Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Fréttir Formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands: Ekkert eftirlit tek- ið af fulltrúunum Frá Ásmundarstaðabúinu. Reykjagarður hf., framleiðandi Hoitakjúklings í Mosfellsbæ og á Ásmundarstöðum, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að fyrirtækinu þætti miður að neytendur hefðu orðið fyrir óþægindum af völdum campylobaktermengunar. Það hefur ekkert eftirlit verið tekið af heilbrigðis- fulltrúunum. Það hefur ver- ið óskað eftir því að Holl- ustuvernd hafi meðferð málsins með höndum. Ég held að okkar ágætu fúlltrú- ar líti svo á að þeir sjái um eftirlitið eftir sem áður.“ Þetta sagði Guðmundur Ingi Gunnlaugsson formað- ur heilbrigðisnefndar Suð- urlands við DV vegna eftir- lits á Ásmundarstaðabúinu. Heilbrigðisfulltrúarnir hafa margsagt í fjölmiðlum að nefndin hafi tekið eftirlitið úr þeirra höndum. í DV í gær sagði Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi að ekkert virkt eftirlit hefði verið að hálfu heilbrigðiseftirlitsins I kjúklingabúinu að undan- förnu. Formaður nefndar- innar hefur ekki gert athuga- semdir ummæli þeirra. „Verkefni Hollustuvemdar snýst um að gera aðgerðaáætlun og fylgja henni eftir til þess að uppræta þetta meinta smit og sýk- ingu sem er í framleiðslu Reykja- garðs. Það er úr höndum fulltrú- anna, svo og bein samskipti við forsvarsmenn Reykjagarðs, sem voru að engu orðin og stefndu í óefni. Nefndin tók ákvörðun um þetta 31. ágúst, að fenginni skýrslu frá Birgi Þórðarsyni um tilraunir heilbrigðisfulltrúanna til að fá niðurstöður mælinga sem þeir óskuðu eftir og höfðu ekki fengið nein viðbrögð við. Við höfðum fyrir okkur líka ansi grimmúðlegt hnútukast í fjölmiðlum sem hafði staðið í meira en einn mánuð. Heilbrigðisnefnd leist ekkert á að það væri nein framtíð í þessu, en taldi brýnt að málið færi í annan farveg." - Það er ljóst af skilningi heil- brigðisfulltrúanna, og því sem þeir segja, að daglegt eftirlit hefur ekkert verið að Ásmundarstöðum að undanfornu. „Jú, daglegt eftirlit með þessum rekstri er í höndum dýralæknis- embætta.“ - Við erum að ræða daglegt eft- irlit heilbrigðiseftirlits. „Aðkoma heilbrigðiseftirlits að Ásmundarstaðabúinu er umhverf- isvöktun og sá þáttur er alveg í gangi. Ég veit ekki annað en að þeir hafi fylgst með því sem gerst hefur þar.“ - Jarðvegsflutningar og skíta- flutningar hafa verið þar í gangi. Heilbrigðisfulltrúarnir hafa ekki haft umsjón með þeim, þótt rannsóknir sýni hættu á campylóobaktermengun. „Ég hef ekki beðið um eða fengið neinar ákveðnar skýrslur um það. Það má vel vera að misvísun hafi orðið í þessu. Það getur verið að menn hafi talið að Hollustu- vernd myndi sjá um alla þætti málsins. En þeir ætl- uðust til að daglegt eftirlit væri áfram í höndum heil- brigðisfulltrúanna okkar.“ - Hefur heilbrigðisnefndin ekki farið fram úr sjálfri sér, því Hollustuvernd og um- hverfisráðuneyti segja að það standist ekki lög að taka þetta úr höndum heilbrigðis- fulltrúanna og visa því til Hollustuverndar? „Það er erfitt fyrir mig að vera að svara einhverju sem ég hef hvorki heyrt né séð. Ég hef undir höndum bréf frá fram- kvæmdastjóra Hollustuverndar, þar sem hann tekur við málinu. Hann reifar jú aðeins að lögin geri ráð fyrir því að öllu jöfnu sé það Hollustuvernd sem feli heilbrigðis- eftirliti eða nefndum aðgerðir en ekki öfugt. Síðan kom fram í skeyti frá Hollustuvernd, sem ég sá í gær, að gert er ráð fyrir að heilbrigðisfulltrúar sinni daglegu eftirliti." -JSS Sérstakt andrúms- loft DV, Suðurlandi: „Þetta er mjög áhugavert, alveg sértakt andrúmsloft, fólkið vinnur saman allir sem einn,“ sagði Bern- hard, þýskur námsmaður, sem var ásamt Barböru vinkonu sinni í Reykjaréttum á laugardag. Þau sátu á réttarveggnum og fylgdust grannt með öllu sem fram fór í al- menningnum og höfðu mjög gam- an af öllu saman. Þeim fannst það báðum mikil upplifun að koma í réttirnar og sögðust aldrei áður hafa séð neitt þessu líkt. Bernhard stundar nám við Háskóla íslands í íslensku fyrir útlendinga og hefur verið hér á landi í tæpt ár. Þau Bernhard og Barbara hafa ferðast um landið i sumar en sögðust vera komin hingað hara til að sjá og upplifa íslenskar réttir. -NH Bernhard og Barbara fylgdust áhugasöm með öllu sem fram fór í Reykjaréttum. DV-mynd Njörður ^ Eftirlitið á Ásmundarstöðum: A