Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 1.120 m.kr., mest með húsbréf fyrir 600 m.kr., með spariskírteini fyrir 251 m.kr. og með hlutabréf 192 m.kr. ••• Mest viðskipti með einstök hlutabréf voru með bréf Samherja fyrir 83 m.kr., með bréf íslandsbanka fyrir 32 m.kr. og með bréf Granda fyrir 11 m.kr. ••• Mest lækkun varð á verði bréfa Haraldar Böðvarssonar, 5,7%.*** Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði um 1,2% í dag og er nú 1.327 stig. Frostfiskur ehf. flyt- ur til Þorlákshafnar Nú stefnir í að velta Frostsfisks verði nálægt 700 milljónum króna á þessu ári og ríflega milljarður á því næsta, en að sögn Steingríms Leifs- sonar framkvæmdastjóra hefur fyr- irtækið aldrei verið rekið með tapi frá því það var stofnað árið 1992. Nú er verið að flytja fyrirtækið til Þor- lákshafhar. Það er stefna stjómenda Frostfisks ehf. að fyrh-tækið verði öflugt bæði í veiðum og vinnslu á botnfiski. „Við höfum keypt allan fisk á fiskmörkuðum og selt afurðir okkar beint til dýrra stórverslana- keðja og veitingahúsa og það hefur gengiö upp.“ Frostfiskur er sérhæft fisk- vinnslufyrirtæki sem hefur aðallega stundað vinnslu og útflutning á kældum fiskafúrðum og hefur náð góðum árangri í sölu til Bretlands og Bandaríkjanna. Undanfarin ár hefur Frostfiskur unnið úr 3.000 til 4.000 tonnum á ári, en breytinga- skeið stendur nú yfir hjá fyrirtæk- inu. í byrjun mánaðarins festi Frostfiskur kaup á togbátnum Danska Pétri frá Vinnslustöðinni - stefnt á skráningu á Verðbréfaþing hf. ásamt um 500 þorskígildistonna kvóta í þorski og ýsu, auk fisk- vinnsluhúss í Þorlákshöfn. Fyrir fiárfestinguna var greitt með 40% hlut í Frostfiski, enda segir Stein- grímur að verkefnið sé það stórt í sniðum að Frostfiskur hefði vart haft tök á því nema með því að selja hlutafé og bætir því við að það sé fyrst og fremst skortur á hráefni til vinnslu sem veldur að af því hafi ekki orðið. Samvinnan styrkur Steingrímur dregur ekki dul á að samstarfið við Vinnslustöðina og væntanlegt sameinað félag Vinnslu- stöðvarinnar og ísfélags Vest- mannaeyja hf. geti styrkt hráefnis- stöðu Frostfisks og bátar þess kunni að landa í Þorlákshöfn. „Ef við stöndum okkur vel munum við hafa greiðari aðgang að góðum fiski.“ Hann segir þó ekki á döfinni að Frostfiskur gangi inn i það félag. „Við þurfum að halda vel á spilun- um, vera cilltaf viðbúnir til að ná áframhaldandi góðum árangri. Ég Steingrímur Leifsson, fram- kvæmdastjóri Frostfisks ehf. sé ekki fyrir mér að við munum ná sama árangri og við höfum verið að ná með því að vera deild inni í öðru fyrirtæki.“ Næstu skref hjá Frostfiski segir Steingrímur vera að endurbæta nýtt húsnæði fyrirtækisins í Þor- lákshöfn, ná tökum á útgerðarþætti starfseminnar og stækka enn frek- ar. Til lengri tíma litið er það mark- mið stjómenda Frostfisks að fyrir- tækið verði skráð á hlutabréfa- markað og segist Steingrimur sjá fyrirtækið fyrir sér á Verðbréfa- þingi að fjórum árum liðnum. Arðsemi að leiðarljósi Steingrímur segir fyrirtækið vera rekið með arðsemi að leiðarljósi, enda sé það forsenda þess að það verði áhugaverð fjárfesting. „Við þurfum að gefa okkur um fiögur ár til þess að búa til fyrirtæki sem verður boðlegt á hlutabréfamark- aði.