Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 12
vikuna 9.9-16.9. 1999 NR. 340 Tom Jones hefur gefiö út plötuna Reload þar sem ýmsir nýpopparar leggja kempunni lið, t.d. Portishead, Robbie Wiliams og Natalie Imbruglia. Lagið sem Cardigans gerðu með þeim gamla er gamalt Talking Heads-lag og þetta kunna íslendingar vel að meta, senda lagið beint upp í númer 9. LAST KISS Vikur á lista .PEARL JAM © MAMBO NO. 5 .LOUBEGA í © COFFEE& TV .BLUR t LATELY .SKUNK ANANSIE I HANGIN' AROUND ................THE CARDIGANS f WHEN YOU SAY NOTHING. .RONAN KEATING ! BILLS, BILLS, BILLS . . . . ........DESTINY'S CHILD KING OF MY CASTLE .WAMDUE PROJECT | BURNING DOWN...........TOM JONES & CARDIGANS *«r | UNPRETTY .TLC t 11 HEYÞU .SKÍTAMÓRALL (JJ ]||| 12 AROUND THE WORLD .RED HOT CHILLI PEPPERS pn \ 13 IF YOU HAD MY LOVE .JENNIFER LOPEZ | 14 EVERYTHING IS EVERYTHING .LAURYN HILL j 15 BAILAMOS .ENRIQUE IGLESIAS j \ 16 BLUE (DA BA DEE) .EIFFEL 65 17 2TIMES .ANNLEE | 18 SO PURE .ALANIS MORISSETTE 4- 19 JIVIN' ABOUT .QUARASHI I 20 SUMMERSON .TEXAS % RENDEZ-VU .BASEMENT JAXX 4- (jy GEIMSKIPIÐ SÓL ■S.S.SÓL HEY LEONARDO .BLASSED UNION OF SOULS t II ^ ÞAR SEM ALLT GRÆR . . . .ÚR LITLU HRYLLINGSB. |. £ SOMEDAY WE’LL KNOW .NEW RADICALS fy THERE SHE GOES .SIXPENCE NONE THE RICHER % MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON I (jy Ml CHICO LATINO .GERI HALLIWELL TELL ME IT’S REAL .K-CI & JOJO ^ IF I LET YOU GO .WESTLIFE Qf SAGA .LAND & SYNIR .«7 FÆ ALDREI FRIÐ .SÓLDÖGG 4- % STEAL MY SUNSHINE .LEN 4- & SING IT BACK .MOLOKO I. % FELL GOOD .DJ JURGEN & ALICE DEEJAY 'pn BETTER OF ALONE .PHATS & SMALL 4 Qjf LARGER THAN LIFE . . . .BACKSTREET BOYS m & I FEEL LONELY .SASHA í ^ SMOOTH .SANATANA & ROB THOMAS Qjf SOMMER OF OUR LIVES .A1 íslenski listinn er samvinnuverkefni Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í vali listans. íslenski listinn er frumíluttur á Mono á fimmtudags- kvöldum kl. 20.00 og birtur á hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. t 4 Nýtt á listanum síöustu viku Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 síöustu viku \ Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur í staö If ókus Yflrumsjón með skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunan Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón með framleiöslu: ívar Guömundsson - Tæknistjórn og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Otsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll ólafsson - Kynnir í útvarpi: ívar Guðmundsson Öðlingspilturinn og ísiandsvinurinn hann Sting er tilbúinn með nýja plötu, „Brand New Day“, sem kemur út 28. september. Platan er tileinkuð ástinni og Sting er að leggja upp í 18 mánaða tónleikaför sem kostuð er af töívufyrirtæki. sigrar Gordon Sumner hefur verið kallaður Sting lengi. Það byrjaði allt út af þverröndóttri svart/gulri peysu sem gaurinn gekk í þegar hann var polli í Newcastle og hefur svona líka loðað við hann siðan. Pabbi hans var mjólkurbílstjóri en mamman hárgreiðslukona. Hún var líka klassískt menntaður pí- anisti og Sting komst snemma á bragðið með að hamra filabeinið. Gítarinn og djassinn voru þó hans ær og kýr og um miðjan áttunda áratuginn flutti hann til London og leitaði tækifæra. Hann kynntist amerískum trommara sem tróð rokki upp á djassgeggjarann. Sting skipti yfir á bassa og þegar gítar- leikari fannst varð tríóið Police til árið 1977. Reggae-rokk samsuða þeirra varð strax vinsæl með laginu „Rox- anne“, sem fjallaði um hressa mellu. BBC bannaði lagið og því varð það vinsælt á mettíma. Á næstu árum komu fimm stórar plötur og fullt af smellum, sá stærsti árið 1983, „Every Breath You Take“. Á hátindi frægðarinnar ákvað Sting að viskubrunnur Police væri tómur og hann leysti bandið upp. Raðfullnægingar Sólóferill Stings hefur reynst jafn happadrjúgur og árin með Löggunni. Fyrsta platan, hin djass- aða Dream of the Blue Turtles, fór í platínu. Soul Cages frá ‘91, sem fjallaði um foreldramissi (báðir for- eldrar Stings höfðu dáið með stuttu millibili) og Ten Summoner’s Tales, frá ‘93, sýndu áður óséð þroskamerki og báðar plötumar höluðu in Grammy-verðlaun. Síð- asta plata, Mercury