Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
9
r>v
Sjö látnir af völdum fellibylsins Floyds:
Gífurlegar skemmdir
- rafmagnsleysi og flóö frá Flórída til Nýja-Englands
Fellibylurinn Floyd lék austur-
hluta Bandaríkjanna illa í gær með
hávaðaroki og úrhellisrigningu. Sjö
manns fórust og rafmagnsleysi og
flóð gerðu íbúunum lífið leitt alla
leið sunnan frá Flórída norður til
Nýja-Englands.
Floyd kom að landi í dögun í gær
en síðdegis í gær hafði mjög dregið
úr vindstyrknum þar sem hann var
á leið sinni norður á bóginn. Um
klukkan þrjú í nótt að islenskum
tíma var miðja stormsins við Hart-
ford í Connecticut. Vindhraðinn
mældist þá mestur 96 kílómetrar á
klukkustund.
James Hunt, ríkisstjóri í Norður-
Karólínu sagði að þúsundir íbúa
ríkisins hefðu misst heimili sín og
að tjónið yrði metið á hundruð
milljóna dollara.
„Skemmdirnar eru gifurlegar,"
sagði Hunt í ríkishöfuðborginni
Raleigh.
A PRIVATE
\TERfRO\T COMMUXTTY
Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét
til hliðar meira en fimm hundruð
milljónir dollara i neyðaraðstoð við
fórnarlömb fellibylsins. Rúmlega
hálf fiórða milljón manna á austur-
ströndinni flúði heimili sín af völd-
um óveðursins.
Neyðarástandi hefur verið lýst yf-
ir í New York, New Jersey, Mary-
land, Delaware og hlutum austan-
verðrar Pennsylvaníu, aðallega
vegna flóða og erfiðra akstursskil-
yrða í kjölfar tæplega fimm hundruð
millímetra rigningar.
Skólahald féll niður á aliri austur-
ströndinni og umferð var lítil í
mörgum stórborgum þar sem fyrir-
tækjum var lokað. Miklar truflanir
urðu á flugsamgöngum. Þrír stærstu
flugveflimir í New York voru opnir
en um helmingi áætlunarflugs um
þá var aflýst. Floyd var á stærð við
Það getur verið erfitt að komast leiðar sinnar þegar allt er á floti af völdum Texasríki og var með þeim öflugri
fellibylsins Floyds, eins og þessi börn fengu að reyna í Chesapeake Beach. sem hafa sést á Atlantshafi.
Níðingur notaði
Kryddpíur sem agn
Þegar lögreglan í Svíþjóð
aðhafðist ekkert vegna ábendinga
um misnotkun tónlistarmanns á
ungum stúlkum, sem hann sagðist
ætla að gera að Kryddpíum, tóku
starfsfélagar mannsins lögin i eigin
hendur. Meðal starfsfélaganna er
fegurðardrottningin og fyrirsætan
Sofie. Hún er nú ákærð fyrir að hafa
tekið þátt í misþyrmingu á
tónlistarmanninum.
Sofie og félagar hennar höfðu
hringt í lögregluna í 32 skipti og
farið til hennar sex sinnum.
Lögreglan rannsakaði samt ekki
málið. Þegar Sofie og félagar fréttu
að tónlistarmaðurinn væri á hóteli
með 14 ára og 17 ára stúlkum héldu
þau á hótelið með hafnaboltakylfu
og börðu tónlistarmanninn. Hann
var síðan skilinn eftir með
handjám á salerni. Sofie hellti úr
vínglasi yfir hann.
Hún segir smástelpurnar hafa
komið tfl sín mörgum sinnum og
kvartað. Hún segist alls ekki iðrast.
Félagi Sofie gaf sig fram við
lögregluna og þá fyrst var málið
rannsakað. Tónlistarmaðurinn var
dæmdur í árs fangelsi í mars í fyrra
og gert að greiða fiórum stúlkum 2
milljónir króna. Eftir að hafa
afplánað dóminn fór tónlistar-
maðurinn tii Taílands. Hann neitar
að koma tfl Svíþjóðar til að vitna
gegn Sofie.
Madeleine Albright:
Rússaaðstoð í hættu
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, sagði í
gær. að bandarísk stjórnvöld
myndu ekki styðja frekari fiöl-
þjóðaaðstoð við Rússland nema
Kremlarbændur beröust gegn spill-
ingu af alefli.
„Stjóm Jeltsíns forseta þarf að
gera baráttuna gegn spillingu að
forgangsmáli. Við höfum gert það
ljóst að við styðjum ekki frekari að-
stoð við Rússland nema viðunandi
öryggisþættir séu til staðar,“ sagði
Albright í ræðu hjá Carnegie frið-
arstofnuninni í Washington.
Ráðherrann sagði að til þessa
hefðu rússnesk stjómvöld ekki
gripið til fuflnægjandi aðgerða til
að berjast gegn sívaxandi spillingu
og að rússneska dómskerfið gæti
ekkert gert við glæpamenn með
góð sambönd.
Albright sagði að Rússar hefðu
ýmsu áorkað frá falli komúnism-
ans og að þolinmæði væri þörf í
samskiptum við Rússa.
Jacques Chirac Frakklandsforseti gat ekki stillt sig um að taka upp þetta litla
lamb á landbúnaðarsýningunni í Poamcle í gær. Chirac er í heimsókn til
austurhluta Frakklands.
Útlönd
Alsírbúar sam-
þykkja friðartil-
lögur forsetans
99 prósent Alsírbúa sögðu í gær
já í þjóðaratkvæðagreiðslu við
friðaráætlun Abdelaziz Bou-
teflikas foreta. Samkvæmt áætlun
forsetans eiga þeir uppreisnar-
menn múslíma, sem gefa sig fram
við yfirvöld, að fá sakaruppgjöf að
hluta til eða að öflu leyti. Það gild-
h- þó bara fyrir þá sem ekki hafa
gerst sekir um blóðsúthellingar
eða nauðganir. Forsetinn hefur
einnig lofað að engir hryðjuverka-
menn verði dæmdir tfl dauða eða
í lifstíðarfangelsi. Kosningaþátt-
takan var 85 prósent.
16 PIZZA
fleð 4 áLegjS-
teguNdUPI á
1000.
3LL
6767
00HHH beH3Ve -
Tilboðið gildir frá miðvikud. 15. til sunnud. 19. sept.1999