“ Steingrímur segir að í því felist meðal annars að fyrirtækið auki aflaheimildir sínar. Frostfisk- ur hyggst þannig taka þátt í þeirri miklu gerjun sem á sér nú stað í sjávarútvegi á íslandi. „Við lítum svo á að aldrei i sögunni hafi verið meiri tækifæri til staðar í grein- inni,“ segir Steingrímur. -bmg Baugur stendur á bremsunni - segir Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, hefúr sent frá sér til- kynningu þar sem fúllyrðingum um minni samkeppni á matvöru- markaði er mótmælt. Þar segir: „Á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá því að Baugur hf. var stofnaöur hefúr matvöruverð hækkað minna en almennt verðlag. Því hefur verið haldið fram að vegna stækk- unar fyrir- tækja á mat- vörumarkaði hafi sam- keppni minnk- að og vöruverð hækkað umfram verölagsvísitölu. Tölumar tala allt öðru máli. Samkeppni harðn- aði mjög á matvörumarkaði með tilkomu Baugs hf. Vegna magnaf- sláttar í innkaupum og stærðar- hagkvæmni í rekstri Aðfanga, sem kaupa inn matvöru fyrir Bónus, Hagkaup, Nýkaup og 10- 11, hefur tekist að hagræða í rekstri þannig aö 6-7% hækkun á vörum í innkaupum hefur ekki komið fram í hækkunum á verði til neytenda. Baugur hefur því með umbótum í verslunarháttum staðið fast á bremsunni til þess að hemja þá veröþenslu sem er í þjóðfélaginu. Matvörukaupmenn, almenningur og stjómvöld þurfa nú að ná saman um að kveða nið- ur veröbólgudrauginn sem kom- inn er á kreik.“ -bmg Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 hUp://www.Vortcx.is/~skip/ Bjart fram undan á sku Idabréfamarkaði - að mati íslandsbanka F&M Að mati íslandsbanka F&M er bjart fram undan á skuldabréfa- markaði og líklegt að löng skulda- bréf gefi góða ávöxtun næsta árið í það minnsta. Fram kemur í Morg- unfréttum F&M í gær að ástæður þess séu einkum þær að verðbólga hafi gefið eigendum verðtryggðra skuldabréfa mjög góða ávöxtun á árinu og ekki sé annað að sjá en að svo verði áfram um tíma. Þá er bent á að fiárlög fyrir árið 2000 verði tilkynnt í byrjun október. Fjármálaráöherra hefur lýst yfir að líklega verði skilað meiri afgangi en 6-7 milljörðum til þess að slá á eft- irspum í hagkerfinu. Ríkisstjómin virðist hafa fullan hug á því þannig að fyrirhugaður afgangur af fiárlög- um getut orðið meiri. F&M bendir á að þessi viömiðun sé án sölu eigna ríkisins sem gætu fallið til á næsta ári eins og Landsbanka íslands, Búnaðarbanka og Landsímans. „Út- íslandsbanki F&M telur ekki að skuldabréfaeign bankanna hamli gegn frekari vaxtalækkunum. lit er því fyrir áframhaldandi upp- greiðslur á lánum ríkisins á næsta ári sem gæti skilað sér í spum eftir ríkisskuldabréfum," segir F&M. Þá er bent á að erlendir aðilar hafi sýnt íslenskum ríkistryggðum skuldabréfum mikinn áhuga að undanfomu. „Skuldabréfaeign er- lendra aðila er þegar orðin umtals- verð og mun án efa aukast á árinu 2000. Mögulegt samstarf verðbréfa- þings við erlendar kauphallir auk stofnunar verðbréfamiðstöðvar mun auðvelda erlendum aðilum viðskipti með íslensk skuldabréf," segir i Morgunfréttum Islands- banka F&M í gær. F&M ósammála Búnaðar- bankanum íslandsbanki F&M telur ekki að skuldabréfaeign bankanna hamli gegn frekari vaxtalækkunum, líkt og bent var á í Hálf fimm fréttum Búnaðarbankans í fyrradag. F&M segir staðreyndina vera þá að stór hluti ríkisverðbréfaeignar sé vegna fiárstýringar bankanna. Einnig bendir F&M á að ríkisskuldabréfa- eign hafi þann tilgang að verja vaxtaáhættu bankanna vegna af- leiðusamninga. F&M segir mikil- vægt að greina á milli brúttóstöðu skuldabréfaeignar bankanna og nettóstöðu hennar. -bmg Veltuaukning en minni hagnaður hjá Vírneti Afkoma Vírnets hf. í Borgarnesi var lítiö eitt lakari á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en á sama tímabili i fyrra. Viðskiptablaðið greindi frá. Tap fyrirtækisins, samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri, nam 6 milljón- um króna, samanborið við 1,5 millj- óna tap á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Afkoma Vírnets er jafnan mjög árstiðabundin og var 15 millj- öna króna hagnaður allt árið í fyrra þrátt fyrir tap á fyrri helmingi árs. Fjármagnsliðir voru 3 milljónum króna óhagstæðari en á sama tima i fyrra og voru