Falling frá 1996, hélt áfram á þroskuðu nótirn- um og Sting, sem þá var 45 ára, söng á sinn auðþekkjanlega hátt um öldrunarmál og eigin dauð- leika. Sting hefur einnig annað slagið komið vel út úr því að leika í bíómyndum, hlutverk hans í Who-myndinni Quadrophenia frá 1979 og í Lock, Stock and Two Smoking Barrels (pabbinn á bam- um) koma upp í hugann. Þá hefur græningjastúss Stings vakið athygli. Brasilískir regnskóg- ar koma honum mikið við og mál- efni Amnesty Intemational. Hann Sting gerir öndunaræfingar í eldhúsinu. Skyldi þetta vera Ikea? býr með konu, bömum og hundum í villu fyrir utan London og hefur upplýst í viðtölum að með tantra hugleiðslu og sérstakri öndun geti hann stundað kynlíf í allt að fimm tíma og fengið raðfullnægingar eins og kona. Ekki að reyna að vera rómantískur En nú verður Stingurinn að slappa af í sexinu því í tilefni af út- komu Brand New Day er fyrirhug- aðuð átján mánaða tónleikaferð um heiminn og hefur konan hans ömgglega nóg annað að gera en flækjast með honum. Hugsjónamaðurinn hefur gert risa sponsorsamning viö Compaq- tölvur fyrir pening sem fengi jcifn- vel Einar Bárðarson til að blána. í staðinn verður Sting „andlit fyrir- tækisins út á við“, en Compaq hef- ur verið að skíttapa í tölvubrans- anum fyrir Dell-tölvum, þurfti m.a. að segja 8000 manns upp á dögun- um. Kannski mannvinurinn Sting krefjist þess að fólkið verði ráðið aftur. Nýja platan er 10-laga og góðir gestir kíkja við, t.d. James Taylor, Stevie Wonder og Cheb Mami, sem er einn af frægustu söngvur- um Frakklands. Þar er allt eins og það á að vera á Sting-plötu; mið- aldra vandaður tónn umlykur verkið og Sting bregður sér á milli þjóðlagapopps, heimstónlistar og skallapopps eins og glaður gormur. Ástin er meginþema textanna. „Kannski er ástin það eina sem lif- ir að eilífu,“ segir söngvarinn og útskýrir þetta aðeins betur: „Ég held að ef þú misstir allt í lífinu - heimili þitt, peningana þína, sjálfs- virðinguna - þá myndi það ekki skipta neinu máli eins lengi og þú værir elskaður og værir í góðu ást- arsambandi. „Ástin sigrar allt“ eru skilaboðin sem ég er að senda út með þessari plötu. Ég trúi þessu í alvörunni, ég er ekki bara að reyna að vera rómantískur." plötudómur Rammstein - Live Aus Berlin ★ ★ flugel Fyrir svona sirka aldarfjórðungi kom stutt tímabil er upptökur af tónleikum - kallaðar „læfþlötur" í almennu tali - settu svip sinn á poppheiminn. Þetta var þegar læf- plötur með Peter Frampton og Cheap Trick seldust í milljónavís. Oftast er þó litið á læfplötuna sem bónus, eitthvað fyrir þann sem á allt en vill aðeins meira. Sjaldan bætir læfplata einhverju við eða sýnir nýja hliðar og í tilfelli nýju Rammstein-læfplötunnar er þetta raunin. Þeir sem aldrei hafa heyrt í Rammstein ættu að byrja á að tékka á stúdíóplötunum tveim, sem öll lögin á þessari tvöföldu 18-laga útgáfu eru af. Hinir allra lengst komnu geta legið nördalegir yfir plötunni og spáð í það hvort gólið i áhorfendum sem sprettur upp milli laga sé í digital og eins geta þeir notið þess að tímamæla hversu mörgum sekúndum gítarsólóin eru lengri en á Herzeleid og Sehnsucht. Þýsku buffin eru nefnilega lítið að djamma lögin til og því er innihald plötunnar-bara gömlu lögin í ekk- ert sérstaklega þéttu læfsándi, a.m.k. ekki ef miðað er við hinn svakalega þéttleika stúdíóplatn- Til að njóta flugeldasýningar er þó auðvitað best að vera á staðnum og því verða loka- orðin að vera: Rammstein til Islands! Schnell! Schnell! Þeir sem fíla Rammstein út frá eðlilegum forsendum - að þetta er gott og kraftmikið rokk flutt af hallærislega útlítandi aukaleikur- um úr Total Recall - ættu að bíða eftir læfmyndbandinu sem von er á. Tónleikar með Rammstein eru nefnilega ekki mikið án sjónrænu hliðarinnar. Eldhafið í sjóinu fær kjálkana á reyndasta flugeldaskáta til að síga og það er jú aðeins skárra að sjá flugeldasýningu í sjónvarpinu heldur en að heyra hana í útvarpinu. Til að njóta flug- eldasýningar er þó auðvitað best að vera á staðnum og því verða lokaorðin að vera: Rammstein til íslands! Schnell! Schnell! Gunnar Hjálmarsson 12 f Ó k U S 10. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.