Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 13
Christina Aguilera syngur eins og engill. Og ekki spiilir útlitiö fyrir.
Fílar Korn í bílnum
Her manna var fenginn til að
hjálpa stelpunni á plötunni.
Smellaframleiðendurnir Carl
Sturken og Evan Rogers (N’Sync,
Boyzone, Brand New Heavies)
semja tvö lög, Travon Potts (hefur
unnið með Madonnu) eitt og
þannig koll af kolli.
Tilboðum um að leika í bíómynd-
um er einnig farið að rigna inn.
Stelpan reynir þó að vera niðri á
jörðinni og segir: „Núna er ég með
fókusinn á söngnum og engu öðru.
Ég hef beðið eftir þessu augnabliki
allt mitt lif og ætla ekki að gera
neina vitleysu."
Kristína filar margt annað en
R&B. Madonna, Janet Jackson og
Mariah eru hetjurnar hennar en
þegar hún er úti að aka finnst
henni best að botna Korn eða Limp
Bizkit í bílnum. Á diskótekinu fílar
hún hins vegar Fatboy Slim best.
Kristína er komin til að vera.
Sjáiði bara til.
Fyrsta plata Christinu Aguilera
(samnefnd söngkonunni) fór beint í
efsta sæti Billboard-listans í síðustu
viku. Sjálfur Puff Daddy með glæ-
nýja plötu þurfti að láta sér annað
sætið nægja og Backstreet Boys lufs-
uðust ofan í það þriðja. Þetta verður
að teljast ágætisárangur því söngkon-
an er bara 18 ára.
Saga Kristínu er Hollywood-
draumur sem varð að veruleika. Hún
hefur sungið um alian heim við ýmis
tækifæri því pabbi hennar er í hern-
um og það kallar á ferðalög. Tólf ára
fékk hún hlutverk í sjónvarpsþættin-
um „New Mickey Mouse Club“, en
þar hafa stjörnur eins og Britney
Spears og J.C. og Justin úr N’Sync
stigið sín fyrstu spor.
Eftir tvö ár í þættinum fór stelpan
enn á flakk, söng m.a. dúett með
japönsku ofurstjömunni Keizo Na-
kanishi og olli næstum óeirðum þeg-
ar hún óð út í 10- þúsund manna
áhorfendaskara á tónleikum í Rúm-
eníu.
og beint
Tæki Britney í nefið
Þegar söngkonan unga sneri til
Bandaríkjanna var henni boðið að
syngja lagið „Reflection" í Disney-
myndinni Mulan. Það gerði hún og
lagið dvaldi næstu vikurnar við topp-
inn á vinsældalistanum.
Nú hófst grimmur slagur hljóm-
plötufyrirtækjanna sem vildu fá
Kristínu á samning. RCA sigraöi og
þegar fyrsta lagið, „Genie in a
Bottle", skoppaði á toppinn var ljóst
hvert stefndi: Kristína var orðin stór-
*
stjarna. Þetta staðfestir svo árangur
stóru plötunnar endanlega.
Tónlistin sem Kristína er að
syngja er R&B og em Whitney Hou-
ston, Mariah Carey og Diana Ross
miklir áhrifavaldar. Margt er í góðu
lagi á nýju plötunni, ferskara verður
R&B-ið t.d. varla en lagið „Genie in a
Bottle", en fulloft missir söngkonan
stjórn á sér og fer að hljóma eins
og Celine Dion á valíum (ef slíkt
er mögulegt). Það verður þó ekki
skafíð af henni að hún er frábær
söngkona og þarf ekki einu sinni
að miða við ungan aldur. Kristína
tæki Britney í nefíð á hvaða hæfi-
leikakeppni sem er.
Enskt popp hefur getið af sér
nokkra sérvitra snillinga í poppinu.
Mark E Smith, leiðtogi The Fall, er
einn slíkur; mannfælinn pervisinn
kjaftaskur sem semur stormandi
góða texta. Þegar Luke Haines var
15 ára var Mark E uppáhaldið, en
þegar Luke var orðinn tvítugur var
Robert Forster, aðalmaður ástr-
alska bandsins The Go-Betweens, í
uppáhaldi. Nú er Luke orðinn þrjátíu
og tveggja og á eðlilega engan uppá-
haldspoppara lengur, nema ef vera
skyldi sjálfan sig. Luke ER hljóm-
sveitin The Auteurs sem á dögunum
gaf út sinn fjórða disk, „How I Lear-
ned to Love the Bootboys".
Leiðinlegt að túra
Luke spilaði í ýmsum smábönd-
um á síðasta áratug og The Servants
var þeirra kunnast. The Auteurs
stofnaði Luke 1992 og vakti athygli
fyrir nýbylgjurokk sem margir báru
saman við tónlist T-Rex og David
Bowie á Ziggy Stardust-tímabilinu.
Fyrsta platan kom út 1992, „New
Wave“, og var tilnefnd til Mercury-
verðlaunanna. Hljómsveitin túraði
um Evrópu og Bandaríkin en Luke
fannst leiðinlegt að túra og upp frá
því hefur orðið æ sjaldgæfara að
Luke komi fram á tónleikum. Þetta
á eflaust sinn þátt í að The Auteurs
hefur aldrei náð jafn miklum vin-
sældum og með fyrstu plötunni.
Ömurleg æska
Fyrir utan að notast við Auteurs-
nafnið hefur Luke gert tvær frá-
bærar plötur undir öðrum nöfnum.
