Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 18
18
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
Fréttir
Ólafur Ragnar og Ari Trausti Guðmundsson sýndu eistnesku forsetahjónun-
um hvernig landið liggur í kringum Geysi.
Erlendir ferðamenn sýndu eistneska og íslenska forsetanum mikla athygli
og mynduðu þá í bak og fyrir við Gullfoss.
Eistneski forsetinn gat ekki yfirgefið ísland án þess að renna fyrir lax. Hann
sýndi góð tilþrif með stöngina í Rangá.
DV-myndir Teitur
Forsetahjónin fengu góða útskýr-
ingu á því hvernig heitir hverir
myndast og af hverju þeir gjósa hjá
Ara Trausta Guðmundssyni og sáu
síðan Strokk gjósa þrisvar í röð.
Kerið í Grímsnesi var fyrsti viðkomustaður dagsins. Eistneska forsetafrúin,
Helle Meri, skoðaði þennan forna gíg.'
Auður Eydal tók á móti Ólafi Ragnari og forsetahjónunum á Leirubakka og
afhenti þeim íslenskar lopapeysur að gjöf.
Þessi eistneski sönghópur varð eilítið hissa þegar hann rakst á forsetann
sinn við Geysi á íslandi. Forsetinn bað þá um að taka lagið sem þeir gerðu,
viðstöddum til óvæntrar ánægju.
Þór Magnússon þjóðminjavörður sýndi eistneska forsetanum Þjóðveldis-
bæinn í Þjórsárdal og útskýrði lifnaðarhætti íslendinga fyrr á öldum.
Forsetarnir tveir og frítt föruneyti þeirra nutu náttúrufegurðar við Gullfoss.
Heimsókn Eistlands-
forseta lokið
Það var margt um manninn í föru-
neyti þeirra Ólafs Ragnars og Meri í
gær. Hér er hópurinn að koma niður
tröppurnar að Gulifossi.
Eistneska forsetafrúin var yfir sig
hrifin af íslensku lopapeysunni sem
hún fékk að gjöf á Leirubakka.
Forsetarnir tveir og frítt föruneyti þeirra nutu náttúrufegurðar við Gullfoss.
Opinberri heimsókn Lennarts
Meri, forseta Eistlands, og Helle,
konu hans, lauk í gærkvöld. Dagur-
inn í gær var tekinn snemma er
Meri, Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, og fylgdarlið fóru víða
um Suðurland.
Fyrsti áningarstaður var við Ker-
ið í Grímsnesi þar sem Ari Trausti
Guðmundsson, leiðsögumaður dags-
ins, fræddi gesti. Þá voru nátt-
úruperlurnar Gullfoss og Geysir
heimsóttar. Eftir heimsókn í Þjóð-
veldisbæinn, þar sem Þór Magnús-
son þjóðminjavörður tók á móti
gestum, var haldið í orkuverið að
Búrfelli þar sem snæddur var há-
degisverður. Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, var gestgjafi,
sem og í Sultartangaorkuverinu.
Þá var haldið að Leirubakka. Þar
nutu forsetahjónin sýningar á ís-
lenska hestinum. Ólafur Ragnar fór
í útreiðartúr en Meri-hjónin héldu
til veiða í Rangá. Eftir það var
snætt á Leirubakka.
Forseti íslands kvaddi eistnesku
forsetahjónin í móttöku á Hótel
Sögu i gærkvöld. Hjónin héldu sið-
an af landi brott í nótt.
Ljósmyndari DV var í fór með for-
setunum um Suðurland i gær. -TJ
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fyigdi forsetunum í hina nýju og
bráðum tilbúnu Sultartangavirkjun.