Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 29
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 29 I Citizen Kane í Nýlistasafninu. 7/6 Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina eftirtektarverðu sýningu 7/6 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, en henni lýkur um helgina. Um er að ræða samsýningu sjö lista- manna frá Austurríki og sex frá ís- landi. Sýnendur frá Austurríki eru: Gilbert Bretterbauer, Josef Danner, Manfred Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienzer, Werner Reiterer og Michaela Math. ís- lensku sýnendumir eru: Ásmund- ur Ásmundsson, Margrét Blöndal, Birgir Andrésson, Haraldur Jóns- son, Ósk Vilhjálmsdóttir og Pétur Örn Friðriksson. Sýningarstjóri er Sandra Abrams. Sýningar Sýningin er eins konar stefnu- mót milli austurrískra og ís- lenskra nýlistamanna sem eiga það sameiginlegt að vera allþekkt- ir i sinu heimalandi en óþekktir á heimsmælikvarða. Voru þátttak- endurnir valdir með tilliti til þess að list þeirra Qallar um „raunveru- leikann" eða umhverfið, með nálg- un út frá írónískum nótum. Frum- kvæði að þessari sýningu átti lista- maðurinn Josef Danner, en hann hefur áður dvalið á íslandi, sem og listamaðurinn Fritz Grohs. Verkin á sýningunni era flest unnin beint á staðnum og að hluta til er um verk úr farteskinu að ræða. Dagur menning- arminja Málþing og sýning á Degi menn- ingarminja á morgun verður haldið í stofu 101 í Odda á morgun kl. 15. Þeir sem flytja erindi eru Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur, Helgi Þor- láksson prófess- or og Orri Vé- steinsson for- leifafræðingur. Af sama tilefni mun Þjóðminja- safn íslands standa fyrir kynningu á fornleifarannsóknum sem farið hafa fram á þessu ári með sýningu sem verður--------------- Kís fimm Samkomur stöðum. Sýn- ingarstaðir eru:anddyrir sundlaug- arinnar í Stykkishólmi, bókasafn Háskólans á Akureyri, Safnahúsið á Egilsstöðum, Miðgarður á Selfossi og í Oddi í Reykjavík. íslandsmót í atskák - undanrásir „Á morgun og sunnudag verða haldnar undanrásir vegna Islands- mótsins í atskák 2000. Teflt verður í Reykjavik, á Akureyri og Vestfjörð- um. í Reykjavík verður teflt á morg- un og sunnudaginn og hefst taflið báða dagana kl. 13 í húsnæði Taflfé- lags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. Þór Magnússon. OFL á Gauki á Stöng: Feitt rokk Hljómsveitin OFL verður á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Ætl- unin er að rokka þar feitar en nokkru sinni fyrr og líklega verður að bæta við borðum í salinn því síð- ast var dansað á öllum borðum og biðröð á sum. Prógramm hljóm- sveitarinnar er að venju skreytt coverlögum úr öllum áttum og eitt- hvað frumsamið flýtur með í bland. Skemmtanir Hljómsveitina skipa: Baldvin, hljómborð, Gummi Kalli, söngur, Helgi Valur, gítar, Leifur, bassi, og Halli, trommur. Þekktur plötusnúður í Leikhúskjallaranum Um helgina skemmtir einn þekkt- asti plötusnúður heims gestur Leik- húskjallarans. Hann heitir DJ Leroy John- son. Hann hefur skemmt á skemmtistöð- um um allan heim og er talinn af fagtímarit- um í hópi 20 snjöllustu plötusnúða heims. Fyr- ir utan að spila mjög fjölbreytta tónlist fyrir fólk á aldrinum 20-40 ára er hann eini plötu- snúður heims sem get- ur mixað saman tónlist með fótunum! Leroy Johnson þeytir skífum í Leikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld. Með honum í kvöld verður hljómsveitin Stjórnin en annað kvöld verður Siggi Hlö með honum. OFL skemmtir á Gauknum f kvöld. Hlýjast vestanlands Austlæg átt, víða 10-15 m/s. Súld eða rigning með köflum, einkum Veðrið í dag suðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýj- ast vestanlands. Höfuðborgarsvæðið: Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum. Hiti 9 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.48 Sólarupprás á morgun: 06.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.32 Árdegisflóð á morgun: 12.16 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 12 Bergstaöir skýjaö 9 Bolungarvík rigning 8 Egilsstaóir 10 Kirkjubœjarkl. súld 10 Keflavíkurflv. rigning 9 Raufarhöfn rigning 8 Reykjavík rigning 10 Stórhöföi rigning 9 Bergen skýjaö 12 Helsinki skýjaö 10 Kaupmhöfn þokumóöa 16 Ósló léttskýjað 11 Stokkhólmur þokumóóa 7 Þórshöfn rigning 11 Þrándheimur úrkoma í grennd 13 Algarve Amsterdam skýjaó 14 Barcelona léttskýjaö 18 Berlín lágþokublettir 11 Chicago heiöskírt 13 Dublin léttskýjaö 10 Halifax súld 20 Frankfurt skýjaö 10 Hamborg skýjaö 13 Jan Mayen skýjaö 5 London léttskýjaó 10 Lúxemborg skýjaó 11 Mallorca léttskýjaö 16 Montreal þoka 12 Narssarssuaq heióskírt 3 New York rigning 17 Orlando heiöskírt 21 París rigning 13 Róm léttskýjaö 16 Vín þokumóöa 17 Washington léttskýjaö 15 Winnipeg alskýjaó 13 Helstu vegir um hálendiö færir Helstu vegir um hálendið eru nú færir. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðr- um vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu eru þó færir öllum bílum. Ástand vega 4*- Skafrenningur m Steinkast Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir □ Þungfært (£) Fært fjallabílum Ólöf Sigurlína Á myndinni eru systk- inin Þorsteinn Björn sem er þriggja ára gamall og Ólöf Sigurlína sem fædd- ist á Sjúkrahúsi Akraness Barn dagsins 12. maí síðastliðinn, kl. 8. Ólöf Sigurlína var við fæðingu 13 merkur og 52 sentímetrar. Foreldrar systkinanna eru Einar G. Þorsteinsson og Petra K. Kristinsdóttir og býr fjöl- skyldan í Mýrdal. Cecilia Roth og Antonia San Juan í hlutverkum Manuelu og Agrado. Allt um móður mína Allt um móður mína (Todo sobre mi madre), sem Háskólabíó sýnir, hefur fengið afbragðs- góð- ar viðtökur hér sem og annars staðar. Um er að ræða nýja kvik- mynd frá spænska leikstjóranum Pedro Almodóvar og eru margir á því að hún sé með þvi besta sem hann hefur gert. Skemmst er að minnast þess að Almodóvar hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvik- '///////// Kvikmyndir myndahátíðinni í Cannes í vor fyrir þessa mynd: „Myndin er tileinkuö konum, sérstaklega þó leikkonum sem hafa einhvem tímann á lifs- leiðinni leikið leikkonur," segir Almodóvar. Almodóvar segir að hugmynd- ina að sögunni í Allt um móöur mína megi rekja til fyrstu æviára hans. Hann muni vel eftir eigin- leikum sem konur í hans fjöl- skyldu höfðu: „Þær voru mun slyngari í að blekkja heldur en karlarnir og með lygum gátu þær komist hjá harmleik." Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Pí Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbió: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Big Daddy y [Jrval A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT fSÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ17. 09. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra.franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg.franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 (t. líra 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.