neikvæðir um 8 millj- ónir. Vímet er iðnfyrirtæki sem sérhæfir sig i fram- leiðslu alls kyns vara úr jámi og stáli, svo sem nagla, vírs og þakjáms, t.d. undir vörumerkinu Borgames-stál. Afkoma Vírnets er mjög árstíöa- bundin. Þannig var 15 milljóna hagnaður af starfsemi félagsins í fyrra þrátt fyrir tap á fyrri hluta árs. Stefán Logi Haraldsson, nýráð- inn framkvæmdastjóri, segist vona að afkoman verði svipuð þegar yfir- Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Vírnets. standandi ár verði gert upp. Heildartekjur Vírnets á fyrri hluta þessa árs vom 177 milljónir króna og juk- ust um 14 milljónir milli ára. Árið 1998 var velta Vfrnets um 400 milljónir en Stefán segir að í ár sé stefnt aö því að rekstrar- tekjumar verði nálægt 450 milljónum króna. „Aðstæð- ur í samfélaginu gefa okk- ur góðar vonir um að það takist," segir Stefán Logi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Vfrnets. -bmg Útboðið hjá Össuri gekk vel Að sögn Þórðar Pálssonar hjá Kaupþingi, sem sér um hlutfiárút- boð í Össuri, gekk útboðið mjög vel. Þórður segir að mikill áhugi sé á bréfunum, þó svo að hann geti ekki gefið upp neinar tölur í því sambandi. Útboðinu lauk í gær, kl. 16. Lágmarksfjárhæð náðist ekki Utboði á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxlum lauk með opnun til- boða hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Með þessu útboði skuldbatt ríkis- sjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 1000 til um það bil 5000 milljónir króna. Lágmarksfiár- hæð útboðsins náðist ekki. Ekki rými til vaxtalækkunar 11/2 5 fréttum Búnaðarbankans kemur fram að framboð ríkisbréfa sé að minnka en framboð annarra innlendra skuldabréfa að aukast. Á sama tíma sé almenn eftirspurn eftir innlendum skuldabréfum að dragast saman. Ekki sé því rými til vaxtalækkana að svo stöddu. JC stofnar viðskiptafélag Junior Chamber ísland hefur ákveðið að stofna viðskiptafélag innan hreyfingarinnar i samvinnu við Verslunarráð. Markmiðið með þessu nýja félagi er að bjóða félags- mönnum upp á öflug námskeið með sérstaka áherslu á stjómun og framsögn, ásamt þvi að bjóða fiöl- mörg tækifæri til að vinna að við- skiptatengdum verkefnum. Ný sjónvarpsstöð í loftið Á laugardaginn hefur göngu sína ný íslensk sjónvarpsstöð, Popptíví, og mun hún senda út popp allan sólarhringinn. Kostnaðarlaus viðskipti Vegna vaxandi áhuga á verð- bréfaviðskiptum á Wall Street á Vefnum í gegnum Kauphöll Lands- bréfa hafa Landsbréf ákveðið að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á sérstakt tilboð, að því er fram kemur í frétt frá Kaup- höll Landsbréfa. Það felst í því að dagana 16. og 17. september býðst viðskiptavinum Kauphallarinnar að eiga gjaldeyr- iskaup í Kauphöllinni sér að kostnaðarlausu. Verðfall í Japan í gær Verðbréf í Japan féllu meira í verði í gærmorgun en dæmi eru um á einum degi á þessu ári. Það er sterkt jen gagnvart dollar sem ógn- ar útflutningsfyrirtækjum þar í landi. Nikkei 225-vísitalan lækkaði um 3,32%, eða um 589,98 stig, og var hún í 17.187,24 á hádegi þar eystra. Aukinn hagvöxtur í Sviss Þjóðarframleiðsla í Sviss jókst um 1,2% á öðrum ársfiórðungi þessa árs, samanborið 1,1% vöxt á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru meira en hagfræðingar höfðu spáð en gert var ráð fyrir minnk- un frá fyrra ári. Símasamruni British Telecom og bandarískur samstarfsaðili, AT&T, tilkynntu í gær að þeir ætluðu að mynda mjög stórt alþjóðlegt farsímafyrirtæki. Samningur fyrirtækjanna er met- inn á 10 milljarða Bandaríkjadala. Beðið er eftir samþykki samkeppn- isyfirvalda. Hlutabréf í báðum fé- lögum hækkuðu mikið í verði í kjölfar tilkynningarinnar. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.