Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 36
^inningstölur laugardaginn: 28. 08. 18 <21 <28 <30/3 sHw, V , - V . , Sí Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 8.129.980 2. 4 af 1 542.120 3. 4 af 5 89 10.500 4. 3 af 5 3.318 650 Jókertölur vikumiar: FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Básafell: Rætt um jippskipti „Guðmundur situr yfir fyrirtæk- inu ásamt fleiri aðilum og munu málin skýrast í byrjun október. Menn eru að fara yfir stöðuna og athuga hvern- ig best muni að haga framtíðar- skipulagi Bása- fells,“ segir Ein- ar Oddur Krist- jánsson, alþing- ismaður og einn hluthafa í Bása- felli. Mikið hefur verið rætt um málefni Básafells áéFestfjörðum og hafa sögur gengið um að uppskipting sé í vændum hjá fyrirtækinu. Þannig fengju fyrrum eigendur Kambs á Flateyri rekstur- inn þar að því tilskildu að þeim tækist að fjármagna kaupin. Þetta þýddi í raun að sameining sem varð fyrir tveimur árum gengi til baka. Að sögn Einars Odds eru menn að skoða stöðuna og fara yfir öll mál fyrirtækisins. Það tekur tíma og mun því ekki skýrast strax, að hans sögn. Guðmundur M. Kristjánsson, Éórnarformaður og aðaleigandi safells, vildi i samtali við DV ekki tjá sig um málið. -EIS Maður áreitti stúlkur Lögreglunni í Reykjavík barst til- kynning frá foreldrum barna í Bú- staðahverfi um að maður hefði áreitt stúlkubörn. Átti maðurinn að hafa boðið stúlkunum sælgæti og dregið þær afsíðis. Ekki er vitað hve mikið maðurinn áreitti stúlk- urnar en málið er í rannsókn. Mað- urinn er enn ófundinn. -EIS Hestamiðstöð: Gróf mis- munun „Þetta er auðvitað ekkert annað en gróf mismunun þar sem á að taka einn landshluta fram yfir aðra,“ segir Anders Hansen, hrossa- ræktandi að Árbakka í Holtum, við DV um þau áform landbúnaðarráðherra að leggja 150 milljónir af almannafé til miðstöðvar íslenskra hestins í ''áKagafiröi. Nánar á bls. 2 -SÁ ERU SKAGFIRÐINGAR MED EINKALEYFI Á HROSSUM? Séra Örn Bárður Jónsson söng sína fyrstu sunnudagsmessu í Neskirkju í gaer en hann tekur tímabundið við prestsstarfi sr. Halldórs Reynissonar. Sr Erni Bárði var vel fagnað í messulok og á myndinni faðmar eitt sóknarbarnanna hann að sér og annaö heilsar sr. Frank M. Halldórssyni. DV-mynd Hilmar Þór Tjáir sig ekki um vanhæfi Bifreiðaeigendur krefjast lækkunar bensínsverðs: Veggjaldið lækki um 2-3 krónur - segir Árni Sigfússon sem fundar með fjármálaráðherra í dag „Ég á von á samtali við fjár- málaráðherra. Við leggjum til að veggjald verði lækkað um 2 til 3 krón- ur,“ segir Ámi Sigfússon, for- maður Félags ís- lenskra bifreiða- eigenda, um baráttu félags- ins og annarra hagsmunafélaga bifreiðaeigenda fyrir lækkun bens- ínverðs. Undanfarna daga hafa mótmæli streymt frá hugsmunafé- lögum vegna hækkananna sem kosta meðalfjölskyldu á annað hundrað þúsund á ári ef miðað er við þann verðtopp sem nú er. Eins og fram hefur komið í DV hefur lítrinn af 95 oktana bensíni hækk- að um 25 prósent. Mesta hækkun- in varð í síðustu viku þegar hækk- unin varð 5 krónur á einu bretti. Árni segir að ljóst sé að kröf- unni um lækkun sé beint að rík- inu. Olíufélögin hafi aðeins hækk- að í hlutfalli við heimsmarkaðs- verð og þjónustuhækkanir innan- lands. „Hækkanir olíufélaganna eru mjög í samræmi við verðþróun hér heima. Við gagnrýnum auðvit- að þeirra þátt þegar við á en þær væri rangt að kenna olíufélögun- um um þessar hækkanir," segir Árni. Hann segist bjartsýnn á að fjár- málaráðherra taki erindinu vel og leysi málið farsællega. „Við hljótum að leysa þetta mál með skynsemi. Það eru fordæmi fyrir því að stjórnvöld hafa áður gripið inn í hátt bensínverð og lækkað veggjald veruiega," segir hann. Árni segist ekki hlynntur því að stofnaður verði sveiflujöfnunar- sjóður til að fyrirbyggja þá miklu toppa sem verða á bensínverðinu. „Ég er ekki mikið fyrir sjóði og tel reyndar að slíkt fýrirkomulag eigi að tilheyra fortíðinni. Það hlýtur vera hægt að finna leið til að breyta skattlagningu ríkisins á bensín þannig að um verði að ræða fasta krónutölu," segir Ámi. -rt „Ég fer ekki í umræður við DV á þessu plani,“ segir Tryggvi Pálsson, stjórnEirformaður Verðbréfaþings ís- lands, aðspurður hvort hann teldi að Þorkell Sigurlaugsson frá Eim- skip og Einar Sigurðsson frá Flug- leiðum hefðu verið vanhæfir til að sitja fund stjómar Verðbréfaþings- ins á fimmtudag í síðustu viku þar sem málefni Skagstrendings vora rædd. Dótturfélag Eimskips á þar stóran hlut og þá á Eimskip þriðj- ungshlut í Flugleiðum. Komið hefur fram að Þorkell tók ekki þátt í af- greiðslu málsins. Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings, sagði í blaða- viðtali 12. ágúst sl. að breyta þyrfti ákvæðum í samþykktum Skag- strendings sem kveða á um Höfða- hreppur eigi hverju sinn tvo full- trúa í stjóm félagsins, ætti félagið að uppfylla skilyrði fyrir skráningu á Verðbréfaþinginu. Stjóm þingsins komst að þveröfugri niðurstöðu á fundinum á fimmtudag. “Ég ætla ekki að vera með neinar opinberar vangaveltur um þetta mál og vil ekki gefa nein komment til eða frá,“ segir Tryggvi, aðspurður um áhrif þess að framkvæmdastjóri þingsins hefði gefið slíka yfirlýs- ingu.“ -GAR Árni Sigfússon, formaður FÍB. Veðrið á morgun: Rigning víð- ast hvar á landinu 7 hiti 5-12 stig Á þriðjudag verður norðaust- anátt, 13-18 m/s, um norðvestan- vert landið en austan- og suðaust- anátt, 8-13 m/s, annars staðar á landinu. Rigning verður víðast hvar og hiti 5-12 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVELIN bfOther PT-210E nvvél fslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aöeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.