ábyrgð heilbrigðisnefndar - segir skrifstofustjóri umhverfisráðuneytis „Það liggur ljóst fyrir að þetta eft- irlit er algerlega á ábyrgð heilbrigð- isnefndar Suðurlands. Hafi þeir tek- ið eftirlitið úr höndum starfsmanna sinna, hljóta þeir að fela það ein- hverjum öðrum sem hafa til þess rétt,“ sagði Ingimar Sigurðsson, skrifstofustujóri í umhverflsráðu- neytinu, um eftirlitsmál á kjúklingabúinu að Ásmundarstöð- um. Búið hefur ekki verið undir eftir- liti heilbrigðiseftirlits að undan- fórnu, þrátt fyrir mikla campylo- bactermengun þar. Heil- brigðisfulltrú- ar segja heil- brigðisnefnd hafa tekið eft- irlitiö úr sín- um höndum og vísað því til Hollustu- verndar. Holl- ustuvernd segir heil- Ingimar Sigurðsson. brigðiseftirlit- ið eiga að sjá um daglegt eftirlit. „Ég botna ekkert í þessu máli út frá þessum sjónarhóli, því nefndin ákveður ekkert að þetta eftirlit sé ekki í höndum heilbrigðiseftirlits- ins. Hún ákveður ekkert að þetta sé á höndum Hollustuvemdar. Það skortir lagalegar forsendur fyrir slíku,“ sagði Ingimar. „Þetta bú get- ur ekki verið eftirlitslaust. Sé þessu eftirliti ekki sinnt, lögum sam- kvæmt, af heilbrigðisnefnd og starfsmönnum hennar, þá verður Hollustuvernd að grípa inn í. Hún hefur til þess lagaheimildir og er framkvæmdaaðili á vegum um- hverfisráðuneytisins." Heilbrigðisnefndin á Suðurlandi hefur beðið um álit umhverflsráðu- neytisins á starfsaðferðum starfs- manna sinna, heilbrigðsifulltrú- anna á Suðurlandi. Ingimar sagði, að reynt yrði að svara erindinu í þessum mánuði. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hef- ur mætt til viðtals í ráðuneytið vegna þessa og þarf að mæta aftur, að sögn Ingimars. -JSS Stuttar fréttir i>v Dónaskapur Formaður samgöngunefndar Alþingis, Árni Johnsen, segir þá tillögu R-listans 1 Reykjavík að efna til kosn- ingu um veru flugvallarins í Reykjavík, vera allt í senn dóna- skap, lítilsvirð- ingu og beina árás á landsbyggðina. RUV greindi frá. Þingmenn fræddir Líklegt er að Alþingi fjalli um Eyjabakkamálið í þingbyrjun fyrstu daga næsta mánaðar og um það hvort lögformlegt umhverfis- mat skuli fara fram um Fljótsdals- virkjun. Umhverflsnefnd og iðn- aðamefnd þingsins fóm um Eyja- bakka sl. mánudag til að fræðast um svæðið. Mikil hitaorka Orkufyrirtækið íslensk orka borar nú eftir gufu við Bakka- hlaup í Öxarflrði i því skyni að nýta jarðhita til raforkufram- leiðslu. Nægur jarðhiti er þegar fundinn til að knýja um 150 mega- vatta raforkuvirkjun. Forsvars- menn-fyrirtækisins segja raforku- framleiðslu í Þingeyjarsýslu mun vænlegri kost en Fljótsdalsvirkj- un. RÚV greindi frá. Gert aö taka skýrsiu Hæstiréttur hefur dæmt hér- aðsdómara í Reykjavík til að taka skýrslu af 17 ára stúlku sem kært hafði sambýflsmann sinn fyrir nauðgun. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfu sækjanda máls- ins um að taka skýrslu af stúlkunni en þá heimild þurfti til vegna þess að stúlkan er undir lögaldri. Meira kaup Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, spáir erfiðum kjarasamning- um fram undan enda hafl launa- þróun hjá hinu opinbera farið langt fram úr launum á al- mennum vinnu- markaði. Sjónvarpið sagði frá. Bætur fyrir vinnuslys Hæstiréttur hefur dæmt Hólmadrang hf. til þess að greiða vélstjóra, sem slasaðist á baki við vinnu sína um borð í togara fyrir- tækisins, sex milljónir króna í skaðabætur auk 950 þúsund króna í málskostnað. Nýja greinargerð Neytendasamtökin segja grein- argerð Fjármálaeftirlitsins um hækkanir tryggingafélaganna illa unna, byggða á ófullnægjandi gögnum tryggingafélaganna og vart sæmandi Fjármálaeftirlitinu og krefjast því nýrrar. Bylgjan greindi frá. Vinnu Lyftur Hæstiréttur hefur sýknað mann sem setti spjald með orðinu „vinnu“ ofan við einkanúmers- plötu á bíl sínum. Einkanúmerið er Lyftur. Lögreglan hafði kært manninn fyrir aukaspjaldið þar sem það bryti gegn umferðarlög- um. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur komst að í gær. Stöð 2 sagði frá. Eiga inneign Bjöm Grétar Sveinssón, formað- ur Verkamannasambands íslands, gefur ekki mik- ið fyrir orð for- sætisráðherra þess efnis að gæta verði hóf- semdar í kaup- kröfum í næstu kjarasamning- um. Hann segir verkafólk eiga inneign frá síðustu samningum því síðan hafl flestir farið fram úr verkafólki í launum. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.