Platan „Baader Meinhof ‘ með sam-
nefndri „hljómsveit" inniheldur
stórskemmtilegt en dapurt fönk-
kammerkántrí með textum sem all-
ir fjalla um þýska hryðjuverkahóp-
inn Baader Meinhof. Þar fær mað-
ur það á tilfinninguna að samtökin
Fjórða plata The
Auteurs var að
koma út. Luke
Haines er aðal-
maðurinn í bandinu
og heldur upptekn-
um hætti: að spila
sallafínt popp við
myrka texta.
hafí verið skipuð bitru fólki sem
hefði líklega sleppt hryðjuverkun-
um ef einhver hefði haft fyrir því
að elska það í æsku.
Á plötunni „England Made Me,
sem Luke gerði i fyrra með söng-
konu og kallaði verkefnið Black
Box Recorder, er einnig fjallað um
áhrif æskunnar á líf einstaklings-
ins. Tónlistin er sallafínt kassagít-
arpopp en textamir jafn dularfullir
og lokkandi og
bílslys. í lögum eins
og „Child
.Psychology" og „Ideal
Home“ bregður Luke I
ljósi á myrku hliðar '
daglegs lífs á Vestur-
löndum og maður fær
það á tilfinninguna að
strákgreyið hafi átt
J
ömurlega æsku, sem hann reyndar
þvertekur fyrir.
Anti-nostalgía
Sama skemmtilega svartnættið
er allsráðandi á nýju Auteurs-plöt-
unni. Þar tekur Luke nostalgíu-tii-
hneigingu skemmtanabransans síð-
ustu árin og skýtur hana í kaf.
„Þessi plata er anti-nostalgía,“ seg-
ir Luke. „Fyrir mér er hún eins og
íkveikjusprengja á flóamarkaði.
Maður getur ímyndað sér hvernig
Danny Osmond-dúkkumar tætast
í sundur. Ég er bara að benda á að
það er fáránlegt að líta til baka með
glýju i augunum. Ég hata það þeg-
ar reynt er að endurlifa fortíðina
sem einhverja dýrðartíma."
Tónlistin á plötunni er sambland
af gömlum straumum og þrýstnu
poppi, en þrátt fyrir ógeð sitt á
nostalgiunni getur Luke ekki neit-
að því að af allri tónlist heldur
hann mest upp á glysrokk-tímabil-
ið, þegar menn eins og Gary Glitt-
er réðu ríkjum. Eitt lagið á nýju
plötunni hljómar einmitt alveg eins
og Gary Glitter-lag. Nostalgía? Nei,
ekki þegar text-
inn er lesinn og
það haft í huga að
síðast þegar
heyrðist af Gary
/ var verið að setja
I hann í steininn fyr-
'4 í ir að vera með
barnaklám inni á
| tölvunni sinni.
Björk heidrar Joni
Björk er ein af þeim stórstjörn-
um sem taka þátt í safnplötu til
heiðurs söngkonunni Joni
Mitchell. Hinar stjörnurnar em
m.a. Elvis Costello, Janet
Jackson, Chaka Khan og Etta
James. Stjörnurnar taka lög Joni,
en ekki er vitað hvaða lag Björk
ætlar að taka. Þessi „heiðurs-
plata“ á að koma
út í mars. Sjálf
er Joni með
stórt verkefni í
gangi þvi hún
ætlar að endur-
gera tvær af sín-
um frægustu plöt-
um - „Both Sides
Now“ og „A Case
of You“ - með sin-
fóníuhljómsveit.
Líklegt er að hún frumflytji nýju
útgáfurnar í vöggu óperunnar, í
La Scala á Ítalíu.
Nýtt líf fyrlr Foo Fighters
Dave Grohl og félagar hans í
Foo Fighters eru snúnir aftur úr
árslöngu fríi með nýjan gítarleik-
ara. Sá heitir Chris Shifflett og
er gamalreyndur í pönkinu í Los
Angeles, var áður í 22 Guns og No
Use for a Name. „Við reyndum 35
manns í stöðuna og Chris var
langbestur. Hann fellur eins og
flís við rass í hópinn." Chris er
ótrúlega glaður, enda hefur hann
verið Foo Fighters-aðdáandi lengi.
Þriðja Foo Fighters-platan, „There
Is Nothing Left to Lose“, kemur út
2. nóvember.
Mannlegur lelr frá Creed
Gruggbandið Creed varð gífur-
lega vinsælt með plötunni My
Own Prison í fyrra. Nú era niður-
dregnu rokkararnir tilbúnir með
aðra plötu, „Human Clay“, og æst-
ir aðdáendur þeirra geta hlustað á
hana alla á Netinu áður en hún
kemur út. Fyrstu smáskífunni,
laginu „Higher", má hlaða niður á
heimasíðu Creed (creednet.com),
en hinum níu lögunum af plöt-
unni er dreift um allt Netið. Sjálf
platan kemur svo út eftir mánuð.
í maí lýsti bassaleikarinn plöt-
unni svona: „Við höfum nálgast
dulrænan tón og það er afskekkt-
ur þjóðflokkafílingur í gangi. Plat-
an er ekki eins þung og inn í sig
og fyrsta platan."
Þá eru textarnir léttari á nýju
plötunni sem kannski kemur til
vegna þess að söngvarinn er
nýorðinn faðir.
10. september 1999 f Ókus
13