrir augum að stökkva næst í 2 grönd til að sýna 18-19 punkta og jafnskipta hönd. Suður ákvað að koma inn á einum spaða og Sveinn Rúnar teygði sig örlítið þegar hann gaf neikvætt dobl til að sýna lengd í ósögðum litum. (Neikvætt dobl lofar alla jafna a.m.k. 7 punkt- um.) Hin sjálf- sagða sögn Júlíus- ar var auðvitað þrjú grönd en sá samningur lítur ekki vel út í þessari legu. Júlíus var hins vegar heppinn þegar suður ákvað að spila út tígulgosa. Spaða- útspil hefði örugglega hnekkt þess- um samningi. Júlíus átti fyrsta slag- inn á kónginn heima og spilaði aft- ur tigli á níuna í blindum. Norður fékk á ásinn og spilaði spaðasjö- unni. Suður drap drottningu Júlíus- ar á kóng en vegna þess að hann vissi ekki hver var með spaðaníuna ákvað hann að spila hjarta til baka. Þar með voru öll vandamál úti fyrir sagnhafa og 9 slagir til reiðu (4 á tígul, 2 á hjarta, 2 á spaða og laufás). ísak Öm Sigurðsson 4 6 » Á962 ♦ D9654 4 962

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.